Morgunblaðið - 05.06.2021, Side 23
FRÉTTIR 23Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2021
Engar sannanir fyrir geimverum
- Uppruni óútskýrðra loftfara enn á huldu - Óttast að Rússar og Kínverjar hafi náð forskoti í ofurhraða
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Engin sönnunargögn eru fyrir því að óútskýrð
loftför sem bandarískir herflugmenn hafa rek-
ist á í síauknum mæli tengist lífi á öðrum hnött-
um. Svo segir í nýrri skýrslu bandarískra
stjórnvalda, sem kynnt verður fyrir Banda-
ríkjaþingi í þessum mánuði. Engu að síður við-
urkenna höfundar skýrslunnar að í mörgum til-
fellum sé ekki hægt að útskýra hin dularfullu
loftför og fluggetu þeirra.
Bandaríska dagblaðið New York Times
greindi í fyrrinótt frá niðurstöðum skýrslunnar
og byggði frétt sína á frásögnum háttsettra
embættismanna sem hafa fengið að kynna sér
efni hennar. Skýrslan nær til rúmlega 120 at-
vika sem flugmenn á vegum herafla Bandaríkj-
anna, jafnt í landher, flota og flugher, hafa til-
kynnt á undanförnum tveimur áratugum eða
svo, en að auki voru könnuð nokkur tilfelli um
óútskýrð loftför sem aðrar þjóðir hafa tilkynnt.
Hið eina sem er staðfest í skýrslunni er að í
meirihluta þessara tilfella var ekki um að ræða
loftför á vegum Bandaríkjahers eða háleyni-
lega tækni á vegum leynistofnana Bandaríkj-
anna.
Þá segja skýrsluhöfundar að í mörgum til-
fellum sé ekki hægt að útskýra þær dularfullu
hreyfingar sem loftförin sýni af sér, en þau
virðast geta hraðað sér á óvenjulegan hátt,
skipt óvænt um stefnu og jafnvel farið á kaf
neðansjávar.
Heimildarmenn New York Times sögðu því
að vegna skorts á skýrum niðurstöðum væri
heldur ekki hægt að útiloka að loftförin kæmu
frá öðrum reikistjörnum.
Rússar og Kínverjar á ferðinni?
Háttsettur embættismaður innan njósna-
stofnana Bandaríkjanna sagði hins vegar að
þeir vissu að tæknin væri ekki upprunnin á
Vesturlöndum. Það væru því áhyggjur um að
Rússar og Kínverjar væru að prófa sig áfram
með flugför sem gætu ferðast á ofurhraða, það
er fimmföldum hraða hljóðsins eða meira.
Er talið líklegt að í einhverjum af þeim til-
fellum sem fjallað er um í skýrslunni hafi verið
um að ræða tilraunastarfsemi á vegum Rússa
eða Kínverja, en Rússar hafa sett mikið púður í
rannsóknir á ofurhraða, í þeirri von að með
honum megi yfirvinna fyrirhuguð eld-
flaugavarnarkerfi Bandaríkjamanna. Þá hafa
Kínverjar einnig þróað slík vopn, og jafnvel
haft þau til sýnis á hersýningum sínum.
Hins vegar sögðu embættismennirnir einnig
við New York Times, að ef um væri að ræða
Rússa og Kínverja benti það til að þær þjóðir
hefðu náð umtalsverðu forskoti á tækniþróun
Bandaríkjahers.
Lokaður viðauki vekur spurningar
Í skýrslunni verður viðauki, þar sem fram
koma upplýsingar sem áfram verða duldar fyr-
ir almenningi. Viðmælendur New York Times
viðurkenndu að það myndi líklega ýta undir
samsæriskenningar um að stjórnvöld væru að
fela tilvist geimvera. Tóku þeir hins vegar fram
að í viðaukanum væru engin frekari sönn-
unargögn af eða á um slíkt.
Furðuhlutir Bandarískir herflugmenn hafa náð nokkrum myndböndum af hinum óútskýrðu
loftförum á síðustu tveimur áratugum. Enn hefur hins vegar engin skýring fengist á þeim.
AFP
Vladimir Pútín Rússlandsforseti
sagðist í gær vonast eftir að geta
bætt erfið tengsl á milli Bandaríkj-
anna og Rússlands. Pútín og Joe
Biden, forseti Bandaríkjanna,
munu hittast á leiðtogafundi síðar í
mánuðinum en þetta er í fyrsta sinn
sem þeir funda.
