Morgunblaðið - 05.06.2021, Page 35

Morgunblaðið - 05.06.2021, Page 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2021 ✝ Guðrún Jónína Ingimarsdóttir fæddist í Hreið- arsstaðakoti í Svarfaðardal 8. október 1931. Hún lést 24. maí 2021 á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi. For- eldrar hennar voru Ingimar Guttormsson bóndi á Skeggsstöðum í Svarf- aðardal, f. 9.1. 1905, d. 8.10. 1994, og Jóhanna Sigurbjörg Jónasdóttir húsfreyja á Skeggsstöðum í Svarfaðardal, f. 23.5. 1904, d. 1.3. 1992. Systkini Guðrúnar: Jónas Auðunn, f. 23.1. 1937, d. 31.5. 2020, og Steingerður, f. 16.3. 1942. Hinn 12. september 1954 giftist Guðrún Sigurði Kr. Jónssyni húsasmíðameistara, f. 8.8. 1933, d. 23.8. 2017. Börn Guðrúnar og Sigurðar eru: 1) Karlotta Sigríður, f. 3.2. sambúð með Ásdísi Einars- dóttur. 3) Jóhann, f. 7.11. 1963, í sambúð með Eddu Rún Sigurð- ardóttur. Börn hans með fyrri konu sinni, Sigrúnu Erlends- dóttur: a) Áslaug María, í sam- búð með Ágústi Bjarna Garð- arssyni og eiga þau tvo syni, og b) Elín Ósk, í sambúð með Orra Ólafssyni. 4) Auðunn Steinn, f. 12.12. 1966, kvæntur Magdalenu Berglindi Björnsdóttur. Börn þeirra eru: a) Kristófer Skúli, í sambúð með Rakel Jönu Arn- fjörð Benediktsdóttur og eiga þau einn son, b) Margret Rún og c) Jóhanna Björk. Guðrún ólst upp í Svarf- aðardal. Hún stundaði nám við Húsmæðraskólann á Lauga- landi í Eyjafirði. Guðrún flutt- ist á Blönduós 1953 þar sem hún kynntist manni sínum. Þau hófu búskap á Blönduósi á Húnabraut 30, en bjuggu lengst af á Húnabraut 32 í húsi sem þau reistu sjálf. Þau fluttu síðan að Flúðabakka 1 árið 2004. Útför hennar fer fram frá Blönduóskirkju í dag, 5. júní 2021, klukkan 14. Streymishlekk má finna á: https://www.mbl.is/andlat 1955, gift Sverri Valgarðssyni. Börn þeirra eru a) Guðmundur Ragn- ar, kvæntur Að- alheiði Hann- esdóttur og eiga þau fimm börn, b) Valgerður Kar- lotta, gift Helga Magnússyni og eiga þau tvö börn, c) Róbert Hlynur, í sambúð með Signýju Sigurð- ardóttur, og d) Ólöf Ösp í sam- búð með Snorra Geir Snorra- syni og eiga þau fjögur börn. 2) Ingimar, f. 26.6. 1956, kvæntur Svetlönu Björgu Kos- tic. Börn hans með fyrri konu sinni, Guðrúnu Hrönn Ein- arsdóttur: a) Einar Rafn, í sambúð með Sunnu Líf Guð- mundsdóttur og eiga þau einn son, og b) Sigurður Kristinn. Svetlana á tvo syni; a) Igor Bjarna, í sambúð með Bergdísi Hermannsdóttur og eiga þau tvo syni, og b) Alexander, í Mamma var Svarfdælingur. Hún hafði alla tíð mjög sterkar taugar til dalsins fagra. „Feg- urstur allra dala á Íslandi.“ Ég deildi þeirri skoðun með mömmu. Mamma og pabbi bjuggu lengst af á Húnabraut- inni. Fyrst á 30 og síðan byggðu þau sér sitt eigið hús á 32. Mamma var mikil garðyrkju- kona og saman ræktuðu þau pabbi garðinn sinn. Ósjaldan sá maður hana á fjórum fótum í garðinum, að hirða um beðin og laga blómin. Garðurinn hlaut enda viðurkenningu bæjarins sem fallegasti garðurinn á Blönduósi eitt árið. Minningarnar um mömmu eru allar góðar. Meira að segja þegar þurfti að skamma mig eða tukta mig til, sem kom fyrir, var það gert með ljúfum hætti. Sem krakki lék maður sér hér og þar og hafði ekki mikið tímaskyn, t.d. á