Morgunblaðið - 05.06.2021, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2021
Sóri afi í Messu-
holti mætti okkur
barnabörnunum
alltaf með hlýju
brosi þegar við komum í heimsókn
til hans í sveitina. Þar beið okkar
allt það sem hugur barns gæti
girnst; fínasti skógur til að leika
sér í, góðir spilafélagar í þeim afa
Sóra og ömmu Fjólu og öll eft-
irlátssemi sem einkennir góða afa
og ömmu. Við krakkarnir gerðum
okkur grein fyrir því að við þurft-
um svolítið að hækka róminn við
afa, en það gerðum við með glöðu
geði þar sem hann var hinn ágæt-
asti samræðufélagi. Því að þrátt
fyrir slæma sjón og heyrn fylgdist
sá gamli vel með fréttum og fólki.
Þegar hann svo dvaldist hjá okkur
í Reykjavík lét hann ekkert aftra
sér frá því að mæta á tónleika eða
aðra viðburði til að fylgjast með
barnabörnunum.
Það fylgir því mikil hlýja öllum
minningum okkar frá Messuholti
Sigurþór
Hjörleifsson
✝
Sigurþór Hjör-
leifsson fædd-
ist 15. júní 1927.
Hann lést 20. maí
2021.
Útför Sigurþórs
fór fram 4. júní
2021.
þegar hann Sóri afi
bjó þar og Fjóla
amma meðan henn-
ar naut við. Hvort
sem við fengum að
vera hjá þeim í
nokkrar nætur eða
sumarlangt vorum
við alltaf meira en
velkomin. Það var
líka hægt að lenda í
ýmsum uppátækjum
og ævintýrum með
Sigurþóri. Okkur stendur skýrt
fyrir hugsjónum þegar afi græju-
karl dró fram einhver tæki í
skúrnum og við fengum að fylgj-
ast með eða prófa. Hann var líka
ávallt mjög hvetjandi og dró til að
mynda hana Arngunni (yngri)
með sér í bíltúr á eldgömlum
jeppa upp á skíðasvæði þegar
hann frétti að hún, nýkomin með
bílpróf, væri ekki nógu örugg á
beinskiptum bíl. Hún keyrði að
sjálfsögðu því að sá gamli ætlaði
að komast í útsýnistúr. Eins var
alltaf gott að setjast niður með afa
og taka eina kasínu, eða bera sam-
an bækur okkar um nýjustu
skáldverkin. Afi hlustaði nefni-
lega alltaf á nýjar hljóðbækur og
það voru sömu bækur og við lás-
um, skáldsögurnar, ekki krimm-
arnir.
Eins og kannski er algengt hjá
ungu fólki var það ekki fyrr en við
komumst á fullorðinsaldur sem
við fórum að gera okkur grein fyr-
ir því að hann afi átti heilan hafsjó
af minningum og langa ævi að
baki sem við þekktum ekki. Því
var oft gaman að nefna við afa
þegar við vorum á ferðalagi eitt-
hvað um landið, því oft átti hann
einhverjar sögur þaðan. Þessi síð-
ustu ár eru okkur afar dýrmæt, þá
fékk maður að heyra einhverjar
sögur af þeim Guðbjörgu ömmu,
ferðalagi afa um Bandaríkin þver
og endilöng og minningar sem
hann átti frá uppvaxtarárum í
Reykjavík og Skagafirði. Í dag
kveðjum við afa og hugsum til
hans á nýjum ferðalögum.
Arngunnur Einarsdóttir og
Þorgerður Einarsdóttir.
Í dag kveð ég elsku afa minn,
Sóra. Það ætti ekki að koma
manni að óvörum að þurfa að
kveðja afa sinn sem kominn er á
tíræðisaldur hinstu kveðju en það
gerir það engu að síður. Afi minn
var nefnilega einn þrautseigasti
og duglegasti maður sem ég hef
kynnst og hann tókst á við allt
mótlæti af mikilli eljusemi og lét
aldrei neitt stoppa sig.
Ég á margar góðar og hlýjar
minningar um afa minn. Sem barn
eyddi ég löngum stundum í að
spila við afa og ömmu í Messuholti
en þau virtust aldrei þreytast á að
sinna okkur barnabörnunum. En
úr æsku minni standa upp úr
minningar af ýmiskonar ævintýr-
um með afa, þá einna helst sjó-
ferðunum. Að sigla út Skagafjörð
á sumarkvöldum með afa og moka
upp þorski var toppurinn á tilver-
unni.
