Morgunblaðið - 02.06.2021, Side 14

Morgunblaðið - 02.06.2021, Side 14
14 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2021 Rauðarárstígur 12-14, sími 551 0400 · www.uppbod.is V efu ppboð n r.54 3 Glæsilegt vefuppboð til 2. júní Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir Forsýning á verkunum hjá Fold uppboðshúsi og á vefnum uppbod.is ÚT ÚR KÓFINU Jakob Veigar Hér á landi búa margar kynslóðir með ýmsar þarfir sem hlúa þarf að með mismun- andi hætti. Miklu skiptir við alþing- iskosningar í haust, að vel takist til við val á þingmönnum og mik- ilvægustu hagsmunir og sjónarmið fólksins í landinu eigi sér mál- svara á Alþingi. Á það hefur skort að eldra fólk ætti mál- svara á Alþingi og sennilega er það þess vegna sem hagsmuna þess hef- ur ekki verið gætt eins vel og nauð- syn hefur borið til á þeim vettvangi. Eitt er þó víst að aldraðir eiga svo sannarlega inni þann rétt að vel sé hugsað fyrir þeirra þörfum svo þeir geti átt bærilegt ævikvöld. Flest stjórnmálasamtök taka þó undir slagorðið „að búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld“, en á það hefur verulega skort og að orð og efndir hafi farið saman. Svívirðileg meðferð á öldruðum Því miður er það svo að þegar aldraðir missa heilsuna, sem óhjá- kvæmilegt er fyrr eða síðar, þá skortir verulega á að þjónusta við þá sé í samræmi við þeirra þarfir. Langar biðraðir eru eftir einföldum læknisaðgerðum eins og liðskiptum sem valda viðkomandi hreyfihömlun og miklum þjáningum oft misserum saman. Í sumum tilfellum hefur þeim verið þvælt til útlanda í aðgerð sem unnt er að sinna á einkareknu sjúkrahúsi hér á landi með miklu minni kostnaði og fyrirhöfn, en ein- hver pólitísk hug- myndafræði er látin bitna á sjúklingunum. Svipaða sögu má segja um margar aðrar ein- faldar en mjög lífsbæt- andi aðgerðir fyrir aldr- aða eins og t.d. skiptingu á augasteini sem þeir eru ekki taldir verðskulda fyrr en þeir eru orðnir hálfblindir. Þessi meðferð skrifast fyrst og fremst á reikn- ing heilbrigðisráðherr- ans sem fær stuðning annarra ráðherra í ríkisstjórninni sem nú víkja, en hafa stutt til valda. Stuðningur við veikburða aldraða og hjúkrunarheimili er alveg sér kapít- uli. Flestar fjölskyldur þekkja þær hörmungar sem ganga þarf í gegn- um þegar aldraður ættingi verður svo veikburða að hann getur ekki séð um sig sjálfur. Þá þarf að ganga milli Heródesar og Pílatusar og toga í alla mögulega strengi til að reyna að fá fyrir hann rými á sæmilegu hjúkrunarheimili því að þau eru allt of fá og hið opinbera getur ekki séð af fé til að byggja þau. Hið opinbera, ráðherrarnir, tímir ekki að greiða sinn hluta af kostnaðinum af því að reka þau þótt það sé fyrirskipað með lögum. Þau berjast því mörg hver í bökkum með tilheyrandi þjón- ustuminnkun, áhyggjum og stressi fyrir vistmennina og aðstandendur þeirra. Það sæmir ekki þjóð sem hrósar sér af ríkidæmi og velferð og sóar milljörðum í eitt og annað sem skilar engu til samfélagsins að búa ekki öldruðum öruggt skjól á síðustu árum ævinnar. Þetta er fólkið sem hefur alið upp kynslóðirnar sem tóku við af því og hefur lagt grunn- inn að þeim lífsgæðum sem við þekkjum í dag. Okkur ber skylda að sjá til þess að aldraðir fái þá umönn- un