Fréttablaðið - 22.10.2021, Side 16

Fréttablaðið - 22.10.2021, Side 16
Útgefandi: Torg ehf. Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Hrafn Guðlaugsson er sölu- og þjónustustjóri ein- staklinga hjá Sjóvá á Ísafirði. Hann keypti nýlega sína fyrstu íbúð og veit hvað þarf að hafa í huga varðandi tryggingamálin. Hrafn segir það mjög algengt að ungt fólk sem flytji að heiman hafi lítið sem ekkert spáð í trygginga- mál, nema mögulega við kaup á bíl. „Engu að síður er mjög mikilvægt að setja sig inn í þessa hluti þegar maður byrjar að búa. Þegar fólk býr heima hjá foreldrum sínum fellur það undir heimilistryggingu þeirra, en það breytist auðvitað þegar fólk flytur annað. Það er fyrst og fremst mikilvægt að passa að vera með heimilistryggingu sem hentar hverjum og einum. Þær tryggingar taka ekki aðeins á innbúi heldur eru þar aðrir mikil- vægir þættir eins og slysatrygging í frítíma,“ útskýrir Hrafn. „Sé fólk að kaupa sér íbúð er alltaf til staðar lögboðin brunatrygging. Fasteignatrygging er einnig gríðar- lega mikilvæg en hún tryggir eign- ina sjálfa fyrir tjónum, til dæmis ef lögn springur og vatn úr henni eyðileggur gólfefni, en slík vatns- tjón eru því miður nokkuð algeng. Í fjölbýlishúsum er algengast að húsfélög séu með sameiginlega fast- eignatryggingu. Þó er mikilvægt að kanna það við íbúðarkaupin og þar geta fasteignasalinn, húsfélagið eða tryggingarfélögin hjálpað,“ bætir hann við. Mikilvægt að fara reglulega yfir tryggingarnar Þegar fólk hefur búskap þarf að huga að mikilvægum tryggingum eins og heimilistryggingu og fasteignatryggingu, ef við á. „Þegar keypt er heimilistrygging er nauð- synlegt að fara vel yfir innbúið og leggja mat á hvað það myndi kosta að endurnýja það allt, ef til tjóns kæmi. Til innbús telst allt það sem þú tekur með þér þegar þú flytur eins og t.d. húsgögn, föt, skartgripir og raftæki, en oft á fólk miklu meira en það heldur. Þegar fólk byrjar að búa á það kannski ekki mjög mikið eða verðmætt innbú. Mikilvægt er að fara reglu- lega yfir innbúsverðmæti og upp- færa það í heimilistryggingunni í takt við þær breytingar sem verða. Til dæmis þegar fólk flytur eða þegar fjölskyldan stækkar. Þá er um að gera að ráðfæra sig við ráð- gjafa okkar, þannig að tryggingar- verndin taki mið af aðstæðum hverju sinni,“ segir hann. Rétt viðbrögð geta komið í veg fyrir alvarleg tjón „Algengast tjón á heimilum eru vatnstjón og mikilvægt er að huga að forvörnum í því samhengi. Maður þarf að vita hvar vatns- inntakið er í húsinu. Við mælum með að hafa heita og kalda vatnið merkt þannig að auðvelt sé að skrúfa fyrir ef til tjóns kemur. Hægt er að fá slíkar merkingar hjá okkur hjá Sjóvá. Við höfum einni séð dæmi um að þvottavélar sem standa ekki á gólfi séu að falla niður og því er mikilvægt að setja öryggisfestingar á þær eða þil fyrir framan vélina,“ bendir Hrafn á og nefnir að forvarnaaðgerðir séu alltaf til bóta á heimilum. Eldvarnir afar mikilvægar „Sömuleiðis er mikilvægt að hafa eldvarnirnar í góðu lagi á heimilum. Í skoðanakönnun sem Eldvarnabandalagið lét gera á síðasta ári kom í ljós að á 28% heimila er enginn eða aðeins einn reykskynjari og á ríflega helmingi heimila eru allt í senn reykskynj- arar, slökkvitæki og eldvarna- teppi. Ég var til dæmis mjög hissa þegar ég fékk nýja íbúð afhenta árið 2019 og sá að það var ekki neinn reykskynjari til staðar. Þeir hafa margsannað gildi sitt og eru eitt einfaldasta og áhrifaríkasta öryggistækið sem þú getur sett upp heima hjá þér,” segir Hrafn ákveðinn og bætir við að gott sé að yfirfara reykskynjara heimilis- ins að minnsta kosti árlega, sjá til þess að þeir séu rétt staðsettir og batteríin í lagi. Hægt er að nálgast góðan fróðleik um þessi mál á vef Húsnæðis-og mannvirkjastofn- unar undir merkjum átaksins Eldklár, www.hms.is/eldklar eða á Instagram-síðu þeirra. Tryggingar sem taka mið af aðstæðum hvers og eins Hrafn segir Sjóvá leggja mikinn metnað í að veita alhliða ráðgjöf um tryggingar til viðskiptavina og að fara vel yfir aðstæður og þarfir þeirra. „Tryggingarverndin þarf að endurspegla aðstæður hvers og eins. Þó að við reynum að hafa reglulega samband við viðskiptavini okkar að fyrra bragði þá er líka