Í seinni tíð urðu samtölin við
afa æ dýrmætari. Hann var svo
minnugur og fylgdist svo vel með
öllu þrátt fyrir háan aldur. Það
var gaman að heyra sögurnar úr
lífi hans, til dæmis af barnæsku
hans í Reykjavík, eða bara að
ræða við hann um daginn og veg-
inn.
Við afi gátum því miður ekki
hist eins oft og ég hefði viljað und-
anfarin misseri en fjölskyldan
náði þó öll að hittast á þorrablóti í
Messuholti í vetur. Í dag er ég
þakklátur fyrir það og þá sérstak-
lega að þeir Örn litli hafi fengið að
hittast. Síðar mun hann heyra frá
mér sögur um langafa sinn Sóra
og kynnast hans heimahögum í
Skagafirði.
Góðar minningar um ljúfa
dugnaðarforkinn og lífsglaða afa
Sóra munu lifa með okkur öllum
um ókomin ár.
Þorgeir Sigurðarson.
Lífið er ferðalag. Ferðalag
sumra er stutt, annarra lengra.
Ferðin gengur misjafnlega vel,
bæði milli einstaklinga og tíma-
bila. Sumir verða fyrir áföllum
sem beygja þá og jafnvel brjóta,
aðrir bogna um skeið en rétta sig
síðan upp og halda áfram.
Sigurþór Hjörleifsson, sem hér er
kvaddur hinsta sinn, fékk sinn
skerf af áföllum á lífsgöngunni.
Slysfarir, heilsubrestur og ótíma-
bær ástvinamissir urðu honum
þungbær, en þrautseigja hans og
þolinmæði var einstök. Kjarkur
hans bilaði samt aldrei og hann
hélt áfram án vols eða víls.
Sigurþór byrjaði lífshlaup sitt í
Reykjavík, þar sem foreldrar
hans bjuggu áður en þau keyptu
jörðina Kimbastaði í Skagafirði og
hófu þar búskap. Sigurþór gerðist
starfsmaður á Vélaverkstæði Sig-
urðar Sveinbjörnssonar og nam
þar vélsmíði og rennismíði, en
hann starfaði stærstan hluta ævi
sinnar við viðgerðir og viðhald
vinnuvéla, einkum fyrir Vélasjóð
ríkisins og síðar Ræktunarsam-
band Skagafjarðar. Þrautseigju
hans og verkhyggni var við brugð-
ið og margt vandamálið sem öðr-
um virtist illleysanlegt varð sem
leikur einn þegar hann kom að því
og sá hann oft lausnir sem öðrum
höfðu ekki í hug komið. Ef hann
vantaði verkfæri, þá smíðaði hann
þau og hann var jafnan kallaður til
þegar vinnuvélar Ræktunar-
sambandsins lentu í festum, bil-
unum og öðru þeim vandamálum
sem upp geta komið í slíkum
rekstri. Við slíkar aðstæður naut
ráðsnilli hans og lausnamiðaður
hugur sín vel. Sigurþór var líka
þátttakandi í félagsmálum af
ýmsu tagi og sá sem þetta ritar
þekkti best til starfa hans í þágu
björgunar- og slysavarnamála,
sem og starfs Ferðafélags Skag-
firðinga. Þar reyndist hann bæði
tillögugóður, starfsamur og góður
félagi að viðbættri verklagni og
útsjónarsemi í hinum ýmsu verk-
efnum.
Ritari þessara fáu orða minnist
hinsvegar Sigurþórs fyrst og síð-
ast sem einstaks vinar og greið-
vikins velgjörðamanns, sem og af-
ar góðs ferðafélaga, sér í lagi um
öræfaslóðir, þar sem við áttum
saman margar, ógleymanlegar
stundir.
Það segir sig sjálft, að sá sem
hefur þreytt lífsgönguna í nær
níutíu og fjögur ár hefur þurft að
taka á sig marga þá brimskafla
sem á einum einstaklingi geta
skollið á svo langri leið. Sigurþór
fékk víst áreiðanlega sinn skammt
af þeim, en mætti þeim af æðru-
leysi, þolgæði og einstakri þraut-
seigju og kom jafnan sterkari
undan þeim, þótt margir þeirra
hefðu beygt ýmsa með veikari
skapgerð þannig að þeir hefðu
ekki rétt við aftur. Hér er ekki
ætlunin að tíunda þau áföll sem
hann varð fyrir en ítrekað að sá
sem kemst þá leið sem Sigurþór
varð að ganga er gegnheill maður.
