Morgunblaðið - 05.06.2021, Síða 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2021
Mig langar til að
skrifa nokkur orð
um elsku Svein afa
sem lést föstudaginn
21. maí síðastliðinn.
Hann afi minn var alveg einstakur
maður, hann var sterkur sem
naut, með hendur sem hefðu sómt
sér vel á meðal risa og það var
nánast ekkert sem hann vissi ekki.
Sem barn eyddi ég flestum
skólafríum í Geitó hjá afa og var
líka svo heppin að fá að búa hjá
honum og Gittu frænku í eina önn
í 8. bekk. Það var einn besti tími
minn úr barnæsku en mér leið
hvergi jafn vel og í Geitó. Þar voru
allir jafningjar og elskaði ég að
hjálpa til við bústörfin, þá sérstak-
lega að vera í fjósinu. Í fjósinu var
nefnilega ekki bara verið að sinna
kúnum heldur sagði afi okkur sög-
ur, kenndi okkur vísur og meira
að segja að dansa skottís.
Eftir að afi hætti að búa þá
fluttist hann fljótlega suður til
ömmu og bjuggu þau saman á
Bjargarstíg þar til amma lést. Þá
fluttist afi í Furugerði þar sem
hann bjó í góðu yfirlæti sín síðustu
ár. Mér fannst yndislegt að fá afa í
hverfið til mín og voru þriðjudag-
ar afadagar hjá mér og börnunum
mínum. Þá kíktum við í heimsókn
til afa og alltaf var til súkkulaði og
kex til að gæða sér á. Afi var mikill
barnakall og naut þess að fá
barnabarnabörnin í heimsókn og
spjalla við þau. Eftir að við flutt-
um til Kanada héldum við sam-
bandi í gegnum Messenger en
hann var alveg ótrúlega duglegur
að tileinka sér nýja tækni með
góðri aðstoð frá Önnu Kötu. Afi
var mikil félagsvera og síðasta ár
með öllum sínum samkomutak-
mörkunum reyndist honum erfitt.
Ég er mjög þakklát fyrir föstu-
dagana sem við áttum saman nú
eftir áramót og vildi nú bara að
þeir hefðu getað orðið fleiri.
Elsku afi, það er erfitt að venj-
ast því að hafa þig ekki lengur hjá
okkur. Þó að heilsan hafi verið far-
in að bresta hjá þér þá náði ég
ekki að undirbúa mig undir fráfall
þitt. Ég sakna þín svo sárt en veit
að þú ert komin á góðan stað og að
amma hefur tekið vel á móti þér
með nikkuna í fanginu. Takk fyrir
allt sem þú gafst mér, hlýjuna,
viskuna, bóndabeygjurnar og
gælunöfnin. Ég elska þig og
hlakka til að hitta þig aftur hinum
megin við regnbogann.
Þín
Íris.
Nú þegar vorið umvefur
Skagafjörðinn okkar og miðnæt-
ursólin slær rauðleitum blæ á land
og haf kvaddi Sveinn frændi okk-
ar í Geitagerði þetta jarðlíf og hélt
inn í sumarlandið. Hann þekkti
miðnætursólina vel, fæddur og
Sveinn Steinsson
✝
Sveinn Steins-
son fæddist 9.
september 1929.
Hann lést 21. maí
2021.
Útförin fór fram
4. júní 2021.
uppalinn á Hrauni á
Skaga, þar sem hún
á þessum tíma siglir
á sjónum við ysta haf
og baðar allt í gulln-
um geislum sínum.
Hann fór ungur suð-
ur til Reykjavíkur í
vinnu eins og títt var
í þá daga og stundaði
ýmis störf, meðal
annars hjá Vega-
gerðinni, þar sem
hann var hefilmaður. Árið 1965
fluttu Sveinn og Anna konan hans
með börnin sín norður í Skaga-
fjörð og fóru að búa í Geitagerði.
