Morgunblaðið - 05.06.2021, Side 48

Morgunblaðið - 05.06.2021, Side 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2021 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Lord Pusswhip hefur um nokkra hríð verið með eljusömustu neðanjarðartónlistarmönnum landsins. Hann gefur út jaðar- rapp, furðuraftónlist og for- vitnilega samhristinga á kass- ettum og streymisveitum (t.a.m. Soundcloud og Bandcamp) og á oft í samstarfi við erlenda tónlist- armenn enda hefur hann dvalið í sköpunarparadísum á borð við Berlín og Los Angeles. Nýjasta plata hans kallast Reykjavík ’93 og á sama tíma kom út stutt- mynd, The Fut- ure is Yest- erday. Platan er nokkurs konar óður til íslensku reif- og raftón- listarsenunnar á tíunda áratugnum sem Pusswhip missti af sökum ungs aldurs. Pusswhip gekk meira að segja svo langt að smala tónbútum frá Páli Óskari, Svölu Björgvins og DJ Margeiri, með fullu leyfi að sjálfsögðu, svo að hljóðmyndin yrði sem réttust. Platan kemur út á bandarísku plötuútgáfunni Fan- tastic Voyage (Justin Jay) og í viðtali við Impose Magazine segir listamaðurinn frá því að viss vofu- fræði („hauntology“) og ímynd- aðar minningar marki plötuna, hér sé kominn aðili sem upplifði ekki þessa tíma að ímynda sér hvernig það hafi verið og hvernig menn hafi borið sig að í sköp- Út að ystu mörkum Þáþrá Lord Pusswhip heimsækir tíunda áratuginn. uninni (Pusswhip, eða Þórður Ingi Jónsson, hefur fjallað um fyr- irbærið í pistlum fyrir Ríkisútvarpið). Platan situr vel í þessum hljóðheimi (sem pistilrit- ari upplifði n.b.), frumstæðir og harkalegir taktar ásamt hljóð- mottum sem kalla fram reifið og „hardcore“-ið sem í gangi var þá. Lord Pusswhip situr þá ekki með hendur í skauti en í sumar kemur út önnur plata, Lord Pusswhip is rich, en í þetta sinnið á Clan Dest- ine Records. Elli Grill hefur sömuleiðis verið stöðugt að undanfarin ár og stöðugt er hann á jaðrinum. Af- staða hans enda afdráttarlaus, kemur fyrir eins og Flavor Flav nýkominn úr vinnubúðum keyrðum af The Residents. Nýja platan, Púströra Funk, stillir fram tveimur mynd- arlegum augum og ég velti því fyrir mér hvort það sé tilviljun. Þessi plata er skemmtileg, segi það bara strax. Elli er grallari, furðulegur, óútreiknanlegur og líka drepfyndinn. „Þú hleyptir löggunni inn“, hvar Kilo kemur við sögu, er t.a.m. snilld. Í hægum skemmtaragír þar sem kór, sem gæti verið undir stjórn Davids Lynch, kyrjar í sífellu „þú þarft að flytja“. „Skit“, hvar Elli og ónefndur rappari takast á, fékk mig líka til að skella upp úr. Plat- an rúllar þægilega í raun, nettur Wu-Tang-bragur yfir og hljóm- vinnsla og bygging laga er með ágætum út í gegn. Andinn er leti- legur og draumkenndur og kall- ast þannig á við umfjöllunarefnið sem er á stundum bundið í allra handa vísindaskáldskap. Þetta er auk þess stóreflis verk, liðlega 50 mínútna langt og gestkvæmt með afbrigðum, JóiPé og Kött Grá Pjé á meðal þeirra sem hefja upp raustina. Í stafni er þó alltaf Elli sjálf- ur með sinn einstæða stíl. Eins og ári eður púki rappar hann um hina margvíslegustu hluti, stund- um stórskrítna, stundum