Fréttablaðið - 16.10.2021, Síða 104

Fréttablaðið - 16.10.2021, Síða 104
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill halda sóttvarna­ aðgerðum til streitu vegna haustflensu og RS­víruss. Þykir mörgum nóg um áhættufælni hans, þegar meirihluti þjóðar­ innar er fullbólusettur. Þessi nýja stefna Þórólfs er þó þannig að hann getur haldið endalaust áfram að finna réttlætingar fyrir sóttvarnaaðgerðum. Fréttablaðið aðstoðar því Þórólf að finna fleiri tilefni fyrir tveggja metra regluna og grímuskyldu. benediktboas@frettabladid.is Fleiri sóttvarnaréttlætingar fyrir Þórólf og félaga Andfýla Gríman kom í veg fyrir að þeir sem reykja önduðu sinni súru andremmu framan í blásaklaust fólk. Lyktin er líka alveg fáránlega vond. Mýkingarefni Alltof margir, sérstaklega karlmenn, nota alveg skelfi- lega mikið af mýkingar- efni sem er ekki aðeins vont fyrir umhverfið heldur kjánalegt. Hugmyndir Fátt er jafn bráðsmitandi og hugmyndir. Þar sem margir koma saman er jafnvel líklegt að eitt- hvað gott gerist. Það verður að girða fyrir allar slíkar samkomur. Gleði Bros er smitandi eins og geispi og því mikilvægt að koma í veg fyrir að fólk hafi gaman, geti heilsast með handabandi og sé almennt ánægt í leik og starfi. Á þessum degi árið 2007 varð Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í fyrsta sinn þegar hann tók við af Vil­ hjálmi Þ. Vilhjálmssyni eftir meiri­ hlutahrókeringar. Þá staldraði hann þó stutt við, eða þar til í janúar árið 2008 þegar Ólafur F. Magnússon tók við keflinu eftir enn dramatískari meirihlutahróker ingar. Ólafur ent­ ist í 210 daga eða þar til Hanna Birna Kristjánsdóttir tók við stöðunni til 2010. Síðan hafa borgarstjórar, aðal­ lega Dagur, enst töluvert lengur. Hvernig líður þér á þessum tíma- mótum? „Já, ég er búinn að vera borgar­ stjóri í sjö ár um þessar mundir,“ segir Dagur, sem settist aftur í borgarstjórastólinn 2014 og situr sem fastast. „Hundrað dagarnir voru skemmtilegur sprettur en miklu frekar starfskynning heldur en tímamót í mínum huga!“ n Hundrað daga starfskynning Dagur B. Eggertsson. n Horft um öxl Hafragrautur og afgangar svavamarin@frettabladid.is Þorvaldur Sveinn Sveinsson annar eigandi Avista Digital „Vanalega gríp ég eitthvað tref ja­ ríkt sem er við höndina. Hafra­ graut og banana. Í hádegismat reyni ég að taka með mér afgang af Eldum rétt frá kvöldinu áður, þar sem ég og konan mín erum oftast ansi snjöll að panta fyrir þrjá og splitta svo í nesti daginn eftir sem kemur sér afar vel.“ n n Nesti í vinnuna Alba Mist Gunnarsdóttir var nýflutt til Danmerkur þegar hún fékk að elta leiklistar­ drauminn og flutti ein síns liðs, aðeins tíu ára gömul, til ömmu og afa á Íslandi, þar sem hún leikur í Karde­ mommubænum í Þjóðleik­ húsinu. svavamarin@frettabladid.is „Ég hafði enga reynslu í leik eða dansi en ég æfði alltaf handbolta. Það má segja að leiklistarbakterían hafi kviknað þegar ég lék aðalhlut­ verk í skólaleikriti í Danmörku,“ segir Alba og móðir hennar, Elísabet Gunnarsdóttir, bætir við að dóttirin hæfileikaríka hafði aðeins búið þrjá mánuði í Danmörku þegar hún tók stefnuna á Kardemommubæinn á Íslandi. Alba Mist hefur komið víða við á stuttri ævi og hefur alist upp víða um Evrópu, þar sem pabbi hennar, Gunnar Steinn Jónsson, var atvinnumaður í handbolta. Þannig var hún aðeins þriggja mánaða þegar fjölskyldan flutti til Svíþjóðar og hefur síðan þá einnig búið í Frakklandi, Þýskalandi og Danmörku. „Ég talaði öll tungumálin en tala núna dönsku og sænsku þar sem ég var svo lítil þegar ég bjó í Frakklandi og Þýskalandi,“ segir Alba. Meiri töffari en mamma Elísabet lýsir dóttur sinni sem sjálf­ stæðum töffara, „Hún hefur alltaf verið ófeimin og talað við alla.