matartíma. Þá dugði fyrir mömmu að fara út á tröppur og kalla eftir mér. Ef ég heyrði ekki þá var það ein- hver annar og sá hinn sami kom skilaboðunum áleiðis. Ég átti til að taka mér far með mjólkurbíl- unum út í sveit og sagði henni ekki frá því. Það var svo sem allt í lagi, ef ég fór með „rétt- um“ bílstjóra. Í þá daga skipti nefnilega máli hvar menn voru í pólitík. Það þótti ekki hæfa að ég væri að þvælast með fram- sóknarmanni að maður tali nú ekki um einhverjum alþýðu- bandalagsmanni. Nú er öldin önnur og umburðarlyndi meira. Heimilið okkar var alltaf hreint og fínt. Við höfðum nóg að borða og við fengum þau föt og leikföng sem við þurftum, ekki meira. Það var gott að alast upp við það að fara vel með hlutina. Mamma var mikið í eldhúsinu og líka í þvottahús- inu. Ég man eftir því þegar „hún“ fékk nýju sjálfvirku þvottavélina, Haka Fullmatic hét hún og var frá Rafha. Þetta var mikið galdratæki og ef ég man rétt komu nágrannakonur í heimsókn til að líta dýrðina. Mamma var alltaf að baka, ný- bakað brauð, kökur, tertur, kleinur og pungar á hverjum degi, þó ekki allt þetta í einu. Ísköld mjólk og nýtt bakkelsi. Hvað var betra fyrir strák á þeim tíma og enn í dag? Ég flutti til Reykjavíkur 1977 og fór margar ferðirnar norður í heimsókn til foreldra minna. Hún spurði alltaf hvernig hefði verið að keyra. Ég sagði henni gjarnan að þokan á Holtavörðu- heiðinni hefði verið svo þykk að ég hefði þurft að fara niður í 90 km hraða. Henni þótti það ekki fyndið. Mamma og pabbi voru mjög samrýnd. Satt best að segja ótt- aðist ég þegar pabbi dó að hún myndi fylgja fljótt á eftir. Ann- að kom á daginn. Hún mamma var ótrúlega ern og bar sig vel. Hennar akkilesarhæll var heyrnarleysið. Undir það síð- asta var varla hægt að eiga samskipti við hana nema í gegn- um sjónvarpið eða tölvur. Hún hafði mjög góða sjón og gat les- ið allt á skjánum og svaraði til baka. Þannig áttum við m.a. klukkutíma spjall fyrir fjórum vikum, yndislegur tími. Svo dettur hún og brýtur lærlegg- inn. Eftir það varð ekki aftur snúið. Við systkinin sátum hjá henni þegar yfir lauk. Hún hafði enga næringu en hélt samt út í rúma viku. Ótrúlegur kraftur sem var í henni þrátt fyrir allt. Kannski lýsti það best hvernig mamma var; þrautseig og hæg- lát, aldrei nein læti. Hvíldu í friði mamma mín. Ingimar. Í eitt sinn er ég kom í heim- sókn til mömmu og ég í mínum nýjustu buxum, sem voru nýj- asta tíska, sem sagt rifnar á hnénu, var hún í pínu sjokki hvað væri að sjá mig og hvort ég ætlaði svona suður! Hvort ég ætlaði ekki að láta laga þetta haha og ég sem borgaði helling fyrir þessar buxur, en svona var mamma, alltaf að hugsa um mann, hvort ekki væri allt í góðu hjá manni og hvernig mað- ur hefði það. Það var alltaf svo gott að koma til mömmu og pabba. Þeg- ar maður kom norður var hellt upp á kaffi og kökur og brauð sett á borðið og spjallað. Einnig var gott og gaman að koma til mömmu þegar hún var orðin ein og var á sjúkrahúsinu í sínu herbergi. Setjast hjá henni og halda utan um hana. Halda í höndina á henni og spjalla þótt það gengi ekki eins vel hin síð- ari ár, enda heyrði hún verr með árunum. En það gerði bara ekkert til, knús