Morgunblaðið - 05.06.2021, Side 4

Morgunblaðið - 05.06.2021, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2021 Með því að heimsækja heimasíðu okkar ferdaskrifstofaeldriborgara.is þarftu aðeins að smella á „Sumarleikur 2021“ og þú tekur sjálfkrafa þátt í happadrætti þar sem vinningar verða dregnir út vikulega í allt sumar. Í boði eru 10 ferðavinningar að upphæð 25.000 kr. hver í einhverja af þeim ferðum sem við stöndum fyrir. Sumarleikur 2021 10 ferðavinningar í boði Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Þetta eru skelfileg tíðindi. Domus Medica hefur verið flaggskipið í sjálfstæðri læknisþjónustu um ára- tuga skeið,“ segir Reynir Arngríms- son, formaður Læknafélags Íslands, um boðaða lokun Domus Medica. „Þessi ákvörðun er fyrst og fremst afleiðing af tvennu. Fyrst þeim rekstrarskilyrðum sem ríkisstjórnin hefur boðið sjálfstætt starfandi læknum upp á. Það er mjög erfitt að stunda þennan rekstur við núver- andi aðstæður.“ Hin meginástæðan er að sjálf- stætt starfandi læknar hafa ekki ver- ið með samninga við ríkið sem taka mið af þróun verðlags og launa. „Ég verð að leiðrétta það sem hefur verið í umræðunni, að greiðslur frá Sjúkratryggingum Íslands séu launagreiðslur til sjálfstætt starf- andi lækna. Það er ekki rétt. Þetta er heildarrekstrarkostnaður. Af þess- um greiðslum þurfa þeir að borga rekstrarkostnað og laun annarra starfsmanna. Það á til dæmis við um laun skurðhjúkrunarfræðinga hjá skurðlæknum og svæfingahjúkrun- arfræðinga hjá svæfingalæknum. Svo hefur annar kostnaður eins og við íhluti og tæki hækkað mjög mik- ið,“ segir Reynir. Í raun lokað fyrir nýliðun Hann segir að stjórnvöld hafi í raun lokað fyrir nýliðun sérgreina- lækna. Ekki megi gleyma því að fall- ið hafi héraðsdómur í tengslum við það og stjórnvöld tapað málinu. Sjúkratryggingar Íslands höfðu neitað sérgreinalækni um aðild að rammasamningi við Læknafélag Reykjavíkur. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi þá ákvörðun úr gildi 18. sept- ember 2018. Þá höfðu þrír heil- brigðisráðherrar í röð gefið fyrir- mæli um að ekki fengju fleiri sérfræðilæknar aðild að rammasamningnum. Dóminum var ekki áfrýjað, að sögn Reynis. Flytja ekki heim í óvissuna Hann segir það hafa komið fram á umræðuvettvangi lækna að sér- fræðilæknum erlendis hugnist ekki að flytja heim við núverandi aðstæð- ur. Þeir geti hafið hér störf en það sé enginn samningur í gildi. Nýir læknar geti starfað samkvæmt gjaldskrá sem heilbrigðisráðherra gefur út til eins mánaðar í senn. Reynir segir ekki hægt að ætlast til þess að læknar hefji stofurekstur og leggi út í mikinn kostnað meðan þeir geti ekki séð rekstrargrundvöllinn nema einn mánuð fram í tímann. „Hópur sérfræðilækna hefur elst mjög mikið. Margir eru að hætta eða draga úr vinnu,“ segir Reynir. Hann bendir á að nú vanti t.d. geðlækna og hjartalækna. Útlit er fyrir að á kom- andi árum fái hjartasjúklingar ekki fullnægjandi þjónustu vegna skorts á hjartalæknum. Gera þarf nýjan samning „Menn eru áhyggjufullir út af þessu og ég held að það losni ekki um þetta fyrr en aftur verða komnir samningar á milli þessara aðila,“ segir Reynir. Hann segir að samningar verði að vera í gildi svo hægt sé að stýra kostnaðarþátttöku sjúklinga. Ann- ars staðar á Norðurlöndum sé gjarn- an miðað við að kostnaður sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu fari ekki yfir 15% heildarkostnaðar. Reynir segir að