“ Tíðir f lutningar á milli landa með tilheyrandi skólaskiptum og nýjum og nýjum vinum hafa, ef að líkum lætur, þroskað Ölbu Mist og ýtt undir sjálfstæði hennar. „Það þarf ansi sterkan karakter til að tækla þetta svona vel,“ segir Elísabet. Mæðgurnar voru staddar á Íslandi þegar Alba komst óvænt áfram í prufunum. „Leikstjórinn hringdi í mig og bað um leyfi fyrir því að hún yrði með í leikritinu, þar sem hann vissi að við byggjum í Danmörku. Við for­ eldrarnir vildum ekki taka þetta frá henni. Þetta fór svo ekki alveg eins og á horfðist þegar kórónuveiran skall á, þau máttu ekki sýna en gátu æft. Frumsýningin frestaðist og óvissan um hvenær við gætum hitt hana var mikil.“ Elísabet reyndi að fá Ölbu Mist til Danmerkur en öllum bókuðum f lugferðum var af lýst jafnóðum. Elti drauminn ein milli landa Alba, Gunnar Manuel og Elísabet við Þjóðleikhúsið. MYND/AÐSEND Alba Mist var tíu ára þegar hún elti leikhússdrauminn. MYND/AÐSEND Það er alltaf líf og fjör í Karde- mommubæ. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Kominn tími á pabba Fjögurra manna fjölskyldan bjó um tíma dreifð í þremur löndum, sem Elísabet segir að hafið verið orðið ansi einmanalegt. „Það var alls ekki í plönunum að flytja heim en hún náði að draga fjölskylduna með sér.“ „Það var kominn tími til að pabbi myndi elta mig,“ bætir Alba Mist við glettin, með vísan til þess að ferill pabba hennar hefur lengst af ráðið för. Eru að venjast Íslandi Fjölskyldan keypti nýlega hús í Skerjafirði sem þau eru hægt og rólega að gera upp. „Þetta tekur allt tíma og mér finnst mjög skrítið að segjast búa á Íslandi eftir öll þessi ár. Við ætlum allavega að reyna að prófa að búa á Íslandi en mamman er aðeins að melta þetta. Ég hefði örugglega ekkert komið heim eftir öll þess ár nema ég hefði verið dreg­ in svona,“ segir Elísabet. Alba Mist, sem dró fjölskylduna til Íslands, hefur sjálf í nógu að snúast þessa dagana. Líklega mun fleiru en margir jafnaldrar hennar, en á milli þess sem hún er í leikhús­ inu æfir hún handbolta með Val og er í 6. bekk í Álftamýrarskóla. „Það er nóg að gera en þetta virðist virka,“ segir Elísabet. „Hópurinn er geggjaður, allir krakkarnir eru svo góðir vinir, skemmtilegir og opnir. Við erum tólf börn, sem maður hittist oftast, í hverjum hóp í sýningunum,“ upp­ lýsir Alba og bætir við að það séu sýningar hjá henni allar helgar en þó aðeins annan hvorn daginn. n „Þetta var í fyrsta skipti í tólf ár sem við fundum mikið fyrir því að við bjuggum í útlöndum, þar sem við höfum alltaf verið dugleg að koma heim,“ upplýsir Elísabet. „Um páskana var sett upp neyðar­ f lug til Stokkhólms og þá tók yndisleg fjölskylda Ölbu með sér til Suður­Svíþjóðar og við keyrðum frá Danmörku til Kristianstad í Svíþjóð, sem er gamli heimabærinn okkar. Þar náðum við loksins að fá hana til okkar. Það voru miklir fagnaðar­ fundir og eftirminnilegir páskar.“ Eftir það var Alba í faðmi fjöl­ skyldunnar í Danmörku og klár­ aði skólann þar. Nú í vor hóf hún íslenska skólagöngu og hefur þetta verið langt og strangt ferli þar til þau fluttu öll saman heim í sumar. 56 Lífið 16. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 16. október 2021 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.