sem þeir þurfa á að halda. Millistig milli heimaþjónustu og hjúkrunarheimila Stefna stjórnvalda undanfarin ár hefur verið sú að fólk búi heima hjá sér sem lengst, en það er ljóst að bú- seta á eigin heimili hentar ekki öll- um þó þeir þurfi ekki dvöl á hjúkr- unarheimili. Búsetuúrræði fyrir eldra fólk eru of fábreytt. Það vantar millistig milli búsetu á eigin heimili og hjúkrunarheimili. Brýnt er að finna fjölbreytt úrræði til að mæta þessari þörf því hjúkrunarheimilin hafa breyst í lífslokaheimili, ein- staklingarnir sem þangað fara eru oft orðnir mjög veikir. Eldra fólk sem hefur misst færni til að sjá um sig heima þarf að komast í búsetu þar sem það upplifir sig öruggt og fær þá þjónustu sem það þarf og fé- lagsskap sem er ekki síður mik- ilvægt. Eldra fólk í samfélaginu er kynslóð sem þarf athygli og rými í umræðunni og þetta fólk vill hafa val og áhrif á eigið líf. Það er og verður mitt baráttumál. Eftir Ingibjörgu H. Sverrisdóttur Ingibjörg H. Sverrisdóttir »Eldra fólk í okkar samfélagi þarf meira rými í umræðunni og meiri umhyggju fyrir sínum þörfum svo það geti átt áhyggjulaust ævikvöld. Höfundur er eldri borgari og formaður FEB Hættum að níðast á öldruðum Öryrkjabandalagið (ÖBÍ) hefur í mörg herrans ár barist fyrir og reynt að koma að í umræðunni ýmsum hagsmunamálum ör- yrkja, sem snúast um mannréttindi, mann- helgi og rétt til lífs sem er sæmandi. Fyrir kosningarnar haustið 2017 virtust nú- verandi stjórn- arflokkar heyra og ætla að svara kalli öryrkja, svo nálægt voru þau helstu baráttumálum ÖBÍ, og taka á stóru málunum. Ég ætla að fara yfir helstu stefnu- mál ríkistjórnarflokkanna fyrir kosn- ingarnar 2017 og skoða efndirnar. Stefnumál og efndir stjórnarflokkanna Framsókn vildi tryggja að örorku- lífeyrir myndi fylgja lágmarks- launum. Þá vildi flokkurinn einfalda lífeyriskerfi öryrkja, afnema krónu-á- móti-krónu-skerðinguna þegar kem- ur fram að sérstakri framfærslu- uppbót og hvetja til starfsendurhæf- ingar. Enn fremur var eitt af kosningarloforðum að draga úr heil- brigðiskostnaði öryrkja með því að lækka enn frekar þakið í greiðslu- þátttökukerfinu. Efndirnar? Krónu- á-móti-krónu-skerðingin í fram- færsluviðmiðunum var lækkuð um rúmlega þriðjung en var enn sem fyrr rýtingur í bak öryrkja. Þá var þakið lækkað í greiðsluþátttökukerfinu. Stóru málin voru hins vegar látin mæta afgangi. Skoðum því næst Sjálfstæðisflokk- inn en hann tók aðeins upp eitt hags- munamál öryrkja enda hefur flokk- urinn eða formaður hans marglýst því yfir að hann hafi engan áhuga á að finna leiðir til að bæta kjör öryrkja. Flokkurinn vildi hins vegar styrkja fjárhagslega stöðu ör- yrkja með börn í námi með því að jafna stöðu þeirra. Að mati flokks- ins er það réttlætismál að foreldrar haldi sömu framfærslu eftir að börn þeirra verða 18 ára, meðan á námi stendur – og ÖBÍ er svo innilega sammála. Þetta reynd- ust vera orðin tóm og efndirnar engar. Að lokum eru það Vinstri-græn sem vildu umtalsverða hækkun lægstu launa og töldu það raunar forgangsverkefni í kjarasamningagerð næstu ára og hækkun bóta elli- og örorkulífeyris ætti að fylgja slíkum hækkunum. Flokkurinn hafði á stefnuskrá sinni að einfalda bótakerfið lífeyrisþegum til hagsbóta. Þá