Morgunblaðið - 08.06.2021, Side 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2021
✝
Svanfríður
Guðrún
Ingvarsdóttir
fæddist 6. janúar
1927 og ólst upp á
Bjalla í Landsveit.
Hún lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 28.
maí 2021.
Foreldrar henn-
ar voru Ingvar
Árnason bóndi á
Bjalla, f. 1890, d. 1977, og
Málfríður Árnadóttir, f. 1892,
d. 1980. Systkini hennar voru
Arnþór, f. 1916, Þórunn, f.
1918, Ragnheiður, f. 1919,
Guðríður, f. 1922, og uppeldis-
systir Þuríður, f. 1932.
Eiginmaður Svanfríðar var
Sæmundur Jónsson frá
Austvaðsholti, f. 1924, d. 2001.
Þau giftu sig í Reykjavík 1.
nóvember 1953. Dætur þeirra
eru: 1) Katrín, píanókennari,
f. 14.3. 1954, maki Halldór
Ólafsson rafvirkjameistari, f.
17.4. 1954. Börn þeirra: a) Sæ-
mundur Ari, f. 18.5. 1981,
maki Berglind María Tóm-
asdóttir, f. 9.8. 1973. Börn
þeirra: Sigurbjartur Sturla
Atlason, f. 1992, maki Stein-
unn Arinbjarnardóttir, f. 1994,
Anna Signý, f. 2009, Sigríður
um 10 ára skeið og veittu
búinu forstöðu. Þau fluttu til
Reykjavíkur 1963 og bjuggu
þar alla tíð síðan, lengst af í
Urðarstekk 12 í Breiðholti.
Þau héldu þó mikla tryggð við
Rangárvallasýslu og voru
dyggir félagsmenn Rangæing-
afélagsins og bridgedeildar
sama félags. Svana starfaði í
yfir 40 ár á Rannsóknarstofu
Háskólans í meinafræðum,
fyrst hjá Níelsi Dungal og síð-
ar Arinbirni Kolbeinssyni.
Tónlist var ríkur og gefandi
þáttur í lífi hennar allt frá því
hún hóf að spila á orgelið við
messur í Skarðskirkju í Land-
sveit 12 ára gömul. Hún var
einnig ötul við að sinna menn-
ingu, sækja sýningar og tón-
leika, lesa bækur og sinna
endurmenntun af ýmsu tagi
langt fram eftir aldri. Svana
var félagi í Dante-félaginu og
Grikklandsvinafélaginu Hellas,
hún var mikill óperuunnandi,
var stofnfélagi Íslensku óp-
erunnar og lét sig ekki vanta
á frumsýningar. Meðfram
vinnu var hún frumkvöðull í
ferðamennsku og kom á fót
„sumar-heimagistingu“ ásamt
nágrannakonum í Breiðholtinu
og hélt hún því áfram langt
fram eftir aldri. Þau Sæmund-
ur ferðuðust mikið um heim-
inn og nutu þess ríkulega að
fylgja dætrum sínum eftir við
nám og störf.
Útförin fer fram frá Vídal-
ínskirkju í dag, 8. júní 2021,
klukkan 13. Streymt verður
frá athöfninni og slóðin verð-
ur aðgengileg á:
https://www.mbl.is/andlat/.
Lára og Svan-
fríður Lilja, f.
2012; b) Svanur
Þór, f. 1.3. 1984,
maki Hildur
Sigurgrímsdóttir,
f. 12.1. 1986. c)
Kristbjörg Guð-
rún, f. 29.9. 1995.
2) Þóra Fríða, tón-
listarmaður, f. 7.9.
1955, maki Baldur
Pálsson kerfis-
fræðingur, f. 4.7. 1951. Dóttir
þeirra: Þórhildur Katrín, f.
18.1. 1999. Synir Baldurs:
Páll, f. 1977, og Hjalti, f. 1978,
maki Ingunn Guðbrandsdóttir,
f. 1978, og eiga þau þrjú börn.
3) Signý, söngkona, f. 6.2.
