Morgunblaðið - 05.06.2021, Side 29

Morgunblaðið - 05.06.2021, Side 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2021 Eðlilega finnst mörgum að kosningar snúist helst um lof- orðalista. Hitt er þó nær sanni að mik- ilvægustu ákvarð- anirnar snúast um val á milli ólíkra leiða eða mismunandi kosta. Stöðugur gjaldmiðill Flóknustu ágreiningsmálin koma upp þegar flokkar benda á mismunandi leiðir til þess að ná sameiginlegum markmiðum. Þær eru oft flóknar því áhrif þeirra geta verið ólík. Veigamestu verkefnin á sviði efnahagsmála snúast annars vegar um hvernig á að koma jafnvægi á ríkisfjármálin og hins vegar hvern- ig búa á til þær samkeppn- isforsendur að nýsköpun og hug- verkaiðnaður verði uppspretta meiri hagvaxtar. Þessi viðfangsefni tengjast. Eina leiðin til að ná jafnvægi í ríkisfjár- málum er mun meiri hagvöxtur en var fyrir Covid-kreppuna. Stöð- ugur gjaldmiðill er svo forsenda þess að nýsköpun og þekking- ariðnaður þjóni því hlutverki. Ef við trúum því að nýsköpun og hugverkaiðnaður séu mik- ilvægir þættir í endurreisn efna- hagslífsins og verði kjölfesta til lengri tíma þarf að ýta burt hindrunum. Í nýlegu viðtali við Stefaníu Guðrúnu Halldórsdóttur fram- kvæmdastjóra hjá Eyri Venture Ma- nagement og Hjálmar Gíslason stofnanda og framkvæmdastjóra Grid er bent á þær hindranir sem koma í veg fyrir aukna er- lenda fjárfestingu í ís- lenskum fyrirtækjum. Of miklar sveiflur séu á gengi krónunnar og sá ófyrirsjáanleiki sé erfiður þegar kemur að fjárfestingum. Kerfið eins og það er nú hindri vöxt. Ríkisstjórnin ætlar að ríghalda í krónuna og bæta í hindranir með gjaldeyrishöftum. Að fórna frjálsu flæði fjármagns styrkir ekki stöðu nýsköpunar í landinu. Samstarf innan EES Langtímastefna okkar í Viðreisn er upptaka evru. Það tekur hins vegar tíma, sex til tíu ár, og eftir Covid-kreppuna erum við einfald- lega komin í of mikla tímaþröng. Nýsamþykkt fjármálaáætlun rík- isstjórnarinnar felur í sér skuld- settan ríkissjóð og tugmilljarða niðurskurð eða skattahækkanir. Í stað þess að verja velferðina og vinna að hallalausum sjálfbærum ríkissjóði velur ríkisstjórnin að halda uppi krónunni, sem kostar samfélagið meira en 100 milljarða árlega. Því höfum við lagt til að leita eftir stöðugleikasamstarfi innan ramma samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og tengja krónuna við evru líkt og Danir hafa gert. Sérfræðingar eins og Guð- mundur Magnússon fyrrverandi háskólarektor og Stefán Már Stef- ánsson fyrrverandi lagaprófessor hafa sýnt fram á að slík leið á að vera opin. Það sama hefur Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra gert. Þessi mikilvæga efnahags- ráðstöfun sem við stöndum frammi fyrir kallar því ekki á að loka- skrefið til fullrar aðildar að Evr- ópusambandinu verði stigið strax. Við erum að tala um aukið sam- starf á grundvelli núverandi samn- ings um aðild okkar að innri mark- aði bandalagsins. Haftaleiðin Sjálfstæðisflokkurinn er sam- mála okkur í Viðreisn um að stöð- ugur gjaldmiðill sé forsenda þess að ná tökum á halla ríkissjóðs og örva hagvöxt. Aðrir flokkar hafa lítið fjallað um þetta stóra mál enn sem komið er. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aft- ur á móti kosið að fara aðra leið að þessu marki. Hann hefur fallist á þá kenningu innlendra og erlendra hagfræðinga að ógerlegt sé að tryggja stöðugleika svo lítils gjald- miðils nema styðja hann með höft- um. Til að ná þessu markmiði hefur ríkisstjórnin lagt fram frumvarp sem færir Seðlabankanum ótak- markað vald til þess að setja á eins víðtæk fjármagnshöft og þurfa þykir hverju sinni. Þetta er stærsta aðgerð sem sést hefur síðari ár til þess að flytja völd frá markaðnum til emb- ættismanna eða kerfisins. Miðflokksáhrifin En af hverju fórnar Sjálfstæð- isflokkurinn viðskiptafrelsi fyrir haftakrónu? Innan atvinnulífsins eru stjórn- endur sem skilja vel hvaða afleið- ingar það hefur ef hér eru meiri heimildir til fjármagnshafta en í samkeppnislöndunum. Minni sam- keppnishæfni íslensks atvinnulífs er ekki það sem við þurfum. Innan Sjálfstæðisflokksins er frjálslynt fólk sem er sama sinnis. Vandinn er að íhaldselementið í flokknum er sterkara en það frjálslynda um þessar mundir. Það sýna prófkjör flokksins og ekkert bendir til að niðurstaðan í Reykja- vík breyti því. Íhaldsarmurinn skín til að toga í atkvæði frá Mið- flokknum. Kreddan gegn Evrópusamstarf- inu er svo mikil að ekki er einu sinni hægt að auka það innan nú- verandi ramma. Frekar skal beita höftum og sambærilegu við- skiptafrelsi og samkeppnislöndin njóta er fórnað. Á meðan hækka vextir hér á landi. Frjálslyndi eða íhald? Við í Viðreisn teljum mikilvægt að tryggja frelsi viðskipta- og at- vinnulífs. Alþjóðlegt gjaldmiðla- samstarf gerir það og er líklegra til að hjálpa okkur að ná mark- miðum um hagvöxt og stöðugleika í ríkisfjármálum. Þá treystir það undirstöður nýsköpunar og hug- verkaiðnaðar á meðan embætt- ismenn hér heima munu hafa minna frelsi til að stjórna krón- unni með höftum og öðrum hindr- unum. Þetta er pólitískt val. Reyndar eitt stærsta valið sem kjósendur þurfa að gera upp við sig. Þess vegna er umræðan mikilvæg. Lítil og meðalstór fyrirtæki eiga mikið undir í þessu efni. Svo ekki sé minnst á heimilin í landinu. Valið stendur um frjálslyndi eða íhald. Frelsi fyrir atvinnulíf eða kerfi? Eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur »Ríkisstjórnin rígheld- ur í krónuna og bætir í hindranir með gjald- eyrishöftum. Að fórna frjálsu flæði fjármagns styrkir ekki stöðu nýsköpunar í landinu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Höfundur er formaður Viðreisnar. Að loknum fram- kvæmdum við Dýra- fjarðargöng hníga nú öll rök að því að næstu jarðgöng verði grafin undir Reynisfjall, sem verða 500-600 metrum styttri en fyrri áætl- anir gerðu ráð fyrir. Tímabært er að yf- irmaður samgöngu- mála, Sigurður Ingi Jóhannsson, og allir þingmenn Suðurkjördæmis standi saman og flytji á Alþingi þings- ályktunartillögu um að vinnu við jarðgöngin undir Reynisfjall verði flýtt samhliða færslu hringvegarins, sem á að liggja sunnan við Vík- urþorp. Viðurkennt er að Reyn- isfjall sé mikill farartálmi á hring- veginum þegar hálka, snjóþyngsli og blindbylur valda vandræðum í brekkunni um Gatnabrún, sem margir bílstjórar flutningabifreiða treysta illa og vildu glaðir losna við sem allra fyrst. Síðustu áratugina hefur líka verið viðurkennt að göng undir Reyn- isfjall og færsla hringvegarins í Mýrdal yrðu afar hagkvæm fyrir þjóðina, með minna sliti ökutækja þegar starfsmenn Vegagerðarinnar losna strax við of mikla veðurhæð og samfelldan snjómokstur sem hleypir strax upp kostnaðinum á nú- verandi vegi vestan