Að leiðarlokum þakkar sá sem
þetta ritar Sigurþóri fyrir allt og
óhætt er að fullyrða að það er
margt. Umfram allt vináttu sem
aldrei bar skugga á. Dætrum hans
fjórum og öðrum aðstandendum,
þar með töldum bræðrum hans
sem enn lifa, er vottuð innileg
samúð. Megi hann hvíla í friði að
loknu farsælu dagsverki.
Guðbrandur Þ.
Guðbrandsson.
Þú varst okkur afi svo
undur góður
og eftirlést okkur dýran
sjóð,
með bænum og blessun þinni.
Í barnsins hjarta var sæði sáð,
er síðan blómgast af Drottins náð,
sá ávöxtur geymist inni.
Við allt viljum þakka afi minn,
indælu og blíðu faðmlög þín,
þú vafðir oss vina armi.
Hjá vanga þínum var frið að fá
þá féllu tárin af votri brá,
við brostum hjá þínum barmi.
Við kveðjum þig elsku afi minn,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvaddur í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
Leiddu svo afa góði guð
í gleðinnar sælu lífsfögnuð,
við minningu munum geyma.
Sofðu svo afi sætt og rótt,
við segjum af hjarta góða nótt.
Það harma þig allir heima.
(Halldór Jónsson)
Þínar afastelpur,
Ingunn Eva og Rakel Eva.
Nú er minn ágæti vinur og
nafni horfinn á braut, margs er að
minnast af samverustundum í
hartnær fjörutíu ár. Við vorum
nokkuð sammála nafnarnir yfir-
leitt og þurftum lítið að rífast.
Báðir voru um tíma forstöðu-
menn, hvor sinnar deildar hjá
kaupfélagi Rangæinga. Konur
okkar störfuðu saman og voru vin-
konur. Störf okkar nafnanna um
langt árabil fólust í því að leysa
vanda þeirra sem leituðu á verk-
stæði kaupfélagsins.
Magnús Bjarnason var einstak-
ur greiðamaður og glaðlyndur,
gerði engan mannamun. Hann var
fæddur og uppalinn í sveit, raunar
bóndi sjálfur um tíma. Magnús
var öllum hnútum kunnugur varð-
Magnús Bjarnason
✝
Magnús
Bjarnason
fæddist 4. janúar
1942. Hann lést 18.
maí 2021.
Magnús var jarð-
sunginn 3. júní
2021.
andi rafmagn og
glúrinn viðgerðar-
maður á öllum svið-
um. Nafni minn
hafði þá náðargáfu
að geta unnið með
öllum, án nokkurra
árekstra, góður
mannþekkjari var
hann. Þurfti ekki að
hækka sjálfan sig
með því að tala aðra
niður.
Maggi var með húmorinn í lagi
og tók eftir ýmsu spaugilegu í fari
samferðamanna, gat líka þannig
frá sagt að engan meiddi. Sagði
vel frá og minnugur á margt
skemmtilegt, bæði laust og bund-
ið. Magnús hafði gaman af kveð-
skap og var góður hagyrðingur,
en hélt því lítið á lofti.
Hann var einstaklega áhuga-
samur í viðgerðum á öllum vél-
búnaði. Ófáa bíla og traktora
keypti hann og lagfærði. Veitull
gestum og gangandi var nafni og
þau hjón bæði, eins og best þekk-
ist, að sönnum sveitamannasið.
Fjöldamörg ár vorum við fé-
lagar við spilaborðið, hjá Bridds-
félagi Rang. Aldrei kom til
árekstra eða ágreinings, eins og
stundum vill gerast í hita leiksins.
Fremur vil ég þakka það nafna
mínum og vini hversu vel okkur
gekk oft, raunar spiluðum við fé-
lagar aðallega ánægjunnar vegna,
þrátt fyrir að báðir væru keppn-
ismenn.
Nokkrar nætur á liðnum árum
gistum við Hallveig hjá Magga og
Ásu þegar utanlandsferðir voru
fram undan. Ekki við annað kom-
andi en við værum flutt til og frá
flugvelli og fararskjóti okkar
geymdur. Við viljum þakka vin-
áttu og samverustundir liðinna
ára, minning um góðan dreng og
heilsteyptan vin lifir. Samúðar-
kveðju sendum við Ásu og afkom-
endum þeirra góðu hjóna.
