Fréttablaðið - 22.10.2021, Side 32
Listamennirnir verða á
staðnum allan tímann
og tala við gesti og
útskýra list sína.
Anna Eyjólfsdóttir
Torg Listamessa í Reykjavík
verður haldin dagana 22.-31.
október á Hlöðuloftinu á
Korpúlfsstöðum.
kolbrunb@frettabladid.is
Listamessan, sem hefst í dag, er nú
haldin í þriðja sinn. Hún á að vera
árlegur viðburður, en féll niður í
fyrra vegna Covid. Árið 2019 mættu
tíu til tólf þúsund manns á messuna
og búast má við enn meiri fjölda nú
en messan stendur yfir í sjö daga í
stað þriggja áður.
Torg Listamessa er stærsti sýn-
ingar- og söluvettvangur íslenskrar
myndlistar en þar má sjá á einum
stað fjölbreytileg listaverk. Söluverð
verka rennur að fullu til listamann-
anna. Tilgangur messunnar er að
auka sýnileika myndlistarinnar og
gera fólki auðveldara fyrir að kynna
sér samtímalist sem og að eignast
listaverk eftir íslenska eða erlenda
listamenn sem starfa hér á landi.
Fimmtíu og átta listamenn, félags-
menn í SÍM, eiga að þessu sinni
verk á messunni. Sýningarstjóri er
Annabelle von Girsewald sem hefur
unnið með íslenskum myndlistar-
mönnum síðan 2010.
Í víðu samhengi
„Listamessan er vaxandi verk-
efni og það er mikill fengur að fá
Annabelle sem sýningarstjóra,
en hún aðstoðar listamennina og
veitir þeim listræna ráðgjöf,“ segir
Ásgerður Júlíusdóttir, verkefnis- og
kynningarstjóri SÍM. „Nýr þáttur í
messunni er kynning á erlendum
gestalistamönnum sem verða þar
með sérstakan bás.“
„Þarna kemur fólk og skoðar verk
og sér þau í víðu samhengi. Lista-
mennirnir verða á staðnum allan
tímann og tala við gesti og útskýra
list sína. Listamessa eins og þessi
skiptir miklu máli, ekki bara meðan
á messunni stendur því eftir hana
hefur orðið framhald á samskiptum
listamanna og kaupenda,“ segir
Anna Eyjólfsdóttir, formaður SÍM.
Skemmtileg listamiðstöð
Ásgerður og Anna segja Korp-
úlfsstaði bjóða upp á alls kyns
möguleika. Þar verður opnaður
stór fremri salur í notalegu rými
þar sem verða kaf f iveitingar.
Fimmtudaginn 28. október er
langur fimmtudagur en þá verður
opið frá 18 til 22 og tangódansara-
hópur mætir á svæðið.
„Draumur okkur er að þarna verði
til skemmtileg listamiðstöð, ekki
bara fyrir myndlistarmenn heldur
fyrir aðrar listgreinar, þannig að
þarna verði til dæmis tónleikar og
upplestrar,“ segir Ásgerður.
Frekari upplýsingar um Torg
Listamessu má finna á sim.is og
heimasíðunni facebook.com/Torg-
Listamessa. ■
Samtímalist á Korpúlfsstöðum
Anna og Ás-
gerður hafa um-
sjón með Torgi
Listamessu.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
kolbrunb@frettabladid.is
Borgarsögusafn býður fjölskyldur
velkomnar í haustfríi grunnskól-
anna í Reykjavík dagana 22. til 26.
október en á þeim dögum verður
ókeypis aðgangur inn á alla staði
safnsins fyrir börn og fullorðna í
þeirra fylgd. Þó þarf að greiða í ferj-
una út í Viðey.
Á Árbæjarsafni er fjölskyldum
boðið í léttan leiðangur sem safn-
fræðslan hefur útbúið fyrir safn-
gesti þar sem leitað er að gripum,
herbergjum og húsum til þess að
kynnast safninu og sýningunum
betur. Landnámshestar og -hænur
eru á vappi um safnsvæðið og leik-
fangasýningin Komdu að leika og
útileiksvæðið er á sínum stað. Safn-
ið er opið alla daga frá klukkan eitt
til fimm.
Landnámssýningin býður fjöl-
skyldum í könnunarleiðangur
um Kvosina og er hann í boði allt
haustfríið. Tímaf lakk um höfuð-
borgina, er skemmtileg ganga sem
bar nabókahöf undar nir Linda
Ólafsdóttir og Margrét Tryggva-
dóttir leiða um miðborgina. Gang-
an hefst við Landnámssýninguna
í Aðalstræti á morgun, laugardag,
klukkan 14. Þá verður Björk Bjarna-
dóttir, umhverfis- og þjóðfræð-
ingur, með spennandi erindi um
uppruna hrekkjavökunnar sunnu-
daginn 24. október klukkan 14.
Ljósmy ndasafn Reykjavík ur
býður fjölskyldum að koma að
skoða aðalsýningu safnsins sem
nefnist Hilmir snýr heim, en á
henni má sjá fjölda passamynda
af sjötugum körlum annars vegar
og blómum í náttúru Íslands hins
vegar. Hvað eiga eiginlega þessir
karlmenn og blómin sameiginlegt?
Sjóminjasafnið í Reykjavík býður
fjölskyldum í leiðangur um grunn-
sýninguna Fiskur & fólk, en hún
fjallar um alls konar forvitnileg
sjávardýr, skip, sardínudósir og
margt f leira sem tengist hafinu og
reyndar líka það sem ætti ekki að
finnast þar.
Sigling út í Viðey er góð hugmynd
að samveru í haustfríinu. Siglingin
tekur bara nokkrar mínútur og er
skemmtileg byrjun á hressandi
útivistardegi í Viðey. Gestir fá kort
af eyjunni í miðasölu Eldingar á
Skarfabakka og þar má finna upp-
lýsingar um ótal staði sem gaman
er að skoða. Siglt er frá Skarfabakka.
Gjald í ferjuna er 1.700 krónur fyrir
fullorðna og 850 krónur fyrir 7 til
15 ára. Börn 6 ára og yngri sigla
frítt. Menningarkortshafar fá 10%
afslátt í ferjuna. Hægt er að kaupa
miða fyrir fram á vef Eldingar. ■
Ókeypis í haustfríinu
Margrét og
Linda leiða
skemmtilega
göngu um
borgina.
FRÉTTABLAÐIÐ/
EYÞÓR
Kíktu í heimsókn!
Opið virka daga kl. 10-18 Laugardaga 11-15
Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - patti.is
Sjá nánar
á patti.is
Ný sending
af gæðarúmum
frá Dupen
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
h ú s g a g n av e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Mikið úrval af HVÍLDARSTÓLUM
með og án rafmagns lyftibúnaði
Komið og
skoðið úrvalið
16 Menning 22. október 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 22. október 2021 FÖSTUDAGUR