Víkurþorps. Þar verða meira en átta metra snjódýpt og mikill blindbylur alltaf til vand- ræða þvert á allar veðurspár. Án jarðganganna, sem verða grafin í beinu framhaldi af vel uppbyggðum vegi norðan við Dyrhólaós, tekst aldrei alla vetrarmánuðina að tryggja íbúum Víkurþorps og heimamönnum búsettum á svæðinu austan Mýrdalsjökuls öruggari vegasamgöngur við Suðurkjördæmi þegar snöggar veðrabreytingar sem enginn sér fyrir skapa vandræði og hrella starfsmenn Vegagerðarinnar þar til þeir gefast upp. Fram kom í Morgunblaðinu 2. janúar sl. að í samgönguáætlun 2020-2024 væri gert ráð fyrir fjárveitingum í undirbúning vegna 13 km vegagerðar um Mýrdal, ásamt jarð- göngum í gegnum Reynisfjall. Í þessari samgönguáætlun eru kynntar hugmyndir um að fjármagna upp- byggðan veg norðan við Dyrhólaós og veg- göngin í Reynisfjalli í samvinnu við einka- aðila. Vel heppnuð inn- heimta 1.000 króna veggjalds á hvern bíl, sem stóð í tvo áratugi undir fjármögnun Hval- fjarðarganga, þvert á allar hrak- spár, vekur spurningar um hvort til greina komi að fjármagna með þessu sama gjaldi heildarkostnaðinn við nýjan veg norðan við Dyrhólaós og sunnan Víkurþorps, ásamt göng- unum í gegnum Reynisfjall. Fyrir löngu hefðu öll þessi sam- göngumannvirki orðið að veruleika ef allir fyrrverandi þingmenn Suð- urlands og þáverandi ráðherrar samgöngumála hefðu séð sóma sinn í að fylgja þessu máli eftir í sam- göngunefnd Alþingis. Miklu máli skiptir að öll þessi samgöngu- mannvirki á þjóðvegi 1 verði boðin út strax á þessu ári, áður en kjós- endur ganga að kjörborðinu í haust, hvort sem núverandi ríkisstjórn heldur velli eða tapar meirihlut- anum. Nú skal samgönguráðherra strax svara þeirri spurningu hvort óhjákvæmilegt sé að flýta útboði ganganna undir Reynisfjall sem gagnast öllum landsmönnum. Von- laust yrði að treysta fjögurra flokka ríkisstjórn fyrir þessari samgöngu- bót á hringveginum ef núverandi ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur fellur strax að loknum alþingiskosn- ingum, sem ákveðnar eru seinnipart septembermánaðar á þessu ári. Fram kom í skýrslu Vegagerð- arinnar árið 2002 að á þjóðvegi 1 var beygjan í Gatnabrún, þar sem núverandi vegur er lagður upp úr Mýrdal, talin ein af sex hættuleg- ustu beygjum á hringveginum. Austan Reynisfjalls hafa snjóflóð og blindbylur á veginum milli Vík- urþorps og Mýrdals oft valdið starfsmönnum Vegagerðarinnar vandræðum þegar þeir hafa fyrr og síðar lent í sjálfheldu og gefist strax upp á samfelldum snjómokstri, sem er stórhættulegur við þessar að- stæður og óframkvæmanlegur í 80 metra veðurhæð á sekúndu. Sjálfgefið er það ekki að talsmenn fjárveitingavaldsins geti alla vetr- armánuðina hrist fram úr erminni mörg hundruð milljónir króna til að réttlæta heildarkostnaðinn við vetr- arþjónustu á snjóþungum og ill- viðrasömum svæðum sem Vega- gerðin treystir illa. Viðurkennt er að göngin undir Reynisfjall ein og sér kosti lítið brot af heildar- upphæðinni sem fer í samfelldan snjómokstur á illviðrasömum svæð- um alla vetrarmánuðina. Eftir Guðmund Karl Jónsson » Viðurkennt erað Reynisfjall sé mikill farartálmi á hringveginum. Guðmundur Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður. Flýtum útboði ganganna undir Reynisfjall Sjálfstæðisflokk- urinn stendur ekki fyr- ir einkavæðingu heil- brigðiskerfisins. Aftur á