Magnús Halldórsson.
Nú er hann Maggi horfinn á
lendur forfeðra sinna og efalaust
farinn að stokka spilin samhliða
því að leita að gömlu spilafélög-
unum sem hann átti svo margar
góðar stundir með. Hann var virt-
ur í þeim hópi, góður að spila bæði
í vörn og sókn og glöggur að sjá út
sóknarfærin. Hann var hagur
mjög í höndum. Margur bíllinn
klesstur og krumpinn fékk dval-
arstund í bílskúrnum þar sem
Maggi fór um hann mjúkum
höndum og kom þaðan út gljá-
fægður og glansandi og þá fengu
gamlar dráttarvélar ekki síðri
meðferð. Þetta voru aðeins auka-
verkin en hann var menntaður
rafvirki og stundaði rafvirkjun
sem aðalstarf við orðstír góðan.
Maggi var vel hagmæltur og
margar vísur eftir hann eru til í
gestabókum okkar en þau hjónin
komu oft á sunnudögum í heim-
sókn einkum á meðan við bjugg-
um öll á Hvolsvelli. Innihald vísna
var þá oft tengt einhverjum uppá-
komum í þjóðmálunum, jafnvel
skondnum atriðum í lífi hvers og
eins. Börnin okkar tengdust órjúf-
anlegum böndum sem leiddu til
margra gleðistunda. Maggi var
einn af þessum einstaklingum
sem maður á svo margar góðar
minningar um. Hann var hress,
skemmtilegur, ákveðinn, hreinn
og beinn og alltaf tilbúinn að
hjálpa og leysa úr vanda einkum
hinna smáu. Glettni var honum í
blóð borin. Þannig hófust kynni
okkar Magnúsar í æsku með
heimsóknum milli bæja; Skála-
kots og Stóru-Merkur en skyld-
leiki var mikill; við vorum systk-
inasynir. Auðvitað fylgdu konur
okkar með eftir að þær komu til
sögunnar. Ferðalög saman bæði
hér heima og erlendis hafa orðið
til að styrkja vináttuna. Hann var
vel fróður um land og sögu þannig
að ferðalögin sem gjarnan voru
farin um ótroðnar slóðir reyndust
hinar skemmtilegustu fróðleiks-
stundir. Oft komu sögur um sér-
kennilega fýra sem hann hafði hitt
á bæjum þeim sem hann heimsótti
við störf sín í rafvirkjun. Þá las
hann margar bækur sem fjölluðu
um svipað efni. Þá kynnti hann sér
ýmislegt áður en hann lagði upp í
ferðalögin til útlanda og gerði
okkur ferðafélögunum auðveldara
fyrir. Núna í seinni tíð lágu ferðir
niðri en alls ekki gleymdar. Hann
var nefnilega búinn að bóka ferðir
á Vestfirði og í Þingeyjarsveit nú í
sumar með hótelgistingu fyrir
vestan en vikudvöl í sumarhúsi
fyrir norðan. Það verður því aug-
ljós vöntun á fararstjórn næstu
árin.
Vertu sæll, vinur. Þín verður
sárt saknað.
Þá viljum við senda okkar inni-
legustu samúðarkveðjur til Ásu
okkar og fjölskyldunnar.
Guðjón og Guðbjörg.
Kveðja til afa
Ef frændsemi er til sem tilfinn-
ing, þá hef ég fundið hana. Nota-
leg tilfinning kærleika, væntum-
þykju og hlýju. Byggt væntanlega
á tvennu; annars vegar barns-
minninu, sem hafði frá fyrsta degi
notið stuðnings og elsku elsta
frænda, og ekki síður hinu, að sjá
hve þeim bræðrum, pabba heitn-
um, yngsta bróðurnum, og
Magga, þeim elsta, var hlýtt hvor-
um til annars, án þess þó að til-
finningar væru bornar að óþörfu á
torg. En bragð er að þá barnið
finnur.
Það var ekki erfitt að þykja
vænt um Magga frænda. Maður
sem var öðrum mönnum
skemmtilegra að vera í kringum.
Orðheppinn og hnyttinn húmor-
isti, sem lagði þó alltaf gott til
náungans, vinur vina sinna, öðrum
greiðviknari, alltaf að.
