Morgunblaðið - 05.06.2021, Page 28

Morgunblaðið - 05.06.2021, Page 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2021 Heimsfaraldurinn sem við erum nú loks farin að sjá fyrir end- ann á hefur verið gríðarleg þolraun fyr- ir íslenska heilbrigð- iskerfið og það ótrú- lega öfluga fólk sem þar starfar. Þrátt fyr- ir að þessi mikilvæga þjónusta hafi verið fjársvelt og starfs- fólkið búið við óhóflegt álag áður en faraldurinn skall á stóðst hún prófið og skilaði landsmönnum í gegnum faraldurinn betur en flestir þorðu að vona. Nú þegar við erum loksins farin að leyfa okkur að vona að það versta sé að baki hefst kunn- uglegur söngur þar sem kallað er eftir aukinni einkavæðingu í kerf- inu þannig að verkefni sem eiga best heima hjá opinberu heilbrigð- iskerfi verði færð til einkaaðila. Ákallið einkennist af pólitískum slagorðum sem eiga uppruna sinn í 40 ára gömlum kreddum Reag- ans og Thatcher um að hið op- inbera leysi ekki vandamál heldur sé vandamálið sjálft. Í gegnum ár- in hefur þekkingunni að sjálfsögðu fleygt fram og áhrif slíkrar stefnumótunar margrannsökuð. Niðurstaðan er skýr: félagsleg kerfi líkt og í heilbrigðisþjónustu tryggja best aðgengi að þjónustu, eru best til þess fallin að bæta lýðheilsu og fela í sér lægstan kostnað stjórnvalda og ein- staklinga. Efnahagsáföll af þeirri stærðar- gráðu sem við stöndum nú frammi fyrir leiða yfirleitt til aukins ójöfn- uðar. Þekkt er að í kjölfar slíkra áfalla sameinast þjóðir um þá af- dráttarlausu kröfu að gripið verði til að- gerða til að stuðla að jöfnuði. Í slíkri upp- byggingarvinnu hefur verið komið á fót mörgum af þeim fé- lagslegu kerfum sem við treystum á í dag. Í kjölfar síðustu kreppu gerðu stjórn- völd hins vegar þau afdrifaríku mistök að skera gríðarlega nið- ur í opinberri þjón- ustu þvert á vilja þjóðarinnar. Nú er því tímabært að hlýða kalli landsmanna með því að styrkja opinbera heilbrigðisþjónustu og auka þannig jöfnuð og velsæld sem aftur mun tryggja verðmæta- sköpun til framtíðar. Engin lausn að einkavæða Talsmenn einkavæðingarinnar benda gjarnan á að opinbera heil- brigðiskerfið sé komið að þol- mörkum á vissum sviðum. Ein birtingarmynd þess er óhófleg bið eftir aðgerðum sem auka lífsgæði til muna en teljast ekki lífs- nauðsynlegar. Þar er látið eins og það að fela einkaaðilum verkefnin sé einhvers konar töfralausn. Hið rétta er að það er engin lausn að einkavæða þjónustuna og dreifa verkefnum milli læknastofa og sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyr- irtækja. Það eykur hins vegar lík- urnar á ósamhæfðri og ósamfelldri þjónustu og torveldar eftirlit. Vandamálið er ekki skortur á vilja innan opinbera heilbrigð- iskerfisins til að minnka biðlistana og veita framúrskarandi þjónustu heldur viðvarandi niðurskurður og mannekla sem hefur einkennt kerfið undanfarin ár og áratugi. Vandamálið er ekki heldur að heil- brigðiskerfið geti ekki sinnt þeim verkefnum sem við viljum að sé sinnt. Vandinn er sá að við veitum ekki nægilegt fé til þess að sinna þessum verkefnum. Nú þegar heimsfaraldurinn er á undanhaldi verðum við að grípa tækifærið, hugsa hlutina upp á nýtt og styrkja opinbera heilbrigðiskerfið. Við þurfum sannarlega að leggjast í átak í að ná niður biðlistum. En við verðum líka að huga að heildstæðri stefnu- mótun, umbótum, nýsköpun og þróun. Við þurfum einnig að leggja miklu meiri áherslu á for- varnir. Það kostar vissulega en það mun skila sér margfalt til baka. Afstaða