Morgunblaðið - 05.06.2021, Side 44

Morgunblaðið - 05.06.2021, Side 44
HANDBOLTINN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Stjarnan mætir Haukum í undan- úrslitum Íslandsmóts karla í hand- knattleik en þetta varð ljóst eftir ótrúlegan tveggja marka sigur Garðbæinga gegn Selfossi í síðari leik liðanna í átta liða úrslitum Ís- landsmótsins í Hleðsluhöllinni á Sel- fossi í gær. Leikurinn var frábært skemmtun en mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. Selfyssingar leiddu með einu marki í hálfleik, 14:13, en þeir byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og Atli Ævar Ingólfs- son kom Selfossi fjórum mörkum yf- ir, 19:15, eftir átta mínútna leik. Þegar tólf mínútr voru til leiksloka jafnaði Björgvin Hólmgeirsson met- in fyrir Stjörnuna í 25:25. Þá tóku við ótrúlegar lokamínútur þar sem liðin skiptust á að skora. Þegar þrjár mínútur voru til leiks- loka kom Björgvin Stjörnunni þrem- ur mörkum yfir, 29:26. Selfyssingum tókst að minnka muninn í tvö mörk en lengra komust þeir ekki og Stjarnan fagnaði 30:28-sigri. Selfoss vann fyrri leikinn í Garðabæ með tveggja marka mun, 26:24, en Stjarnan fer áfram úr einvíginu á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. „Í stöðunni 22:18 fyrir Selfossi virtist ekki mikil von hjá Stjörnunni. Leikmenn voru farnir að hengja haus og lítið að ganga upp. Þá tók Patrekur Jóhannesson sitt síðasta leikhlé, kortéri fyrir leikslok. Eftir leikhléið var allt annað að sjá gestina sem spiluðu sjö á sex með glæsi- legum árangri. Það þarf kjark í að taka síðasta leikhléið þegar svo mik- ið er eftir og hrista upp í þessu, en það reyndist vera stórkostleg ákvörðun hjá Patreki,“ skrifaði Jó- hann Ingi Jónsson m.a. í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is. Leó Snær Pétursson var marka- hæstur Garðbæinga með átta mörk og Björgvin Hólmgeirsson skoraði sjö mörk en Atli Ævar Ingólfsson var markahæstur Selfyssinga með átta mörk. Öruggt hjá Val Þá unnu Valsmenn öruggan fimm marka sigur gegn KA í síðari leik liðanna í Origo-höllinni á Hlíð- arenda, 33:28 Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Valsmenn, sem voru 13:11-yfir í hálfleik, stungu af í síðari hálfleik og fögnuðu öruggum sigri. Akureyringar settu mikinn kraft í fyrstu mínútur leiksins en eftir að Valsmenn höfðu áttað sig á sókn- arleik KA-manna var eins og Ak- ureyringar væru skák og mát. Þeir voru að elta stóran hluta leiksins og varnarleikurinn var lítill sem enginn og Valsmenn gengu á lagið. Tumi Steinn Rúnarsson og Vignir Stefánsson voru atkvæðamestir í liði Valsmanna með sjö mörk hvor og þá átti Martin Nagy í marki Vals stór- leik en hann varði ellefu skot og var með rúmlega 40% markvörslu. Áki Egilsnes var markahæstur KA-manna með átta mörk. Valsmenn unnu fyrri leik liðanna á Akureyri 30:26 og þeir fara því áfram í undanúrslitin, samanlagt 63:54, þar sem þeir mæta ÍBV. Stjarnan sneri einvíginu sér í vil á Selfossi - Valsmenn fóru létt með Akureyringa sem áttu engin svör á Hlíðarenda Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Drjúgur Tumi Steinn Rúnarsson fór mikinn fyrir Valsmenn gegn KA. 44 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2021 Lengjudeild karla ÍBV – Kórdrengir..................................... 