Morgunblaðið - 05.06.2021, Side 50
50 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2021
E
ins og svo oft áður er
síðasta embættiverk
gagnrýnandans á leik-
árinu að skrifa umsögn
um útskriftarverkefni nemenda
leikarabrautar Listaháskólans.
Vonandi markar sýningin önnur
tímamót og verður sú síðasta þar
sem grímuskylda áhorfenda gildir.
Óskandi er að næsta leikár fari
fram truflunarlaust og leikhúsin
komi frá sér stórum fyrning-
arstabba undanfarinna leikára. Og
vonandi setur sú fordæmalausa
staða möguleika hinna
nýútskrifuðu í sem minnst upp-
nám. Nóg er nú óvissan samt.
Sem eigingjarn og gráðugur
leikhúsgestur sakna ég Nemenda-
leikhússins: þegar lokaár
Leiklistarskólans fólst í uppfærslu
þriggja sýninga, sem gefur aug-
ljóslega mun betra færi fyrir öll
leikaraefnin til að skína en ein.
Það er nefnilega ekki um auðugan
garð að gresja í leit að leikriti sem
hentar til þess arna. Að veðja á
einn hest dregur mjög úr líkunum
á að vel takist til, og það hefur því
miður ekki lukkast sem skyldi í
þetta sinn.
Leikrit Alice Birch, Krufning á
sjálfsmorði, var frumsýnt í Royal
Court-leikhúsinu í London fyrir
fjórum árum í uppfærslu Katie
Mitchell við talsvert lof. Í því er
áfallasaga þriggja kynslóða
kvenna rakin samtímis, fléttuð
saman af mikilli íþrótt. Óneit-
anlega virðist sem sköpunarorka
höfundar hafi að mestu farið í að
láta formið ganga upp. Persónu-
sköpun ristir ekki djúpt og það
sem verra er: Birch lætur að
mestu ógert að skoða orsaka-
samhengi geðsjúkdómanna sem
hún fjallar um. Félagslegar hliðar,
samskiptamynstur, þjóðfélags-
staða, umhverfi: ekkert af þessu
er krufið að neinu marki. Við vit-
um mest lítið um hvað sendi ætt-
móðurina Carol af stað eftir glöt-
unarbrautinni, Birch virðist sátt
við að þar ráði einhvers konar
bölvun för, eða þá nútímaútgáfa
hennar: ósýnilegar klínískar or-
sakir í stýrikerfi heilans. Sem er
vitaskuld öldungis ófrjó sýn í
dramatísku tilliti.
Val Krufningar á sjálfsmorði
sem útstillingarglugga leiklist-
arnemanna vekur nokkra furðu.
Það gefur að sönnu þremur leik-
kvennanna nokkuð bitastæð hlut-
verk, sem þó eru heft af efn-
istökum og formi. Önnur eru varla
nema svipmyndir, sem þó er ekki
við hæfi að nálgast með aðferðum
týpuleiksins. Sum kalla á leik „upp
fyrir sig“, sem kann sjaldnast
góðri lukku að stýra nema tilgang-
urinn sé léttvægari en í þessu
harmræna – að maður segi ekki
melódramatíska – verki. Auk
útskriftarhópsins taka Anna María
Tryggvadóttir og Arnþrúður Kar-
en Viktorsdóttir þátt í sýningunni.
Öllu verra en þetta ójafnvægi
hlutverkanna er þó að óhóflegar
tæknikröfur verksins taka til sín
alltof stóran skammt af einbeitni
og sköpunarkrafti leikhópsins, sem
hefði betur verið varið í að komast
inn að kviku persónanna og sam-
skipta þeirra. Það má dást að,
jafnvel hafa gaman af, þegar fleyg-
uð samtölin falla saman í end-
urtekningum eða þegar orð hljóma
samtímis í samtölum Carol og
hennar ráðalausa eiginmanns, hjá
dótturinni og fíklinum Önnu í við-
tali hjá kvikmyndagerðarmann-
inum sem seinna verður maður
hennar, og dóttur þeirra, unglækn-
inum Bonnie, sem óttast ekkert
meira en ættarfylgjuna sem brýst
út við barneignir. En fórnar-
kostnaðurinn við að ná þessum
yfirborðskenndu virtúósaáhrifum
er of hár. Tilfinningin fyrir
áreynsluleysi og innlifun í örlög
persónanna sem þarf að hylja
gangverkið kemur ekki nema
augnablik og augnablik. Sem aftur
afhjúpar sérkennilega grunn-
hyggni í sýn höfundar á viðfangs-
efni sitt, á innihaldið. Krufning á
sjálfsmorði er ekki verkefni fyrir
óvana.
Þetta er synd. Viðfangsefni
útskriftarnema þarf að gefa þeim
raunhæfa möguleika á að skína.