landsmanna skýr Í heimsfaraldrinum sáum við vel hvernig heilbrigðiskerfi virka best. Það voru ekki kerfin með mestu einkavæðinguna. Þau lönd sem komu best út úr faraldrinum voru þau sem höfðu sterkt opinbert heilbrigðiskerfi. Þess vegna er það í besta falli broslegt að nú þegar heilbrigðiskerfið er að skila okkur nær klakklaust í gegnum farald- urinn ómi þær raddir hærra en nokkru sinni fyrr sem kalla eftir einkavæðingu. Þótt okkur sem viljum standa vörð um heilbrigðiskerfið þyki það broslegt að tala fyrir aukinni einkavæðingu á þessum tíma- punkti er það auðvitað graf- alvarlegt mál og í raun stórhættu- legur málflutningur. Ef verkefni heilbrigðiskerfisins verða færð í enn frekara mæli en orðið er í hendur einkaaðila er engin leið að segja hvernig við förum út úr næsta heimsfaraldri, eða þeim þar næsta. Sem betur fer lætur almenn- ingur ekki blekkjast. BSRB hefur ásamt Rúnari Vilhjálmssyni pró- fessor staðið fyrir reglulegum rannsóknum þar sem afstaða al- mennings til heilbrigðiskerfisins er könnuð. Við kynntum nýjustu niðurstöður nú í lok maí. Þar kom fram eindreginn stuðningur al- mennings við að heilbrigðisþjón- usta verði fyrst og fremst á hendi hins opinbera. Aðeins örlítið hlut- fall þjóðarinnar vill fórna okkar frábæra heilbrigðiskerfi og treysta fyrst og fremst á einkarekstur. Vitnað var í orð formanns Læknafélags Reykjavíkur í leiðara Morgunblaðsins í vikunni þar sem hann reyndi að túlka niðurstöður könnunarinnar með öðrum hætti. Leiðarahöfundur valdi að líta ekki til túlkunar Rúnars Vilhjálms- sonar á niðurstöðunum, en hann er prófessor í félagsfræði við Há- skóla Íslands og hefur unnið fjöldamargar rannsóknir á heil- brigðiskerfinu á undanförnum ár- um og áratugum. En það er kannski ekki hentugt að treysta sérfræðingum þegar þeir segja ekki það sem við viljum heyra. Könnunin sýndi einnig að afger- andi meirihluti landsmanna, nærri átta af hverjum tíu, vill að meira fé sé varið til heilbrigðismála. Eins og Rúnar benti á í erindi sínu á opnum fundi BSRB eru út- gjöldin til heilbrigðismála hér á landi mun lægri en annars staðar á Norðurlöndunum og á Bretlandi, skoðuð sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Þessu þurfum við að breyta. Almannahagsmunir ráði BSRB hefur í gegnum tíðina staðið vörð um opinbert heilbrigð- iskerfi. Það er ekki sérhagsmuna- barátta eða „hluti af pólitískri bar- áttu sumra forystumanna stéttarfélaga“, eins og leiðarahöf- undur Morgunblaðsins virðist telja. Þessi áhersla bandalagsins er þvert á móti afrakstur stefnu- mótunar félagsmanna á þingum BSRB sem kjörin forysta banda- lagsins fylgir að sjálfsögðu eftir á opinberum vettvangi. Áherslan endurspeglar almannahagsmuni og stuðning við öflugt opinbert heilbrigðiskerfi en ekki fjárhags- lega sérhagsmuni fárra. Heilbrigðismálin eru í kastljós- inu vegna heimsfaraldursins og það er ljóst að þau verða eitt af stóru kosningamálunum í haust. Almenningur vill standa vörð um heilbrigðiskerfið okkar og efla það enn frekar í stað þess að leyfa þeim sem vilja veg einkareksturs sem mestan að hagnast á því að veita fólki þá grundvallarþjónustu að greina og meðhöndla sjúkdóma og endurhæfa sjúklinga. Raunverulegur kjarni þessarar umræðu snýst um hvort við sem þjóð getum verið sammála um að hafa jöfnuð að leiðarljósi við upp- byggingu samfélagsins eftir heimsfaraldurinn. Málstaður þeirra sem ekki vilja deila verð- mætunum jafnt og ekki vilja setja samfélagið ofar eigin hagsmunum