Það var yndislegt að fá þessa fjöl-
skyldu í nágrennið, þeim fylgdi
glaðværð og góð nærvera. Marga
kvöldstundina var skroppið upp í
Geitagerði í kaffisopa og gott
spjall, þar sem slegið var á létta
strengi og dægurmálin krufin til
mergjar. Gestrisni þeirra hjóna
var mikil og þau vinmörg, húsið
ekki stórt en alltaf pláss fyrir
gesti og gangandi í lengri eða
skemmri tíma. Það eru örugglega
margir sem eiga góðar minningar
frá sumardvöl hjá þeim Sveini og
Önnu. Á fyrstu árum þeirra hjóna
í Geitagerði vann Sveinn með bú-
skapnum við að flytja mjólk fyrir
bændur í Staðarhreppi til Sauð-
árkróks. Þetta var erfið og krefj-
andi vinna, margir þungir mjólk-
urbrúsar sem lyfta þurfti upp á
bílinn í hverri ferð og mjölpokar í
bakaleiðinni. Vegirnir ekki upp-
byggðir og ef snjóþungt var, þá
var það handskóflan sem greiddi
för. Ýmislegt fleira vann Sveinn
fyrir sitt nærsamfélag, hann var
m.a. lengi réttarstjóri í Staðarrétt
og svo mætti lengi telja og öllum
verkum var skilað með heiðri og
sóma.
Nú þegar við kveðjum Svein
frænda okkar þá er okkur efst í
huga þakklæti fyrir gott nágrenni
og samstarf í bústörfunum sem
samtvinnuðust vegna legu bæj-
anna og varði í fjóra áratugi.
Einnig þökkum við alla hjálpsem-
ina við okkur bræður og foreldra
okkar á Reynistað í gegnum öll
þessi ár.
Á kveðjustund er þungt um tungutak
og tilfinning vill ráða hugans ferðum.
Því kærum vini er sárt að sjá á bak
og sættir bjóða drottins vilja og gerð-
um.
En Guðs er líka gleði og ævintýr
og góð hver stund er minningarnar
geyma.
Farðu vel, þér fylgi hugur hlýr
á ferð um ljóssins stig, og þagnar-
heima.
(Sigurður Hansen)
Elsku Erla, Steini og Gitta.
Innilegar samúðarkveðjur til ykk-
ar og fjölskyldna ykkar.
Bræðurnir á Reynistað,
Jón, Steinn, Helgi og
fjölskyldur.
Vorið var kalt og þurrt í Skaga-
firði þetta árið og nýgræðingurinn
tók seint við sér. Sveinn bóndi í
Geitagerði hafði séð það oft áður
og tók því með sinni meðfæddu ró
og yfirvegun. Veðrið og bóndinn
töluðust á og fyrir Sveini var veðr-
ið hluti af tilverunni og breytileiki
þess hluti af verkefnunum sem
lágu fyrir. Þau voru ærin hjá
Sveini vini mínum gegnum árin.
Áræðinn maður sem tók við rýru
búi og byggði upp með viljann ein-
an að vopni. Sveinn sóttist ekki
eftir veraldlegum auði, heldur var
hans markmið að búa fjölskyldu
sinni öruggt skjól. Umhverfi
Sveins með fjölskyldu og vinum
mótaðist af vilja hans, að vera fyr-
irmynd jafnt ungra sem eldri til
vináttu og mannbætandi verka.
Það tókst Sveini í Geitagerði með
sóma.
Ég var strákur í sveit hjá
ömmu og afa á Mel, þegar Sveinn
og Anna fluttust með fjölskyldu
sinni að Geitagerði. Stutt var á
milli jarða og vinátta og velvilji
sjálfgefin á milli bæja. Sveinn og
afi fundu fljótt taktinn, þrátt fyrir
aldursmun. Þar fóru saman tveir
hjáleigubændur með góð hjörtu
og sterkan vilja. Hjálpsemi fjöl-
skyldunnar í Geitagerði við afa og
ömmu á Mel var óeigingjörn og
velvilji fylgdi þar hverju verki.
Fyrir það erum við afkomendur
frá Mel ævarandi þakklát Sveini
og fjölskyldu hans.
Árin liðu og börn urðu að ungu
fólki. Lífstakturinn breyttist. Við
Erla í Geitagerði höfðum þekkst í
mörg ár í sveitinni á sumrin. Sem
ungt fólk fundu hjörtu okkar nýj-
an takt, sem varð samhljóma. Við
stofnuðum fjölskyldu, Maggi og
Anna Kata komu í heiminn og við
urðum saman hluti af Geitagerð-
isfjölskyldunni. Það var mikil
gæfa fyrir okkur að eiga Svein og
Önnu sem afa og ömmu með sína
opnu arma fulla af gleði og hlýju.
Við bjuggum fyrir sunnan, en
hugsanir okkar voru alltaf tengd-
ar Geitagerði. Að skreppa norður
var sjálfgefið hvenær sem tími
gafst. Á þeim tímum þótti það um-
hugsunarvert að fólk ferðaðist á
milli landshluta eins og að
skreppa út í búð. Sérstaklega með
börn á öllum tíma ársins. En hug-
ar báru okkur ávallt alla leið. Sam-
verustundir í Geitagerði voru
gleðigjafar fyrir börn sem full-
orðna.