Best væri auðvitað að hverfa aftur
til Nemendaleikhúss-módelsins,
allavega utan frá séð, en vafalaust
eru ótal skynsamleg og jafnvel
óhrekjanleg rök fyrir að svona
þurfi þetta að vera. Þeim mun
mikilvægara er að útskriftarverkið
henti, eða sé tekið þeim tökum að
það þjóni tilgangi sínum og sé
jafnframt sannfærandi leikhús-
upplifun. Þetta tókst mætavel í
Aðfaranótt og enn frekar í Mutter
Courage fyrir tveimur árum. Síð-
ur núna, þótt hetjulega sé barist.
Svið Kassans er á mörkunum að
rúma þessa þrjá heima sem verkið
kallar á. Fyrir vikið verður svið-
setningin dálítið klúðursleg stund-
um hjá Mörtu Nordal og Önnu
Maríu Tómasdóttur, sem hjálpar
ekki. Leikmynd Brynju Bjarna-
dóttur er frekar hlutlaus en bún-
ingar hefðu mögulega þurft meiri
alúð til að hjálpa við skilning á
framrás tímans í verkinu. Talsvert
mæðir á lýsingu Ólafs Ágústs
Stefánssonar, sem er svipmikil, en
baklýsing í augu áhorfenda vekur
þeim sem hér skrifar takmarkaða
gleði. Salka Guðmundsdóttir þýðir
og hefur þurft að stilla orðaval
sitt af til að allt gangi upp í sam-
virkninni. Textinn í sögu Carol
var áberandi stirðastur, sem vel
má vera að eigi rætur í ein-
hverjum tíðarandatilraunum höf-
undar og verður ekki skrifað
nema með fyrirvara á reikning
Sölku. Tónlist Ísidórs Jökuls
Bjarnasonar þjónaði sýningunni
en fangaði ekki athygli.
Það er ekki sanngjarnt, eða við
hæfi, að leggja mat á frammistöðu
einstakra leikara, til þess eru
tæknikröfur verksins of augljósar
og glíman við þær yfirskyggir allt.
Hitt er maklegt: að óska þeim Al-
mari Blæ Sigurjónssyni, Björk
Guðmundsdóttur, Ellen Margréti
Bæhrenz, Fannari Arnarssyni,
Kristrúnu Kolbrúnardóttur, Níels
Thibaud Girerd, Stefáni Þór Þor-
geirssyni, Urði Bergsdóttur og
Erni Gauta Jóhannssyni til ham-
ingju með áfangann og velfarn-
aðar í framtíðinni. Og okkur hin-
um grímulausra stunda í sölum
leikhúsanna. Og endurreisnar
Nemendaleikhússins að sjálfsögðu.
Syndir mæðranna
Ljósmynd/Margrét Seema Takyar
Formið „Óneitanlega virðist sem sköpunarorka höfundar hafi að mestu farið í að láta formið ganga upp,“ segir í
leikdómi um Krufningu á sjálfsmorði eftir Alice Birch sem nemendur leikarabrautar Listaháskóla Íslands sýna.
Þjóðleikhúsið
Krufning á sjálfsmorði bbbnn
Eftir Alice Birch. Íslensk þýðing: Salka
Guðmundsdóttir. Leikstjórn: Marta
Nordal og Anna María Tómasdóttir.
Leikmynd og búningar: Brynja Björns-
dóttir. Tónlist: Ísidór Jökull Bjarnason.
Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson. Leik-
arar: Almar Blær Sigurjónsson, Björk
Guðmundsdóttir, Ellen Margrét
Bæhrenz, Fannar Arnarsson, Kristrún
Kolbrúnardóttir, Níels Thibaud Girerd,
Stefán Þór Þorgeirsson, Urður Bergs-
dóttir og Örn Gauti Jóhannsson. Einnig
koma fram í sýningunni þær Anna María
Tryggvadóttir og Arnþrúður Karen Vikt-
orsdóttir sem og kanínan Skúli.
Listaháskóli Íslands í samstarfi við
Leikfélag Akureyrar og Þjóðleikhúsið
frumsýndi í Kassanum í Þjóðleikhúsinu
30. maí 2021, en rýnt í 2. sýningu á
sama stað 1. júní 2021.
ÞORGEIR
TRYGGVASON
LEIKLIST
Kór Fella- og Hólakirkju heldur vor-
tónleika sína í kirkjunni í dag, laug-
ardag, kl. 16. „Kórinn syngur að
langmestu leyti íslensk lög um vorið
og sumarið, og með okkur leikur
Matthías Stefánsson á fiðlu. Í lok
tónleikanna, sem verða án hlés, er
gestum boðið að syngja nokkur vel
þekkt lög með okkur við texta á
skjá,“ segir í tilkynningu frá
kórnum.
Einsöngvarar úr röðum kórsins
eru Kristín R. Sigurðardóttir, Inga
J. Backman, Garðar Eggertsson og
Reynir Þormar Þórisson, sem einnig
leikur á saxófón.