Fundurinn mun fara fram í Genf
í Sviss 16. júní en samband land-
anna tveggja hefur einkennst í
mörg ár af mikilli spennu. „Við
þurfum að finna leiðir til þess að
koma reglu á þessi samskipti,“
sagði Pútín á alþjóðlegri efnahags-
ráðstefnu í Sankti-Pétursborg og
bætti við að tengsl ríkjanna væru
nú á „lágu stigi“.
Vill ná fram stöðugleika
Pútín sagði að á fundinum yrði
rætt um stefnumótun til þess að ná
fram stöðugleika og um lausn al-
þjóðlegra átaka.„Rússland á ekki í
neinum ágreiningi við Bandaríkin,“
sagði Pútín. „Þeir hafa aðeins einn
ágreining við okkur; þeir vilja halda
aftur af þróun Rússlands, þeir tala
um það opinberlega.“ urdur@mbl.is
Vill bætt tengsl við Bandaríkin
- Pútín og Biden funda í fyrsta skipti í júní - „Við þurfum
að finna leiðir til þess að koma reglu á þessi samskipti“
AFP
Ræða Pútín talaði um bætt tengsl við Bandaríkin á efnahagsráðstefnu.
Sjónvarpsútsend-
ing af hvítrúss-
neska blaða-
manninum
Roman Protase-
vich hefur verið
gagnrýnd víða
um veröld.
Í útsending-
unni, sem birtist í
fyrradag, sést
Protasevich tár-
votur hrósa forseta landsins, Alex-
ander Lukashenko, og viðurkenndi
hann jafnframt að hafa reynt að
steypa forsetanum af stóli með því
að skipuleggja mótmæli gegn ríkis-
stjórninni. Protasevich var handtek-
inn í Minsk í maí.
Fjölskylda Protasevich segir að
hann hafi verið neyddur til játn-
ingar. Greinileg för séu eftir hand-
járn á úlniðum Protasevich og hann
hafi verið pyntaður. Faðir hans segir
það hafa verið kvalræði að horfa á
viðtalið og sonur sinn hefði aldrei
sagt hluti sem þessa ótilneyddur.
Neyddur
til þess að
játa brotin
Roman
Protasevich
- Viðtalið hefur
verið gagnrýnt
Fjármálaráðherrar sjö helstu iðn-
ríkja heims funduðu í gær í Lund-
únum og ræddu þar meðal annars
hugmyndir Bandaríkjastjórnar um
að taka upp samræmt skatthlutfall á
fyrirtæki, þannig að þau myndu
hvergi greiða minna en 15% af
tekjum sínum í skatta.
Fundinum var ætlað að undirbúa
jarðveginn fyrir leiðtogafund sömu
ríkja, sem á að fara fram í Cornwall-
héraði Englands 11. júní næstkom-
andi, en það verður jafnframt fyrsta
utanlandsferð Joes Biden Banda-
ríkjaforseta í embætti.
Hugmyndum Bidens um lág-
marksskatthlutfall fyrirtækja er
einkum beint að fjölþjóða-
fyrirtækjum í tækniiðandi til að
koma í veg fyrir að þau nýti sér mis-
munandi skattkerfi ríkja til þess að
hámarka hagnað sinn. Þá munu ráð-
herrarnir einnig ræða „stafræna
skatta“, sem geti heimilað ríkjum að
skattleggja hagnað slíkra fyrirtækja
þótt þau séu með höfuðstöðvar sínar
í öðru ríki.
Rishi Sunak, fjármálaráðherra
Bretlands, sagði ljóst að í flóknu al-
þjóðlegu og stafrænu hagkerfi væri
ekki lengur hægt að reiða sig á
skattakerfi sem var að miklu leyti
hannað á þriðja áratug 20. aldar.
Sagðist hann vona að ráðherrarnir
gætu nýtt fundi sína næstu daga til
þess að ná árangri.
Þá hyggjast ráðherrarnir einnig
ræða hvers konar regluverk eigi að
gilda um stafræna mynt á borð við
bitcoin. sgs@mbl.is
Færast nær skatta-
hugmyndum Bidens
- Fjármálaráðherrar G7 á fundi
Lögreglan í Hong Kong lokaði í gær Viktoríu-
garðinum svonefnda, en hann hefur í gegnum
tíðina verið notaður til að minnast atburðanna á
Torgi hins himneska friðar árið 1989, þegar kín-
verskar hersveitir börðu á bak aftur friðsamleg
mótmæli í Peking.
Allar minningarathafnir um atburðina hafa nú
verið bannaðar í Hong Kong, og var leitað á öll-
um sem hugðust leggja leið sína í garðinn. Engu
að síður mátti sjá marga íbúa borgarinnar
kveikja á kertum eða sýna samstöðu með fórn-
arlömbum með öðrum hætti.
Lokað fyrir hefðbundin mótmæli í Hong Kong
AFP