Morgunblaðið - 02.06.2021, Side 20

Morgunblaðið - 02.06.2021, Side 20
H afliði Örn Björnsson fæddist 2. júní 1941 í risinu á gamla Land- spítalanum í Reykja- vík. Hann bjó fyrst á Þórsgötu 19. Átta ára gamall var hann sendur í sveit til frænku sinn- ar á Melum í Melasveit og seinna meir fór hann í sveit til Svefneyja í Breiðafirði hjá frænda sínum. Þegar Hafliði var aðeins níu ára gamall fór hann einn ásamt frænda sínum, Jóni E.B., sem var átta ára, með Gullfaxa til London til að heim- sækja föðursystur sína, þetta þótti merkilegt og kom grein í Morgun- blaðinu um ferðalag drengjanna. Hann minnist vel hvernig London leit út eftir stríðið. „Mér er líka minnisstætt að flugstjórinn í þess- ari ferð var Þorsteinn Jónsson flug- kappi og hann leyfði mér að sitja í flugstjórnarklefanum og „fljúga“ vélinni. Leiðir okkar Þorsteins áttu eftir að liggja saman þegar við flug- um saman í Lúxemborg.“ Árið 1951 flutti fjölskyldan á Keflavíkurflugvöll þar sem faðir hans var settur yfirmaður flug- umsjónar vallarins. Hann bjó þar í tvö ár og gekk í skóla í Keflavík. Árið 1956 byrjaði hann í sumar- vinnu á radíóverkstæði flugmála- stjórnar þar sem hann starfaði með námi. Hafliði lauk tveggja ára námi við loftskeytaskólann eftir gagnfræða- skólann og var svo fastráðinn hjá Flugmálastjórn. Árið 1960 fór hann að læra flug og lauk atvinnuflug- mannsprófinu og siglingafræðiprófi 1966. Eftir það fór hann í nám í Oklahoma til að læra á nýjustu blindflugstækin sem átti að setja upp á Íslandi. „Ég hafði alltaf mik- inn áhuga á flugi, sem barn var ég mikið með föður mínum á Sand- skeiði þar sem ég lærði að umgang- ast svifflugur og flugvélar með virð- ingu,“ en faðir hans var meðal stofnenda Svifflugsfélags Íslands og Flugmálafélags Íslands. Árið 1966 varð Hafliði sigurvegari á Ís- landsmótinu í vélflugi. Árið 1969 fékk Hafliði leyfi frá störfum hjá Flugmálastjórn til þess að fara til Nígeríu fyrir Hjálp- arstofnun kirkjunnar, en þar var Bíafra-stríðið í gangi. Hann fór þangað til að sjá um radíótæki í hjálparvélunum. Hafliði hóf störf hjá Loftleiðum árið 1970 sem siglingafræðingur og flugmaður. Á árunum 1971-1985 bjó fjölskyldan í Lúxemborg þar sem hann starfaði hjá Cargolux. Hann flaug um allan heim og hefur hann ferðast til allra heimsálfa nema Suðurskautslands. „Á þessum árum var flogið á marga staði þar sem stríð og spilling voru í gangi og má þar nefna Víetnam, Afganistan og Pakistan. Ég man eftir kargóflugi til Úganda þar sem áhöfnin var handtekin við lendingu en það leystist farsællega. Ég man líka eft- ir því þegar ég þurfti að fá vega- bréfsáritun til Rússlands vegna fraktflutninga að þá var fylgst með með mér áður en áritunin var sam- þykkt. Ævintýrin voru mörg.“ Eftir að Hafliði flutti aftur til Ís- lands hóf hann á ný störf hjá Flug- málastjórn sem aðflugshönnuður og sem flugmaður á vél Flugmála- stjórnar. „Aðflugshönnunin er í raun að hanna blindaðflug og brott- flug fyrir allt Ísland. Það felst í því að gera flugmönnum mögulegt að lenda á stöðum þegar veður er lé- legt eða slæmt skyggni. Við reikn- um út hvað þeir geta komist lágt í aðflugi og ef þeir sjá ekki niður í þessu lágmarki þarf að vera klárt að þeir komist í burtu líka.“ Hafliði flugprófaði einnig allt aðflug á Grænlandi og í Færeyjum, þar sem hann starfaði til rúmlega sjötugs. Helstu áhugamál Hafliða hafa tengst fluginu auk þess sem hann var í golfi á árunum í Lúxemborg. Áhugi hans hefur smitast yfir á börnin þar sem þau hafa öll starfað í flugi. Hafliði Örn Björnsson, fyrrverandi aðflugshönnuður og flugmaður – 80 ára Fjölskyldan Stödd í París 2013 að fagna gullbrúðkaupi Hafliða og Maju. Fór til allra heimsálfa nema Suðurskautslands Flugmaðurinn Hafliði í flugi á 747 hjá Cargolux. Frændurnir Hafliði og Jón á ferða- laginu með Gullfaxa árið 1950. 