Fréttablaðið - 22.10.2021, Síða 18
Reynslan
sýnir að oft
reynast
litir mun
dekkri á
veggjum
innan
heimil-
anna en í
sjálfum
málningar-
verslun-
unum.
Jóhanna Heiður Gestsdóttir
innanhússhönnuður veitir
viðskiptavinum vandaða og
ítarlega litaráðgjöf í nýju og
endurbættu sýningarrými
málningardeildar BYKO
Breidd.
„Sýningarrýmið í málningardeild
BYKO var formlega opnað á þessu
ári og það hefur þegar margsann-
að notagildi sitt,“ segir Jóhanna.
„Í málningardeildinni seljum við
Svansvottaða gæðamálningu og
þar starfa að meðaltali fjórir starfs-
menn á degi hverjum sem veita
faglega og lipra þjónustu. Við-
skiptavinir eru mjög ánægðir með
að hafa kost á að fá ráðgjöf við val á
rétta litnum, því oft getur litavalið
vafist fyrir fólki.
Í litaráðgjöfinni í BYKO er unnið
með raunverulegar litaprufur
auk þess sem breyta má birtuskil-
yrðum í sýningarrými, sem er ný
og nauðsynleg nálgun þegar velja
á liti fyrir rými,“ segir Jóhanna.
„Þannig má skoða litina í birtu-
skilyrðum sem líkist birtunni
heima hjá fólki eða í því rými sem
á að mála, því reynslan sýnir að oft
reynast litir mun dekkri á veggjum
innan heimilanna en í sjálfum
málningarverslununum þar sem
fólk velur litina. Þess vegna lagði
BYKO áherslu á að útbúa sýningar-
rými þar sem hægt væri að breyta
lýsingunni, það er frábær viðbót
fyrir viðskiptavini og auðveldar
þeim litavalið.“
Besti staðurinn til að velja liti
„Við erum með ný litakort frá
Andreu fatahönnuði og Elísabetu
Gunnars sem eru virkilega falleg
og skemmtileg og það er gaman
að geta sýnt litapallettur þeirra
Alhliða ráðgjöf við litaval í boði hjá BYKO
Innanhússhönnuðurinn Jóhanna Heiður Gestsdóttir tekur vel á móti viðskiptavinum sem koma í litaráðgjöf og hjálpar fólki að taka upplýsta ákvörðun. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Í litaráðgjöfinni
í BYKO er unnið
með raunveru-
legar litaprufur
og það er hægt
að breyta birt-
unni til að skoða
litina í ólíkum
birtuskilyrðum.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
hérna í sýningarrýminu okkar,“
segir Jóhanna. „Litirnir sem prýða
veggi okkar koma einnig úr smiðju
Málningar og Karenar Óskar, sem
hefur hannað fallegt og heildstætt
litakort fyrir BYKO sem er aðgengi-
legt á heimasíðunni okkar. Það
er þó alltaf betra að koma og sjá
málaðar prufur í verslunum BYKO,
því litir á skjá eða prentaðir litir
í bæklingum gefa ekki nákvæma
mynd af því hvernig litirnir koma
út í rými.
Nýja litastúdíóið fer ekki fram
hjá neinum sem kemur í BYKO.
Það er það fyrsta sem fólk sér þegar
gengið er inn í verslunina. Það er
afskaplega fallega hannað og breitt
úrval lita prýðir alla veggi,“ segir
Jóhanna. „Í litaráðgjöfinni eru svo
hin ýmsu litablæbrigði og litatónar
kynntir fyrir viðskiptavinum.“
Lýsing skiptir miklu máli
„Ég útskýri eðli litanna og sýni
muninn á heitum og köldum
litum og það er gott að vita í
hvaða átt rýmið sem á að mála
snýr, því birtuflæðið inn í rýmið
hefur mikið að segja, ekki síst
þegar mjög dökkir litir eru valdir,“
segir Jóhanna. „Þá skiptir máli að
lýsingin sé í lagi og ef náttúrulegt
birtuflæði er ekki nægilegt mæli
ég hiklaust með aukinni lýsingu
í rými, en þannig má líka kalla
fram stórkostleg áhrif með sam-
spili ljóss og lita. Dökkir litir geta
nefnilega verið alveg magnaðir ef
lýsingin er rétt.
Áhrif lita eru afskaplega
skemmtileg og breytileg, því upp-
4 kynningarblað 22. október 2021 FÖSTUDAGURFYRSTA HEIMILIÐ MÁLNING