ekki svo. Á köflum er þetta eins og að vera varpað inn í einhvern Prúðuleik- araþátt en á öðrum tímum er Elli jarðbundnari (sjá t.d. hina stór- fínu „ballöðu“ „Hugarástand“). Þessir tveir listamenn sem ég geri að umfjöllunarefni hér eru að sjálfsögðu að mestu leyti ósam- bærilegir. Báðir eru þeir hins vegar verðugir fulltrúar íslenskr- ar jaðartónlistar, svo ég skilgreini það fyrirbæri vítt, hvar hrein og sannferðug sköpun kemur á und- an þrýstingi um að samsama sig norminu. Það er nóg af mannskap í því … » Báðir eru þeir hins vegar verðugir fulltrúar íslenskrar jaðartónlistar, svo ég skilgreini það fyrirbæri vítt … Lord Pusswhip og Elli Grill gáfu út plötur á dögunum. Þeir eiga það sameiginlegt að reyna hressilega á þanþol tónlistarformsins, hvor á sinn hátt. Morgunblaðið/Eggert Grillaður Elli Grill fetar tónlistarlegt einstigi á nýjustu plötu sinni sem nefnist Púströra Funk. Sýningin Sumar 2021 verður opnuð á morgun, sunnudag, kl. 14 í galler- íinu Mutt að Laugavegi 48. Er það samsýning 21 samtímalistamanns og verkin unnin í ýmsa miðla. Listamennirnir eru Almar S. Atlason, Elín Rafnsdóttir, Franc- isco Cuellar, Freyja Eilíf, Gabríela Friðriksdóttir, Hjálmar Guðmunds- son, Hlynur Helgason, Hulda Vil- hjálmsdóttir, Jón Sæmundur, Jóna Þorvaldsdóttir, Júlíanna Ósk Haf- berg, Leifur Ýmir Eyjólfsson, Logi Leó Gunnarsson, Ólöf Björg Björnsdóttir, Páll Stefánsson, Shu Yi, Sigga Björg, Sigurður Sævar Magnúsarson, Spessi, Víðir Mýr- mann Þrastarson og Þorvaldur Jónsson. Berskjaldareglan Verk eftir Gabríelu Frið- riksdóttur á samsýningunni í Mutt. Sumar 2021 í Mutt Grímulaus veisla nefnist sýning á verkum Úlfs Karlssonar sem opnuð verður í dag, laugardag, kl. 16 í Galleríi Úthverfu á Ísa- firði. „Eftir und- anfarið Covid- tímabil með heftum samböndum og innilokun langar okkur að halda veislu. Hitta fólk og og jafnvel faðmast þegar við á. En í málverkunum búa kar- akterarnir í sinni eigin veröld, grímulausir, óttast alls konar, gera alls konar og gleðjast hvort sem það er viðeigandi eða ekki. Þeirra veisla er alltaf grímulaus,“ segir m.a. í tilkynningu um sýninguna. Úlfur er með diplómu frá Kvik- myndaskóla Íslands og Myndlist- arskólanum á Akureyri og útskrif- aðist með BA-gráðu frá Listahá- skólanum í Gautaborg árið 2012. Úlfur í Úthverfu Úlfur Karlsson Hlutbundin þrá (e. Object of Des- ire) nefnist sýning sem opnuð verður í dag, laugardag, kl. 16 í Gerðarsafni í Kópavogi. Er það sýning samtímalistamanna frá Singapúr og Íslandi og sýningar- stjórar hennar Dagrún Aðalsteins- dóttir og Weixin Quek Chong frá Singapúr. Átta listamenn eiga verk á sýn- ingunni sem hverfist um samband mannsins við hlutlægni og hluti, að því er fram kemur í tilkynningu og segir þar að sýningin sé samtín- ingur af klippimyndum, skúlptúr- um, vídeóverkum og innsetningum. „Verkin skoða hlutgervingu mynda sem innihalda þrár og lang- anir, ásamt umboði og áhrifum slíkra mynda sem eru séðar og dreifðar, jafnvel endurgerðar,“ segir þar og að sýningartitillinn vísi í ritgerð eftir þýsku listakon- una Hito Steyerl sem beri nafnið A thing like you