Maggi frændi var þúsundþjala-
smiður. Allt lék í höndunum á
honum og seiglan og úthaldið slíkt
að alltaf fannst lausn á endanum.
Ekki var nú verra ef lausnin var
aðeins hagkvæmari en öðrum
hafði hugnast. Allt gat hann lagað.
Hvort sem það voru þvottavélar,
dráttarvélar, rafstöðvar eða bílar,
jafnvel vonda skapið var lagað!
Snúið við og breytt í bros á auga-
bragði, til dæmis með einhverri af
ótal gamansögum sem hann átti
geymdar í minni.
Líklega mætti segja að frændi
hafi verið dellukarl, í ósköp já-
kvæðri merkingu. Hann tók á lífs-
leiðinni fyrir ýmsar dellur, tengt
ofangreindum viðfangsefnum og
við mætti bæta kórsöng, bridds,
bústaðarbyggingu, rafstöðvarþró-
un og hestamennsku, sem mér
skilst að hafi endað eftir að hest-
húsið var fullbyggt.
Við vorum svo heppin heima í
Hildisey að ein af dellum Magga
voru framkvæmdir foreldra
minna, fjósbygging og fleira. Þeg-
ar áhuginn hafði kviknað voru
ekki til vandamál, bara lausnir.
Hvort sem það var rafkerfi, við-
bætt vökvastýri eða kjarnfóður-
skömmtunarkerfi fann frændi út
úr því. Maggi var á hjólum óþreyt-
andi þar til hann var búinn að
greina, hanna, smíða og setja upp.
Nú hefur síðasti Deutz-inn ver-
ið gerður upp, síðasti greiðinn
inntur af hendi, síðustu skrítlunni
skotið af vörum.
Ég segi eins og ótal fleiri geta
sagt að leiðarlokum: Takk fyrir
allt!
Freyr Ólafsson.
Auðbrekku 1, Kópavogi
Sverrir Einarsson Jóhanna Eiríksdóttir
síðan 1996
Símar allan sólarhringinn:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og
ræðum skipulag útfarar ef óskað er
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST •REYNSLA
FALLEGIR LEGSTEINAR
Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is
Á góðu verði
Verið velkomin
Opið: 11-16 virka daga
Nú er hún Þurý
farin í sumarlandið
og ef haft er í huga
hversu mikill töffari
hún ávallt var er lík-
legast að þangað hafi hún þeyst á
mótorhjólinu sínu. Ætíð var nota-
legt að hitta hana og aldrei neinn
barlómur hjá henni þrátt fyrir að
lífið hafi úthlutað henni þyngri bak-
poka en flestum okkar. Ung varð
hún móðir og átti sín yndislegu tvö
börn fyrir tvítugt, keypti íbúð og
átti „bomsu“ en það viðurnefni áttu
skódar þess tíma og ef þeir voru
sérlega flottir voru þeir „skódi með
rennilás“. Síðar flutti hún til Sví-
þjóðar og átti þar heimili með
börnum sínum, aftur sneri hún
heim á „klakann“ og þá um leið bú-
in að koma sér upp fallegu heimili.
Þuríður Saga
Guðmundsdóttir
✝
Þuríður Saga
Guðmunds-
dóttir fæddist 26.
júní 1965. Hún lést
21. maí 2021.
Útförin fór fram
4. júní 2021.
Þannig var lífið henn-
ar; Þurý ávallt búin
að búa sér og sínum
svo fallegt hreiður og
ekkert mál að græja
það, Þurý hafði svo
ótrúlega mikla orku
og var fljót að koma
hlutum í fram-
kvæmd. Það sem ein-
kenndi hana var
hennar fallega bros,
jákvæðni og bjart-
sýni sem ávallt var til staðar, eng-
inn barlómur eða sjálfsvorkunn.
Það var mikils virði að finna og eiga
ávallt vináttu hennar vísa, hún var
trygg sínum vinum og góð heim að
sækja. Það var notalegt að finna
þann kærleika sem einkenndi hana
þegar við hittumst þessi skipti sem
voru svo alltof fá, það vill gleymast
í dagsins önn að „lífið er núna“. Bið
þess að góðar vættir og hlýir
straumar styðji og styrki börn
hennar, barnabörn, systkini og vini
sem nú sjá á bak sinni elsku Þurý.
Kveðja í sumarlandið,
Sólveig Gyða Jónsdóttir.