Morgunblaðið - 05.06.2021, Side 18
STANGVEIÐI
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
„Það kæmi mér á óvart ef Guðni
verður ekki búinn að setja í lax fyrir
klukkan níu,“ sagði Einar Sigfússon,
staðarhaldari við Norðurá, við blaða-
mann um áttaleytið í gærmorgun
þar sem hann gekk ásamt gesti sín-
um, Guðna Ágústssyni fyrrverandi
ráðherra, niður að veiðistöðunum
kunnu neðan við Laxfoss. Guðna
hafði verið boðið að hefja veiðar á
Brotinu við opnun árinnar og Einar
hafði mikla trú á honum þótt Guðni
hefði bætt við að hann hefði aldrei
veitt lax á flugu. „Ég hef þó veitt á
stöng, á maðk, og er næstmesti neta-
veiðimaður í heimi, á eftir Jesú
Kristi sem veiddi í Genesaretvatni,“
sagði Guðni glaðhlakkalegur.
Þorsteinn Stefánsson, yfirleið-
sögumaður við Norðurá, tók að sér
að vaða út í ána með gestinum og
segja honum til við kastið og hvar
laxinn myndi liggja. Undir var hits-
túpa, Haugur, með krók númer 14.
Aðstæður við Norðurá voru í gær
eins og best verður á kosið; gott vatn
og 13 stiga hiti. Talsvert er um liðið
síðan fyrst sást til laxa í ánni og taldi
Einar að þeir fyrstu hefðu þegar
gengið upp fyrir Laxfoss. En Guðna
gekk vel að kasta og þegar flugan
nálgaðist brotið þá reis lax fyrst við
henni. Þorsteinn leiðsögumaður gaf
gestum á bakkanum merki um það,
lét Guðna taka hálft skref áfram og
kasta aftur – þegar flugan skar
strenginn aðeins neðar en í fyrra
kasti renndi laxinn sér á hana, Guðni
reisti stöngina og tók að þreyta
hann. Það tók sinn tíma, enda sýni-
lega um sterkan stórlax að ræða sem
þumbaðist en stökk aldrei. Á meðan
bárust þau boð að fyrsta laxi sum-
arsins í ánni hefði verið landað neðar
við ána, við Stokkhylsbrotið; þar
hefði 82 cm lax tekið flugu Ingvars
Svendsens.
„Þetta er hin mesta dýrð“
Einar og Þorsteinn aðstoðuðu
Guðna í glímunni við fyrsta flugulax
hans og gekk vel að háfa hnausþykk-
an og kviðsíðan hæng sem mældur
var 87 cm langur.
„Nú er ég eins og ljósmóðir,“ sagði
Guðni kampakátur þegar Þorsteinn
setti hænginn stóra í fangið á honum
til að hægt væri að mynda þá saman,
áður en laxinum var sleppt aftur út í
strauminn. „Þetta var alveg dásam-
legt – og fiskurinn var kominn á land
fyrir klukkan níu, alveg eins og Ein-
ar spáði,“ bætti Guðni við þar sem
hann stóð enn úti í ánni.
Í samtali þegar hann var kominn
upp á bakkann hnykkti Guðni á
þeirri hugsun sinni að hann hafi ver-
ið eins og ljósmóðir „að taka á móti
dýrlegum einstaklingi sem maður
hefur þráð að fá í fangið!
Þetta er hin íslenska náttúra,
þetta er hin mesta dýrð,“ sagði hann
svo og horfði á fallegt umhverfið við
Laxfoss.
„Steingrímur Hermannsson sagði
gjarnan: Ég fer með gesti mína út í
veiðiárnar, ekki að hella þá fulla á
Hótel Borg. Enda koma þeir aftur og
aftur og elska Ísland á eftir. Þetta er
auðlind sem við eigum og er ein sú
dýrmætasta í heiminum,“ sagði hann
um veiðiárnar.
„Ég hef veitt, bæði á stöng og ver-
ið þekktur netaveiðimaður í Hvítá.
Fyrir tengdaföður minn, Hauk
Gíslason á Stóru-Reykjum, veiddi ég
fimmtán sumur í net, stundum 50 til
80 laxa á dag. Ég býst nú ekki við
þannig afla í dag enda er það ekki
það sem skiptir máli. Það er lífið, að
vera við ána úti í náttúrunni, að njóta
þess að sjá þennan frjálsa fisk. Þetta
var stór fiskur, 87 cm – 14 pund! Ég
svitnaði – mest af spennu, ekki af
þreytu.
Þorsteini Stefánssyni þakka ég
innilega fyrir aðstoðina.“
Fyrsti í Borgarfirði úr Skugga
Fyrsti laxinn sem kom á land í
Borgarfirði í sumar kom ekki úr
Norðurá heldur veiddi Nuno Alex-
andre Bentim Servo hann á veiði-
svæðinu Skugga í fyrradag, þar sem
Grímsá sameinast Hvítá. Var það
smálax, 64 cm, sem Nuno sagði í
samtali við Sporðaköst á Mbl.is að
hefði verið „mjög þykkur og flottur.
