Morgunblaðið - 02.06.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2021
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
KIEL/ - OG FRYSTITJEKI
., '*
-�-"%
,�rKu!,
Kæli- & frystibúnaður
í allar gerðir sendi- og flutningabíla
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
„Þetta er geggjaður fiskur,“ sagði
Einar Haraldsson, bóndi á Urriða-
fossi við Þjórsá, rétt upp úr klukk-
an átta í gærmorgun þegar Stefán
Sigurðsson hafði landað fyrsta laxi
sumarsins við fossinn. Stefán hafði
klukkan átta rennt maðki í streng-
inn sem liggur með landinu, nokkr-
um sekúndum síðar tók laxinn
kröftuglega og var fljótlega kom-
inn á land í háf. Þegar Einar skoð-
aði 77 cm nýrenninginn á bakk-
anum hafði hann á orði að fiskurinn
væri „alveg spikfeitur“.
Stefán og Harpa Hlín Þórðar-
dóttir, eiginkona hans, eru leigu-
takar veiðisvæðisns við Urriðafoss.
Hún tók við stönginni og skömmu
síðar tók 93 cm hrygna sem var
sleppt aftur eftir snarpa viðureign.
Harpa var fjarri því hætt því
skömmu síðar landaði hún annarri
hrygnu sem Stefán myndar hana
hér með, og Urriðafoss í baksýn.
Eins og undanfarin ár hófst lax-
veiðitímabilið með upphafi veið-
anna við fossinn. Og veiðimönnum
með stangirnar fjórar gekk vel; á
morgunvaktinni var níu löxum
landað, 77 til 93 cm löngum.
Laxveiðisumarið hófst með góðri veiði við Urriðafoss í Þjórsá í gærmorgun
Glaðst yfir
silfruðum
nýrenningi
Morgunblaðið/Einar Falur
Logi Sigurðarson
logis@mbl.is
Ólíkar fyrirætlanir eru uppi hjá bæjarstjórum
landsins um hvernig bregðast megi við hækk-
andi fasteignamati. Ekki eru allir búnir að taka
ákvörðun um að lækka eigi álagningarprósent-
una á fasteignagjöldum.
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnar-
firði, segir bæinn ætla að koma til móts við fast-
eignaeigendur og lækka álagsprósentuna á fast-
eignagjöldum fyrir atvinnu- og íbúðarhúsnæði
vegna hækkandi fasteignamats.
„Það er engin spurning um að við munum
koma til móts við þessa hækkun. Við höfum verið
að gera það undanfarin ár og við munum halda
því áfram, ekki síður þegar fasteignamatið er að
hækka svona mikið eins og núna,“ segir Rósa.
Eðlilegt verðlag haldist
Haraldur Sverrisson , bæjarstjóri Mosfells-
bæjar, gerir ráð fyrir því að þar muni bæjar-
stjórn lækka álagningarprósentuna á fasteigna-
gjöldum svo að eðlilegt verðlag haldist.
„Við höfum alltaf gert það þegar fasteigna-
matið hækkar. Þá höfum við lækkað fasteigna-
skattsprósentuna á móti. Þetta tekur ekki gildi
fyrr en á næsta ári og það á eftir að gera fjár-
hagsáætlun fyrir 2022 og ég geri ráð fyrir því að
þetta verði tillagan, að lækka fasteignaskatts-
prósentuna.“
Hlutfallið á niðurleið
Gunnar Einarsson , bæjarstjóri Garðabæjar,
segist ekki geta spáð hvort bæjarstjórnin muni
lækka álagningarprósentuna á fasteignagjöld-
um en bendir á að hlutfallið hafi verið á niðurleið
síðustu ár og til að mynda lækkað úr 0,26% í
0,185% fyrir íbúðarhúsnæði.
