Morgunblaðið - 05.06.2021, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.06.2021, Blaðsíða 12
Lífið á eyrinni er yfiskrift dagskrár í Árbæjarsafni á morgun, sjó- mannadaginn, frá kl. 13-16. Í tilefni dagsins býðst gestum að kynnast verkum tengdum sjósókn sem unnin voru í landi hér á árum áður, eins og netagerð og saltfiskverkun þar sem saltfiskur er vaskaður og þurrkaður upp á gamla mátann. Eins geta gestir skoðað heimili tómthúsmanna, en hús þeirra sem unnu við sjávarútveg og höfðu ekki afnot af jörð kölluðust tómthús. Í Árbæjarsafni eru tveir steinbæir tómthúsmanna, Nýlenda og Hábær. Í haga er að finna kindur og lömb og í Dillonshúsi verður heitt á könnunni og heimilislegar veitingar, eins og segir í fréttatilkynningu frá Árbæj- arsafni. Ókeypis aðgangur er fyrir börn og öryrkja. Lífið á eyrinni á sjómannadeginum Gömul handtök í hávegum í Árbæjarsafni kringum sjósókn Ljósmyndir/Guðrún Helga Stefánsdóttir Sjómannadagur Sérstök dagskrá verður í Árbæjarsafni á morgun. Saltfiskur Þurrkað á gamla mátann. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2021 Opið mán - fim 8:30 – 17:00, fös 8:30 – 16:15 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is HEILDARLAUSNIR FYRIR HÓTEL OG VEITINGAHÚS Hafðu samband í síma 580 3900. Sölufólk okkar aðstoðar þig við að finna réttu lausnina fyrir þinn rekstur. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þ etta er í fimmta sinn sem hátíðin er haldin á Blönduósi, en henni var aflýst í fyrra vegna Co- vid. Hátíðin er staðbundin á Blönduósi því hér var þessu start- að á sínum tíma, hún Jóhanna Pálmadóttir sá um það, hún er fumkvöðullinn en nú sér Textíl- miðstöð Íslands um hátíðina,“ seg- ir Svanhildur Pálsdóttir, viðburða- og markaðsstjóri Textílmiðstöðvar Íslands, og á þar við prjónahátíð- ina Prjónagleði sem verður þar næstu helgi, dagana 11. til 13. júní. Þar verður mikið um dýrðir, fjöl- breytt námskeið, fyrirlestrar og prjónatengdir viðburðir. „Við lögðum okkur fram um að hafa hátíðina sérlega spennandi núna og við viljum gjarnan ná til stærri markhóps. Prjónafólk þarf að mæta og vera með svo hátíðin haldi lífi, og þá þurfum við að bjóða upp á ýmislegt sem freist- ar,“ segir Svanhildur og bætir við að meðal þess sem er í boði sé prjónaganga, hekl fyrir örvhenta, prjónamessa, prjón og heilsa, aft- urábakprjón og ótal margt fleira. „Í prjónagöngunni gengur fólk prjónandi með hnykilinn í úlpuvasanum eða veskinu, en ekki í svuntuvasanum eins og áður fyrr. Á slíkri göngu er gott að prjóna eitthvað einfalt sem krefst þess ekki að rýnt sé í prjónaskapinn. Gangan er greið og er eftir göngu- stígum þar sem ekki er von á þúf- um eða ójöfnum, fólki ætti því að vera óhætt að gjóa augum á prjón- lesið öðru hverju á göngunni.“ Svanhildur segir að í prjóna- messunni sé kirkjugestum boðið að koma með prjónana sína til messu. „Þetta er ný nálgun á því að fara til kirkju, að gestir geti hlýtt á messuna með prjóna í höndum. Svo er aldrei að vita nema séra Úrsúla Árnadóttir komi í ræðu sinni eitthvað inn á prjónaskap, en hún greip þessa hugmynd á lofti að hafa prjónamessu.“ Einn fyrirlesturinn heitir prjón og heilsa, því ýmislegt þarf að hafa í huga til að prjónafólk verði ekki undirlagt af vöðvabólgu. „Prjónafólk þarf að hugsa um stöður og stellingar og gera æfing- ar inn á milli, forðast það að prjóna tímunum saman án þess að standa upp og hreyfa sig. Ég hlakka til að heyra þann fyrir- lestur, því ég á það einmitt til að gleyma mér í prjónaskapnum.