2:2 Staðan: Fram 4 4 0 0 11:3 12 Fjölnir 5 3 1 1 8:4 10 Grindavík 5 3 0 2 8:9 9 Grótta 5 2 2 1 14:9 8 Kórdrengir 5 2 2 1 9:8 8 ÍBV 5 2 1 2 10:7 7 Þór 4 2 0 2 10:10 6 Vestri 4 2 0 2 8:9 6 Afturelding 5 1 2 2 9:11 5 Þróttur R. 5 1 1 3 8:11 4 Selfoss 5 1 1 3 7:11 4 Víkingur Ó. 4 0 0 4 4:14 0 Svíþjóð Kristianstad – Rosengård ...................... 0:0 - Sif Atladóttir lék allan leikinn með Kristianstad og Sveindís Jane Jónsdóttir lék í 87 mínútur. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið. - Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik- inn með Rosengård. Staðan: Rosengård 8 7 1 0 18:1 22 Häcken 7 5 1 1 14:3 16 Linköping 8 3 4 1 11:9 13 Kristianstad 8 3 4 1 8:7 13 Hammarby 8 3 3 2 18:13 12 Örebro 7 3 1 3 8:11 10 Vittsjö 7 2 3 2 8:5 9 Eskilstuna 7 1 4 2 6:9 7 Piteå 7 2 0 5 6:11 6 AIK 7 1 3 3 7:18 6 Djurgården 7 1 0 6 6:15 3 Växjö 7 0 2 5 2:10 2 Frakkland Lyon – Fleury........................................... 3:0 - Sara Björk Gunnarsdóttir hjá Lyon er í barneignafríi. París SG vann Dijon á sama tíma 8:0 og varð meistari með 62 stig en Lyon varð í öðru sæti með 61 og Bordeaux er þriðja með 44 stig. Vináttulandsleikir karla Færeyjar – Ísland .................................... 0:1 Finnland – Eistland ................................. 0:1 Spánn – Portúgal...................................... 0:0 Ungverjaland – Kýpur............................. 1:0 Ítalía – Tékkland ...................................... 4:0 Lettland – Litháen ................................... 3:1 N-Makedónía – Kasakstan...................... 4:0 Undankeppni HM karla Suður-Ameríka: Argentína – Síle........................................ 1:1 Perú – Kólumbía....................................... 0:3 Úrúgvæ – Paragvæ .................................. 0:0 _ Brasilía 12, Argentína 11, Ekvador 9, Paragvæ 7, Úrúgvæ 7, Kólumbía 7, Síle 5, Bólivía 4, Venesúela 3, Perú 1. Brasilía og Ekvador léku síðasta leik 5. umferðar í nótt. 4.$--3795.$ Úrslitakeppni karla 8-liða úrslit, seinni leikir: Selfoss – Stjarnan................................. 28:30 _ Stjarnan áfram, 54:54 samanlagt. Valur – KA ............................................ 33:27 _ Valur áfram, 63:53 samanlagt. _ Í undanúrslitum leika Haukar við Stjörn- una og ÍBV mætir Val. Þýskaland Úrslitaleikur bikarkeppninnar: Lemgo – Melsungen ............................ 28:24 - Bjarki Már Elísson skoraði 4 mörk fyrir Lemgo. - Arnar Freyr Arnarsson skoraði ekki fyr- ir Melsungen. Guðmundur Þ. Guðmunds- son er þjálfari liðsins. B-deild: Gummersbach – Dormagen ............... 35:25 - Elliði Snær Viðarsson skoraði 4 mörk fyrir Gummersbach. Guðjón Valur Sigurðs- son þjálfar liðið. _ Efstu lið: Hamburg 52, N-Lübbecke 52, Gummersbach 49, Elbflorenz 36, Bietig- heim 35, Aue 35, Dormagen 34, Grosswall- stadt 32, Lübeck-Schwartau 32. %$.62)0-# Úrslitakeppni karla Undanúrslit, annar leikur: KR – Keflavík ....................................... 82:91 _ Staðan er 2:0 fyrir Keflavík og þriðji leik- ur í Keflavík á mánudagskvöld. Spánn 8-liða úrslit, oddaleikur: Valencia – Baskonia............................ 78:73 - Martin Hermannsson skoraði 2 stig fyrir Valencia og tók 2 fráköst á 11 mínútum. _ Valencia vann einvígið 2:1 og mætir Real Madrid í undanúrslitum. Tenerife mætir Barcelona eða Joventut Badalona. Úrslitakeppni NBA Austurdeild, 1. umferð: Portland – Denver............................ 