á sér lítinn hljómgrunn meðal al- mennings. Kjörnir fulltrúar, fram- bjóðendur í þingkosningunum í haust og einstaka ritstjórar verða að bregðast við kalli tímans. Sótt að heilbrigðiskerfi í heimsfaraldri Eftir Sonju Ýr i Þorbergsdóttur »Efnahagsáföll af þeirri stærðargráðu sem við stöndum nú frammi fyrir leiða yfirleitt til aukins ójöfnuðar. Sonja Ýr Þorbergsdóttir Höfundur er formaður BSRB. Það er augljóst að ríkið tekur til sín stóran hluta tekna eldri borgara með skerðingum á lífeyri frá Tryggingastofnun. Breytingar á um- ræddum skerðingum voru gerðar 2016- 2017 sem gerðu kerfi eldri borgara ögn skárra, en að mati margra eldri borgara er þar enn verk óunnið. Sömu kerfisbreytingar náðu ekki til öryrkja og búa þeir því við enn harðari skerðingar sem byrja við lægri tekjur og lægri lífeyri. Fall í tekjum verður líka fyrr hjá öryrkjum en hjá eldri borgurum. Á þessum tveimur hópum er hins vegar grundvallarmunur. Eldri borgarar eru flestir að hætta þátttöku á vinnumarkaði, þótt sumir vilji hafa annan fótinn á honum aðeins lengur en nú er. Margir öryrkjar eru hins vegar að reyna með öllum ráðum að halda sér inni á vinnumarkaði, þótt hluti þeirra komist aldrei í þá stöðu og lenda utan hans stærstan ævi sinnar. Eldri borgarar hafa í gegnum tíðina verið stór stoð í stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn. Þeirra málflutningur hefur hins vegar þyngst, og má með sanni segja að verulega þungt hljóð sé komið í marga þá sem komnir eru á um- ræddan aldur. Eldri borgarar vilja og gera kröfu um að fá að halda sínum lífeyri óskertum frá Trygg- ingastofnun og að geta síðan bætt sína stöðu með lífeyri úr lífeyr- issjóðum þar til við- bótar. Allir þeir sem ætla sér stóra hluti í komandi prófkjörum verða að hlusta á þessar kröfur sér eldri og reyndari. Öryrkjar hafa margir hverjir bent mér á að boðskapur Sjálfstæðisflokksins höfði ekki til þeirra. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að höfða til þessa hóps. Ekki hefur heldur náðst samstaða meðal forsvarsmanna öryrkja og stjórnvalda um kerfisbreytingar sem leiði af sér bætt kjör fyrir þennan hóp. Til að mæta sanngirni hafa skattbreytingar undir forystu Sjálfstæðisflokksins skilað sér í auknum ráðstöfunartekjum til þeirra sem eru á örorkulífeyri. Betur má ef duga skal. En hvað þarf að laga? Greiðslur til öryrkja eru lágar og í reynd lægri en atvinnuleysisbætur í mörgum tilfellum. Laga þarf teng- ingu greiðslna frá Trygg- ingastofnun við aðrar greiðslur. Dæmi um þetta er húsnæðisstuðn- ingur (húsaleigubætur). Alltof oft er það þannig að ef greiðslur hækka á einum stað lækka þær á öðrum, afleiðingin er sú að við- komandi er í engu bættari. Síðast en ekki síst eru það skerðingar, sem koma allt of fljótt vinni öryrki sér inn einhverjar atvinnutekjur. Gerum betur Krafa lífeyrisþega er skýr, hún snýst um lífskjör. Skerðingarnar vinna á móti þeim réttindum sem fólk hefur unnið sér inn. Mik- ilvægt er að lífeyrisþegar fái að njóta afraksturs erfiðis síns. Þegar rýnt er í stöðu lífeyrisþega sést að fyrsta skrefið hlýtur að vera að einfalda kerfið. Gott væri t.d. að einn aðili sæi um allar greiðslur, sama hvaðan þær koma. Ekki gengur lengur að mismunandi kerfi tali ekki saman og lífeyr- isþegar þurfi að vera sérfræðingar í hinu mikla flóði umsókna hjá TR.is, sjukra.is, og lífeyrissjóð- unum. Einnig þarf að vera hvati til atvinnuþátttöku og meiri aðstoð við að finna fólki atvinnu við hæfi. Það er lítill