1958. 4) Soffía, myndlistar-
maður, f. 25.5. 1965, maki
Sveinn Erlendsson lög-
reglumaður, f. 18.1. 1960. Son-
ur þeirra: Erlendur, f. 6.5.
1988, maki Helga Jóakims-
dóttir, f. 26.9. 1988. Dætur
þeirra: Melkorka Úa, f. 2018,
og Urður Soffía, f. 2020.
Svana, eins og hún var allt-
af kölluð, flutti til Reykjavíkur
og fór í Kvennaskólann. Hún
flutti með Sæmundi eigin-
manni sínum að Kornbrekkum
við Gunnarsholt á Rangár-
völlum þar sem þau bjuggu
Æðruleysi, lífsgleði og fá-
dæma kraftur einkenndu móður
mína en líka ákveðin praktík og
sláttur tímans. Hún fylgdist
með afkomendunum stórum og
smáum, tengdasonunum, frænk-
unum, mágkonunum, vinkonun-
um, sínum og okkar. Lét sig
varða um velferð og tilvist okk-
ar systra og þeirra sem við um-
gengumst. Sendi okkur út í
heim til að við öðluðumst víð-
sýni og menntun. Ýtti undir
styrkleika okkar og hvatti til
dáða. Hringdi á hverjum degi til
að vita hvort við værum ekki að
hlusta á útvarpið, hvort ég væri
ekki búin að sjá blaðið í morg-
un, lesa viðtalið við þennan og
hinn, en sagði líka fréttir, lét
vita ef eitthvað var að og tengdi
mig og okkur við slátt tímans.
Las allar nýjustu bækurnar á
einni nóttu og hafði skoðun á
þeim. Tónlistin færði hana yfir í
annan heim og óperur í sjón-
varpi, á fóninum, sviðinu eða í
óperubíó lyftu henni í hæstu
hæðir. Var lunkinn bridgespil-
ari, klár að spila á sín spil og
segja á þau og gefa. Hugurinn
síkvikur og frjór.
Sjálf var hún á vissan hátt
laus við að tengjast tíma. Var
eiginlega ekki gömul í þeim
skilningi þótt árin væru mörg.
Alltaf til í ferðalög eftir fráfall
pabba og tilbúin að spjalla við
þann sem gaf sig að henni og
helst á því tungumáli sem við-
komandi talaði. Eftirminnilegt
er þegar við mamma fórum
saman á Feneyja-bíennalinn
2003 eftir sýninguna mína hjá
EFTA Í Brussel eða stóru sam-
sýninguna í Strassborg 2005
þar sem hún var hrókur alls
fagnaðar og gaf yngra fólki ekki
eftir, kunni að njóta. Ógleym-
anlegt og dýrmætt þegar við
fórum saman til New York 2018
þegar Erlendur útskrifaðist frá
Columbia-háskólanum. Við ungt
fólk átti hún einstakt samband
og gat sett sig inn í hlutina og
gaf eftir þegar þurfti, en gat
líka verið föst fyrir þegar
reyndi á. Hún var til í að lána
húsið fyrir kvikmyndatöku,
leika aukahlutverk, finna leik-
muni og búninga, alltaf til í að
bjarga og bæta. Var elskuð fyr-
ir það.
Æskuheimili okkar systra í
Urðarstekk er samofið minning-
um um foreldra okkar, ótal
gesti og heimilisfólk. Út um
gluggann blasir skógi vaxinn
Elliðaárdalurinn við og Esjan er
aldrei eins. Í Landsveitinni það-
an sem þau voru bæði ættuð er
fjallahringurinn stórfenglegur
við hlið hálendisins. Hraun, mó-
klettar, sandur og grasbalar
einkenna landslagið en lækjar-
sprænur renna glaðlega áfram
og hverfa í hraunið eða samein-
ast Rangá. Úr þessu umhverfi
mótast skapgerð okkar og líf
með Látalætis- og Lækjarbot-
naívafi. Tilveran undarlegt
ferðalag og gott að hafa góða
hótelstýru til að allt sé í lagi, og
pabba til að flauta eða raula og
spjalla þegar á þarf að halda.
