Morgunblaðið - 05.06.2021, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 05.06.2021, Qupperneq 25
Eggert Villtar Erlendir ferðamenn sjást nú í meira mæli en áður á götum úti. Þá er vissara að rata um bæinn og vissara að fletta upp í símanum hvert skal fara. 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2021 Siglingar og sjó- mennska hafa alla tíð verið okkur Íslend- ingum grundvöllur bú- setu á landinu. Skipið er og var þar til á síð- ustu öld eina sam- skiptatækið við um- heiminn. Sjómenn gegndu mikilvægu efnahagslegu hlutverki frá örófa tíð og bægðu að auki hungurvofunni frá þegar hamfarir dundu yfir. Til þess að heiðra þetta dugnaðarfólk var í lögum kveðið á um að fyrsti sunnudagur júnímánaðar ár hvert skuli vera almennur frídagur sjó- manna og hefur hann verið haldinn árlega frá 6. júní 1938. Alla tíð síð- an hefur sjómannadagurinn verið merkisatburður í menningu sjávar- byggða. Það er því ærið tilefni til þess að senda öllum sjómönnum góðar kveðjur frá ráðuneyti sigl- ingamála á þessum degi. Það sem af er þessari öld hefur atvinnulíf okkar tekið stakkaskipt- um og er orðið mun fjölbreyttara en það breytir því ekki að störf sjó- manna eru og verða okkur Íslend- ingum mikilvæg. Hluti af nýrri auð- legð tengist ekki síst afurðum frá fiskveiðum sem áður var fleygt en færa nú gull í byggðir og nýja at- vinnumöguleika fyrir ungt og vel menntað fólk. Nægir þar að nefna líftækniiðnaðinn sem nýtir slóg og roð í lyf, matvæli og snyrti- vörur. Með slíkri þró- un eykst enn mik- ilvægi þeirra sem sækja í þjóðarauð- lindina, fiskinn í hafinu og skapa forsendur fyrir blómlegar byggð- ir um land allt. Í starfi mínu sem ráðherra hafa siglinga- mál verið afar mikilvæg. Þannig liggja fyrir Alþingi frumvörp að nýjum lögum um skip sem og nýj- um lögum um áhafnir. Ekki má gleyma að við höfum gerst aðilar að og innleitt alþjóðlegar reglur um réttindi og öryggi áhafna flutn- ingaskipa. Í fáum starfsgreinum eru konur jafn fáar og í siglingum. Það hefur á undanförnum árum verið sérstök áhersla á að vekja at- hygli ungra kvenna á siglingum og sjómennsku sem atvinnu. Þar er vígi að vinna og verðugt að minnast þess að meirihluta Íslandssögunnar sóttu konur sjóinn ekki síður en karlar. Öryggismál sjófarenda eru mér hugleikin. Sjósókn er enn undir- stöðuatvinnugrein í þorpum og bæj- um á landsbyggðinni. Það skiptir sköpum í litlum samfélögum að ör- yggi sjómanna sé sem best. Miklar framfarir hafa orðið í slysavörnum á sjó, ekki síst með tilkomu örygg- isáætlunar sjófarenda. Á síðustu ár- um hefur enginn farist á sjó, sem er gríðarleg framför, og slysum fækkað. Þessi árangur hefur vakið athygli víða um heim. Fyrir honum eru margar ástæður en mig langar sérstaklega að draga fram ómet- anlegt framlag Landsbjargar og Slysavarnaskóla sjómanna sem starfræktur er um borð í Sæbjörg. Rannsóknanefnd samgönguslysa hefur heldur ekki látið sitt eftir liggja í að leggja til úrbætur í öryggisátt sem oft hafa orðið grunnur að aukinni öryggisvitund sjómanna og útgerða. Ekki má heldur gleyma vaktstöð siglinga og Landhelgisgæslu sem ávallt standa vaktina og gæta sjófarenda. Þá vil ég minnast á hagsmunasamtök sjó- farenda sem öll gegna mikilvægu hlutverki við að uppfræða sitt fólk. Miklar umbætur hafa einnig orðið á upplýsingakerfum til sjófarenda sem Vegagerðin heldur utan um og þróar. Veðurspár hafa verið efldar og upplýsingar um veður og sjólag, sjávarföll og ölduspá eru sífellt uppfærðar og aðgengilegar sjófar- endum um fjarskiptakerfi nánast hvar sem er við strendur landsins og á hafi úti. Með þessum góðu kerfum tryggjum við siglingaöryggi eins og best verður á kosið. Í dag er enn eitt framfaraskrefið stigið en þá mun rannsóknanefnd samgönguslysa veita móttöku slysa- og atvikaskráningarkerfinu „Atvik Sjómenn“ að gjöf frá VÍS en með því verður þetta góða kerfi opið öll- um sjómönnum og útgerðum lands- ins sem vonandi auðveldar innleið- ingu