Morgunblaðið - 05.06.2021, Page 30

Morgunblaðið - 05.06.2021, Page 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2021 Þá er sjómannadag- urinn runninn upp enn og aftur. Einn dag á ári heiðrum við sjó- menn og fjölskyldur þeirra. Við horfum til baka, en einnig til framtíðar. Þetta er ljúfsár dagur fyrir marga. Ég naut þeirra for- réttinda að fæðast og verja barnsárunum í sjávarplássi. Faðir minn hóf sjó- sókn 14 ára að aldri, var í útgerð og starfaði við skipstjórn alla sína starfstíð. Það er mikið frelsi fyrir barn að fá að þvælast úti á bryggju, vinna í frystihúsinu, skreppa á sjó með pabba, öðlast þekkingu og skilning á mikilvægi sjávarútvegs- ins fyrir heilt bæjarfélag. Sjó- mannadagurinn er ein mesta hátíð ársins. Fjölskylduhátíð. Allur bær- inn tekur þátt í henni og gleðst saman. Mikil ræðuhöld, sjómenn heiðraðir, horfinna sjómanna minnst og aflakóngar krýndir. Kappróður milli áhafna og land- krabbanna í frystihúsinu. Bátar og skip fánum prýdd. Í minningunni er alltaf gott veður á sjómannadaginn. En það er ekki alltaf gott veður. Það vitum við Íslendingar sem bú- um hér á norðurhjara. Þrátt fyrir mislynd veður þarf alltaf á sjó að sækja fiskinn. Mörgum er órótt í vondu veðri að vita af fólkinu sínu úti á rúmsjó. Því er vert að fagna þeim framförum sem hafa orðið á aðbúnaði og öryggi sjómanna síð- ustu áratugina. Þar hjálpast margt að. Skip og bátar eru betur byggð og öryggisbúnaður betri. Þá má ekki gleyma þeirri byltingu sem fólst í stofnun Slysavarnaskóla sjómanna árið 1985. Þjálfun sjómanna í ör- yggis- og slysavörnum hefur tekið miklum breytingum og er það vel. Árangur alls þessa endurspeglast í mikilli fækkun sjóslysa og vinnu- slysa á sjó. En við megum aldrei gleyma því að sjómennskan er samt sem áður mikil fórn. Þetta er lífsstarf sem passar illa inn í takt nútíma- samfélags. Feður og mæður eru fjarri fjölskyldum sín- um um lengri og skemmri tíma. Sjó- menn missa af stór- viðburðum fjölskyld- unnar, missa að hluta af uppvexti barna sinna og þátttöku í uppeldi. Það var ekki skemmtilegt sem barn þegar pabbi var sjaldnast heima til að halda upp á afmælið með mér. Og nýjar ógnir steðja að. Sjálf- virknivæðing og fækkun í stéttinni veldur meiri samkeppni um störfin. Óeðlileg verðlagning á fiski hefur bein áhrif á kjör sjómanna sem eru ráðnir upp á hlut. Sjómenn þurfa að reiða sig æ meira á vandaða skips- og útgerðastjórn. Útgerðum fer fækkandi og eru stækkandi. Þessi samþjöppun leiðir til eins- leitni, stöðnunar og þöggunar í stéttinni sem reiðir sig alfarið á vel- vilja stórútgerðarinnar. Allt jafn- vægi er horfið. Stórútgerðin hefur ægivald yfir sjómönnum. Við horfð- um í forundran þegar velferð áhafnar togarans Júlíusar Geir- mundssonar var stefnt í tvísýnu í vetur, í stað þess að stíma beint í land þegar ljóst var að farsótt geis- aði um borð. Það var sannarlega þörf á að tak- marka veiðar á sínum tíma og afla- markskerfi er hægt að útfæra á sanngjarnan og réttlátan máta. Yfirvöld hér völdu verstu leiðina; að loka kerfinu. Það má til sanns veg- ar færa að galopið kerfi eins og ríkti fyrir 1983 var ekki til eft- irbreytni. En harðlokað og læst kerfi sem útilokar nýliðun er litlu betra. Hér þarf að fara milliveg og tryggja þeim sem áhuga hafa á út- gerð að komast í hana. Möguleikar á sjálfstæðum rekstri eru afar tak- markaðir. Það er helst hægt að smjúga í gegn í smábátaútgerð en þar eru tækifærin í heljargreipum ráðherra. Það fylgir því mikil áhætta að