Morgunblaðið - 05.06.2021, Qupperneq 34
✝
Hilma Hólm-
fríður
Sigurðardóttir,
öðru nafni Fríða í
Sjávarborg, fædd-
ist í Saurbæ á
Langanesströnd í
Norður-Múlasýslu
20. mars árið
1920. Hún lést á
dvalarheimilinu
Hvammi 22. maí
2021.
Foreldrar Fríðu voru Sig-
urður Árnason bóndi í
Saurbæ, f. 1892, d. 1975, og
Guðbjörg Stefanía Þorgríms-
dóttir, húsfreyja frá Vopna-
firði, f. 1888, d. 1971.
Systur Fríðu voru Þórhalla
Kristbjörg, Lára Sigþrúður,
Árný, Anna Benedikta og Inga
Filippía. Fríða var þriðja elst í
systrahópnum.
Á uppvaxtarárum sínum
gekk Fríða í öll störf á bænum
með foreldrum sínum. Hún fór
í sína fyrstu vist sumarið eftir
að hún varð 11 ára. Þá gætti
hún barna á Bakkafirði í tvö
sumur. Hún kom fyrst til
Húsavíkur 1933 og var sum-
arlangt í vist. Sextán ára göm-
ul fór Fríða sem vinnukona á
Snartastaði í Núpasveit og var
þar í tvö ár.
Haustið 1939 kom Fríða til
starfa sem vinnukona að
Borgarhóli og kynntist þar
væntanlegum eiginmanni sín-
um Þór Péturssyni, f. 21.5.
1904, d. 6.3. 1989. Þór ólst
upp á Húsavík. Foreldrar hans
þrjú börn: Þór, Guðrún og
Rán. Pétur kvæntist síðar
Huldu Finnbogadóttur, hún
lést árið 2006.
6) Sigurður, f. 27.4. 1957,
kvæntur Jóhönnu Kristínu
Maríusdóttur. Þau eiga tvö
börn og sex barnabörn. Börn
þeirra eru: Elmar og Hilma
Hólmfríður.
Fríða og Þór bjuggu fyrstu
tuttugu ár búskapar síns á
Borgarhóli þar til þau byggðu
Sjávarborg og fluttust þangað
árið 1959. Fríða helgaði ævi
sína húsmóðurstarfi og hafði
umsjón með heimilinu á með-
an Þór var á vertíðum enda
rak hann útgerðina Barðann
ásamt bróður sínum.
Bæði á Borgarhóli og í
Sjávarborg var ætíð gest-
kvæmt. Fríða tók vel á móti
gestum með kaffi, bakkelsi og
félagsskap auk þess sem
margir fengu húsaskjól til
lengri eða skemmri tíma.
Fríða var mikil félagsvera og
hafði áhuga á fólki og þeirra
högum og líðan. Hún var fé-
lagi í kvennadeild slysavarna-
félagsins á Húsavík.
Fríða bjó í Sjávarborg þar
til rétt fyrir 99 ára afmæl-
isdag sinn, þá fluttist hún á
dvalarheimilið Hvamm enda
var sjónin orðin döpur. Hún
var ern fram á síðasta dag,
sagði sögur og fylgdist vel
með sínu fólki.
Útför Fríðu fer fram í
Húsavíkurkirkju í dag, 5. júní
2021, kl. 14. Útförinni verður
á streymt á Facebook-síðu
Húsavíkurkirkju.
Stytt slóð á streymið:
https://tinyurl.com/42csbscs
Virkan hlekk má einnig
nálgast á:
https://www.mbl.is/andlat/
voru Pétur Jóns-
son, f. 1871, d.
1953, og Hólm-
fríður Eiríks-
dóttir, f. 1874, d.
1958.
Fríða og Þór
giftust 31.12.
1940. Þau eign-
uðust sex börn:
1) Guðrún, f.
4.10. 1941, gift Ív-
ari Geirssyni. Þau
eiga fjögur börn, átta barna-
börn og eitt barnabarnabarn.
Börn þeirra eru: Hilmar Þór,
Guðrún Helga, Geir og Dögg.