Garðar Eggertsson tekur á móti
gestum við innganginn með harm-
onikkuleik. Stjórnandi og píanóleik-
ari á tónleikunum er Arnhildur Val-
garðsdóttir, organisti kirkjunnar.
Sumarstemning í Fella- og Hólakirkju
Sumargleði Kór Fella- og Hólakirkju sem Arnhildur Valgarðsdóttir organisti stjórnar. Kórinn heldur vortónleika sína í dag í kirkjunni.
Listafélagið Kal-
man stendur fyr-
ir þrennum tón-
leikum á næst-
unni. Í kvöld,
laugardags-
kvöld, kl. 20
syngja og sprella
vinirnir Örn
Árnason leikari
og söngvari,
Óskar Pétursson söngvari og Jónas
Þórir píanóleikari. Öll lögin á efnis-
skránni tengjast sjómennsku, sól og
sumri. Þess má geta að virnirnir
halda á eigin vegum tónleika í Víði-
staðakirkju í dag kl. 16 og í
Bústaðakirkju á morgun kl. 17.
Aðrir tónleikar á vegum Lista-
félagsins Kalman verða á morgun
kl. 17 þar sem Heiða Árnadóttir
söngkona og Gunnar Gunnarsson
píanóleikari flytja tónlist eftir
franska tónskáldið Michel Legrand.
Þriðju tónleikarnir verða á þriðju-
dag kl. 20, en þar flytur Geirþrúður
Anna Guðmundsdóttir allar sex ein-
leikssellósvítur Johanns Sebastians
Bachs. Allir tónleikarnir á vegum
Listafélagsins Kalman eru í safn-
aðarheimilinu Vinaminni á Akra-
nesi. Miðasala er á tix.is.
Tónleikar í Vinaminni á Akranesi
Örn Árnason
Leiðsögn um sýninguna Kristín Þorkelsdóttir
verður veitt á morgun, sunnudag 6. júní, kl. 14 í
Hönnunarsafni Íslands. Sýningarstjórarnir Birna
Geirfinnsdóttir og Bryndís Björgvinsdóttir sjá um
leiðsögnina. Á sýningunni má sjá verk hönnuðar-
ins Kristínar Þorkelsdóttur sem flestir Íslendingar
ættu að kannast við þar sem hana má finna við
hversdagslegustu aðstæður, t.d. inni í ísskápum,
ofan í töskum og við hefðbundið borðhald, eins og
því er lýst á vef safnsins. Kristín hannaði fjöl-
margar umbúðir matvæla sem enn eru notaðar í
dag og einnig núgildandi peningaseðlaröð sem hún
vann að með hönnuðinum Stephen Fairbairn. Einnig hefur hún
hannað fjölda auglýsinga, bóka og þjóðþekktra merkja. Á sýning-
unni má m.a. sjá skissur Kristínar að ýmsum verkum og einnig óséð
verk.
Sýningin var opnuð 20. maí síðastliðinn og lýkur 30. janúar á
næsta ári. Aðgangseyrir að safninu gildir að leiðsögninni á morgun.
Birna og Bryndís veita leiðsögn
Kristín
Þorkelsdóttir
Hjónin Unnur Ösp Stefánsdóttir og
Björn Thors eru bæjarlistamenn
Garðabæjar árið 2021. Bæði eru
leikarar og hafa verið áberandi í ís-
lensku leikhúslífi saman og hvort í
sínu lagi og þar að auki leikið í
kvikmyndum og sjónvarpsþáttum,
eins og fram kemur í tilkynningu.
„Nú síðast hafa þau vakið athygli
fyrir leikgerð af sjálfsævisögunni
Vertu úlfur sem Unnur Ösp skrifaði
og leikstýrði en Björn Thors leikur
einleik í verkinu sem sýnt hefur
verið fyrir fullu húsi í Þjóðleikhús-
inu að undanförnu. Þau hjónin búa í
Garðabæ með börnunum sínum
fjórum og voru fjölskyldan og nánir
vinir og samstarfsfólk samankomin
í Sveinatungu til að fagna með bæj-
arlistamönnunum,“ segir þar.
Við sama tilefni var Joseph Ogni-
bene hornleikari heiðraður fyrir
ómetanlegt framlag sitt til menn-
ingar og lista. Hann hefur í áratugi
búið í Garðabæ og flutti hingað til
lands fyrir 40 árum til að leika með
Sinfóníuhljómsveit Íslands. Joseph
er fæddur og uppalinn í Los Angel-
es og hefur verið einleikari með SÍ
og leitt horndeild hennar, kennt og
stjórnað nemendum og gefið þann-
ig af sér í áratugi, segir í tilkynn-
ingu. Einnig var úthlutað úr hvatn-
ingarsjóði til ungra tónlistarmanna.
Unnur Ösp og Björn bæjarlistamenn Garðabæjar 2021
Heiður Björn Thors, Unnur Ösp og börn
þeirra við útnefninguna í Garðabæ 2. júní.