Búskapur er hins vegar ekki
tóm sæla og það þekkti Sveinn af
eigin raun. Það þarf að sinna verk-
um og heyskapur á sumrin gefur
engin grið. Hann var hamhleypa
til allra verka. Helst við heyskap
var hægt að lyfta undir horn með
Sveini og það reyndist góður skóli
fyrir ungan mann, sem ég er
þakklátur fyrir.
Á góðum stundum sátum við
Sveinn oft við eldhúsborðið í
Geitagerði og ræddum allt milli
himins og jarðar. Sveinn var vel
lesinn og fylgdist grannt með
samfélagsmálum. Hendur hvíldu
á borði. Mínar sem nýkomnar úr
móðurkviði, hendur Sveins þrútn-
ar af þrautseigju og dugnaði.
Maður hlustaði og meðtók ráðgjöf
Sveins í Geitagerði.
Það mun vora á ný í Skagafirði
og Sveinn í Geitagerði lítur ávallt
til veðurs. Hann mun lyfta undir
hendur þeirra sem eru að strita
við búskap. Ekki með afli, en góð-
ar minningar um Svein í Geita-
gerði létta mönnum störf og verða
ávallt fyrirmynd til góðra verka.
Það þekki ég af ljúfum minningum
og er þakklátur góðum vini.
Jón Magnússon.
Nú hefur hann Sveinn Steins-
son, sá næstsíðasti úr stóra systk-
inahópnum frá Hrauni á Skaga,
kvatt þessa jarðvist að vel loknu
dagsverki.
Ég man fyrst eftir Sveini þegar
ég var um 6 ára en þá bjó hann
ásamt konu sinni og Erlu dóttur
sinni í Reykjavík en þar bjuggu
þau um skeið. Var ég daglegur
gestur hjá þeim en stutt var til
þeirra þaðan sem ég bjó.
Sjálfsagt togaði Skagafjörður-
inn alltaf í drenginn af Skaganum
og þegar tækifæri gafst á að flytja
í Geitagerði í Staðarhreppi á litla
jörð við hliðina á Reynistað þar
sem Guðrún systir hans bjó þá
ákváðu þau hjón að flytja norður.
Ég kom fyrst í sveit til Sveins
og Önnu 11 ára gömul borgar-
stelpa algjörlega blaut á bak við
eyrun hvað sveitalífið varðandi.
Það þurfti því að kenna stelpunni
á sveitina og ákveðið var að keyra
með mig fram í Sæmundarhlíð en
ég átti að hjálpa til við að finna
fjólubláskjótta hestinn þeirra. Ég
reyndi af mikilli samviskusemi að
hjálpa til við leitina en þegar Sæ-
mundarhlíðin var á enda og ekkert
gekk sprakk frænka mín úr hlátri
yfir trúgjörnu systurdótturinni en
þetta var reyndar hvorki í fyrsta
né síðasta skiptið sem reynt var að
plata hana.
Ég dvaldi hjá Sveini og Önnu
ásamt börnum þeirra í sveit í 6
sumur sem og bræður mínir um
nokkurn tíma. Dvölin hjá þeim var
rjómi æsku minnar og hefði ég
ekki viljað fyrir nokkurn mun
missa af þessum árum.
Sveinn var spaugsamur og bjó
gjarnan til skemmtileg gælunöfn á
okkur krakkana sem gjarnan voru
notuð í daglegu tali milli okkar og
við frændsystkinin grípum gjarn-
an í við góð tækifæri.
Það eru margar góðar minning-
ar þegar hugsað er um árin í Geitó.
Ein er minnisstæð, en kýrnar voru
hafðar milli mjalta í Melsgili á
sumrin. Einn morguninn tölti ég
eftir kúnum en fann hvergi.
Sendur var út leitarflokkur og
eftir mikla leit fundust þær á
hlaupum úti við Gýgjarhól en þær
höfðu ákveðið að bregða sér í
Krókinn. Mér fannst það ekkert
sérlega sniðugt hjá þeim þá en í
dag finnst mér þær hafa bara ver-
ið býsna góðar að láta sér detta
þetta í hug! Það þarf að sjálfsögðu
ekki að taka fram að ekki þurfti að
mjólka þær þennan morguninn!
Það var alltaf mikill gestagang-
ur í Geitagerði, bæði af sveitung-
um ásamt vinafólki sem kom að og
dvaldi um stund. Alltaf var pláss
fyrir einn til viðbótar í litla kotinu.