2) Stefán, f. 27.5. 1945,
kvæntur Helgu Katrínu Sig-
urgeirsdóttur. Þau eignuðust
sex syni. Tveir þeirra létust
við fæðingu. Þau eiga 12
barnabörn og fjögur barna-
barnabörn. Synir þeirra eru:
Sigurgeir Ágúst, Þór, Ellert
og Vignir.
3) Drengur, f. 12.6. 1947, d.
12.6. 1947.
4) Hafliði, f. 10.4. 1949,
kvæntur Huldu Emilsdóttur.
Þau eiga fimm börn, 13 barna-
börn og eitt barnabarnabarn.
Börn þeirra eru: Harpa,
Hrönn, Hafþór, Hjörvar og
Heiðrún.
5) Pétur, f. 9.6. 1953, d.
1.11. 2004. Pétur eignaðist
fjögur börn og á sjö afabörn í
dag. Pétur kvæntist Ásu Birnu
Áskelsdóttur, þau skildu. Dótt-
ir þeirra er Þórný. Síðar var
Pétur í sambúð með Margréti
Snæsdóttur og átti með henni
Ótal minningar streyma fram.
Fyrst og fremst streymir þó
fram þakklæti. Þvílík lífsins gjöf
að hafa átt ömmu eins og þig.
Ömmu sem var vinkona og gat
spjallað fram á nótt þegar Sjáv-
arborg var sótt heim.
Það gerist svo margt í mínu
daglega lífi sem fær hugann til
þess að reika til ömmu Fríðu.
„Ef þú verður ringluð á of
mörgum verkum sem þurfa að
vinnast og veist ekki hvar þú átt
að byrja þá er iðulega best að
byrja á því að leggja sig.“
Hversu mikil sannindi eru í þess-
um orðum? Við nútímafólkið
þykjumst finna upp ýmsar nýj-
ungar eins og þá að svefn sé
allra meina bót og núið, það þurfi
að staldra við í núinu. Þessi
viskuorð sneru beint að þeim
sannindum.
Innflutningsfyrirtæki eplae-
diks geta líka þakkað ömmu fyr-
ir stóran hluta söluhagnaðar síð-
ustu 40 ára. Amma trúði á
eplaedikið. Hún ráðlagði mér að
taka inn eplaedik þegar flensan
bankaði upp á, þegar húðin var
þurr, liðirnir lélegir, óróinn of
mikill og þegar yngsta barnið
mitt svaf illa fyrstu árin þá sagði
hún að ég ætti að gefa honum
eplaedik. Ekki hef ég nú farið
mikið eftir þessum ráðum, mér
þykir vænna um bragðlauka
mína en svo. Þessi vitneskja læð-
ist þó að mér nær daglega og
aldrei að vita nema ég verði álíka
mikil talskona eplaediks þegar
fram líða stundir.
Amma hafði áhuga fyrir heils-
unni. Hún bjó á annarri hæð
langt fram að 99 ára afmælisdeg-
inum. Hún gekk reglulega út á
svalir til þess að fá ferskt loft,
borðaði sinn hafragraut og tók
vítamín. Eftir að hún fluttist á
Hvamm leitaði hún í dagsbirt-
una, gekk hring um gangana á
hverjum degi og fannst lítið mál
að skella sér á hjólið sem dval-
arheimilið hafði til umráða og
keyrði með heimilisfólk um bæ-
inn. Þá hefur hún eflaust getað
sagt eklinum sögurnar af Húsa-
vík.
Litir glöddu ömmu. Hún vann
handavinnu úr fallegum litasam-
setningum og hafði gaman af
blómum og gat haldið lífi í af-
skornum blómvöndum í ótrúleg-
an tíma. Þar átti hún eitt ráð
sem ég hugsa að ég fari að taka
upp.
Lífsins gangur, stjórnmál og
heimspeki voru ömmu alltaf of-
arlega í huga þótt hún vildi nú
ekkert sérstaklega kannast við
það. Eitt sinn þegar ég kom í
heimsókn með Óla minn lítinn
fór amma að spyrja mig út í ald-
ur minn og fannst nafna sín orð-
in helst til gömul. „Að hugsa sér,
nú ert þú ekki lengur ung kona.