and me og sé frá árinu 2010. Í henni skoði Steyerl þátttöku mannsins í að skapa myndir og að veita þeim umboð og haldi hún því fram að sú þátttaka veiti myndum eigin virkni sem afmái skilin milli þess að vera hlut- ur eða viðfangsefni og þá einnig gagnvart mennskum viðfangs- efnum sem séu sífellt að verða meira hlutgerð. Steyerl lýsi mynd- um sem brotum eða leifum af veruleikanum en ekki spegilmynd hans. Sýningin er sögð tilraun til þess að skapa gagnkvæma virkni milli hluta og einstaklinga þar sem listaverkin eru blanda af hlut og viðfangi. Listamennirnir sem eiga verk á henni eru þau Daniel Hui, Dagrún Aðalsteinsdóttir, Guo Liang, Guð- laug Mía Eyþórsdóttir, Luca Lum, Styrmir Örn Guðmundsson, Sæ- mundur Þór Helgason og Weixin Quek Chong. Sýningarstjórar Dagrún Aðalsteinsdóttir og Weixin Quek Chong. Samsýning listamanna frá Íslandi og Singapúr - Hlutbundin þrá opnuð í Gerðarsafni - Átta listamenn Söngleikurinn Djúpt inn í skóg (e. Into the Woods) verður sýndur um helgina, 5. og 6. júní, í Gaflaraleik- húsinu og er þar á ferðinni áttunda uppsetning söng- leikjadeildar Söngskóla Sigurðar Demetz. Segir í hon- um af bakarahjónum sem eiga sér þá ósk að eignast barn, Öskubusku sem langar í betra líf og á ball og Jóa sem óskar þess að kýrin hans mjólki. „Þegar bakarinn kemst að því að nornin í næsta húsi hefur lagt á hann álög hefst ferðalag sem leiðir persónurnar djúpt inn í skóg í leit að ósk sinni og það sem þær gera þar hefur afdrifaríkar afleiðingar. Gættu þín á hvers þú óskar þér … því óskin gæti ræst,“ segir í tilkynningu um söguþráðinn. Tónlist og texta samdi Stephen Sondheim og handritið James Lapine. Söngleikurinn var frumsýndur árið 1986 og hefur unnið til fjölda verð- launa, m.a. Tony-verðlaun fyrir tónlist og handrit. Um leikstjórn og sviðshreyfingar sér Orri Huginn Ágústsson og Einar Aðalsteinsson þýddi verkið en aðlögun hennar var í höndum Orra og Þórs Breiðfjörð. Miðasala fer fram á tix.is. Orri Huginn Ágústsson Djúpt inn í skóg í Gaflaraleikhúsi Vorljóð er yfirskrift tónleika sem haldnir verða í dag, 5. júní, kl. 17 í Hafnarborg í Hafnarfirði og eru hluti af Björtum dögum. Á þeim verða flutt verk fyrir sópran, klar- inettu og píanó og á efnisskránni þýsk ljóð og sönglög lituð með ís- lenskum ljóðum inn á milli. Flutt verða tvö sönglög úr ljóða- flokknum Sechs deutsche Lieder eftir Louis Spohr og „Hirðirinn á hamrinum“ eftir Franz Schubert. Einnig verður flutt „Wir geniessen die himmlischen Freuden“, „Smá- lög um þögnina“ eftir Tryggva Baldvinsson og sönglög eftir Ingi- björgu Azimu Guðlaugsdóttur, auk fleiri verka. Flytjendur eru Mar- grét Hrafnsdóttir sópransöngkona, Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari og Ármann Helgason klarinettuleik- ari. Aðgangur er ókeypis. Tríó Hrönn, Margrét og Ármann. Verk fyrir sópran, klarinettu og píanó –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR um auglýsingapláss: Berglind Bergmann Sími: 569 1246 berglindb@mbl.is BÍLA-SÉRBLAÐ BÍLA fylgir Morgunblaðinu þriðjudaginn 15. júní 2021BLAÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.