Morgunblaðið - 02.06.2021, Side 4

Morgunblaðið - 02.06.2021, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2021 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg Þóra Birna Ingvarsdóttir thorab@mbl.is Ungmenni sem nú ljúka sínu fyrsta skólaári í framhaldsskóla hafa af því afar sérstaka reynslu. Á haust- önninni var fjarnám vegna heimsfar- aldursins og engin staðpróf um jólin. Eftir áramót hófst, víðast hvar, stað- nám á ný með tilhlýðandi takmörk- unum. Margir skólar, líkt og Verzlunar- skóli Íslands, hafa aukið við símat sem námsmatsaðferð, sem metur verkefni og kannanir jafnt og þétt yfir önnina frekar en veigamikil lokapróf. Þeir skólar hafa ekki fund- ið fyrir auknu falli meðal nemenda eftir þetta skólaár enda er fall al- mennt fátíðara þegar stuðst er við sí- mat. Hins vegar eru enn skólar sem leggja meira upp úr því að nemendur læri að taka próf, þar er Mennta- skólinn í Reykjavík fremstur í flokki. Nýnemar í MR áttu erfitt uppdrátt- ar í vorprófum þetta árið, þá helst í stærðfræði og lesinni stærðfræði. Elísabet Siemsen rektor MR segir þetta enga furðu í ljósi þess að ný- nemar hafi ekki tekið nein próf í vet- ur. Komu þeir því kaldir inn í loka- próf vorannar. Hún segir að nemendurnir hafi staðið sig vel í fjar- náminu yfir veturinn en ferlið við að taka próf sé eitthvað sem þarfnist æfingar. Jólaprófin hafa vanalega verið álitin æfing fyrir vorprófin í MR, þar sem nemendur ná hrollinum úr sér, læra góð vinnubrögð við upp- rifjun á námsefninu og sjá hvar þeir þurfa að bæta sig. Hún telur að próf- in séu eitthvað sem fólk myndi seint vilja sleppa enda mikilvægt að fá yf- irsýnina yfir námsefnið og rifja upp það sem kennt var yfir veturinn. Fjölbrautaskólarnir með stærri og fjölbreyttari nemendahóp fundu mik- ið fyrir því hvernig námsfyrirkomu- lagið hafði ólík áhrif á ólíka hópa. Þeim nemendum, sem glíma við fé- lagsfælni eða félagskvíða, gekk mun betur fyrir áramót, þegar enn var fjarnám. Aðrir, sem þurfa á hvatn- ingu að halda frá kennurum og sam- nemendum, áttu erfitt með fjarnámið en tókst að rétta úr kútnum eftir ára- mót. Varð þetta til þess að meðal- námsframvinda var heilt yfir svipuð og síðustu ár, þótt faraldurinn hafi vissulega haft áhrif á einstaklingana . Vorpróf MR torveld fyrir nýnema - Minna fall með símati - Kunnu ekki að taka próf - Ólík áhrif á ólíka hópa Morgunblaðið/Árni Sæberg Nemendur Nýnemar MR höfðu aldrei tekið staðpróf í framhaldsskóla áður. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tók í gær fyrstu skóflustungu að nýrri 20 þúsund fermetra viðbyggingu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkur- flugvelli. Framkvæmdir við bygg- inguna eru að hefjast og stefnt er að því að hún verði tekin í notkun árið 2024. Áætlaður heildarkostn- aður er um 21 milljarður króna en upphaflega var kostnaður áætlaður um 7,3 milljarðar. Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, segir að með þessari nýju viðbyggingu, sem mun rísa austur af núverandi flugstöðvarbyggingu, verði umbylting á farangurs- móttöku og á efri hæð fáist meira verslunarrými og biðsvæðið stækki. Þá bætast við fjögur ný hlið með landgöngubrúm. Skóflustunga að nýrri viðbyggingu Morgunblaðið/Eggert Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Laxar fiskeldi hafa sótt um bráða- birgðaleyfi til atvinnuvegaráðuneyt- isins til að hefja eldi á laxi í Reyðar- firði, á þeim staðsetningum sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auð- lindamála ógilti fyrir skömmu vegna þess sem nefndin taldi Matvæla- stofnun hafa gert mistök við útgáfu leyfisins. Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis, segir að sótt sé um leyfið til að eiga möguleika á að koma seiðunum út í sjó þegar þau verða tilbúin, ef nýtt leyfi Matvælastofnunar verði ekki komið þá. Matvælastofnun hefur auglýst til- lögu að nýju rekstrarleyfi fyrir 10 þúsund tonna viðbótareldi Laxa þar sem tekið er tillit til athugasemda úrskurðarnefndarinnar. Þar er gef- inn kostur á athugasemdum og síðan hefur stofnunin frest til að vinna úr hugsanlegum athugasemdum. Því er ekki hægt að fullyrða hvenær leyfið verður gefið út. Það gæti dregist fram í júlí eða lengur en seiðin verða tilbúin seinnihluta júnímánaðar. Óska eftir rafmagni úr landi Laxar fiskeldi hafa undirbúið út- setningu laxaseiða samkvæmt um- ræddu rekstrarleyfi sem gefið var út í byrjun október á síðasta ári. Kom- inn er til landsins stór og glæsilegur fóðurprammi og hefur hann nú verið dreginn út að væntanlegum eldisstað við Vattarnes í sunnanverðum Reyðarfirði. Pramminn er þannig útbúinn, eins og aðrir fóðurprammar Laxa, að hægt er að tengja hann við rafmagn úr landi og draga þannig úr notkun dísilolíu. Er fyrirtækið í viðræðum við Rarik og sveitarfélagið um að leggja rafmagn og ljósleiðara út með firðinum. Lögnin mun einnig nýtast ábúendum á þremur býlum á strönd- inni. Jens Garðar vonast til þess að þessi framkvæmd verði litin jákvæð- um augum og að af þessu verði. Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi - Laxar vilja vera tilbúnir fyrir seiðin Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Reyðarfjörður Lax tekinn úr sjókví Laxa vegna flutnings í sláturhús. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Aflaheimildir íslenskra skipa í mak- ríl í ár miðast við tæplega 141 þús- und tonn, samkvæmt reglugerð sem Kristján Þór Júlíusson sjávarút- vegsráðherra hefur undirritað. Það samsvarar 16,5% af ráðgjöf Alþjóða- hafrannsóknaráðsins, ICES, og af samþykktum heildarafla á vettvangi Norðaustur-Atlantshafsfiskveiði- ráðsins, NEAFC. Ákvörðun ráð- herra um 16,5% er í samræmi við viðmiðun Íslendinga í makríl flest undanfarin ár. Síðdegis í gær tilkynntu Færey- ingar að makrílkvóti þeirra í ár yrði 167 þúsund tonn, sem er 55% hækk- un frá síðasta ári, og í takt við hækk- un Norðmanna. Samkvæmt samn- ingi Færeyinga, Norðmanna og Evrópusambandsins, sem gilti 2014- 2020, var hlutur Færeyinga 12,6%, en nú miða þeir við 19,6% af sam- þykktum heildarafla á vettvangi NEAFC upp á 852 þúsund tonn. Í fyrra var kvóti Færeyinga 116 þús- und tonn. Afli umfram ráðgjöf Jacob Vestergaard, sjávarútvegs- ráðherra í Færeyjum, ræddi makríl- kvótann m.a. á fundi í utanríkis- málanefnd Lögþingsins í gær. Í tilkynningu er haft efir honum að hann vonist til að samningaviðræður um skiptingu makrílaflans komist aftur af stað í haust. Færeyingar fara nú með formennsku í hópi strandríkja. Ekkert samkomulag er í gildi um stjórnun makrílveiða í NA- Atlantshafi og tilkynna strandríkin hvert fyrir sig um heildarafla ársins. Þeir aðilar sem áður stóðu að fyrr- nefndum þriggja strandríkja samn- ingi; ESB með Bretum, Noregur og Færeyjar hafa þannig tilkynnt um veiðar á um 887 þúsund tonnum, sem er umfram fyrrnefnt viðmið NEAFC og ráðgjöf. Norðmenn til- kynntu í síðustu viku um hækkun hlutdeildar úr 22,5% í 35% af ráðgjöf og ætla sér að veiða 298 þúsund tonn í ár. Bretar hyggjast veiða 222 þús- und tonn, en eftir úrsögn úr Evrópu- sambandinu eru þeir sjálfstætt strandríki í makrílveiðum og hafa ekki samið við Norðmenn og Fær- eyinga um aðgang að veiðum í lög- sögu sinni. Evrópusambandið hefur tilkynnt um 200 þúsund tonna kvóta. Þá hyggjast Rússar veiða 120 þús- und, Grænlendingar um 60 þús. tonn og Íslendingar 141 þúsund tonn. Makrílkvótinn á þessu ári 141 þúsund tonn - Færeyingar og Norðmenn tilkynna um 55% hækkun Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Vertíð Á makríl í Síldarsmugunni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.