Búin að eignast öll þín börn. Og
ég! Ég er búin að vera gömul
kona allan þann tíma sem þú hef-
ur lifað! Sjáðu hvað þessum lífs-
skeiðum er misskipt.“
Amma hafði mikinn áhuga á
fólki. Hún fylgdist vel með lang-
ömmubörnunum og þekkti per-
sónuleika þeirra og áhugamál
með fallegum hætti. Hún spurð-
ist fyrir um ótrúlegasta fólk, fólk
sem hún hafði hitt einu sinni eða
tvisvar, þá var það komið í henn-
ar verndandi hring.
Ömmu þakka ég líka að hafa
kennt mér að baka lagtertu, gera
pönnukökusoppu og að hafa
reynt að kenna mér að prjóna.
Ég hef ekki tærnar þar sem
amma hafði hælana í þeim efnum
en ég geri mitt besta þótt hægt
fari og hugsa til ömmu á meðan.
Takk fyrir spjallið, takk fyrir
allt sem þú hefur kennt mér og
takk fyrir hláturinn og gleðina.
Við áttum fallegt spjall í síma
fyrir stuttu, eftir að amma var
farin að finna fyrir slappleika.
Ekki var sem amma væri tilbúin
til þess að kveðja þar sem hún
talaði um að hún tryði nú ekki
öðru en hún myndi braggast.
Það samtal endaði engu að síður
á þessu fallegu línum:
„Takk fyrir allar stundirnar
nafna mín.“
Sömuleiðis elsku amma.
Þín nafna,
Hilma Hólmfríður.
Elsku amma. Ég mun alltaf
muna eftir síðasta skiptinu sem
við hittumst, sem var á afmæl-
isdaginn þinn en þá héldum við
upp á 101 árs afmælið þitt. Við
komum óvænt til þín í heimsókn
og ég man hvað þú varst glöð að
sjá okkur. Þú fórst strax í að
finna súkkulaðimola fyrir Má og
Móeiði, sem voru svo alsæl með
þessar móttökur hjá langömmu
sinni og voru öll í súkkulaði eftir
smá stund. Þú sagðir okkur frá
deginum sem þú fæddist, og sög-
una af því þegar engin ljósmóðir
hafi verið til staðar þann dag og
því tók vinnukona á móti þér. Sú
hafi verið mjög fátæk en gaf þér
kind og tvö lömb í fæðingargjöf
um haustið sem þótti mjög
rausnarleg gjöf. Það er eiginlega
alveg ótrúlegt hvað þú varst
minnug og skýr fram á síðasta
dag.
Ég er líka mjög þakklát fyrir
að eiga margar góðar og hug-
ljúfar minningar um þig og okk-
ar stundir saman. Það var alltaf
jafngaman að koma norður og fá
að vera nokkrar vikur hjá þér í
Sjávarborg. Ég man þú steiktir
alltaf soðið brauð fyrsta morg-
uninn sem ég var hjá þér, því
það var jú uppáhaldið mitt og
svo spiluðum við ólsen-ólsen á
kvöldin. Þú varst einstök kona
og ég mun sakna þess að geta
ekki hringt í þig og spjallað við
þig heillengi um allt og ekkert
eins og við gerðum.
Hvíldu í friði elsku amma, ég
mun sakna þín.
Þín
Heiðrún.
Nú er amma Fríða fallin frá,
eftir langt og gjöfult líf fékk hún
friðsælt andlát á 102. aldursári.
Það er ekki ofsagt að hún lifði
tímana tvenna. Hún var fædd og
uppalin í torfkofa í einni fámenn-
ustu sýslu landsins. Þessi síðustu
ár ræddi amma æ oftar um upp-
vöxt sinn og lífið í sveitinni. Þó
að vinnan og verkin hefðu ein-
kennt lífið þá minntist amma
þessa tíma með hlýju. Í síðasta
skipti sem ég hitti hana sagði
hún mér frá því hvernig þær
systur sem voru óttalegar títlur
að hennar sögn notuðu hug-
myndaflugið og sameinuðu
krafta sína, tvær eða þrjár um
hvert handtak til að létta undir
með pabba hennar.