Ég fékk fyrst smá tog og þá beið ég
nokkra stund og kastaði aftur og þá
negldi hann litla kvarttommu
Snældu.“ Nuno og félagar sáu fleiri
laxa í Skugga en þeir tóku ekki.
„Það er saga á bak við þennan
fisk,“ bætti hann við. „Ég átti kött
sem hét Snælda og hann dó í vetur.
Ég ákvað í minningu hans að veiða
bara á Snældu í þessum veiðitúr og
það reyndist svona líka vel.“
Einar hættir með Norðurá
Það spurðist við Norðurá í gær-
morgun að breytingar væru í far-
vatninu hvað varðar umsýslu árinnar
en Einar Sigfússon, sem hefur ann-
ast sölu leyfa og verið staðarhaldari
við ána frá 2013, hefur ákveðið að
hætta eftir sumarið.
„Það var aðalfundur hjá okkur í
veiðifélaginu í gær og þá þar þetta
kynnt, að Einar hefði sagt samn-
ingnum upp og okkar samstarfi lýk-
ur í haust,“ sagði Guðrún Sigfúsdótt-
ir frá Glitstöðum, formaður veiði-
félagsins. „Samþykkt var á
fundinum að leita eftir samstarfi við
aðila að koma að rekstri árinnar með
okkur á svipuðum nótum og Einar
hefur verið.“
Guðrún bætti við að landeigendur
hefðu verið ánægðir með fyrirkomu-
lagið við ána síðustu ár og samstarfið
við Einar. „Það hefur verið mikil fag-
mennska í öllum hans störfum hér,“
sagði hún.
Morgunblaðið/Einar Falur
Glaðhlakkalegir Guðni Ágústsson hampar hér laxinum stóra, 87 cm löngum, og nýtur aðstoðar Þorsteins Stef-
ánssonar leiðsögumanns við Norðurá. Þetta var fyrsti flugulax Guðna sem var gestur við opnun Norðurár.
„Ég svitnaði – mest af
spennu, ekki af þreytu“
- Fyrsti flugulax Guðna Ágústssonar, úr Norðurá, var 87 cm
Þreyttur Laxinn hefur tekið fluguna hjá Guðna og þeir togast hér á.
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2021
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Bílar á lager
Sími 4 80 80 80
Litur: Svartur/Dark Ash Walnut að innan (einnig til svartur).10 gíra
skipting, auto track millikassi, multipro opnun á afturhlera, flott-
asta myndavélakerfið á markaðnum ásamt mörgu fleirra. Samlit-
aðir brettakantar, heithúðaður pallur með gúmmimottu, sóllúga.
VERÐ
13.580.000 m.vsk
2021 GMC Denali Ultimate 2500
Litur: White Frost/Dark Ash Walnut að innan. 10 gíra skipting,
auto track millikassi, multipro opnun á afturhlera, flottasta
myndavélakerfið á markaðnum ásamt mörgu fleirra. Samlitaðir
brettakantar, heithúðaður pallur með gúmmimottu, sóllúga.
VERÐ
13.680.000 m.vsk
2021 GMC Denali Ultimate 2500
Tvöfalt fleiri keppendur en í fyrra
skráðu sig til leiks í lengsta og fjöl-
mennasta utanvegahlaup á Íslandi,
Salomon Hengil Ultra í Hveragerði.
Hlaupið hófst í gær með rúmlega
1.300 keppendum. Það er metfjöldi í
skráningu en loka þurfti henni í
apríl vegna aðsóknar. Þetta er tí-
unda skiptið sem hlaupið fer fram.
Hlaupið er í sex mismunandi
vegalengdum. Í ár er í fyrsta skipti
keppt í svokölluðu 100 mílna hlaupi
þar sem keppendur hlaupa 161 km
hlaup. 20 Íslendingar voru skráðir
til leiks í því og lögðu þeir af stað kl.
14 í gær. Í gærkvöldi var einnig
ræst í 106 km hlaupaleiðinni þar
sem 60 höfðu skráð sig. Í dag verða
svo m.a. hlaupnir 53 km, 10 km og 5
km.
Þegar keppendur koma í mark
tekur á móti þeim grill og gleði.
Hlaupið er hluti af Víkingamótaröð-
inni en henni tilheyra líka KIA
Gullhringurinn, sem hjólaður er á
Suðurlandi, og Eldslóðin utanvega-
hlaup og Landsnet MTB-fjalla-
hjólakeppni, sem hvort tveggja fer
fram í Heiðmörkinni við borgar-
mörkin.
Hlaupa 161 kíló-
metra utanvega
- 1.300 keppendur skráðu sig í hlaupin
Ræsing Hlauparar í 161 km vegalengd voru ræstir út í Hveragerði í gær.
Ljósmynd/Mummi Lú