Með í för líka góðan hóp fólks
sem gerir allt skemmtilegra,
syngur við píanóið, hlær og seg-
ir frá því sem þarf að segja frá í
dagsins önn, lætur sig hlutina
varða og okkur. Tilvistin er öll
aðeins daufari nú við þessi tíma-
mót en hugurinn fullur þakk-
lætis til foreldra minna, fyrir að
tengja mig og okkur menning-
unni, músíkinni, myndlistinni,
forvitninni og þessu slaka við-
horfi til lífsins og tilverunnar
allra. Haf þökk fyrir allt og allt.
Soffía.
Það er sumar á miðjum ní-
unda áratug síðustu aldar. Ég
er að leggja í ferð á háfjallarútu
frá Reykjavík. Stefnan er tekin
á Þórsmörk. Þar hafði ég
kynnst ungri stúlku nokkrum
dögum áður. Ég hafði boðið
henni með í þessa ferð sem far-
in var með vöskum hópi úr
Flokki mannsins. Viðkomustað-
urinn var Urðarstekkur 12. Þar
ætluðum við að hittast. Þegar
ég er kominn í enda götunnar
og er að snúa við kemur kona
út úr húsinu og tekur til hendi
og leiðbeinir þessum unga
manni á þessum stóra bíl. Þetta
voru okkar fyrstu kynni, Svan-
fríðar og mín. Dóttir hennar,
sem átti von á mér og kom um
síðir heim, varð síðar eiginkona
mín og Svanfríður tengdamóðir.
Þetta var upphafið að okkar
kynnum. Heimili hennar varð
svo heimili mitt um tíma. Sonur
okkar átti þarna fastan klett í
sínum uppvexti. Þegar ég
kynntist henni betur varð mér
ljóst að það að leiðbeina og gefa
góð ráð var henni eðlislægt.
Sama hvað var um að vera. Við
fluttum utan, þangað mætti
Svanfríður. Við héldum stór-
afmæli í suðrænni sól, þar
mætti Svanfríður. Sonur okkar
útskrifaðist úr háskóla í Am-
eríku, þar mætti Svanfríður.
Svanfríður var klettur í fjöl-
skyldunni, alltaf vakandi yfir
öllu og alltaf tilbúin að gefa góð
ráð. Mér er efst í huga, nú þeg-
ar kveðjustundin er runnin upp,
það traust og velvild sem ég
alltaf fann frá henni. Ég er
henni þakklátur fyrir þann
áhuga sem hún sýndi mér í
áhugamálum sem ég hafði og
studdi mig í. Nú þegar ég kveð
þessa lífsglöðu konu sem alltaf
sá björtu hliðarnar vil ég þakka
henni fyrir það sterka traust
sem ég fann alla tíð frá henni.
Frá því þegar ég bakkaði rút-
unni og til þess dags þegar ég
kvaddi hana í síðasta skiptið
var vináttan traust og fölskva-
laus.
Sveinn.
Himinn og jörð eru leikvellir
mannlegrar tilveru. Úr óradjúp-
um erum við komin og til ómæl-
isvíddanna stefnum við. Augna-
blikið, sem við dveljumst hér,
kemur og fer. Nú er kær
tengdamóðir mín, Svanfríður
Ingvarsdóttir, lögð á djúpið eft-
ir farsæla lífsgöngu í hartnær
heila öld. Það er bæði lausn og
vandi. En ekkert getur breytt
því.
Svanfríður var snemma djörf
og bráðger. Til marks um það
lék hún á orgel við messur í
Skarðskirkju í Landsveit 12 ára
gömul. Og frá upphafi bar hún
með sér sterkan áhrifamátt á
umhverfi sitt, vini, frændur og
fjölskyldu. Þessi áhrif voru
sprottin upp úr einlægri þörf,
næstum ákefð, að fylgjast með
og veita atbeina þeim sem henni
var fyrir trúað af örlögunum.