Á þeirri ríflega öld sem
amma lifði varð algjör umbylt-
ing á samfélaginu og endalaus
röð af nýjungum leit dagsins
ljós. Það er þó ekki hægt að
segja að hún hafi velt því mikið
fyrir sér eða verið uppnæm fyr-
ir nýjungum. Miklu frekar
hafði hún áhuga á fólki, afkom-
endum sínum og skyldmennum,
vinum og vinkonum. Hún var
mjög félagslynd og hafði mjög
gaman af því að hitta fólk og
blanda geði. Ég minnist ófárra
heimsókna hennar til Reykja-
víkur þar sem hún skipulagði
heimsóknir til vinkvenna sinna
í Borgarnesi og Keflavík og
ófárra skyldmenna víðsvegar
um borgina. Þannig var amma.
Ein af þeim nýjungum sem
amma nýtti sér óspart var
frystikistan. Í barnæsku man ég
eftir ógnarstórum kistum sem
hún var með niðri í kjallara,
seinna var mér sagt að ein af
þeim hefði verið í notkun í versl-
un á Húsavík í mörg ár. Þessar
kistur voru fullar af alls konar
mat, oft einhverju sem hún hafði
fengið gefins frá einhverjum
frænda, vini eða kunningja.
Ferðirnar niður í frysti þar sem
amma var bókstaflega komin
hálf ofan í einhverja kistuna til
að finna það sem leitað var að
eru mér mjög minnisstæðar.
Frystikisturnar og ferðirnar í
þær voru einkenni á svo mörgu í
fari ömmu; útsjónarseminni við
að útvega góðan mat í gegnum
ýmiss konar sambönd, nýtni þar
sem ekkert var látið fara til
spillis, fyrirhyggju þar sem mat-
ur og bakkelsi var útbúið og
geymt í kistunum til betri tíma
og hugulsemi þar sem oft leynd-
ist matur sem barnabarnið hafði
dálæti á í kistunum.
Við barnabörnin áttum öruggt
athvarf hjá ömmu, spjall, spil,
pönnsur eða bara það sem þurfti
hverju sinni. Hún var til staðar
og fyrir okkur og hafði sérstak-
lega augun á þeim sem henni
fannst þurfa meira á aðstoð sinni
að halda en aðrir. Hún var ein-
staklega jákvæð í garð okkar
barnabarnanna og hafði oft orð á
því hvað við værum öll vel af
guði gerð og hefðum komist vel
til manns.
Við sem höfum verið svo lán-
söm að njóta góðs atlætis hennar
og alls þess sem hún kenndi okk-
ur varðveitum það innra með
okkur og miðlum vonandi áfram
til okkar eigin barnabarna.
Þannig lifir hún áfram.
Það er alltaf sárt að sjá á eftir
þeim sem við elskum og elska
okkur en amma kvaddi sátt og
hafði lifað góðu lífi. Það er því
fyrst og fremst með þakklæti í
huga og hjarta sem ég kveð
hana.
Þórný Pétursdóttir,
sonardóttir.
Þegar ég var hjá ömmu í Sjáv-
arborg sem barn skildi hún aldr-
ei af hverju ég vildi ekki fara út
að leika með öðrum börnum, en
mér fannst best að liggja á tepp-
inu í stofunni og tala við ömmu
yfir Rás 1 í botni. Þetta var mín
paradís og mér leið hvergi betur
en nákvæmlega þar.
Elsku amma Fríða, tilhugsun-
in um að ég muni aldrei halda í
kaldar og mjúkar hendur þínar
sem samt voru alltaf einhvern
veginn svo fullar af hlýju fyllir
mig meiri sorg en ég get lýst.