115:126 _ Denver sigraði 4:2 og mætir Phoenix. LA Lakers – Phoenix ....................... 100:113 _ Phoenix sigraði 4:2. 4"5'*2)0-# KÖRFUBOLTINN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Íslandsbikarinn í körfuknattleik karla hefur verið geymdur í bik- araskáp KR-inga í Vesturbænum allar götur frá árinu 2014. Eftir ósig- ur í öðrum undanúrslitaleiknum gegn Keflavík í DHL-höllinni í gær- kvöld, 82:91, er hins vegar útlit fyrir að sá góði verðlaunagripur fái annað geymslupláss síðar í þessum mán- uði. Keflvíkingar reyndust of sterkir fyrir KR-inga í gærkvöld, í þeim leik sem KR varð að vinna til að geta gert sér raunhæfar vonir um að slá deildarmeistarana út. Úrslitin réð- ust samt ekki fyrr en á lokamín- útunni, KR-ingar játuðu sig ekki sigraða fyrr en í blálokin en Keflvík- ingar áttu alltaf svör við áhlaupum þeirra. Nú er staðan 2:0 fyrir Kefla- vík, sem getur klárað dæmið á sínum heimavelli á mánudagskvöldið og beðið síðan niðurstöðu hins einvíg- isins. _ Valur Orri Valsson átti stórleik með Keflavík og skoraði 24 stig í leiknum. Dominykas Milka var ill- viðráðanlegur einu sinni sem oftar en hann skoraði 21 stig og tók 12 frá- köst. Deane Williams var með 19 stig og Hörður Axel Vilhjálmsson var með 12 stig, 12 stoðsendingar og 8 fráköst. _ Tyler Sabin átti enn einn stór- leikinn fyrir KR en 32 stig frá hon- um var ekki nóg. Brandon Nazione skoraði 20 stig og Zarko Jukic 14 en KR hefði svo sannarlega þurft meira framlag frá mönnum eins og Matt- híasi Orra Sigurðarsyni og Brynjari Þór Björnssyni í svona leik. _ Undanúrslitin halda áfram ann- að kvöld þegar Þór tekur á móti Stjörnunni í Þorlákshöfn í þriðja leik liðanna. Keflavík átti alltaf svar - Bikarinn er á leið úr Vesturbænum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Frábær Valur Orri Valsson var geysilega öflugur og skoraði 24 stig fyrir Keflvíkinga. Hér er hann kominn fram hjá Tyler Sabin. Þótt nýliðar Kórdrengja væru manni færri frá 13. mínútu náðu þeir jafntefli, 2:2, gegn ÍBV í 1. deild karla í fótbolta í Vestmannaeyjum í gærkvöld. Þeir misstu Gunnlaug Fannar Guðmundsson af velli með rautt spjald en komust samt í 2:0 þegar Þórir Rafn Þórisson og Arn- leifur Hjörleifsson skoruðu á 32. og 48. mínútu. Stefán Ingi Sigurðarson minnkaði muninn fyrir ÍBV á 60. mínútu og José Sito jafnaði metin tveimur mínútum síðar. Eyjamenn náðu ekki að nýta sér liðsmuninn frekar og jafntefli var niðurstaðan. Tíu nýliðar náðu í stig í Eyjum Ljósmynd/ÍBV Mark Stefán Ingi Sigurðarson skoraði fyrir Eyjamenn í gær. Rosengård tapaði sínum fyrstu stigum í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær þegar liðið heim- sótti Íslendingalið Kristianstad. Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Ro- sengård og Sif Atladóttir sömuleiðs hjá Kristianstad. Sveindís Jane Jónsdóttir, sem er að koma til baka eftir meiðsli, fór af velli hjá Kristi- anstad á 87. mínútu. Elísabet Gunn- arsdóttir er þjálfari liðsins sem er með 13 stig í þriðja sæti deild- arinnar. Rosengård er hins vegar með 22 stig í efsta sætinu. Töpuð stig í Íslendingaslag Ljósmynd/FC Rosengård Efstar Rosengård er með sex stiga forskot á toppnum í Svíþjóð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.