öryggisstjórnunar um borð í íslenskum fiskiskipum. Þess má geta að grunnur að öryggishandbók fyrir fiskiskip hefur verið unninn á vegum fagráðs um siglingamál, siglingaráðs, og er aðgengilegur öll- um. Þá vil ég vekja athygli á styrkjum til hugvitsmanna með það markmið að þróa og auka öryggi sjófarenda en þeir eru nú lausir til umsóknar. Á undanförnum árum hafa orðið miklar breytingar á umhverfi sigl- inga við landið. Komum farþega- skipa hefur fjölgað gríðarlega og fiskeldi og námavinnsla í hafi auk- ist, sem ásamt fleiri nýjungum gera aðrar kröfur til hafnaraðstöðu. Í þeirri samgönguáætlun sem nú er í vinnslu er því gert ráð fyrir auknu framlagi til hafna. Á tímum hraðra umhverfisbreytinga er ljóst að um- hverfið við strendur landsins mun breytast mikið á komandi árum. Með hækkandi sjávarstöðu aukast þarfir fyrir sjóvarnir og aðlögun mannvirkja. Samtímis hafa verið stigin skref til að auka siglinga- öryggi og siglingavernd, sem og réttindi áhafna í hverfulum heimi. Á sjómannadeginum er ástæða til þess að rifja upp allt það sem áunn- ist hefur í öryggismálum og minna sjómenn á að þeir eiga hauk í horni þar sem eru starfsmenn samgöngu- ráðuneytis og þeirra stofnana sem fara með siglingamál. Þá er sigl- ingaráð mikilvægur samstarfs- og samráðsvettvangur samtaka sjó- manna og annarra hagsmunaaðila við samgöngu- og sveitarstjórn- arráðuneytið og leggur ráðuneytið ríka áherslu á mikilvægi þess. Að lokum óska ég sjómönnum og samtökum þeirra og útvegsmanna farsældar í mikilvægum störfum í þágu sjómennsku og siglinga. Það er ávallt þörf á því að halda gangandi umræðunni um öryggis- mál sjómanna og halda áfram þeirri vinnu sem unnin er í þágu öryggis- ins. Ég óska öllum sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn. Eftir Sigurð Inga Jóhannsson » Sjósókn er enn und-irstöðuatvinnugrein í þorpum og bæjum á landsbyggðinni. Það skiptir sköpum í litlum samfélögum að öryggi sjómanna sé sem best. Sigurður Ingi Jóhannsson Höfundur er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Sjósókn – grunnur að velgengni þjóðar Síðdegis í dag lýk- ur prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík vegna al- þingiskosninganna í haust. Þar fá þús- undir flokksmanna tækifæri til að velja frambjóðendur í efstu sæti framboðslistanna í Reykjavíkurkjör- dæmunum með gegn- sæjum og lýðræðislegum hætti. Mikilvægt er að sem flestir sjálf- stæðismenn nýti sér þetta tæki- færi og taki þannig þátt í að stilla upp þeim hópi, sem leiða mun bar- áttu flokksins í kosningabarátt- unni og fær svo það hlutverk að fylgja eftir hugmyndum og grunn- gildum sjálfstæðisstefnunnar á Al- þingi á komandi kjörtímabili. Verkefnin fram undan eru mik- ilvæg. Við þurfum að tryggja skil- yrði þess að efnahags- og atvinnu- lífið nái sér aftur á strik eftir áföll undanfarinna missera. Við megum ekki sætta okkur við að tímabund- ið atvinnuleysi verði viðvarandi. Fyrirtæki og byggðarlög, sem harðast hafa orðið úti, þurfa að ná aftur vopnum sínum. Samhliða þarf að gæta þess að þær rík- isskuldir, sem safnast hafa upp í kreppunni, verði greiddar niður þannig að þær verði ekki langvarandi baggi á ríkissjóði. Endurreisn at- vinnulífsins, kröftugur hagvöxtur og aukning útflutningstekna er líka forsenda þess að við getum haldið áfram að byggja upp lífskjör al- mennings og þá þjónustu sem við viljum að hið opinbera veiti eða fjármagni. Þar er víða verk að vinna og þörf á endurbótum og uppbyggingu, en það er holur hljómur í loforðum um aukin rík- isútgjöld ef ekki er gætt að grunninum; þeirri verðmæta- sköpun í atvinnulífinu sem er nauðsynleg til að hægt sé að fjár- magna öll þessi mikilvægu verk- efni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þarna lykilhlutverki að gegna. Aðrir flokkar eru ekki líklegir til stórræðanna í þeim efnum. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur líka það hlutverk, umfram alla aðra, að tryggja þann pólitíska og stjórn- skipulega stöðugleika, sem nauð- synlegur er til að árangur náist. Það þarf ekki að fara langt aftur í tímann til að rifja upp hvernig tíð pólitísk upphlaup, ævintýra- mennska í stjórnarskrármálum og fálmkennd aðildarumsókn að ESB gerðu stjórnmálalífið og stjórn- kerfið vanbúið til að fást við brýn úrlausnarefni, sem snertu afkomu heimilanna og starfsskilyrði at- vinnulífsins. Reynslan sýnir okkur að þar er ýmis víti að varast. Sundurlyndir smáflokkar gera lít- ið gagn í þessum efnum. Ég er tilbúinn að taka þátt í þeirri baráttu sem fram undan er og óska eftir stuðningi reykvískra sjálfstæðismanna í 2. til 3. sæti í prófkjörinu. Eftir Birgi Ármannsson » Það er holur hljómur í loforðum um aukin ríkisútgjöld ef ekki er gætt að grunninum; verðmætasköpun í samfélaginu. Birgir Ármannsson Höfundur er formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Mikilvæg barátta fram undan Landhelgisgæslan gegnir afar mikil- vægu hlutverki við björgun á sjó og landi. Með þyrlum hennar hefur hundr- uðum mannslífa verið bjargað og þúsundum komið til hjálpar. Af augljósum ástæðum er hentugast að flug- floti Gæslunnar hafi aðstöðu í Reykjavík og sé gerður út þaðan, enda er Landspítalinn þar og flest björg- unarútköll í nágrenni höfuð- borgarsvæðisins. Flestir Íslendingar eru stoltir af Landhelgisgæslunni og þakklátir fyrir störf hennar. Höfuðstöðvar Gæslunnar eru í Reykjavík og eðlilegt er að borg- aryfirvöld veiti henni þar alla þá fyr- irgreiðslu sem hún þarf í þágu björg- unarstarfa hennar. Ánægjulegt er að björgunargeta Land- helgisgæslunnar skuli hafa aukist til muna eftir að þriðja þyrlan bættist við flugflota hennar í maímánuði. Er nú svo komið að flugskýli Gæslunnar rúmar ekki öll loftför hennar og augljóst að þar þarf að bæta úr með því að byggja nýtt skýli. Verður Gæslan rekin í Hvassahraun? Á sama tíma og landsmenn glöddust yfir því að ný þyrla bætt- ist í flota Landhelgisgæslunnar kom hins vegar enn og aftur í ljós að forystumenn vinstri meirihlut- ans í borgarstjórn Reykjavíkur vilja flæma rekstur björgunar- þyrlna Landhelgisgæslunnar úr borginni og í Hvassahraun. For- maður skipulagsráðs tekur vægast sagt fálega í óskir Gæslunnar um að hún fái leyfi til að reisa nýtt flugskýli á Reykjavíkurflugvelli svo hægt sé að hýsa öll loftför hennar. Veruleikafirring vinstrimanna Það er til marks um veruleika- firringu forystumanna vinstri meirihlutans í borgarstjórn að í stað þess að veita Landhelgisgæsl- unni sjálfsagða fyrirgreiðslu í Reykjavík vísa þeir Gæslunni á Hvassahraun þegar hún óskar eft- ir auknu rými undir björgunar- þyrlurnar. Áratugum saman hafa jarðvís- indamenn varað ráðamenn við því að velja nýjum flugvelli stað í Hvassahrauni vegna eldgos- ahættu. Atvinnuflugmenn hafa einnig um langa hríð varað við flugvelli í Hvassahrauni vegna lé- legra aðflugsskilyrða og svipti- vinda. Þrátt fyrir að ýmsar rannsóknir hafi verið gerðar á flugvallarstæði í Hvassahrauni með neikvæðri niðurstöðu er ætlunin að sóa hundruðum milljóna til viðbótar til enn frekari rannsókna þar. Yf- irstandandi eldsumbrot í nágrenni umrædds flugvallarstæðis og spár vísindamanna um að ný hrina eld- gosa sé hafin á Reykjanesskaga hafa ekki dregið úr vilja borg- arstjóra og formanns skipulags- ráðs til að nýr flugvöllur verði lagður í Hvassahrauni, sem a.m.k. myndi kosta hátt í hundrað millj- arða króna. Óverjandi er að skattfé sé áfram sóað í slíkt gæluverkefni, að því er virðist til að friða vinstri- menn, sem vilja flæma alla flugvallarstarfsemi úr Reykjavík sem fyrst. Hráskinnaleikur í Hvassahrauni Eftir Kjartan Magnússon Kjartan Magnússon » Áratugum saman hafa jarðvísinda- menn varað ráðamenn við því að velja nýjum flugvelli stað í Hvassa- hrauni vegna eldgosa- hættu. Höfundur óskar eftir 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sem fram fer 4.-5 júní.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.