fjárfesta í bát þegar handfæraveiðum er breytt með einu pennastriki frá ári til árs. Eitt pennastrik gjörbreytir afkomu- möguleikum fjölskyldna sem reiða sig á smábátaveiðar. Kvóti er keyptur úr byggðarlagi yfir nótt og samfélagið í sárum á eftir. Það er yfirvalda að breyta þessu kerfi og ítrekað hefur verið bent á auðveld- ar leiðir til þess. Leiðir sem tryggja í senn velferð sjómanna og efnahag þjóðarinnar. Við þurfum að tryggja auðlindaákvæði í stjórnarskrá sem tekur af allan vafa um eignarhald þjóðarinnar. Það þarf að úthluta veiðiheimildum tímabundið. Uppboð á tímabundnum veiðiheimildum tryggir jafnan aðgang allra að út- gerð sem og að auðlindarentan skili sér til samfélagsins. Heilbrigt afla- markskerfi í eðlilegu samkeppnis- umhverfi þar sem nýliðun, fjöl- breytni og jöfn tækifæri eru tryggð með sjálfbærni og nýsköpun að leiðarljósi. Eðlilega verðmyndun á fiski er hægt að tryggja með því að setja allan fisk á markað. Þar sláum við tvær flugur í einu höggi því lóðrétt samþætting stór- útgerðar stuðlar að óeðlilegri verð- myndun á fiski sem bitnar á hlut sjómanna og gefur möguleika á út- flutningi arðsins af verðmæta- sköpun sjómanna. Þetta eru lausnir sem fyrst og fremst auka samstöðu þjóðarinnar í stað þeirrar sundrungar sem nú ríkir. Ég óska sjómönnum og fjöl- skyldum þeirra innilega til ham- ingju með daginn og þakka ykkur öllum fyrir ómetanlegt framlag ykkar til velferðar og uppbyggingar samfélagsins sem við búum í. Gleðjumst og njótum hátíðahald- anna! Sjómennskan er ekkert grín Eftir Álfheiði Eymarsdóttur »Útgerðum fer fækk- andi og eru stækk- andi. Þessi samþjöppun leiðir til einsleitni, stöðnunar og þöggunar í stéttinni sem reiðir sig alfarið á velvilja stór- útgerðarinnar. Allt jafn- vægi er horfið. Stór- útgerðin hefur ægivald yfir sjómönnum. Álfheiður Eymarsdóttir Höfundur er oddviti Pírata í Suðurkjördæmi. alfa@this.is Einn reyndasti og farsælasti þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Guðlaugur Þór Þórð- arson, sækist eftir 1. sæti í prófkjöri flokks- ins 4. og 5. júní. Hann hefur setið á Alþingi í 18 ár, þar af sl. fjögur sem utanríkisráðherra. Margt mætti rekja já- kvætt um stjórn- málaferil Guðlaugs en ég staldra að- eins við þessi síðustu ár. Sem utanríkisráðherra hefur hann komið fram sem einarður talsmaður ís- lenskra hagsmuna og utanrík- isstefnu, gilda okkar þjóðar í mann- réttindum og jafnréttis kynja. Traust og þroskuð dómgreind ein- kennir hans ákvarðanir og framgöngu. Hann hefur sýnt aðhald og ráðdeild í ráðuneyti sem iðulega hefur verið gagnrýnt fyrir hið gagnstæða. Hann lækkaði kostnað ráðuneytisins, fækk- aði sendiráðum og sendiherrum og fjölgaði konum í áhrifastöðum í ráðu- neytinu og sendiráðum. En Guðlaugur hefur ekki bara lagt rækt við störfin á Alþingi. Hann veit og hefur sýnt það hversu mikilvæg grasrót og almennt flokksstarf er í lýðræðissamfélögum. Hann hefur ris- ið þar til vegs á grunni eigin verðleika og vinnu sem almennir flokksfélagar kunna að meta og unga fólkið getur litið til sem fyrir- myndar. Enda leggur Guðlaugur áherslu á jöfn tækifæri allra óháð uppruna, fólk njóti eigin verðleika og að allir eigi greiðan aðgang að ís- lensku menntakerfi. Jafnframt að heil- brigðis- og velferð- arkerfið þjóni öllum, jafnt ungum sem öldn- um. Þannig og aðeins þannig raungerast hin sígildu einkunnarorð Sjálfstæð- isflokksins – Stétt með stétt. Á þeim byggist sá mikli stuðningur sem flokkurinn hefur haft í gegnum tíðina. Ég hef