sem enginn hvati fyrir öryrkja að byrja að vinna eftir að hafa verið með örorkugreiðslur í nokkurn tíma, er það helst vegna skerðinga, afturvirkra greiðslu- krafna og annars flækjustigs. Þar með verður ríkið af skatttekjum, bæði neyslu- og tekjusköttum. Frelsi til athafna hefur lengi verið eitt af kjörorðum Sjálfstæð- isflokksins. Öryrkjar og eldri borgarar þurfa einnig að hafa frelsi til at- hafna! Hlustum á eldri borgara og öryrkja Eftir Berg Þorra Benjamínsson »Krafa lífeyrisþega er skýr, hún snýst um lífskjör. Skerðingarnar vinna á móti þeim réttindum sem fólk hefur unnið sér inn. Mikilvægt er að lífeyr- isþegar fái að njóta af- raksturs erfiðis síns. Bergur Þorri Benjamínsson Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvest- urkjördæmi 10.-12. júní nk. bergur1979@gmail.com Nú líður að alþing- iskosningum. Virðist því vert að rifja upp fyr- ir kjósendum að á þess- ari öld hafa riðið yfir margar breyt- ingabylgjur frá útlönd- um sem stærstu og elstu flokkarnir hafa mátt súpa seyðið af. Má þar nefna: a) Efnahagshrunið 2008, b) hápunkt ESB-aðildardaðursins í vinstristjórninni á eftir, c) internet- væðinguna sem átti þátt í stærri smá- flokkahópum í stjórninni þar á eftir, og svo d) ferðamálaiðnaðinn, sem reis hvað hæst í byrjun núverandi rík- isstjórnartíðar. Við þetta bættist svo e) stórfelld aukning háskólamennt- aðra, sem mun hafa stuðlað að sund- urlyndi við elstu flokkana. Og svo f) toppun á árlegri kaupmáttaraukn- ingu síðari áratuga, sem virðist nú vera að færa verkalýðinn í makræð- isátt í bæði frítíma og mennta- hugsjón. Loksins g) má svo nefna tilkomu Covid-heimsfaraldursins, sem er á síðari hluta núverandi kjörtímabils að rústa ávinningi stjórnarinnar af ferðamennsku. Freistandi væri einnig að bæta við þetta h) vaxandi aðför erlendra mála, hugtakanotkunar og lestrarumhverf- is að íslenskri tungu og íslenskum skáldbókmenntum, sem sér ekki al- veg fyrir endann á. Einnig i) áhrifin til góðs og ills al- mennt af vaxandi straumi af útlend- ingum til Íslands! Og einmitt nú virðist grilla í aðra bylgju; j) sem virðist að yfirburða- fjöldi kvenna í menntakerfinu sé líka að skila sér í yfirburðasýnileika í at- vinnulífinu og í fjöl- miðlum! (Þó að vísu ekki í Rithöfunda- sambandinu!) Loks grillir nú kannski í nýja bylgju k) af endurkomu varn- arliðs Nató á Íslandi! Þetta ætti að minna okkur á að flestar stærstu breytingarnar á Íslandi hafa komið frá útlöndum; jafnvel rit- bókmenntahefðin, og svo sjálfstæðið! Og þó höldum við áfram að þrjóskast við að halda úti forgangi eyþjóðar okkar, allt frá munnbókmenntatíma íslensk- unnar í árdaga. Því þykir mér vert að minna á að stóru þjóðlegu stjórn- málaflokkarnir okkar eru enn við lýði. Og við hæfi virðist að enda hér á að vitna í ljóð mitt um sjávarútveginn og hans vaxandi tæknivæðingu frá út- löndum í ljóði er nefnist: Fiskistofan, en þar yrki ég m.a. svo: Og uppi í Háskólanum í líffræðiskor- inni, þaðan sem fiskifræðingarnir og haf- fræðingarnir koma, er fjallað um að hnötturinn sjálfur sé kannski ein samhangandi lífvera, allavega eitt samfellt vistkerfi; þar sem allir eru skyldir öllum; og eru því að éta frændur sína! Kosningar um málefni að utan? Eftir Tryggva V. Líndal » Á þessari öld hafa riðið yfir margar breytingabylgjur frá útlöndum sem stærstu og elstu flokkarnir hafa mátt súpa seyðið af. Tryggvi V. Líndal Höfundur er skáld og menningar-mannfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.