móti hefur flokkurinn talað fyrir mikilvægi þess að við virkjum einkaframtakið þar sem það nýtist betur. Að aðilar geti veitt heilbrigðisþjónustu ut- an opinberra stofnana. Blandað kerfi eins og öll löndin í kringum okkur hafa byggt upp og mörg hver hafa gengið mun lengra í því að heimila einkarekstur. Einka- rekstur er ekki einkavæðing, heil- brigðisþjónustu á að kosta úr op- inberum sjóðum. Allir eiga rétt á heilbrigðisþjónustu af bestu gerð óháð efnahag en valfrelsi skiptir máli. Ég vil velja til hvaða læknis ég leita og hvaða heilsugæsla hentar mér. Ófrískar konur eiga rétt á því að velja sér sína ljósmóður og sína mæðravernd, fæðingarþjónustu og þjónustu í sængurlegu. Allt þetta á að greiða af hinu opinbera en full ástæða er til þess að sá sem þiggur þjónustuna hafi eitthvað um hana að segja. Í rauninni er mér sama hver rekur þjónustuna, aðalatriðið er að þjónustan sé góð, taki mið af þörfum þjónustuþega, ekki þjónustuveit- anda, og að hagkvæmni sé gætt í rekstri. Ég held að við náum þessu markmiði best með blönduðu kerfi, kerfi þar sem framtakssamir ein- staklingar, læknar, hjúkrunarfræð- ingar, ljósmæður, sálfræðingar o.s.frv. geta stofnað fyrirtæki og veitt þjónustu sína. Sjúkratrygg- ingar kaupa síðan þjónustu af þess- um aðilum uppfylli þeir öll gæðaskil- yrði og kostnaðarviðmið. Heilbrigðisþjónusta er einn af mik- ilvægustu innviðunum í samfélaginu okkar, við verðum að standa vörð um gæði þessarar þjónustu. Á sama tíma vitum við að eft- irspurnin eftir heil- brigðisþjónustu fer bara vaxandi, þjóðin er að eldast, tækni og vís- indum fleygir fram og fleiri sjúkdóma er hægt að meðhöndla með góð- um árangri. Heilbrigðistækni og lýðheilsa mikilvæg Á Íslandi eru góð skilyrði fyrir vexti fyrirtækja á sviði heilbrigð- istækni. Með öflugu og góðu heil- brigðis- og menntakerfi skapast tækifæri fyrir nýsköpunarfyrirtæki á sviði heilbrigðistækni. Við eigum fyrirtæki sem hafa náð mjög góðum árangri á þessu sviði og við eigum að byggja enn frekar undir þessi fyrir- tæki og fleiri sprota sem verða til í þessum geira. Við eigum ávallt að standa á bak við öflugt vísinda- og rannsóknastarf á sviði heilbrigð- isþjónustu; þannig tryggjum við sem besta þjónustu fyrir okkar íbúa og byggjum samtímis upp öflugan at- vinnuveg. Við vitum að lífsstílssjúkdómar og hækkaður lífaldur veldur meira álagi og eftirspurn á heilbrigðis- kerfið okkar. Besta leiðin til þess að bregðast við þeirri auknu eftirspurn eru forvarnir og lýðheilsa. Verkefni sem lúta að því að fræða fólk um gildi holls mataræðis og mikilvægi hreyfingar og almennrar geðræktar eru verkefni sem spara umtalsverða fjármuni fyrir ríkissjóð inn í framtíð- ina. Allar aðgerðir sem lúta að því að ýta undir og hvetja til hreyfingar og hollustu eru af hinu góða. Sundlaug- arnar okkar, göngustígar, hjólreiða- stígar, íþróttavellir, skíðasvæði, golfvellir og svo mætti lengi telja, allt eru þetta mikilvægir innviðir sem spara ríkisútgjöld síðar meir. Blandað heilbrigð- iskerfi besta leiðin Eftir Bryndísi Haraldsdóttur » Allir eiga rétt á heilbrigðisþjónustu af bestu gerð, óháð efnahag, en valfrelsi skiptir máli. Bryndís Haraldsdóttir Höfundur er þingmaður Sjálfstæðis- flokks og frambjóðandi í 2. sæti í komandi prófkjöri í SV-kjördæmi. bryndish@althingi.is ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.