En ég á minningar; tugi, hundr-
uð, þúsundir. Amman að gera
góðlátlegt grín að barnabarninu
með litlu eyrun sem að þínu mati
voru ekki í samræmi við stærð
höfuðsins eða þegar þú gerðir
grín að því að ef ég átti að kaupa
fleiri en þrjá hluti í búðinni þá
varð ég að skrifa lista. Að í hvert
skipti sem ég kom til þín þá
spurðirðu mig hvort að ég vildi
ekki kaffi og hneykslaðist svo á
þessu rígfullorðna barnabarni
sem drykki ekki kaffi. Vakna við
ilminn af nýsteiktum kleinum og
fá að borða þær í morgunmat;
það er ef maður vann fyrir þeim
með að setja þær í poka. Mjólk-
urgrautur, pönnukökur og brauð
með epli. Vökva með þér blómin.
Taka upp rabarbara og búa til
sultu. Hafragrautur búinn til í
örbylgjuofni. Tapa fyrir þér í
spili. Spjall á ganginum þegar
við áttum að vera löngu farnar
að sofa. Hjálpa þér að laga til í
skápum ár eftir ár (ég skil ekki
enn hvernig það var alltaf einn
skápur eftir). Þrífa hurðir og
drekka eplaedik fyrir heilsuna.
Þú að reyna að ganga hljóðlega
um á morgnana svo að barna-
barnið gæti sofið í herberginu
sínu, en staðreyndin er sú að þú
varst jafngóð í því og ég. Hlátur,
endalaus hlátur. Minningar um
bíltúra með þér út um alla Húsa-
vík eða um sveitirnar þar sem
þú bentir mér á hluti sem ég veit
að þú sást ekki en vissir ná-
kvæmlega hvar voru. Gera sér
ferð á Kópasker til að kaupa
rjóma en hugmyndin um að
keyra alls 200 kílómetra til þess
fannst þér óendanlega fyndin.
Og svo sögurnar, endalausar
sögur af þér sem barni, ungri
konu, lífinu, kríum, sigrum og
sorg. Sögur af afa sem ég hitti
aldrei en finnst að ég þekki í
gegnum sögurnar þínar, uppá-
haldssagan mín er þegar þig
keyptuð ykkur í fyrsta skipti
tyggigúmmí. Þegar ég hugsa um
þig hugsa ég um þig sem blíð-
lyndan húmorista sem kaus allt-
af að sjá jákvæðu hliðarnar á
hlutunum.
Þú kallaðir mig alltaf nöfnu,
ekki af því að þú varst að rugla
mér saman við annað barnabarn
eða af því að þú vildir að við vær-
um nöfnur, nei, þú gerðir það af
því að við vorum svo líkar og þér
fannst þú eiga meira í mér.
Elsku amma, takk fyrir að taka
mér nákvæmlega eins og ég er,
þú ert fyrirmyndin mín og sú
sem ég mun alltaf líta upp til,
líka þegar ég verð hundrað ára.
Hvíldu í friði, elsku amma mín.
Þitt barnabarn,
Guðrún Pétursdóttir.
Í Saurbæ á Stekk ól æskuna sína
með Ingu í leik á bæjarins hlaði.
Skottast í fjöru og bælinu Svína
sextán hún fluttist á Snartarstaði.
Barnung var send til fjarðarins Bakka
í vist hún skyldi í kaupmannsins bú.
Hella upp á kaffi og kíkja eftir krakka
skúra og síðan í haga með kú.
Bjó á Borgarhóli árið þrjátíu og níu
þar bæði var beljur og rollur að hafa.
Ástin er indæl, með hamingju og hlýju
um áramót fjörutíu giftist hún afa.
Strákar og stúlka, sex urðu krakkar
í lífinu bæði gleði og sorg.
Þá afi í Sandgerði saltar og pakkar
en amma og börnin í Sjávarborg.
Undi sér amma á heimili fínu
hella upp á kaffi, skrúbba og bóna.
Gjarnan í stólnum með garninu sínu
þar sat sú gamla, að hekla og prjóna.
Fallega talaði um fjölskyldu sína
frábær sá hópur, fríður í reynd.
Sagði dömurnar sætar og strákana
fína
svo væru þau öllsömul afburðagreind.
Er ætthópur safnaðist saman á vík
sólskin í hjörtum, gleði og blíða.
Stoltust var ávallt ættmóðir rík
ánægð og yndisleg amma hún Fríða.