Kraftur hennar og þor var með
fádæmum. Eftir lát Sæmundar,
manns síns, fyrir um 20 árum
bjó hún með leigjendum sínum í
stóru húsi og fór allra sinna
ferða og rak hin ýmsu erindi ein
og að miklu leyti óstudd. Það
veitir innblástur að kynnast
slíkum mönnum, hugrekki
þeirra og óbilandi styrk. Svan-
fríður var að vísu af þeirri kyn-
slóð Íslendinga, sem síðust er til
þess að vera aðallega úr sveit,
en fluttist svo til borgarinnar og
byggði nýja tilveru. Tilveru ger-
ólíka sveitinni, þótt mannlegt
eðli með öllum sínum hliðum sé
grundvallað í sama jarðvegi. Og
manneðlið fluttist með á mölina.
Hér var sveitafólk að koma upp
með undraverðum hraða fyrsta
flokks þjóðfélagi, sem þó stund-
um er með öllum sínum raf-
magnsbónkústum haft í flimt-
ingum, en ætti fremur að njóta
aðdáunar sakir þeirrar seiglu,
dugnaðar, hugvits og framsýni,
sem voru einkennismerki þess-
arar kynslóðar.
Ég er stoltur af því að vera
kominn af þessu fólki. Og ég er
stoltur af því að vera tengda-
sonur Svanfríðar Guðrúnar
Ingvarsdóttur.
Guð blessi minningu hennar.
Baldur Pálsson.
Elsku besta amma. Ég á svo
erfitt með að trúa því að þú sért
búin að kveðja okkur. Það er
ótrúlega skrýtið að skrifa þessi
orð og hugsa um það að þetta
sé minningargrein, því fyrir
mér ertu ekki farin, þú ert hjá
mér. Minningin um þig litar
nefnilega tilveruna mína svo
sterkt og ég á þér svo ótrúlega
margt að þakka. Í gegnum öll
þessi ár hefur þú verið traust-
asta og besta vinkona mín. Mér
finnst við hafa átt samband sem
enginn annar kemst nálægt.
Bara við tvö einhvern veginn.
Ég skildi þig og þú skildir mig.
Það er það fallegasta sem ég
veit í þessum heimi, að ná svona
tengingu með annarri mann-
eskju. Mér finnst sárt að kveðja
þig því þú varst svo góð, glöð og
hafðir svo góða nærveru. Heim-
urinn þarf meira af góðu fólki
eins og þú varst, hann væri
betri fyrir vikið.
Það er ekki hægt að skrifa
um þig án þess að minnast á
Urðarstekkinn. Þar var alltaf
svo gott að vera; ólæst hurðin
og allir velkomnir. Ótal nætur
fékk ég að gista hjá ykkur afa í
gegnum árin og horfa á enda-
lausar kvikmyndir í túbusjón-
varpinu, alveg út í eitt. Fyrst
voru það óperurnar og að tefla.
Svo var það ein ný og ein gömul
spóla á Bónusvídeó í Mjóddinni
og skotæfingar á fótboltavell-
inum daginn eftir. Seinna var
það Glæstar vonir á RÚV og
garðvinna með tilheyrandi
bakkelsi úr Breiðholtskjöri og
ekki má gleyma Home Alone og
Hook ásamt öllum hátíðunum;
möndlugrautnum, áramótunum
og sjálfum þrettándanum, af-
mælisdeginum þínum!
Ég mun sakna þess að koma
ekki í Urðarstekkinn til að laga
tölvuna, klippa trén í garðinum
eða bóna bílinn þinn. Það eru
ekki margir í þessu lífi sem
maður vill stjana svona við, en
ég naut þess í botn að græja og
gera fyrir þig, mér fannst þú
alltaf eiga það allra besta skilið.
Ég kveð þig þó með bros á
vör elsku amma, því ég er svo
þakklátur fyrir að hafa fengið
að upplifa öll þessi fallegu
augnablik með þér. Þau lifa að
eilífu. Við ferðuðumst um heim-
inn saman og lentum heldur
betur í alls konar ævintýrum.
