Morgunblaðið - 02.06.2021, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.06.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2021 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við bentum á það strax í upphafi að þetta færi allt í pítsur og bensín. Við vildum láta setja inn skilmála svo ferðagjöfin væri betur nýtt úti á landi og fólk myndi kaupa alvöru- þjónustu. Því miður fengum við ekki áheyrn á það og þetta er niður- staðan,“ segir Arnheiður Jóhanns- dóttir, framkvæmdastjóri Markaðs- stofu Norðurlands. Frestur til að nýta sér fimm þús- und króna ferðagjöf stjórnvalda rann út á mánudag. Margir voru á síðustu stundu og alls voru hátt í níu þúsund ferðagjafir sóttar síðasta daginn. Enn fleiri kláruðu að nýta sínar ferðagjafir. Alls var ríflega einn milljarður króna nýttur af ferðagjöfinni til að greiða fyrir þjón- ustu. Þegar upp var staðið voru rúmlega 19 þúsund ferðagjafir ónot- aðar. Fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu nutu helst góðs af ferðagjöfinni. Mest var hún notuð hjá FlyOver Ice- land en litlu minna hjá bensín- stöðvum og verslunum N1 og Olís. Á lista yfir tíu vinsælustu fyrirtækin er einnig að finna hótel, Bláa lónið og Flugfélag Íslands auk skyndibita- staða á borð við Domino’s, KFC og Hlöllabáta. Arnheiður segir í samtali við Morgunblaðið að hún hefði kosið að meira af ferðagjöfinni hefði runnið til ferðaþjónustufyrirtækja á lands- byggðinni. Það hafi væntanlega ver- ið upphaflegi tilgangurinn þótt nið- urstaðan hafi kannski verið önnur. „Tilgangurinn var að styðja við ferðaþjónustuna og hvetja fólk til að kaupa sér slíka þjónustu,“ segir hún og bætir við að ferðaþjónustufyr- irtæki hafi verið misjafnlega dugleg við að búa til pakka sem myndu hvetja fólk til að verja ferðagjöfinni hjá þeim. „Það hafa margir boðið eitthvað aukalega, að þú fáir eitthvað meira fyrir fimmþúsundkallinn hjá þeim. Við höfum hvatt fólk til að gera þetta og maður sér á tölunum að þau fyrir- tæki sem það gerðu fengu mest af henni til sín. Hér á Norðurlandi eru það stærstu fyrirtækin, þau sem eru með markaðsdeildir, tíma og pen- inga. Þau gátu auglýst tilboðspakka og það skilaði sér. Kannski hefði þurft að styðja betur við minni fyrir- tækin hvað þetta varðar.“ Arnheiður bætir við að nú hafi gefist góður tími til að meta hverju ferðagjöfin skilaði og gaman væri að sjá annan brag á henni nú þegar ferðagjöfin 2021 er aðgengileg landsmönnum. Hún bætir jafnframt við að gæta þurfi að því að ferða- þjónustufyrirtæki eigi greiða leið að ferðagjöfinni. „Núna höfum við til dæmis þurft að gera athugasemdir við að tjald- stæðin eru ekki inni í ferðagjöfinni. Ég get ímyndað mér að ástæðan sé sú að einhver hafi haldið að þau væru öll rekin af sveitarfélögum en sú er ekki raunin. Það eru fjölmörg einkarekin tjaldstæði og mörgum finnst þetta einkennilegt. Tjaldúti- legan er jú grunnferðalag okkar Ís- lendinga. Ég vona að þetta verði lag- að.