Fréttablaðið - 22.10.2021, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.10.2021, Blaðsíða 10
51,4% Kvennalandsliðið hefur unnið rúmlega helming af 24 lands- leikjum sínum í októ- ber til þessa. Ísland sendir að minnsta kosti fjóra einstaklinga á Vetraról- ympíuleikana. Af þeim 69 mörkum sem leikmenn íslenska liðsins hafa skorað hefur Dagný skorað þrjátíu. Þótt aðeins sé um annan leik Íslands í undankeppni HM 2023 að ræða er leikur Íslands og Tékklands afspyrnumikil­ vægur fyrir framtíðarhorfur íslenska liðsins. Stelpurnar okkar hafa aldrei unnið Tékka en geta náð fram hefndum í dag eftir sárt jafn­ tefli árið 2018. kristinnpall@frettabladid.is FÓTBOLTI „Þetta er ótrúlega mikil­ vægur leikur. Við erum án stiga og Tékkar eru með fjögur stig. Auð­ vitað er margt sem getur gerst, sama hver úrslitin verða í þessum leik en hvert stig skiptir miklu máli ef við ætlum okkur á HM. Ég tala nú ekki um ef við ætlum okkur að ná í efsta sæti riðilsins,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, á blaðamannafundi landsliðsins í gær þegar hún var spurð út í mikilvægi leiks Íslands og Tékklands í kvöld. Stelpurnar hafa um leið einhvers að hefna eftir að jafntefli í síðustu viðureign liðanna gerði út um HM­ vonir íslenska liðsins. „Við vorum nálægt því að kom­ ast áfram í lokakeppnina í síðustu undankeppni. Þar byrjuðum við vel og eftir að hafa séð stemminguna í kringum Heimsmeistaramótið þegar karlalandsliðið fór árið 2018 viljum við ná sama árangri,“ sagði Dagný enn fremur, spurð hvaða þýðingu það hefði að komast á HM í fyrsta sinn. Líklegt er að það falli Íslandi og Tékklandi í skaut að berjast um annað sætið í riðlakeppninni sem veitir þátttökurétt í umspilinu. Evrópumeistarar Hollands eru lík­ legir til að taka efsta sætið en Tékkar eru þegar búnir að fá stig gegn Hol­ lendingum sem gæti reynst þeim drjúgt. Íslenska liðið má því ekki við að missa Tékkana lengra fram úr sér. Sagan er hins vegar Íslandi ekki hliðholl. Íslenska kvennalands­ liðinu hefur aldrei tekist að vinna Tékkland í fjórum tilraunum til þessa. Tveimur leikjum hefur lokið með jafntef li og tveimur með tékkneskum sigri. Leikir liðanna í undankeppni HM 2019 enduðu báðir með jafntefli, sá síðari gerði út um vonir Íslands um að komast í umspilið fyrir HM. Tékkland er eitt af þremur lönd­ um innan evrópska knattspyrnu­ sambandsins sem íslenska kvenna­ landsliðið hefur mætt en ekki unnið leik gegn ásamt Austurríki og Rúss­ landi. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins, telur liðið vel búið undir að reyna að sækja á Tékkana á réttum stöðum enda líði tékkneska liðinu vel án bolta. „Við þurfum að pressa þær á rétt­ um stöðum og réttum tímum þegar komið er á ákveðin svæði vallarins og við höfum farið vel yfir það. Þetta er gott lið og á einhverjum tíma­ punkti munu þær vera meira með boltann,“ sagði Þorsteinn á blaða­ mannafundinum og hélt áfram: „Það hefur sami þjálfari verið með liðið í langan tíma og þær sýndu það gegn Hollendingum að það er mikið spunnið í þetta lið. Þar tókst þeim að kreista út jafn tefli þótt þær hafi varla farið yfir miðju í seinni hálfleik. Þær vörðust vel og voru þéttar og sýndu að þeim líður vel að verjast. Það er erfitt að brjóta þær aftur enda eru þær með líkam­ lega sterkt lið og það skiptir öllu máli að lenda ekki undir.“ ■ Tékkunum líður vel með að verjast Glódís Perla nálgast óðfluga hundrað lands- leiki en þessi 26 ára miðvörður leikur 95. leik sinn í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR 10 Íþróttir 22. október 2021 FÖSTUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 22. október 2021 FÖSTUDAGUR kristinnpall@frettabladid.is ÓLYMPÍULEIKAR ÍSÍ hefur ekki ákveðið hvort krafa verði gerð um bólusetningu við Covid­19 hjá full­ trúum Íslands á Vetrarólympíuleik­ unum í Peking. Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks­ og Ólympíu sviðs staðfesti þetta í samtali við Frétta­ blaðið. Ólympíunefndin mun ekki krefj­ ast þess að þátttakendur verði bólu­ settir en óbólusettir þurfa að fara í þriggja vikna sóttkví við komuna til Kína. Andri segir að von sé á hand­ bók frá Ólympíunefndinni á næstu dögum þar sem þetta ferli verði nánar útskýrt. Út frá því verði ákvörðun tekin um hvort krafist verður bólusetn­ ingar eða einstaklingum standi til boða að taka út þriggja vikna sóttkví við komuna til Peking. „Það er ekki búið að taka ákvörð­ unina. Það er auðvitað mjög erfitt að ætla að fara í þriggja vikna sóttkví rétt fyrir mót, þannig að það gefur augaleið að það er auðveldara að þiggja bólusetningu til að auðvelda undirbúninginn,“ segir Andri, spurður hvort ÍSÍ sé búið að taka ákvörðun. Fyrr í þessari viku ákvað kanad­ íska Ólympíunefndin að gera kröfu um bólusetningu hjá öllum Ólymp­ íuförum frá Kanada en bandaríska Ólympíunefndin tók sömu ákvörð­ un í síðasta mánuði. Þá staðfestir Andri að allir full­ trúar Íslands á Ólympíuleikunum í Tókýó fyrr á þessu ári hafi verið bólusettir. ■ ÍSÍ ekki búið að ákveða kröfu um bólusetningu Snorri Einarsson verður líklega einn af fulltrúum Íslands í Peking. Persía mottur Parki býður upp á sérvaldar handhnýttar mottur og vandaðar vélofnar mottur úr hæsta gæðaflokki. Yfir 300 mottur til á lager og sérpantanir í boði. Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi | 595 0570Finndu okkur á Facebook!facebook.com/Parki.interiors

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.