Við spjölluðum, spiluðum,
keyrðum, flugum, tefldum,
horfðum og nutum lífsins sam-
an. Alveg fram á seinustu
stundu.
Amma, þú varst alltaf ung í
anda fyrir mér, en full af visku.
Þú varst fyndin líka, vá hvað við
hlógum mikið saman. Við vorum
alltaf í hláturskasti þegar við
hittumst; það var svo gaman að
vera til. Tíminn þinn var heldur
betur vel nýttur og fótspor þitt
á jörðinni var fallegt og ein-
stakt. Þú kenndir mér að njóta,
hlusta, horfa og elska. Þú varst
algjör fyrirmynd svo margra og
leiddir af þér svo mörg góðverk
á þinni lífsleið. Þú munt ein-
hvern veginn alltaf vera hjá
mér og okkur elsku besta
amma. Þú skilur eftir þig þvílíkt
ríkidæmi sem ég veit að þú
varst stolt af. Urðarstekkurinn
var höllin þín og þú varst
drottningin okkar allra, það er
bara þannig.
Erlendur.
Svana
Vinátta okkar vammlaus hún var,
virðing og gleði af öllu bar.
Heilsteypt og vönduð, hjálpsöm og
blíð,
heiðarleg, dugleg og sálin svo fríð.
Söngur og tónlist, sögur og grín,
spillti ekki fyrir örlítið vín.
Minningar á ég margar um þig,
meðan ég lifi gleðja þær mig.
Gengin þú ert á frelsarans fund,
faðminn sinn opnaði á þinni stund.
Guð hefur blessað þig, gæfu þér
veitt,
í gleði og sorgum ávallt þig leitt.
(SGS)
Sigríður Theodóra
Guðmundsdóttir.
Ég man ekki eftir Svönu
öðruvísi en brosandi. Hafi
ófáum axarsköftum okkar Soffíu
á unglingsaldrinum verið mætt
af einhverju öðru en alúð og
húmor þá er ég löngu búin að
gleyma því – í minni minningu
er Svana alltaf brosandi. Eða
hlæjandi.
Ég kom fyrst í Urðarstekk-
inn til Svönu og Sæma þegar
við Soffía kynntumst í Mennta-
skólanum við Sund og heimili
þeirra varð strax einn af fasta-
punktum félagslífsins á þessum
fjörmiklu árum. Ég var hreint
ekki óvön gestagangi, líflegu
spjalli og gleði á mínu heimili
en hjá Svönu og Sæma kynntist
ég nokkru alveg nýju sem átti
eftir að fylgja mér langt fram á
fullorðinsár, rödduðum kórsöng
á gleðistundum. Maður lifandi,
hvað það var gaman að taka
undir sönginn í Urðarstekknum
þar sem kynslóðirnar komu
saman og sungu inn í nóttina.
Þar voru allir velkomnir, ætt-
ingjar, vinir og jafnvel mennta-
skólanemar sem höfðu aldrei
heyrt talað um fjárlög í öðru
samhengi en eilífðarkarpinu á
Alþingi.
Svo liðu árin, unglingsstelp-
urnar urðu fullorðnar konur,
Sæmi hélt sína leið inn í sum-
arlandið og veislurnar færðust
úr Urðarstekknum á Álftanesið
til Soffíu og Svenna. Og áfram
var sungið. Svana, Kata eða
Þóra Fríða við flygilinn, Signý
og Soffía forsöngvarar, fjárlögin
í fyrirrúmi. Og alltaf var Svana
miðpunkturinn sem fylgitunglin
snerust í kringum, drottningin
sem þótti svo undurvænt um
þegna sína og lét sig velferð
þeirra varða í einu og öllu. Aldr-
ei förlaðist henni þótt elli kerl-
ing gerði sitt besta til að draga
úr siglingu hennar síðustu árin,
hún mundi allt um alla og
þreyttist ekki á að spyrja
fregna eða tjá skoðanir sínar á
mönnum og málefnum. Ekkert
verið að dvelja við einhver leið-
indi heldur gert eitthvað gott úr
lífinu hvern dag, stundarinnar
notið til fullnustu, glasið alltaf
hálffullt.