“ Eitt af þeim fyrirtækjum sem nutu góðs af kaupvilja landsmanna á lokadegi ferðagjafarinnar var veit- ingakeðja Sigmars Vilhjálmssonar. Hann bauð upp á gjafabréf sem virk- aði þannig að fyrir fimm þúsund króna ferðagjöf gat fólk fengið þrjú þúsund króna inneign á þrjá staði; Barion, Hlöllabáta og Minigarðinn. Alls níu þúsund krónur. Yfir fjórar milljónir skiluðu sér í kassann á lokadeginum og fyrirtækið rauk inn á topp tíu listann yfir nýttar ferða- gjafir. „Það kom áhlaup þarna í lokin og við höfðum vart undan. Það klár- uðust þrjár rúllur af gjafabréfum og nú þurfum við að prenta fleiri. Við munum að sjálfsögðu bjóða áfram upp á þetta tilboð,“ segir Sigmar. Nýtt í pítsur og bensín en ekki ferðalög Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ferðaþjónusta Á Siglufirði hafa ferðamenn getað séð söltunarsýningar á vegum Síldarminjasafnsins á sumrin. 383 m.kr. 211 139 98 55 40 32 18 17 Svona nýttu landsmenn ferðagjöfina Tíu stærstu móttakendur ferðagjafarinnar, milljónir kr. Notkun ferðagjafarinnar eftir landshlutum, milljónir kr. Skipting eftir tegund þjónustu Heimild: Ferðamálastofa Flyover Iceland 53 N1 50 Olíuverslun Íslands 45 KFC 32 Íslandshótel 31 Flugleiðahótel 27 Bláa lónið 26 Domino‘s 25 Flugfélag Íslands 24 Hlöllabátar 22 Höfuðborgarsvæðið Á landsvísu Suðurland Norðurland eystra Vesturland Suðurnes Austurland Norðurland vestra Vestfirðir Veitingastaðir 403 Gisting 231 Afþreying 217 Samgöngur 119 Bílaleigur 10 Ferðaskrifstofur 3 Annað 11 Milljónir kr. Arnheiður Jóhannsdóttir Sigmar Vilhjálmsson - Átti að styðja við ferðaþjónustuna - Tjaldsvæði ekki með - Sigmar sáttur „Þetta fer fyrr af stað. Kannski svo- lítið brattara en maður vill,“ segir Benedikt Helgason, framkvæmda- stjóri Go Campers, sem gerir út sér- útbúna ferða- eða útilegubíla. „Það er lítið eftir í fáum flokkum eiginlega út sumarið. Þetta hefur breyst mjög hratt á síðustu vikum,“ segir hann og bætir við að eftir- spurnin frá erlendum ferðamönnum sé meiri í ár en fyrrasumar. „Bólusettir Bandaríkjamenn hafa tekið mjög vel við sér og aðrar þjóðir líka á síðustu vikum, til að mynda í Mið-Evrópu,“ segir hann en lang stærstur hluti pantana er frá Banda- ríkjunum. „Ef einhverjir Íslendingar ætla að leigja sér bíl í sumar þurfa þeir að hafa hraðar hendur,“ segir Benedikt en það eru einna helst minnstu bílarnir sem eru eftir, að hans sögn. Spurður hvernig gekk að standa af sér storminn í samkomutakmörkun- unum segir hann: „Bara allt sem mögulega var hægt að gera. Við byrjuðum strax í apríl að losa okkur við allar óþarfa eignir og óþarfa kostnað. Skera inn að beini. Reyna bara að halda í starfs- fólkið. Það eru náttúrulega búin að vera mjög fín úrræði í boði frá stjórnvöldum sem við höfum reynt að nýta eftir fremsta megni.“ Benedikt segir fyrirtækið hafa komist hjá því að segja upp starfs- fólki. „Hlutabótaleiðin er sú leið sem við nýttum í að halda í lykilstarfs- menn yfir veturinn auk þess sem þessir styrkir sem hafa verið að koma núna hafa skipt sköpum. Við vorum sem betur fer á góðum stað þegar þetta kom upp í fyrra. Vorum ekki byrjuð að ráða inn fyrir sumarið þegar útlit var fyrir að þetta kæmi til landsins í fyrravor,“ segir Benedikt. ari@mbl.is Útilegubílar taka við sér - Sumarið í ár ólíkt seinasta sumri Ljósmynd/Go Campers Ferðabílar Komum ferðamanna til landsins fjölgar hratt þessa dagana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.