og koss var nóg fyrir mig. Elsku mamma mín, sakna þín óendanlega mikið, sakna þess að geta ekki haldið utan um þig oftar, en ég veit að pabbi tekur vel á móti þér og mun knúsa þig og kyssa. Elska þig mamma mín, knús og kossar á þig. Þinn sonur, Jóhann. Elskuleg móðir mín hefur nú kvatt okkur í hinsta sinn og unir sér nú með pabba að nýju. Ég sakna hennar óskaplega mikið og það hefur verið svolítið skrít- ið síðustu daga að vera í hug- anum kominn hálfa leið í heim- sókn til hennar, en átta sig svo á því að það er ekki hægt leng- ur. Við það að setjast niður til að skrifa minningarorð um mömmu rifjast óneitanlega upp manns eigið æviskeið, enda líf okkar verið samtvinnað alla mína ævi. Hugurinn leitar aftur í tímann og minningar um ljúfa og ást- ríka konu koma upp í hugann. Ég er yngstur í barnahópnum og því hef ég mögulega verið dekraður aðeins meira en systk- ini mín enda sögðu þau oft „Auðunn greyið“ þegar þeim fannst ég fá og mega meira en þau fengu og máttu. Mamma var alin upp í sveit í Svarfaðardal og fannst fátt eins ánægjulegt og að heimsækja gömlu heimahagana, til að hitta alla ættingjana og vinina, segja okkur sögur af því hvernig það var að alast upp í dalnum fal- lega og á Dalvík, svo ekki sé minnst á óteljandi berjaferðir á hverju hausti. „Það eru hvergi jafn stór og góð aðalbláber eins og á Skeggstöðum,“ sagði hún alltaf, jafnvel löngu eftir að hún var hætt að tína ber í landi Skeggstaða. Mamma var hús- móðir af gamla skólanum sem vann heima okkar uppvaxtarár, nema á haustin þegar sláturtíð- in var, en þá vann hún í slát- urhúsinu við að poka skrokka. Mamma passaði alltaf vel upp á litla drenginn sinn, svo vel að þegar ég fór í útskriftarferð eft- ir framhaldsskóla tók hún að sér að pakka niður fyrir mig enda mikið að gera hjá mér á sjálfan útskriftardaginn. Haldið skyldi í sólina og því alveg nauðsynlegt að taka með sér nóg af fötum, m.a. frotte-nátt- slopp, tvær eða þrjár hlýjar peysur og þykka sokka. Mér átti ekki að verða kalt, en þess skal getið að taskan mín var tæplega 25 kg þegar út var haldið. Ja, ég fór alla vega ekki fatalaus til útlanda. Elsku mamma, síðustu árin án pabba hafa oft verið þér erf- ið. Þú saknaðir hans mikið og sagðir mér oft að þú talaðir við hann á hverju kvöldi. Nú ertu komin til hans aftur og þá verð- ur allt gott. Takk fyrir allt sem þú kenndir mér og ekki síður hve góð þú varst börnunum mínum og litla kút, eins og þú kallaðir alltaf barnabarnið okk- ar Berglindar. Hvíldu í friði mamma mín. Þinn sonur, Auðunn Steinn. Þá er komið að því að kveðja elsku ömmu Gunnu. Það hlýjar okkur systkinunum um hjarta- rætur að vita af ömmu og afa sameinuðum á ný. Hnyttin, ákveðin og hugul- söm eru orð sem okkur detta í hug þegar við hugsum til ömmu. Þegar við systkinin vorum yngri var amma sífellt prjón- andi, það var nánast í hverri heimsókn sem maður gekk út með prjónað sokkapar eða vett- linga og passaði amma alltaf að við ættum nóg til skiptanna. Við gleymum aldrei brosinu og gleðinni þegar maður kom í heimsókn og amma tók um vangann og kyssti mann á báðar kinnarnar. Þrátt fyrir að heyrn- in hafi verið orðin slæm á seinni árunum sýndi hún alltaf áhuga á því sem maður hafði að segja og bauð manni eins og einn súkku- laðibita í leiðinni í hverri heim- sókn. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau, er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið mesta gafst þú hverju sinni. Þinn traustur faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra, nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá, í hljóðri sorg, og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þín barnabörn, Kristófer Skúli, Margret Rún og Jóhanna Björk Auðunsbörn. Guðrún Jónína Ingimarsdóttir HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Kæru ættingjar og vinir. Hjartans þakkir fyrir samúð, stuðning og hlýju við andlát og útför okkar allra besta eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GILS STEFÁNSSONAR. Sérstakar þakkir viljum við færa vinum okkar í Fríkirkjunni í Hafnarfirði og FH-fjölskyldunni okkar. R. Rósa Héðinsdóttir Björg Gilsdóttir Guðmundur Karlsson Héðinn Gilsson María Þorvarðardóttir Helga Kristín Gilsdóttir Guðlaugur Baldursson Sigrún Gilsdóttir Gísli Freyr Gíslason barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGÓLFUR MARINÓ GESTSSON, frá Ytra-Dalsgerði, Kristnesi 12, Eyjafjarðarsveit, lést heima í faðmi fjölskyldunnar fimmtudaginn 27. maí. Útför hans fer fram frá Grundarkirkju miðvikudaginn 9. júní klukkan 13. Vegna fjöldatakmarkana verður streymt frá athöfninni á facebooksíðunni Jarðarfarir í Grundarkirkju – beinar útsendingar. Sérstakar þakkir eru til Heimahlynningar á Akureyri, Heimahjúkrunar og Umhuga fyrir einstaka umönnun og hlýju. Marites Toledo Talle Jóna Sigurdís Svavarsdóttir Sigþór Viðar Ragnarsson Gestur J. Ingólfsson Inga Þórey Ingólfsdóttir Jón Sverrir Sigtryggsson afa- og langafabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORBERGUR KRISTINSSON, prentari og útlitsteiknari, lést fimmtudaginn 27. maí á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útför fer fram í kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg 56 í Reykjavík mánudaginn 7. júní klukkan 14. ATH. tímasetning útfarar er klukkan 14 (ekki klukkan 15 eins og áður var auglýst). Sigrún Gróa Jónsdóttir Kristinn Þorbergsson Kristín Anna Ólafsdóttir Jón Sævar Þorbergsson Rannveig Einarsdóttir Snorri Goði Þorbergsson Nanna Gísladóttir Wium barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona og besti vinur minn, móðir, tengamóðir, amma og langamma, JÓHANNA HÓLMFRÍÐUR ÓSKARSDÓTTIR, Sunnubraut 7, Þorlákshöfn, lést á Landspítalanum Fossvogi laugardaginn 29. maí. Útförin fer fram frá Þorlákskirkju fimmtudaginn 10. júní klukkan 14. Streymt verður á http://streymi.syrland.is. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Lúðrasveit Þorlákshafnar, kt. 460893-2409, reikn. 0150-05-60205. Kári Böðvarsson Óskar Ingi Böðvarsson Kristrún Hafliðadóttir Tómas Þór Kárason Rúrí Eggertsdóttir Anna Margrét Káradóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir, tengdamóðir og amma, HULDA SIGURÐARDÓTTIR, Didda, Efstasundi 26, verður jarðsungin frá Langholtskirkju fimmtudaginn 10. júní klukkan 13. Ragnar Ingi Einarsson og fjölskylda

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.