Morgunblaðið - 08.06.2021, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2021
Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is
Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta
Sérhæfð þjónusta fyrir
544 515
1
tímapantan
ir
Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992
Bíljöfur ehf er stoltur aðili að kynna aðgerðir ríkisstjórnarinnar
ALLIR VINNA sem felur í sér endurgreiðslu á VSK
af vinnulið einkabifreiða
PON er umboðsaðili
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður
Sími 580 0110 | pon.is
Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna!
GÆÐI OG ÞJÓNUSTA
Hólmfríður María Ragnhildardóttir
hmr@mbl.is
Stefán Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri hvalaskoðunarfyr-
irtækisins Gentle Giants, rak upp
stór augu á sunnudaginn þar sem
hann var staddur í Flatey á Skjálf-
anda þegar falleg æðarkolla kom
labbandi undan traktornum sem
hann hugðist nota. Þegar seglið var
tekið af tækinu kom í ljós að æðar-
kollan hafði gert sér hreiður þar
undir en fjölskrúðugt fuglalíf er á
eyjunni og margar fuglategundir
verpa þar eggjum.
Kippti sér lítið upp við atvikið
Stefán segir fuglinn hafa tekið
þessari truflun af mikilli yfirvegun
en hann virtist lítið kippa sér upp við
boðflennurnar.
„Hún stoppaði bara við hliðina á
mér og var alveg slök. Ég skildi
þetta ekki alveg.“
Kveðst þá Stefán ekki vita af öðru
tilviki þar sem æðarkolla gerir sér
hreiður og verpir undir farartæki á
þessu svæði en hann hefur verið með
annan fótinn í Flatey frá því hann
fæddist eða í rúm 50 ár.
Sem betur fer þarf Stefán ekki oft
að nota traktorinn en eftir að hann
lauk verkefninu gætti hann þess að
skilja við hreiðrið eins og komið var
að því. „Við pössuðum okkur vel,
lögðum tækinu aftur á sinn stað og
færðum seglið yfir. Kollan skreið svo
aftur í hreiðrið sitt þegar við vorum
búnir.“
Bætir Stefán við að þegar félagi
hans í Ameríku hafi séð myndina
hafi hann spurt hvort þetta væri eini
traktorinn sem verpti eggjum.
Traktor sem verpir
eggjum í Flatey
- Æðarkolla gerði sér hreiður í skjóli dráttarvélar í eynni
Ljósmynd/Stefán Guðmundsson
Fuglalíf Æðarkollan kippir sér lítið upp við gesti sem kíkja á hreiðrið til
hennar. Hún kemur sér fyrir eftir að traktornum hefur verið lagt aftur.
Ljósmynd /Stefán Guðmundsson
Hreiður Hugað að hreiðrinu undir dráttarvélinni. Stefán Guðmundsson
segist ekki vita til þess að æðarkolla hafi áður verpt undir farartæki í eynni.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Gerð hafa verið frumdrög að varnar-
garði framan við Nátthaga til að beina
hraunstraumi út á hraunin framan við
Suðurstrandarveg og freista þess að
verja Ísólfsskála, að sögn Fannars
Jónassonar, bæjarstjóra í Grindavík.
Þetta kom fram á stöðufundi fjölskip-
aðs almannavarnahóps í gærmorgun
þar sem voru fulltrúar bæjarfélags-
ins, björgunarsveita, lögreglu, al-
mannavarna, Veðurstofu o.fl. Annar
fundur verður haldinn síðar í vikunni.
Framan við Nátthaga rís Slaga
sem er 152 metra há hæð. Hraunið
gæti leitað fram um geilar sitt hvor-
um megin við Slögu. Fari það vestan
megin er jörðin Ísólfsskáli í hættu.
Fari það austan megin fer hraunið yf-
ir Suðurstrandarveg, yfir gömul
hraun og svo fram í sjó.
