Fréttablaðið - 22.10.2021, Side 4

Fréttablaðið - 22.10.2021, Side 4
Stefán Kári Sveinbjörnsson verkfræðingur hefur þróað hugbúnað til að reikna raunverulegt kolefnisspor fyrirtækja. Hann segir niður- stöðurnar koma fólki á óvart, sér í lagi stórt kolefnisspor matvæla. Hann flytur erindi á Degi verkfræðinnar í dag. birnadrofn@frettabladid.is  UMHVERFISMÁL „Fólk fær alltaf smá áfall þegar það sér niðurstöðuna en svo sér það tækifærið til breytinga,“ segir Stefán Kári Sveinbjörnsson, verkfræðingur og framkvæmda- stjóri Greenfo. Hann flytur erindi á Degi verkfræðinnar sem fram fer á Reykjavík Hilton Nordica í dag. Erindið ber yfirskriftina Hvert er þitt raunverulega kolefnisspor? en Stefán hefur ásamt félögum sínum hjá Greenfo þróað gervigreindar- hugbúnað sem reiknar kolefnisspor fyrirtækja. „Þegar fyrirtæki reikna kolefnisspor sitt þá reikna þau bara lítinn hluta af því, kannski elds- neyti, rafmagn og úrgang, en vanda- málið er að 92 prósent af kolefnis- sporinu koma frá virðiskeðjunni okkar,“ segir Stefán. „Það er í rauninni allt sem við kaupum, sama hvort það er tölva, þjónusta eða húsgögn, það fer bara eftir því hvernig fyrirtækið er,“ útskýrir Stefán. Hugbúnaðurinn reiknar allt kolefnisspor fyrirtækj- anna, meðal annars út frá fjárhags- bókhaldi þeirra. „Þannig vitum við nákvæm- lega hvað þau eru að kaupa og svo greinir gervigreindin það og reikn- ar kolefnissporið út með töluverðri nákvæmni. Þá getur fyrirtækið séð nákvæmlega hvað það er sem stækkar kolefnissporið og breytt því,“ segir Stefán. Eftir að raunverulegt kolefnis- spor fyrirtækjanna hefur verið reiknað út getur Greenfo veitt ráð- leggingar um það hvernig megi minnka sporið, til að mynda mælt með vörum með minna kolefnis- spor. Stefán segir það sína upplifun að f lestir vilji gera betur þegar kemur að umhverfismálum, fæstir viti þó hver sé best leiðin. „Eitt vanda- málið með loftslagsmál er að þau eru í rauninni gagnamál. Fólk veit ekki hvernig það á að reikna kol- efnissporið sitt eða hvernig það á að minnka það. Er kannski bara meðvitað um jarðefnaeldsneytis- notkun sína en í raun ekki allt hitt,“ segir hann. Aðspurður hvort einstaklingar geti nýtt sér gervigreindina til að reikna sitt raunverulega kolefnis- spor segir Stefán það verða hægt í framtíðinni. „Það verður hægt að yfirfæra þetta á einstaklinga á auð- veldan hátt en núna einbeitum við okkur að fyrirtækjum,“ segir hann. Stefán segir þann þátt sem komi fólki mest á óvart eftir að kolefnis- sporið hafi verið reiknað út vera matvæli. „Það er vel þekkt að rautt kjöt er með hæsta kolefnissporið en kolefnisspor matvæla kemur fólki mest á óvart. Þegar fólk hefur svo fengið þessar upplýsingar þá breytist kauphegðun þess hratt.“ Ásamt Stefáni f lytur fjöldi fólks erindi tengd verkfræði á Degi verk- fræðinnar í dag. Þar verður Ten- ingurinn einnig af hentur í fyrsta sinn, verðlaun Verkfræðingafélags Íslands fyrir framúrskarandi verk- efni á sviði verkfræði. Teninginn átti að veita í fyrsta sinn á síðasta ári en vegna Covid-19 verða veittar tvær viðurkenningar í ár, fyrir árin 2019 og 2020. ■ Fá áfall þegar þau sjá kolefnissporið Stefán segir stórt kolefnis- spor matvæla koma mörgum á óvart þegar niðurstaða útreikninga á raunverulegu kolefnisspori liggi fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Þegar fyrirtæki reikna kolefnisspor sitt þá reikna þau bara lítinn hluta af því. Stefán Kári Sveinbjörnsson, verkfræðingur