Hann Sveinn skilur eftir sig
gott orðspor. Hann var góður
drengur í bestu merkingu þess
orðs, traustur vinur og maður
orða sinna og ég mun alltaf hugsa
til hans með mikilli hlýju!
Samúðarkveðjur til ykkar elsku
Erla, Steini, Gitta og fjölskyldur!
Hvíl í friði elsku Svenni minn og
takk fyrir öll góðu árin!
Helga Rósa Guðjónsdóttir.
Elsku afi, það er
erfitt að þurfa að
setjast niður og
skrifa minningarorð
um þig. Við vorum mikið saman
þegar ég var yngri og bjó heima
hjá þér. Við fórum oft eitthvað
saman eins og að veiða eða bara
út í bílskúr, ég að smíða á meðan
þú varst að beygja rennubönd.
Íþróttir voru líka ofarlega hjá
þér og studdir þú mig vel í gegn-
um árin. Frá því að fara með
mig á fótboltamót yfir í að mæta
á flesta meistaraflokksleikina
sem ég spilaði í handboltanum.
Þú áttir það til að hringja í mig
eftir leikina og ræða um þá, sem
mér þótti mjög vænt um.
Sveinn Ármann
Sigurðsson
✝
Sveinn Ár-
mann Sigurðs-
son fæddist 6. októ-
ber 1944. Hann lést
6. maí 2021.
Útför Sveins Ár-
manns fór fram 18.
maí 2021.
Það er líka eft-
irminnilegt þegar
við fórum að sjá
ÍBV spila við Stutt-
gart. Þetta var Evr-
ópuleikur og ég
fékk bol sem var í
XL en ég var ein-
göngu nýbyrjaður í
skóla en fór stoltur
í honum nokkra
daga í röð.
Seinna meir vor-
um við svo að vinna saman í
BYKO og gekk það alltaf mjög
vel. Það var margt sem maður
lærði af þér þar sem nýtist
manni mjög vel.
Við fjölskyldan munum sakna
þín mikið og þá sérstaklega
Aþena Saga að geta ekki komið
til langafa og verið að tína jarð-
arber í garðinum hjá þér.
Takk fyrir allar stundirnar
okkar saman og hvíldu í friði.
Þinn
Sverrir, Amanda og
Aþena Saga
Elsku afi minn
hefur kvatt þennan
heim. Ég varð
þeirrar gæfu að-
njótandi að umgangast afa og
ömmu mikið á mínum uppvaxt-
arárum og ofarlega í huga eru
óteljandi sumarbústaðaferðir.
Afa leið hvergi betur en í sveit-
inni sinni í Þykkvabænum og
saman eyddum við mörgum
stundum í rokinu á Árbakka þar
sem hann sagði mér sögur frá
því hann var ungur. Afi hafði
unun af því að segja sögur og
gat rakið heilu samtölin, hvort
sem þau áttu sér stað fyrir
nokkrum dögum eða 50 árum.
Verkefnin við sumarbústaðinn
voru mörg og í minningunni var
afi við störf allan daginn og
slakaði ekki á nema stundarkorn
eftir hádegismatinn þegar hann
fékk sér kríu. Þrátt fyrir að hafa
nóg að gera leyfði hann mér að
hjálpa til og keyrði mig svo um
alla lóðina á hjólbörunum. Hann
skapaði heilan leikvöll á lóðinni,
setti upp rennibraut og sand-
kassa, smíðaði rólur og Kaffikof-
ann, en kofi er rangnefni því
húsið er lítt íburðarminna en
sumarbústaðurinn. Það kom
nokkrum sinnum til tals að gista
í honum og þótt ekkert hafi orð-
ið af því veit ég að þar hefði
ekki væst um okkur. Afi var al-
Sigurbjartur
Sigurðsson
✝
Sigurbjartur
Sigurðsson
fæddist 25. júní
1924. Hann lést 12.
maí 2021.
Útför Sig-
urbjarts fór fram
27. maí 2021.
gjör listamaður og
allt lék í höndum
hans. Ég er þakklát
fyrir alla fallegu
hlutina sem liggja
eftir hann og fjöl-
skylda og vinir
munu njóta um
ókomin ár.
Heima í Langa-
gerði áttum við
einnig góðar stund-
ir og þar dvaldi ég
ekki síður í vellystingum. Mér
eru minnisstæð ófá skipti þegar
ég gisti hjá afa og ömmu og
hann labbaði niður í Réttarholt
til að kaupa lítra af ís eða þegar
hann reif niður harðfisk og
smurði á disk handa okkur
ömmu við sjónvarpið. Afi var
heimsins mesti sælkeri og ég sé
hann ljóslifandi fyrir mér úða í
sig Nóa-konfekti og næla sér í
sykurmola með kaffinu.