vildu Vinstri-græn að horfið yrði frá krónu-á-móti-krónu- skerðingu á sérstakri framfærslu- uppbót öryrkja og tekið upp sann- gjarnt frítekjumark. Ef frá er talin rúmlega þriðjungs lækkun á krónu-á- móti-krónu-skerðingunni hefur lítið orðið um efndir, hverju svo sem for- maðurinn heldur fram. Á fjórum árum, þar sem þessir flokkar réðu ferðinni, gerðist fátt sem gagnaðist öryrkjum. Loforðin reynd- ust meira og minna vera innihalds- laust hjóm! Eftir Unni H. Jóhannsdóttur Unnur H. Jóhannsdóttir » Fyrir kosningarnar 2017 virtust núver- andi stjórnarflokkar heyra kall öryrkja, svo fögur voru loforðin, en minna hefur orðið um efndir á kjörtímabilinu. Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki. uhj@simnet.is Svikin loforð! Þær eru furðulegar hugmyndirnar sem meirihlutinn í Reykja- vík hefur um íbúa- lýðræði. Þegar óskað er umsagna um ákveð- in kosningamál meiri- hlutans eru settar skorður á því hvaða skoðanir íbúar eða fulltrúar þeirra mega hafa. Aðeins er leyfð ein skoðun, ein um- sögn. Skoðun meirihlutans. Það er nú bara samt þannig að í fjölbreyttu samfélagi hafa ekki allir sömu skoð- unina. Stundum er blæbrigðamunur á þeim, aðrar áherslur og önnur sjón- arhorn til að skoða málin út frá. Í stað þess að fagna nýjum hugmyndum er búið til ákveðið vinnulag á helsta vett- vangi íbúalýðræðis, íbúaráðum borg- arinnar, til að koma í veg fyrir að önn- ur sjónarmið, aðrar skoðanir, fái að koma fram. Ein skoðun aðeins leyfð. Skoðun meirihlutans. Ég hugðist leggja fram umsögn um vistvænar almenningssamgöngur í borginni í íbúaráði, byggði mína um- sögn á þeim meginatriðum sem allir geta tekið undir, að áríðandi sé að auka hlut vistvænna og fjölbreyttra samgöngumáta í borginni. Og að það þurfi að gerast fyrr og hraðar en seint og hægt. Á slíka umsögn getur meirihlutinn í borginni ekki fallist, enda gengi slík hugmynd lengra en þunglamaleg og óskilvirk borg- arlínulausn þeirra. Þá er gripið til þessa ráðs að banna framlagningu annarra umsagna eða skoðana meiri- hlutans í íbúaráðum borgarinnar. Það ætti út af fyrir sig ekki að vera neitt stór- mál eða nein nýmæli. En mér gremst það haf- andi setið í nokkrum stýrihópum sem láta sig íbúalýðræði varða. Þar er unnið í því að setja á blöð stór og fögur fyr- irheit. En því miður fer minna fyrir áhuga meirihlutans á að standa við stóru orðin sín. Ég vil heyra fleiri raddir en færri. Fá fleiri sjón- armið en færri. En er kannski einn um það. Þetta vinnulag meirihlutans, að leyfa bara eina umsögn í íbúaráðum, er alls ekki í þeim anda íbúalýðræðis sem störfum íbúaráða er ætlað að endurspegla. Það þekki ég ágætlega enda hef ég setið í stýrihópum sem láta sig þau mál varða í tvö kjör- tímabil. Það er ansi oft sem orð og efndir meirihlutans fara ekki saman. Fögur fyrirheit eru ágæt, en samt aldrei betri en þegar þau eru efnd. Því miður fer það alltof sjaldan sam- an hjá meirihlutanum. Það er gagn- rýnivert. Íbúalýðræði með fyrirvara Eftir Örn Þórðarson Örn Þórðarson » Fögur fyrirheit eru ágæt, en samt aldrei betri en þegar þau eru efnd. Það fer alltof sjaldan saman hjá meirihlutanum. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Atvinna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.