mikilvægt að fólk átti sig sjálft á því hvenær ástæða er til að hafa samband við okkur og gera breytingar á verndinni. Það skiptir okkur líka miklu máli að fólk átti sig á fyrir hverju það er að tryggja sig, þannig að það viti hvenær það á að leita til okkar. Við leggjum mikið upp úr því að veita góða ráðgjöf til þess að fólk átti sig betur á af hverju það ætti að tryggja sig og til að finna trygg- ingar sem henta aðstæðum hvers og eins. Við viljum að fólk upplifi þá hugarró sem felst í að vita að það sé vel tryggt ef eitthvað kemur fyrir. Því má alltaf leita til okkar með þær spurningar sem vakna, hvort sem er í síma, netspjalli, með tölvupósti, eða bara með því að koma við hjá okkur,“ útskýrir hann áhugasamur. Gott að líf- og sjúkdómatryggja sig á meðan maður er ungur Líf- og sjúkdómatryggingar eru mikilvægar og geta skipt sköpum þegar á reynir. „Það skiptir miklu máli fyrir ungt fólk, sem og aðra, að vera með slíkar tryggingar ef mæta þarf ófyrirséðum áföllum. Það er einmitt um að gera að tryggja sig þegar maður er ungur og heilsu- hraustur því þá eru minni líkur á að eitthvað hafi komið upp í heilsufari, eins eru tryggingarnar ódýrari. Á þessum árum höldum við kannski fæst að nokkuð komi fyrir en ef eitt- hvað kemur upp á, svo sem alvarleg veikindi eða slys, þá getur skipt öllu máli að vera með góðar tryggingar. Þetta er ekki síst mikilvægt þegar fólk er komið með fjölskyldu og ýmsar skuldbindingar, eins og hús- næðis- eða bílalán,“ leggur Hrafn áherslu á. Áherslan hjá Sjóvá er alltaf á framúrskarandi þjónustu Hrafn segir að Sjóvá leggi mikinn metnað í að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu, bæði við ráðgjöf og ef til tjóns kemur. „Þetta hefur sannarlega fallið í kramið hjá viðskiptavinum okkar, enda höfum við verið efst í Íslensku ánægjuvoginni síðustu 4 árin. Við sjáum þetta líka í reglulegum þjónustukönnunum sem við fram- kvæmum, viðskiptavinir okkar eru afar ánægðir með tjónaþjónustuna og sömuleiðis ráðgjöfina. Við- skiptavinir í Stofni fá þá einnig afslátt af iðgjaldi og árlega endur- greiðslu, séu þeir tjónlausir, auk ýmissa fríðinda og afsláttarkjara, svo sem á dekkjum og barnabíl- stólum.” Þjónusta fyrir alla Að sögn Hrafns er Sjóvá sífellt að þróast, bæði hvað varðar stafræna þjónustu og annað. „Til dæmis er einfalt að sækja um líf- og sjúk- dómatryggingar hjá okkur á netinu og eins bjóðum við upp á rafræna kaskóskoðun fyrir öku- tæki sem eru sex ára og yngri. Einnig er afar einfalt og öruggt að tilkynna hvers kyns tjón til okkar rafrænt, sem hjálpar okkur einnig að flýta afgreiðslutíma málanna. Veflausnin Innsýn er mjög skemmtileg nýjung í tjónaaf- greiðslu en þar geta sérfræðingar okkar skoðað tjónsmuni og vett- vang tjóna í gegnum snjallsíma viðskiptavinar og er heimsókn til hans jafnvel óþörf. Þetta er því þægileg lausn fyrir viðskiptavini okkar,“ segir Hrafn áhugasamur og bætir við: „Í dag er einnig hægt að bóka símtal eða fjarfund á Teams með þjónustufulltrúa. Eins er hægt að sækja um flestar tryggingar á sjova.is. Við vorum að setja í loftið nýja þjónustusíðu fyrir viðskipta- vini, Mitt Sjóvá, þar sem hægt er að skoða tryggingarnar og fá góða yfirsýn.“ Þó að mikið sé lagt upp úr að þróa stafræna þjónustu Sjóvár þá er eftir sem áður áhersla á per- sónulega þjónustu við viðskipta- vini. „Ef fólk kýs frekar að koma til okkar og ræða málin yfir kaffibolla þá tökum við alltaf vel á móti því,“ segir Hrafn glaður í bragði. Höfuðstöðvar Sjóvár eru í Kringl- unni 5, 103 Reykjavík. Síminn er 440 2000 um land allt, en Sjóvá hefur á að skipa 22 útibúum og þjónustu- skrifstofum víðs vegar um landið. Góðar tryggingar veita hugarró og öryggi Fasteigna- trygging er einnig gríðar- lega mikilvæg en hún tryggir eignina sjálfa fyrir tjónum, til dæmis ef lögn springur og vatn úr henni eyði- leggur gólfefni, en slík vatnstjón eru því miður nokkuð algeng. segir Hrafn. MYND/BB Einnig er afar einfalt og öruggt að tilkynna hvers kyns tjón til okkar rafrænt, sem sömuleiðis hjálpar okkur að flýta afgreiðslu- tíma málanna. Hrafn Guðlaugsson 2 kynningarblað 22. október 2021 FÖSTUDAGURFYRSTA HEIMILIÐ TRYGGINGAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.