Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.10.2021, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 22.10.2021, Qupperneq 2
Ef ég get hjálpað þeim með eitthvað þá geri ég það að sjálfsögðu en annars sigla þau sinn sjó. Guðni Kjartan Franzson Sérsveitin stóð í ströngu VIÐ VESTURLANDSVEG Renndu við í lúguna BÍLAAPÓTEK 9-22 OPIÐ ALLA DAGA Framlag Íslands til Óskars- verðlaunanna á næsta ári verður Dýrið en tónlistina í myndinni semur Þórarinn Guðnason, bróðir Hildar sem vann Óskarsverðlaunin fyrir Jókerinn í fyrra. benediktboas@frettabladid.is TÓNLIST „Auðvitað er maður glaður þegar vel gengur hjá þeim,“ segir Guðni Kjartan Franzson, kennari við Tónlistarskóla FÍH og Lista- háskóla Íslands og faðir Óskars- verðlaunatónskáldsins Hildar og Þórarins sem sér um tónlistina í Dýrinu – sem verður framlag Íslands á Óskarsverðlaununum á næsta ári. Þó að Þórarinn sé ekki tilnefndur fyrir tónlistina í myndinni hefur hún fengið mikið lof. Mun hann því klæða sig upp á fyrir Óskars- verðlaunin 2022 og feta þar með í fótspor systur sinnar en hún hlaut styttuna eftirsóttu í fyrra fyrir tón- listina í Jókernum. Guðni er einn af af okkar fremstu klarínettleikurum þó að hann sé aðeins farinn að setja blásturinn á hilluna og einbeita sér að stjórnun, en hann stýrir gjarnan Caput-hópnum sem hann kom að stofnun á árið 1987. Þá hefur hann stundum stýrt Sinfóníuhljómsveit Íslands og þá stýrði hann hljóm- sveitinni í útskriftarverki Þórarins. Sjálfur hefur hann hlotið verðlaun fyrir tónsmíðar sínar. „Ef ég get hjálpað þeim með eitt- hvað þá geri ég það að sjálfsögðu en annars sigla þau sinn sjó,“ segir Guðni sem var í hádegishléi í sjó- birtingsveiði þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans. Tenging fjölskyldunnar í tónlist er í gegnum tónskáldið Jóhann heitinn Jóhannsson þó að þau Hildur og Þórarinn hafi unnið töluvert saman. „Þau voru bæði að vinna með Jóa. Ég var með honum lengi á tímabili og Svolítið montinn af þessu Óskarsverðlaunabrölti Dýrið hefur fengið góða dóma eins og tónlistin eftir Þórarin. Myndin er framlag Íslands til Óskarsverðlauna næsta árs. MYND/SKJÁSKOT ætli hann tengi okkur ekki saman tónlistarlega. Í gegnum hann hafa leiðir okkar aðeins krossast.“ Guðni segir að tónlist hafi vissu- lega verið fyrirferðarmikil á heimil- inu. „Þau hafa verið í kringum tón- list frá blautu barnsbeini. Ég hef ekkert verið að kenna þeim eða segja hvað þau eigi að gera – þau hafa farið bara sína leið. Kannski hefur það áhrif að ég hafi verið í þessu,“ segir hann um leið og hádegishléið er búið í veiðinni. Það er kominn tími til að klæða sig í vöðlurnar á ný og kasta út. ■ Þórarinn Guðnason Guðni Kjartan Franzson Hildur Guðnadóttir Jóhann Jóhannsson benediktboas@frettabladid.is SAMFÉLAG Jóakim, sem er eitt af stærstu tölvukerfum lífeyris- sjóðanna, hefur verið tekið yfir af Reiknistofu lífeyrissjóða, sam- kvæmt tilkynningu. Kveikur upplýsti að eigendur Init hefðu undanfarinn áratug eða svo reynt að fela raunverulegan hagnað sinn af vinnu við kerfið. Í tilkynningunni segir að brot Init hafi verið staðfest í óháðri úttekt. ■ Jóakim var tekinn úr höndum Init Almar Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar var ræst út vegna torkennilegs hlutar sem fannst í nágrenni við Þorlákshöfn í gær. Ekki reyndist vera hætta á ferðum vegna hlutarins. Meðan á framangreindri aðgerð stóð fékk sveitin hins vegar í hendurnar fallbyssukúlu úr síðari heimsstyrjöldinni sem reyndist virk. Sprengjusérfræðingar Gæslunnar eyddu kúlunni umsvifalaust. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR gar@frettabladid.is HVERAGERÐI „Skjálftar sem valdið geta óþægindum í nærliggjandi byggðarlögum eins og Hvergerð- ingar hafa ítrekað upplifað eru aldrei ásættanlegir,“ segir bæjarráð Hveragerðis. Bæjarráðið tók fyrir í gær erindi frá Skipulagsstofnun þar sem óskað var umsagnar vegna „mögulegrar skjálftavirkni vegna fyrirhugaðrar aukningar á massavinnslu jarð- hitavökva“ hjá Orku náttúrunnar á Hellisheiði. „Hvergerðingar ha fa ávallt furðað sig á því að umhverfisáhrif Hellisheiðarvirkjunar og tengdra f ramk væmda haf i ek k i ver ið metin með skýrari hætti gagn- vart Hvergerðingum en raun var á í umhverfismati virkjunarinnar á sínum tíma. Þar var hvergi minnst á að jarðskjálftar væru fylgifiskar niðurdælingar og lítið gert úr áhrifum mengunar sem nú hefur þó verið bætt úr,“ bókar bæjarráðið um málið. „Bæjarráð telur með öllu óásætt- anlegt ef að aukin skjálftavirkni muni fylgja fyrirhuguðum fram- kvæmdum á Hellisheiði eins og fram kemur að geti verið raunin,“ halda Hvergerðingar áfram og segja að leita verði allra leiða til að hindra að slíkt verði raunin. „Íbúar verða ávallt að geta treyst því að hagsmunir þeirra séu settir framar öðrum hagsmunum þegar kemur að ákvörðunum og framkvæmdum á svæðinu.“ ■ Hvergerðingar segja skjálfta óásættanlega Orka náttúrunnar rekur Hellis- heiðarvirkjun. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Aldís Hafsteins- dóttir, bæjarstjóri í Hvergerði 2 Fréttir 22. október 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.