og fram- kvæmdastjóri Greenfo bth@frettabladid.is STJÓRNMÁL Írakar hafa bannað þingmönnum að skipta um lið ef grunur leikur á að f lutningurinn sé til þess eins að komast nær kjöt- kötlunum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem stýrir starfi fyrir Sameinuðu þjóð- irnar í Írak þar sem kosningamál eru hluti verkefna, segir að Íslend- ingar geti dregið lærdóm af Írökum í þessum efnum. „Þeir settu í kosningalög að þing- kjörnir þingmenn geta ekki skipt um flokk eða fylkingu, það er að segja kosningabandalag. Ef þeir hafa verið kjörnir á þing sem hluti af flokki eða bandalagi þá geta þeir ekki skipt um lið,“ segir Ingibjörg Sólrún. Markmið löggjafarinnar er að koma í veg fyrir hættu á að þing- menn geti sætt færis með flutningi ef þeir sjá að f lokkur þeirra eða kosningabandalag sé ekki líklegt til að komast í ríkisstjórn. Ingibjörg Sólrún segir að líkja megi völdunum við kjötkatla. Ekki sé eðlilegt að einstaklingar hlaupi á milli, enda séu það flokkar þeirra Íslendingar læri af reglum hjá Írökum vegna flokkaflakks Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem fólk kýs, ekki sé um að ræða per- sónukjör. „Það er mikil spilling í Írak og menn eru að reyna að takast á við hana, löggjöfin er liður í að stöðva það.“ Spurð hvort Íslendingar geti dregið lærdóm af Írökum í þessum efnum, játar Ingibjörg Sólrún því. Það geti þó gerst að menn vilji skipta um flokk þegar komið sé inn á kjör- tímabil vegna tiltekinna mála. Ann- ars sé oft hætta á hrossakaupum. Hún minnir á að í tímans rás hafi verið gerðar ýmsar athugasemdir við íslensku kosningalöggjöfina. Öryggis- og samvinnustofnun Evr- ópu hafi sinnt eftirliti hér á landi og ýmsar ábendingar verið gerðar. Því miður hafi þeim ekki verið sinnt sem skyldi, eitt dæmi sé jöfnun atkvæða. „Við megum ekki vera svo hroka- full að halda að allt sé í lagi hjá okkur og að við getum ekkert af öðrum þjóðum lært,“ segir Ingibjörg Sólrún, fyrrverandi forsætisráðherra. Þung orð hafa fallið um flokka- flakk vegna máls Birgis Þórarins- sonar sem færði sig úr Miðflokknum yfir í Sjálfstæðisflokkinn tveimur vikum eftir kjördag. ■ birnadrofn@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Í september síðast- liðnum liðu að meðaltali 29 dagar frá því að kona fór í leghálsskimun á heilsugæslu þar til hún fékk niður- stöðu. Í janúar 2020 var meðalsvar- tími hátt í 240 dagar. Þetta kemur fram á vef Heilsugæslunnar. Stysti svartíminn í september var þrettán dagar. Þá fengu 99 prósent kvenna svar á innan við 40 dögum. Um síðustu áramót færðist leg- hálsskimun frá Krabbameinsfé- laginu til Heilsugæslunnar. Skim- unin kostar 500 krónur en áður gat kostnaður orðið allt að 8 til 10.000 krónur. ■ Svara fyrr en áður eftir skimanir Meðalbiðtími eftir svari var í sept- ember 29 dagar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY KLETTAGÖRÐUM 8—10 / HÁTÚNI 2A / SUÐURHRAUNI 2B / LYNGHÁLSI 2 TÍMAPANTANIR Á KLETTUR.IS OG Í SÍMA 590 5100 Bókaðu dekkjaskiptin á klettur.is gar@frettabladid.is SVEITARSFÉLÖG Byggðaráð Húna- þings vestra segist ekki sjá fram á „beinan ávinning“ af sameiningu við Strandabyggð, Árneshrepp, Kaldrananeshrepp, Reykhólahrepp, Dalabyggð og Húnaþing vestra. Til að meta hugsanlega framtíðarsam- einingarkosti sé þörf á frekari við- ræðum milli sveitarfélaganna. ■ Sjá ekki ávinning af sameiningu 4 Fréttir 22. október 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.