„Við höfum verið að lækka undanfarin ár í
takti við hækkandi fasteignamat til þess að
halda krónutölunni svipaðri. Það er ekki komið
að gerð fjárhagsáætlunar og það væri ekki endi-
lega ábyrgt að gefa það út fyrirfram áður en
nokkur umræða hefur farið fram um það. Síðan
minni ég á það að Garðabær er með lægstu fast-
eignaskatta og útsvar á höfuðborgarsvæðinu.“
Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Sel-
tjarnarnesi, á ekki von á því að bærinn muni
lækka álagningarprósentuna vegna þess hversu
lág hún sé nú þegar.
„Ég á ekki von á því og fjárhagsáætlun gerir
ekki ráð fyrir því. Við erum með lægstu prósent-
una á höfuðborgarsvæðinu, sem er 0,175%.“
Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungar-
víkurkaupstaðar, segir of snemmt að ákveða
hvort álagningaprósentan verði lækkuð. Hann
er ánægður með þróunina en fasteignamat
hækkaði mest á Bolungarvík af öllu landinu.
„Þetta er bara lúxusvandamál,“ segir Jón.
Mikil uppbygging sé á svæðinu og kveðst hann
ánægður með að sjá „grænar tölur“ yfir fólks-
fjölgun í kringum sig.
„Við höfum allt þetta ár til þess að velta fyrir
okkur hvort við ætlum að breyta álagningarpró-
sentunni. Hins vegar má benda á það að þótt við
höfum hækkað í prósentum mest af öllum
sveitarfélögum á landinu, erum við í krónum tal-
ið langt á eftir öðrum sveitarfélögum. Við eigum
eftir að meta hvaða afleiðingar þetta mun hafa á
íbúana og sveitarfélagið. Við erum aftur á móti
hoppandi glöð með þetta vandamál, þetta gefur
til kynna að fólk hafi trú á samfélaginu.“
Bregðast ólíkt við hækkun matsins
- Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir að álagningarprósentan verði lækkuð - Gert ráð fyrir því sama í
Mosfellsbæ - Garðabær og Seltjarnarnes benda á að álagning sé þegar lág - Ánægja fyrir vestan
Morgunblaðið/Ómar
Fasteignir Svör bæjarstjóra eru misjöfn.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Vegagerðin telur tímabært að huga
að frekari undirbúningi fram-
kvæmda við endurnýjun vegarins
yfir Kjöl og að til þess þurfi að veita
fjármagn af samgönguáætlun.
Í umsögn um þingsályktunartil-
lögu Njáls Trausta Friðbertssonar,
Sjálfstæðisflokki, um endurnýjun
vegarins yfir Kjöl með einkafram-
kvæmd, segist Vegagerðin ekki
taka afstöðu til þess hvort um
einkaframkvæmd verði að ræða. Ít-
arlegar greiningar þurfi til að meta
fýsileika slíkrar framkvæmdar.
„Miðað við varlegar forsendur um
kostnað og mögulega umferðar-
aukningu þá gæti veggjald þurft að
vera á bilinu 10-20.000 kr. til að
greiða niður framkvæmdina á 20 ár-
um,“ segir í umsögninni.
Bent er á að ekki eru ráðgerðar
framkvæmdir við endurnýjun Kjal-
vegar í núgildandi samgönguáætl-
un 2020-2034 og að umhverfismat á
Kjalvegi í viðkvæmri náttúru há-
lendisins sé mikið verk sem ekki
verði framkvæmt svo vel sé nema
með sérstakri fjárveitingu.
Sveitarfélög hafi skorað á Vega-
gerðina að halda áfram vegabótum
á Kjalvegi sem undirstriki mikil-
vægi þess að halda undirbúningi
þess verks áfram.
Bent er á að í framhaldi af mál-
þingi um hálendisvegi í maí hyggist
Vegagerðin móta stefnu um hvern-
ig byggja skuli slíka vegi til fram-
tíðar.
Segja að veggjald gæti þurft
að vera 10 til 20 þúsund kr.
- Tímabært að huga að Kjalvegi að mati Vegagerðarinnar
Morgunblaðið/Einar Falur
Kjalvegur Þörf er á vegabótum.