Hugmynd um varnargarð
„Ein hugmyndin er að gera varnar-
garð í geilinni vestan við Slögu og
reyna að beina hraunstraumnum
austur fyrir. Miðað við góða reynslu
af varnargörðunum uppi á brúninni
ofan við Nátthaga má sjá fyrir sér að
hægt sé að beina hraunstraumnum til
austurs með góðum leiðigarði. Það er
búið að hanna þessa ferla,“ sagði
Fannar. Hann tók fram að þetta væri
einungis hugmynd og engin ákvörðun
hefði verið tekin, þetta hefði ekki
heldur verið borið undir viðeigandi
stofnanir né fjárveiting til verksins
tryggð.
Fyrir miðjum Nátthaga var upp-
þornaður tjarnarbotn, þakinn þurr-
um leir. Hraunið var komið fram yfir
gamla botninn í gær og mjakaðist
stöðugt fram.
„Haldi gosið áfram kemur ekkert
til með að stoppa hraunið. En spurn-
ingin er hvort við getum beint því í
einhverjar rásir og komið í veg fyrir
að það flæmist yfir stórt svæði eða Ís-
ólfsskálalandið,“ sagði Fannar.
Ýmsum hugmyndum hefur verið
fleygt eins og t.d. að gera rás í Suður-
strandarveginn fyrir hraunið og brú
þar yfir. Fannar kvaðst ekki vita
hversu raunhæf sú hugmynd væri.
Eins hafi verið rætt um að rjúfa veg-
inn á kafla og gera rás í hann fyrir
hraunið. Þannig verði reynt að koma í
veg fyrir að það flæmist yfir mjög
langan vegarkafla. Suðurstrandar-
vegurinn er mjög mikilvægur fyrir
Grindvíkinga bæði vegna vöruflutn-
inga t.d. til Þorlákshafnar, fólksflutn-
inga og tengingarinnar við Suður-
land. Því þarf að finna leið til að
Suðurstrandarvegur verði ekki lengi
lokaður komi til lokunar hans.
Talið er að stysti fyrirvari til að-
gerða geti verið tvær til þrjár vikur.
Ef rennsli hraunsins eða gosið breyt-
ist getur fyrirvarinn orðið lengri eftir
atvikum. Það fer eftir því hver hraun-
framleiðslan er og hvert hraunið
rennur. Fannar sagði að hraun gæti
áfram runnið austur í Meradali og í
Geldingadali. Eins niður í Nátthaga
og þaðan fram í sjó.
Gönguleið B líklega löguð
Ef Geldingadalir fyllast getur
hraun leitað eftir gönguleið A og vest-
ur í Nátthagakrika. Standi gosið í
marga mánuði eða ár muni hraun
flæða yfir stór svæði.
Hraunrennslið hefur þrengt að
aðkomuleiðum að gossvæðinu. Fann-
ar sagði að nú væri verið að skoða að
lagfæra gönguleið B upp á hjallana of-
an við Geldingadali. Það verður skoð-
að nánar þegar nýtt hraunflæðilíkan
liggur fyrir síðar í þessari viku.
Aðsókn erlendra ferðamanna hefur
vaxið mikið, ekki síst þegar veður er
leiðinlegt. Þá halda Íslendingar sig
heima en útlendingarnir láta sig hafa
það að fara að gosinu. Fannar sagði
að veitingamenn og þeir sem selja
gistingu fyndu fyrir aukinni umferð
ferðafólks.
Hraunið leitar suður Nátthaga
- Hugmynd um varnargarð vestan við hæðina Slögu til að verja Ísólfsskála - Haldi hraunflæði áfram
niður Nátthaga verði því beint yfir Suðurstrandarveg á kafla, yfir gömul hraun og þaðan út í sjó
Morgunblaðið/Guðlaugur J. Albertsson
Nátthagi Hraunfossar hafa bunað niður í dalinn. Hraunið var að renna yfir uppþornaðan tjarnarbotn á sunnudag-
inn var. Hann var allur kominn undir í gær. Hugmyndin er að stýra rennsli hrauns út úr Nátthaga og til sjávar.
Borgar-
fjall
G
el
di
ng
ad
al
ir
Syðri-
Mera-
dalur
Ísólfsskáli
Lo
ft
m
yn
d
ir
eh
f.
Mögulegur
farvegur
hrauns
Suðurstrandarvegur
Mögulegur leiðigarður
vestan við Slögu
Mögulegur
farvegur
Slaga
Ná
tt
ha
gi
Fag
rad
als
-
fja
ll