Eftir að ég komst á fullorð-
insár var hefð hjá mér að
skreyta jólatréð hjá ömmu og
afa. Afi, af hógværð sinni, ef-
aðist á hverju ári um að hann
réði við að setja gervijólatréð
rétt saman en öll árin sem hann
bjó heima stóð það samsett á
stofugólfinu þegar ég mætti.
Þannig var afi, hann gekk í öll
verk þrátt fyrir að aldurinn
færðist yfir og vann þau óað-
finnanlega allt þar til síðustu ár-
in þegar getan og færnin fór að
tapast. Ég mun alla tíð búa að
því að hafa þekkt afa og prísa
mig sæla ef ég næ að hafa tærn-
ar þar sem hann hafði hælana
hvað varðar elju og vinnusemi.
Minningin um góðan afa lifir.
Hugrún Lena.
Ég kynntist
Kristínu Oddsdóttur
Bonde í minni fyrstu
ferð í Jónshús í
Kaupmannahöfn ár-
ið 1990. Þá fór ég með Guðrúnu
Helgadóttur, forseta sameinaðs
Kristín Oddsdóttir
Bonde
✝
Kristín Odds-
dóttir fæddist
23. ágúst 1948. Hún
lést 25. apríl 2021.
Útförin fór fram
25. maí 2021.
Alþingis, til að funda
með stjórn hússins
og notendum þess. Í
forystu þar voru þá
Íslendingafélagið í
Kaupmannahöfn og
Félag íslenskra
námsmanna í Kaup-
mannahöfn, sem
höfðu meðal annars
umsjón með veit-
ingarekstri í húsinu.
Einnig höfðu nokk-
ur félög aðstöðu í húsinu, sem var
mikilvæg félagsmiðstöð Íslend-
inga í Kaupmannahöfn eins og er
enn í dag. Þar var Kristín mjög
virk. Hafði hún meðal annars um-
sjón með konukvöldum í mörg ár,
sem var mikilvægur félagsskapur
íslenskra kvenna í borginni,
margar kvæntar Dönum, og einn-
ig nokkurra danskra eiginkvenna
Íslendinga. En þungamiðjan í
starfi hennar var þó umsjón og
rekstur bókasafns Íslendinga-
félagsins í fjölda ára með stuðn-
ingi Alþingis.
Þegar Alþingi taldi sig þurfa að
taka aukinn þátt í rekstri Jóns-
húss til að bregðast við breyting-
um í samfélagi Íslendinga í Kaup-
mannahöfn var ómetanlegt að
hafa aðgang að Kristínu sem var
traust og ráðagóð og ég, sem
rekstrar- og fjármálastjóri þings-
ins, gat ávallt stuðst við hana með
frásögnum hennar um það sem
liðið var og góðum ráðum varð-
andi framtíðarskipulag hússins.
Þá stóð ekki á henni að annast
umsjón með rekstri Jónshúss
tímabundið sem brú á milli for-
tíðar og framtíðar.
Ég tel mig ekki halla á neinn
þegar ég segi að Kristín var öfl-
ugasti stuðningsmaður minn þeg-
ar ég tók við sem formaður
stjórnar Jónshúss á vegum Al-
þingis og hóf að setja af stað mikl-
ar breytingar, sem ég tel að hafi
heppnast vel, ekki síst fyrir ráð og
stuðning Kristínar.
Ég votta ættingjum Kristínar
samúð og ekki síst eiginmannin-
um, Peter Bruhn Bonde, sem stóð
sem klettur við hlið hennar í veik-
indunum.
Karl M. Kristjánsson.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar föður
okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
BERGSVEINS ÞÓRÐAR ÁRNASONAR
húsasmíðameistara,
Iðnbúð 4, Garðabæ.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heru líknarþjónustu, líknardeildar
í Kópavogi, Vífilsstaðaspítala og starfsfólks Hrafnistu Boðaþingi
fyrir hlýhug og góða þjónustu.
Auðbjörg Bergsveinsdóttir Jón Baldur Þorbjörnsson
Friðrik Már Bergsveinsson Júlíana Sóley Gunnarsdóttir
Berglind Bergsveinsdóttir Guðjón Grétar Engilbertsson
Árni Örn Bergsveinsson Sólrún Axelsdóttir
afa- og langafabörn