kostnaður sjúklinga hafi far- ið lækkandi m.a. vegna lækkunar eða niðurfellingar gjalda hjá heilsu- gæslunni. Læknar hafi nýlega byrj- að að innheimta komugjöld til að koma í veg fyrir að lenda í þroti eins og er að gerast í Domus Medica. „Ég tel að þetta sé bein afleiðing af þeirri stefnu sem ríkisstjórnin hefur rekið. Það er á ábyrgð ríkis- stjórnarinnar allrar, en ekki bara heilbrigðisráðherra, hvernig komið er,“ sagði Reynir. Á ábyrgð ríkisstjórnarinnar allrar - Formaður Læknafélags Íslands segir lokun Domus Medica „skelfileg tíðindi“ - Afleiðing af stefnu ríkisstjórnarinnar - Sérfræðilæknum erlendis hugnast ekki að flytja heim við núverandi aðstæður Reynir Arngrímsson Gönguleið upp á hinn svokallaða Gónhól fór undir hraun í gær- morgun. Frá Gónhóli er gott út- sýni yfir eldgosið í Geldingadölum og hafa ófáir landsmenn lagt leið sína þangað undanfarið. Nú er það ekki hægt lengur þar sem hraun hefur umkringt hólinn. Upplýsingar um hraunflæðið bárust lögreglu rétt fyrir klukkan 9 í gærmorgun. Rögnvaldur Ólafs- son, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir rennsli hraunsins hafa verið viðbúið en lögreglan lokaði svæðinu fyrir nokkrum dögum af öryggis- ástæðum. „Hraunið var komið upp fyrir hæðina á skarðinu þannig að það var bara tímaspursmál hvenær það myndi byrja að renna þarna yfir,“ segir Rögnvaldur. Ekki er vitað til þess að neinn hafi lent í hættu á svæðinu enda var vont veður í gær og fáir á ferli. Lögreglan mun þó halda áfram að meta aðstæður og öryggi fólks við eldgosið. Morgunblaðið fékk þær upplýs- ingar í gærkvöldi að staða mála væri óbreytt. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hraun flæddi yfir gönguleið að Gónhóli Útsýnishóllinn umkringdur hrauni Um tvö þúsund manns greiddu at- kvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík í gær. Prófkjörið stendur yfir í tvo daga, í gær og í dag. Nokkur fjöldi hafði áður greitt atkvæði utan kjörfundar. Heild- arfjöldi atkvæða var því 3.700 eftir gærdaginn. Í síðasta prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík haustið 2016 greiddu alls 3.430 atkvæði. Því er þegar ljóst að kjörsókn verður meiri í prófkjörinu í ár en árið 2016. Mikil stemning í gær Kristín Edwald, formaður kjör- stjórnar, sagði kosningarnar hafa farið vel fram í gær. Mikil stemning hefði verið meðal flokksmanna. Hún gerir ráð fyrir að fyrstu tölur berist um kvöldmatarleytið í dag. Kjörstaðir verða opnir frá kl. 10 til 18 í dag en atkvæðisrétt hafa allir flokksbundnir sjálfstæðismenn í Reykjavík. Þrettán frambjóðendur taka þátt í prófkjörinu. Allir sitjandi þingmenn flokksins gefa kost á sér á ný en tæpur helmingur frambjóð- enda hefur ekki setið á þingi áður. Ráðherrar takast á Guðlaugur Þór Þórðarson, utan- ríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra takast á um fyrsta sætið í prófkjörinu. Prófkjörið er sameiginlegt fyrir Reykjavík- urkjördæmi norður og suður. Þeir frambjóðendur sem lenda í tveimur efstu sætunum verða því oddvitar flokksins hvor í sínu Reykjavík- urkjördæminu. Í síðasta prófkjöri flokksins árið 2016 varð Ólöf heitin Nordal í efsta sæti, Guðlaugur Þór í öðru sæti, Brynjar Níelsson í því þriðja og Áslaug Arna lenti í fjórða sæti. esther@mbl.is Tvö þúsund kusu í gær - Kjörsókn í prófkjöri Sjálfstæðisflokks meiri en árið 2016 Morgunblaðið/Árni Sæberg Valhöll Um 2.000 manns kusu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.