mikla trú á fólki sem hefur látið verkin tala hvað varðar framtíð- arsýn Sjálfstæðisflokksins. Flokk- urinn getur náð sínum fyrri styrk með styrkri forystu reynslumikils fólks. Líkt og Guðlaugur Þór hefur sjálfur sagt: Ekki segja mér að þetta sé ekki hægt! Ég hvet því alla sjálf- stæðismenn í Reykjavík til að kjósa Guðlaug Þór Þórðarson í 1. sæti í prófkjörinu 4. og 5. júní. Eftir Bessí Jóhannsdóttur » Traust og þroskuð dómgreind einkenn- ir hans ákvarðanir og framgöngu Bessí Jóhannsdóttir Höfundur er sagnfræðingur. Reynslan og þekk- ingin eru styrkur Guðlaugs Þórs Er urðun það sama og landmótun? Svarið við þessari spurningu er já. Allavega í tilfelli Sorpu bs. þótt stjórn- endur þar segi annað. Undirrituð sat enn einn kynningarfundinn um málefni Sorpu að morgni mánudagsins 31. maí. Líklega var sá fundur boðaður til að rétta kúrsinn hjá kjörn- um fulltrúum því dagana og vikurnar á undan voru enn fluttar fréttir af því að moltan, sem er önnur afurð gas- og jarðgerðarstöðvarinnar (GAJA), er mjög plastmenguð og stenst ekki um- hverfiskröfur. Upphaf þessa máls er að eigendur Sorpu, þ.e. sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, sömdu árið 2010 um að urðun sorps yrði hætt árið 2020 og var bygging stöðvarinnar stærsti liðurinn í því. Þau áform gengu ekki eftir og gerður var viðauki við samkomulagið þess efnis að urðun sorps yrði hætt í árslok 2023. Hér eru því á ferðinni augljósar brotalamir í rekstrinum, að ekki sé talað um millj- arða króna framúrkeyrslu við bygg- ingu verksmiðjunnar sem stendur nú í sex milljörðum. Ljóst er að rekstr- arforsendur eru löngu brostnar því hvorki selst molta né metan, sem var lykilforsenda í rekstrinum. Nú í júní- byrjun 2021 er búið að breyta um kúrs í umræðunni hjá stjórnendum Sorpu. Í staðinn fyrir að fyrir löngu átti að vera byrjað að selja moltu til uppgræðslu og trjáræktar þá er verið að „þróa moltuna“ og aðalmálið nú væri metanframleiðsla. Einmitt. Eng- inn markaður er fyrir metan og er því brennt að stærstum hluta á staðnum. Jafnframt segja stjórnendur Sorpu að GAJA sé í einhverju sem þau kalla tilraunafasa. Það passar ekki við fyrri orð því GAJA átti að hoppa full- sköpuð fram þegar verksmiðjan var opnuð og mala gull/moltu. Reynt að halda sann- leikanum frá kjörnum fulltrúum og fjöl- miðlum. Það er alvar- legur hlutur. Á tilvitn- uðum fundi þráspurði ég út í plastmengun í moltunni. Það var ekki viðurkennt en stað- reyndin er önnur. Ekki er búið að selja eitt einasta tonn af moltu og ekki er einu sinni hægt að gefa eitt einasta tonn því það er ekki heimilt vegna plastmengunar. Þegar ég spurði hvort það væri rétt að Sorpa væri að urða moltuna í Álfsnesi var svarið eitthvað á þessa leið: Nei- nei – það er ekki verið að urða molt- una – það er verið að nota hana í land- mótun og landfyllingar á urðunarstað. Hvernig er hægt að bera svona orðaleppa á borð? Auðvit- að er verið að urða moltuna því hún fer hvergi af svæðinu. Eitt er að fara í misheppnaða fjárfestingu fyrir sex milljarða – hitt að viðurkenna ekki mistökin, nema staðar og axla ábyrgð. Þessum sorpblekkingarleik verður að linna. Eftir Vigdísi Hauksdóttur »Nei nei – það er ekki verið að urða molt- una – það er verið að nota hana í landmótun og landfyllingar á urð- unarstað Vigdís Hauksdóttir Höfundur er lögfræðingur og borgarfulltrúi Miðflokksins. vigdis.hauksdottir@reykjavik.is Urðun eða land- mótun – hver er munurinn?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.