“ Ullarbændum fjölgar hér Svanhildur segir að ekki verði einungis boðið upp á námskeið í prjónaskap, fólk geti t.d. líka lært að hekla og gimba. „Að gimba er ákveðin tegund af hekli þar sem fólk notar sér- stakan gimbugaffal og vefur um hann bandi með ákveðnum hætti. Afraksturinn er mjög loftkenndur og léttur,“ segir Svanhildur og bætir við að garntorg sé vinsæll viðburður á Prjónagleðinni. „Þetta er garnmarkaður og þar ætla um tuttugu aðilar að vera með sölubása, selja garn og alls konar prjónadót sem við prjónarar getum ekki lifað án. Fyrst og fremst verður íslenskt ullargarn sem spunnið er í smáspunaverk- smiðjum, en nú eru margir bænd- ur hérlendis orðnir ullarbændur. Slíkir bændur fara með ullina af sínum kindum og láta spinna fyrir sig í band. Nú eru komnar tvær smáspunaverksmiðjur hér á landi; Uppspuni sem er á Suðurlandi en hin er hér fyrir norðan í Öxarfirði og heitir Gilhagi. Þetta gefur sauð- fjárbændum frábært tækifæri til að láta spinna úr sínum ullar- reyfum og framleiða þannig sitt eigið ullarband. Mér finnst þetta stórkostlegt og ótrúleg breyting og framför, fólk getur þá keypt ullarband af til dæmis henni Móru eða Surtlu. Margir eru að leika sér með að lita ullarbandið með jurta- litum og öðrum litum og nýjar víddir opnast með þessu í íslensku ullinni. Garnið frá smáspunaverk- smiðjunum hefur aðra eiginleika en annað band, því þá er tog og þel unnið hvort í sínu lagi og ekki eins mikill þvottur á ullinni,“ segir Svanhildur og bætir við að margar konur flytji líka inn mohair- og merinóull sem þær svo handlita sjálfar. „Það er mikil aukning í því og margar þeirra verða með okkur á garntorginu. Á torginu verður líka minnsta og sætasta prjónabóka- búðin á landinu og allt mögulegt fleira.“ Á laugardeginum klukkan tvö verða afhent verðlaun í hönnunar- og prjónasamkeppni sem sett var af stað í nóvember og skilafrestur var til fyrsta maí. „Verkefnið var að hanna og prjóna vesti og nota áferð úr ís- lenskri náttúru sem innblástur. Við fengum tuttugu mjög áhuga- verð vesti í keppnina.“ Stór samfélög prjónara Svanhildur segist prjóna mik- ið enda finnst henni það mjög gaman. „Þetta hefur komið í bylgjum, ég var í eigin atvinnurekstri í tólf ár og þá lyfti ég varla prjónunum. Ég átti og rak hótel Varmahlíð og þá var ekki hugarpláss til að sinna prjónaskapnum, en ég hef bætt það margfalt upp síðan. Ég er menntaður textílkennari og hef alltaf haft sterkar taugar til textíls og prjónaskapar. Ég prjónaði rosalega mikið þegar ég var ung- lingur og framan af ævinni. Mér finnst dásamlegt að vera komin í þetta aftur og finnst ég ótrúlega heppin að vera í starfi þar sem ég get talað um prjónaskap og undir- búið prjónahátíð. Þetta er drauma- starf, enginn kippir sér upp við það þótt ég kippi prjónunum með í vinnuna.“ Svanhildur segir mjög hafa aukist í prjónaheiminum að fólk búi til prjónapodköst eða hlaðvörp. „Mjög mikið er horft og hlust- að á þetta og þarna eru ungir prjónarar alveg á fullu, en slík hlaðvörp er hægt að nálgast á Youtube, á Instagram og á fésbók- arhópum. Til eru stór samfélög prjónara, bæði hér heima og er- lendis, og þarna fær fólk sína hvatningu og útrás fyrir spjall og félagsskap, sérstaklega í Covid þegar margir hafa farið lítið út úr húsi. Ég ásamt tveimur prjóna- vinkonum mínum, Laufeyju Har- aldsdóttur og Írisi Olgu Lúðvíks- dóttur, er með vídeóhlaðvarp á YouTube sem heitir Band og bæk- ur. Við höfum tekið upp nokkra þætti í vetur okkur til skemmt- unar.“ Má bjóða þér norður að prjóna? Um næstu helgi verður Prjónagleði haldin með pomp og prakt á Blönduósi. Þar verða í boði fjöl- breytt námskeið, fyrirlestrar og prjónatengdir við- burðir. Svanhildur Pálsdóttir sér um undirbúning en sjálf prjónar hún öllum stundum, líka í vinnunni. Svanhildur „Mér finnst ég ótrúlega heppin að vera í starfi þar sem ég get tekið með mér prjónana, talað um prjónaskap og undirbúið prjónahátíð.“ Skráning og nánar um Prjóna- gleðina á www.textilmidstod.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.