Það er ekki sjálfgefið að
ganga samhliða foreldrum
æskuvina í marga áratugi og ég
er afskaplega þakklát fyrir að
hafa fengið að njóta góðra sam-
vista við Svönu í þessi fjörutíu
ár sem við áttum samleið. Takk
fyrir pískrið, hláturinn, skálirn-
ar, væntumþykjuna og sönginn
– takk fyrir mig!
Anna Hinriksdóttir.
Elsku Svana hefur nú kvatt
okkur og eftir sitja ógrynni af
glöðum og góðum minningum,
sem verma hjartað. Svana var
gift Sæma frænda, bróður
ömmu minnar, og var alla tíð
mikill samgangur á milli fjöl-
skyldna okkar. Alltaf gaman og
oftast brostið í söng og spil við
hin ýmsu tækifæri. Hún var
mjög gestrisin og heimili henn-
ar alltaf opið fyrir vini og
vandamenn og þegar dæturnar
voru farnar að heiman fór hún
að leigja út herbergi og hélt úti
gistiheimili allt til hinsta dags
og oft komu erlendir gestir ár
eftir ár svo úr varð góður vin-
skapur. Svana hafði mikinn
áhuga á menningu og þjóðmál-
um og gerði sér far um að vera
inni í málefnum líðandi stundar
og var alltaf með puttann á
púlsinum, allt fram á síðasta
dag. Hún gat talað við alla,
unga sem aldna, og í veislum
var hún oftar en ekki umkringd
ungu fólki sem naut þess að
ræða við svo skemmtilega og
fróða konu. Í afmæli mínu fyrir
tveimur árum var hún hrókur
alls fagnaðar og söng og dans-
aði með unga fólkinu og
skemmti sér manna best. Þann-
ig var Svana, glaðlyndi og létt-
leiki einkenndi hana alla tíð og
söngur og píanóleikur átti stórt
sæti í hennar lífi enda var hún
mjög músíkölsk og vílaði ekki
fyrir sér að setjast við píanó eða
orgel og spila nokkur lög hvar
og hvenær sem færi gafst, það
var alltaf staður og stund. Hún
var einstök og litríkur persónu-
leiki í stíl við fallegu sjölin sem
hún skartaði svo oft og mikið á
ég eftir að sakna hennar góðu
og gefandi nærveru. Elsku fjöl-
skylda, við Þorri sendum okkar
innilegustu samúðarkveðjur til
ykkar allra, hún snerti sann-
arlega við mörgum og mun
minning hennar lifa áfram í
ykkur öllum.
Guðrún Oddsdóttir.
Enn fækkar fólkinu af kyn-
slóð foreldra minna, þeim sem
tengja okkur við upprunann. Nú
er komið að því að kveðja Svönu
vinkonu mína og nokkurs konar
uppeldismóður, þar sem ég
dvaldi hjá þeim Sæma móður-
bróður mínum nokkur sumur á
Kornbrekkum á Rangárvöllum
til að hjálpa og líta til með
dætrunum. Það var mjög gam-
an og gefandi að fá að vera með
þessari yndislegu, skemmtilegu
og frjálslegu fjölskyldu. Á þess-
um árum kynntist ég Svönu
best, hún var einstök kona, víð-
sýn og kunni að njóta lífsins og
nýta tímann eins og hægt var
Svanfríður
Guðrún
Ingvarsdóttir
SJÁ SÍÐU 20
Okkar einstaka móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÞORBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR
(Obba)
lést á Hjúkrunarheimilinu Ljósheimum
laugardaginn 5. júní. Hún verður jarðsungin
frá Selfosskirkju mánudaginn 14. júní klukkan 13.
Sigurður K. Kolbeinsson Edda D. Sigurðardóttir
Eva Katrín Sigurðardóttir Kristján Þór Gunnarsson
Andrea Þorbjörg Sigurðard. Mick Kjær Christensen
Kristín Edda Sigurðardóttir Þorsteinn B. Þorsteinsson
og langömmubörn