20 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2021 ENGINN ÐBÆTTUR SYKUR ENGIN ROTVARNAREFNI 85% TÓMATPÚRRA VI 50 ÁRA Elfa Hrund Guttorms- dóttir er Njarðvíkingur, og á ættir að rekja í Skagafjörðinn og vestur á Snæfellsnes. Hún lauk embættis- prófi í félagsráðgjöf frá Háskóla Ís- lands í júní 2003 og BA-prófi í upp- eldis- og menntunarfræði frá sama skóla árið 1999. Elfa Hrund hefur mikla reynslu af starfi við félags- þjónustu og vann hjá Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar 2000-2011. Hún hefur unnið hjá Virk starfsendurhæfingarsjóði frá árinu 2011. Hún hefur starfað í bæjarpólitík í Reykjanesbæ, verið formaður vel- ferðarráðs og menningarráðs. „Sú reynsla var bæði lærdómsrík og gef- andi.“ Helstu áhugamál Elfu eru skíði, laxveiði, fjallgöngur, hjól, utanveg- arhlaup og ferðalög, bæði hérlendis og erlendis. „Ferðin sem stendur upp úr er ferð til grísku eyjarinnar Mykonos sem við fjölskyldan heim- sóttum eitt sumarið. Menningin, þjónustan og maturinn var til fyrir- myndar. Frakkland er líka í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég var au-pair í Parísarborg á mínum yngri árum, fór í Sorbonne-háskóla og nam frönsku. Allt sem tengist franskri menningu er að mínu mati áhuga- vert og franska kvikmyndahátíðin er ómissandi hluti af mínu lífi. Vina- hópurinn hefur einnig farið í margar skemmtilegar ferðir í gegnum tíð- ina, bæði með börnin og án þeirra. Við höfum farið saman utan á fimm ára fresti og hefur Ítalía verið vin- sæll áfangastaður.“ FJÖLSKYLDAN Eiginmaður Elfu er Einar Ásbjörn Ólafsson, f. 1959. Hann rekur sitt eigið fyrirtæki. Börn þeirra eru Harpa Hrund, f. 1997, hún mun útskrifast frá HR með B.Sc. í sálfræði 19. júní nk., Eva Sól, f. 2001, stúdent frá Verzlunar- skóla Íslands, Ólafur Hrafn, f. 2005, grunnskólanemi. Einar átti fyrir dótturina Emmu Hönnu, f. 1986, stúdent frá Keili. Starfar sem skóla- liði í Njarðvíkurskóla. Barnabörnin eru tvö, Leonard Aron, f. 2016, og Alexandra Emma, f. 2019. Fjöl- skyldan er búsett í Reykjanesbæ. Foreldrar Elfu voru Guttormur Arnar Jónsson, f. 1932, verkstjóri, og Hrefna Einarsdóttir, f. 1931, hús- móðir. Þau eru bæði látin. Elfa Hrund Guttormsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Það er í lagi að þér finnist þú alveg einstakur á öllum sviðum. Láttu það ekkert fara í taugarnar á þér heldur sýndu skilning og vertu viðbúinn þegar aðstæður breytast. 20. apríl - 20. maí + Naut Í dag ertu ekki lengur til í að hunsa það sem hefur angrað þig í nokkurn tíma. Eigðu bara samskipti við fólk sem þú nærð frábæru sambandi við. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Þú þarft ekki að hafa svona miklar áhyggjur af því hvað öðrum finnst um þig. Ef þér finnst þú alltaf á sviðinu breyttu þá at- riðinu þínu af og til. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Reyndu að troða sem fæstum um tær. Fólk er almennt óvenjuþægilegt og -af- slappað. Forðastu fljótfærna vini sem best þú getur. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þér finnst þú vera sjálfstæð/ur og öll- um óháð/ur í dag. Stuðningur vinkonu þinn- ar mun koma þér á óvart. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Hvaðeina sem viðkemur æðri mennt- un, útgáfumálum og fjölmiðlum gengur vel í dag. Vertu opinn og líttu á allar hugmyndir sem hluta af stórum hugmyndapotti. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þú þarft bara að nefna það að þú eigir í vanda og sérfræðingar í honum skjóta upp kollinum. Dálæti þitt á fallegum stöðum og hlutum vex til muna. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Að koma sér á framfæri er spurning um einbeitingu. Hugaðu að því hvernig þú getir öðlast heilbrigða sál í hraustum líkama. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þér finnst eitthvað að þér þrengt í vinnunni. Jafnvel þótt fólk meini vel, þá er mögulegt að það sé ekki með allt á hreinu. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þú leyfir hæfileikafólki að komast upp með hvað sem er því þú nýtur nærveru þess í lífinu. Gefðu þér góðan tíma og ras- aðu ekki um ráð fram. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Það eru ýmsar nýjungar að banka upp á hjá þér og þér finnst erfitt að sinna þeim öllum í einu. En það er nauðsyn- legt svo krefjandi verkefni verði leyst. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Láttu ekki eirðarleysið ná tökum á þér. Alvöruvinum er sama hvar þú færð ráð, svo lengi sem þau duga þér. Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.