Fréttablaðið - 22.10.2021, Blaðsíða 9
Svona eru íslenskar
deilur undarlegar og
skemmtilegar. Mjög
heitar. En oft um lítið.
Um íslensku þjóðina verður seint
sagt að hún kunni afburðavel að
rökræða. Fjölmargir þjóðfélags-
hugsuðir hafa tekið eftir því í
gegnum tíðina hversu ömur-
legir Íslendingar eru í þeirri list að
kryfja mál til mergjar. Flestar þær
deilur sem einkenndu barnæsku
mína í þjóðfélagslegu tilliti eru enn
deilur dagsins í dag. Kvótinn. ESB.
Einkavæðing heilbrigðisþjónustu.
Flugvöllurinn. Landbúnaðar-
kerfið. Listinn er langur og allt er
meira og minna án niðurstöðu.
Sé upp á þessum málum bryddað
í boðum er jafnvíst og áður að
boðið hverfist í tvær fylkingar með
tilheyrandi fingrabendingum og
upphrópunum. „Þú sagðir!“ „Nei,
þú sagðir!“ „Má ég klára!?“ „Óþarfi
að æpa á mann!“
Og svo framvegis.
Ég hef æði oft staðið í hringiðu
slíkra deilna í eldhúspartíum
og játa mig fúslega sekan um að
espast iðulega upp og verða full
beittur, svo ófært er jafnvel að
ljúka orðaskakinu öðruvísi en
með auðmjúkri afsökunarbeiðni
á Messenger daginn eftir og langri
útlistun á því hvernig maður hafi
ekki verið með sjálfum sér. Allir
Íslendingar kannast við þetta. Svo
rammt kveður að þessu stundum
– þessari vangetu þjóðarinnar til
skoðanaskipta – að heilu byggðar-
lögin á afskekktum stöðum á
landinu hafa lítið sem ekkert talast
við í árhundruð, bændur í gnauð-
andi veðravítum og hráslaga yrða
ekki hver á annan þótt engir búi í
dalnum aðrir en þeir og fjölskyldur
þurfa kvíðameðferð út af væntan-
legum fermingarveislum.
Af öllum þessum sökum var
það svo ótrúlega skiljanlegt að
síðasta kosningabarátta skyldi í
raun og veru ekki fjalla um neitt.
Slagorðin voru svona: Stöðug-
leiki. Loftslagsaðgerðir. Betra
líf. Tækifæri. Lýðræði. Slagorðin
mynduðu að þessu sinni einhvers
konar rammgerðan virkisvegg til
að koma í veg fyrir deilur. Um þessi
orð var ekki hægt að deila. Enginn
vildi deila. Svo yfirgripsmikil er
hin samfélagslega meðvitund um
fánýti íslenskra deilna, að jafnvel í
kosningabaráttu stjórnmálaflokka
til Alþingis var reynt eftir fremsta
megni að sneiða hjá rökræðum
um öll helstu álitamál þjóðarinnar
með því að hafa slagorðin eins
þýðingarlítil og hægt er.
Í eftirleik kosninganna hefur
verið reynt eins og kostur er að
deila ekki um hvort talningin í
einu kjördæminu hafi verið rétt.
Allir eru að vanda sig. Málið rann-
sakað. Formaður yfirkjörstjórnar
er þó hrokkinn í gírinn virðist vera
með nýlegu svarbréfi sem efnislega
má túlka á þann veg að hann hafi
ekki gert neitt rangt og að aðrir,
sem gagnrýna hans störf, séu vit-
leysingar.
Hér stefnir í afsökunarbeiðni á
Messenger. Nú má ekki misskilja
mig. Mér þykir ákaflega vænt um
þjóðarsálina og kannski einkum
og sér í lagi þennan krúttlega,
bælda blóðhita sem sprengir
þurrar varir í frosthörkum. Hið
fyndnasta við íslenskar deilur – og
kannski deilur víðar um heim – er
þó þetta: Á meðan fólk deilir eða
reynir að deila ekki, hefur veröldin
sinn gang. Hún breytist. Hún þró-
ast. Einhvers staðar eru ákvarðanir
teknar. Mál gerast. Um þetta ætla
ég nú að taka dæmi:
Halda mætti að eilífðardeilan
um inngöngu í Evrópusambandið
snerist um það hvort við vildum
vera óháð Evrópu, algjörlega sjálf-
stæð, eða tilheyra samvinnu Evr-
ópuríkjanna. Um þetta getur fólk
rifist eins og hundur og köttur, svo
mikið að deilan er nánast hætt því
fáir treysta sér í hana. Hið fyndna
er þó, að þetta skip er eiginlega
löngu farið. Þjóðin er meira eða
minna í Evrópusambandinu. Mest
af löggjöf okkar kemur þaðan,
við njótum evrópskra réttinda og
öxlum evrópskar skyldur. Aðeins
á eftir að innleiða evrópskan efna-
hagsstöðugleika og fá kosningarétt
innan ESB.
Deilur um opinberan rekstur
eða einkarekstur í heilbrigðis-
kerfinu dúkka líka reglulega upp,
og eru sama marki brenndar.
Fólk treystir sér varla í rifrildið.
Staðreyndin er hins vegar sú að
þetta skip er eiginlega líka farið.
Upp undir helmingur kerfisins er
þegar einkarekinn og mun stærri
ef talinn er með sá hluti velferðar-
þjónustu sem er í raun rekinn
af aðstandendum. Hvort eigi að
einkavæða er því að stórum hluta
marklaus deila.