Í fyrravor fagnaði lífi í öld
frúin á Hvammi dvaldi þann dag.
Í fjarlægð var kyrjað langt fram á
kvöld
kærlega til hennar afmælislag.
Nú ský fyrir sólu og særð okkar hjörtu
er sefurðu nú þinn hinsta blund.
Huggun í harmi allar minningar björtu
og þakklæti, er heldur þú á Drottins
fund.
(LSG)
Hjartans þakkir fyrir einlæg
samtöl, hreinskilni, umhyggju og
gleði.
Hvíl í friði elsku amma.
Dögg, Leifur og Alex.
Elsku amma mín. Ég sá aldrei
fyrir þann dag sem þú myndir
kveðja þennan heim. Þó að þú
hafir verið orðin 101 árs leið mér
alltaf eins og þú myndir lifa
lengur en við öll, þú varst svo
skýr og hress alveg fram á síð-
asta dag.
Það er sárt að litli strákurinn
okkar Úlfs hafi aldrei fengið að
hitta þig. Hann varð fimm vikna
í gær en ég sagði einmitt við Úlf
þegar við vorum nýkomin heim
af fæðingardeildinni að mig lang-
aði til að fara norður sem fyrst
og kynna hann fyrir langalang-
ömmu sinni Fríðu enda hafðir þú
miklar áhyggjur af því síðustu ár
að ég væri barnlaus og minntir
mig reglulega á að það væri nú
betra að græja það áður en ég
yrði þrítug. Ég veit að sjálfsögðu
að þetta var allt sagt í léttu gríni
enda varstu mikill húmoristi, þó
að það fylgdi þessu smá alvara
líka.
Þú varst alveg einstök kona,
svo fyndin og skemmtileg og það
var aldrei neitt skylduverk að
heimsækja langömmu sína held-
ur fylgdi því alltaf mikil tilhlökk-
un. Þú hafðir frá nógu að segja,
stundum of miklu meira að segja
þar sem þú hálfpartinn hékkst á
stiganum í Sjávarborg til að
spjalla alveg þar til maður labb-
aði út um dyrnar. Mikið á ég á
eftir að sakna þess.
Annað sem var alveg magnað
við þig var minnið. Þú varst með
ótrúlegt minni, mundir afmælis-
daga hjá öllum barna- og lang-
ömmubörnunum þínum, sem
voru orðin ansi mörg. Ég gleymi
því heldur ekki þegar ég keyrði
með þig í Ásbyrgi fyrir fjórum
árum og þú sagðir mér hvað allir
bæirnir á leiðinni hétu og hverjir
hefðu búið á þeim hér forðum.
Ég fylgdist með skiltunum á
meðan þú sagðir frá því, ég trúði
því hreinlega ekki að þú værir
með þetta allt á hreinu en að
sjálfsögðu var þetta allt hárrétt
hjá þér.
Það er alls ekki sjálfsagt að
eiga jafn margar minningar af
langömmu sinni og ég á en ég er
einstaklega þakklát fyrir árið
sem við mamma og stelpurnar
bjuggum á Húsavík. Þá var ég
níu ára og gat heimsótt þig í
hverri viku og fór í ófá skipti ein
til þín að spila ólsen-ólsen og
veiðimann. Við hlógum mikið,
drukkum eplasafa og þú svaraðir
mér oft með mjá í staðinn fyrir
já sem mér fannst alltaf jafn
fyndið. Ég vildi óska þess að
heimsóknirnar norður hefðu ver-
ið fleiri síðustu ár en ég held fast
í allar fallegu minningarnar sem
ég á og hlakka til að segja litla
stráknum okkar frá þér.
Hvíldu í friði elsku amma mín
og takk fyrir allt, þú varst mér
mikil fyrirmynd. Ég mun sakna
þín sárt en minning um einstaka
konu lifir.
Þitt langömmubarn,
Urður.
Hilma Hólmfríður
Sigurðardóttir
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2021
Sálm. 16.1-2
biblian.is
Varðveit mig, Guð,
því að hjá þér leita
ég hælis. Ég segi
við Drottin: „Þú ert
Drottinn minn, ég
á engin gæði nema
þig.”
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744