Svo er það sæstrengurinn. Er
þar komin enn ein eilífðardeilan
sem auðveldlega getur splundrað
fermingarveislu. Á að leggja
orkusæstreng til Bretlands? Halda
mætti að deilan snerist um hvort
selja eigi útlendingum íslenska
orku eða hvort við viljum nota
hana alla sjálf. Gaman væri að
sjá svipaða rökræðu tekna um
þorskinn, en hvað um það. Þessi
deila er, eins og hinar, efnislega
mjög þýðingarlítil. Einu sinni, fyrir
langa löngu, þegar sæstrengur var
ekki mögulegur, var ákveðið að
færa útlendingum nánast alla orku
Íslendinga í gegnum álverksmiðj-
ur. Það er mun óhagkvæmari og
óumhverfisvænni leið en nokkurn
tímann sæstrengur þótt hún geri
það sama.
Svona eru íslenskar deilur
undarlegar og skemmtilegar. Mjög
heitar. En oft um lítið.
En um það má sjálfsagt deila. ■
Íslenskar deilur
Guðmundur
Steingrímsson
■ Í dag
úúú ...
draugapizza! Allir
d
ag
ar
e
ru
Mmm ...
PIZZA
DAGAR
Pssst...
Þú finnur allt á einum
stað í næstu Krónu
verslun.
Afgreiðslutímar á www.kronan.is
Lögreglan hélt blaðamannafund
vegna Rauðagerðismálsins í lok
mars á þessu ári og stærði sig af
árangri í því sem hún sagði vera
„… með umfangsmestu rann-
sóknum á starfstíma lögreglunnar
á höfuðborgarsvæðinu“. Niður-
stöðu Héraðsdóms Reykjavíkur
í gær er vart hægt að túlka öðru-
vísi en að einnig sé um að ræða
eitt umfangsmesta klúður í sögu
embættisins. Ekki eingöngu vegna
sýknudómanna sem féllu, heldur
einnig vegna augljósrar vandlæt-
ingar dómarans sem telur vinnu-
brögð lögreglunnar ámælisverð.
Mér er málið skylt. Skjólstæð-
ingur minn var hnepptur í u.þ.b.
tveggja vikna gæsluvarðhald með
dylgjum um að hann væri mögu-
lega höfuðpaurinn í málinu. Í kjöl-
farið fylgdu hefðbundnar aftökur
á alþingi götunnar. Hann var síðan
með klækjabrögðum sviptur lög-
manni sínum og verjanda, vegna
meintrar vitnaskyldu sem hafði
enga þýðingu, eins og sýknudóm-
arnir vitna um.
Alls fengu fjórtán réttarstöðu
sakbornings í málinu Níu þeirra
voru settir í gæsluvarðhald og
sjö voru úrskurðaðir í farbann.
Sex húsleitir voru framkvæmdar.
Þegar mest var unnu hátt í 50
lögreglumenn samtímis að rann-
sókninni sem sérstaklega var
sögð beinast að starfsemi erlendra
glæpagengja á Íslandi. Lögreglan
lét ekki duga að láta leiðast út á
villigötur í rannsókninni en lagði
að auki fram skýrslu til dómsins
með órökstuddum samsæriskenn-
ingum um skipulagða morðaðför.
Héraðsdómur af þakkar þetta
„sérálit“, sem hann dæmir brot á
hlutlægnisskyldu og segir vinnu-
brögðin ámælisverð.
Þá vekur líka furðu að lög-
reglan hafi í margar vikur vitað
um vopnið í höndum þess sem nú
hefur verið dæmdur fyrir morðið í
Rauðagerði. Hún segist hafa fylgst
með manninum í langan tíma með
vopnið í fórum sér án þess að hafa
til þess leyfi. Eftir hverju var beðið
með að taka það af honum?
Á fyrrnefndum blaðamanna-
fundi lögreglunnar sagði Margeir
Sveinsson, þáverandi yfirmaður
miðlægrar rannsóknardeildar
lögreglunnar á höfuðborgar-
svæðinu, stjórnandi rannsókn-
arinnar, m.a. að deild sín hefði
„… lyft Grettistaki í rannsóknum,
kortlagningu og þjálfun starfs-
manna vegna rannsókna á skipu-
lagðri brotastarfsemi […] og hefði
sú þekking reynst vel í þessu
máli.“ Á sama fundi sagði Hulda
Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri
ákærusviðs, að „… lögreglumenn
og ákærendur þurfa ávallt að
gæta að hæfi sínu þegar kemur að
rannsókn sakamála og hið sama
gildir um lögmenn.“ Sneiðin um
vanhæfið var til mín og langt í frá
í felulitum.
Eftir þessa útreið í héraðsdómi
hlýtur hins vegar að vera eðlilegt
að draga hæfi lögreglunnar undir
fyrrgreindri forystu stórlega í efa.
Hún hefur orðið ber að því eina
ferðina enn að brjóta á réttindum
fjölmargra einstaklinga, gera þá
að sakborningum, hneppa í gæslu-
varðhald og valda þeim alvar-
legum miska með glannalegum
yfirlýsingum og margvíslegum
öðrum hætti.
Einfalda verkaskiptingin sem
héraðsdómurinn var að minna
lögregluna á í dómi gærdagsins
er að lögreglan á að rannsaka mál
til þess að leiða hið rétta í ljós.
Ákærusvið lögreglunnar og sak-
sóknari taka síðan við og ákæra
ef tilefni þykir til. Dómstólar
úrskurða að lokum um sekt eða
sýknu og taka ákvörðun. Þetta er
ekki f lókin verkaskipting en e.t.v.
er engu að síður ástæða til þess að
árétta hana á símenntunarnám-
skeiðum fyrir stjórnendur lög-
reglunnar – ef einhver slík eru þá
haldin. ■
Umfangsmikið klúður
lögreglunnar
Steinbergur
Finnbogason
lögmaður
FÖSTUDAGUR 22. október 2021 Skoðun 9FRÉTTABLAÐIÐ