Morgunblaðið - 08.06.2021, Side 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2021
Akrýlsteinn
• Yfirborðsefni sem endist og upplitast ekki
• Viðhaldsfrítt, slitsterkt og hitaþolið
- endalausir möguleikar
• Auðvelt að þrífa og gera við
Gylfaflöt 6-8, 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is
8. júní 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 121.38
Sterlingspund 171.67
Kanadadalur 100.18
Dönsk króna 19.78
Norsk króna 14.484
Sænsk króna 14.556
Svissn. franki 134.33
Japanskt jen 1.1028
SDR 174.74
Evra 147.1
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 178.7681
Hrávöruverð
Gull 1869.55 ($/únsa)
Ál 2412.5 ($/tonn) LME
Hráolía 71.25 ($/fatið) Brent
« Birgir Jónsson,
forstjóri flugfélags-
ins Play, segir að
gríðarlegur áhugi
sé hjá fjárfestum
að taka þátt í fyrir-
huguðu hlutafjár-
útboði flugfélags-
ins.
„Það eru ekki
mörg fyrirtæki á Ís-
landi sem eru í kauphöllinni hérlendis,
sérstaklega í ferðaþjónustunni. Það er
rosalegur áhugi hjá almennum fjár-
festum að koma inn og taka þátt í við-
reisn ferðaþjónustunnar.“
Birgir tekur fram að fjármagnið sem
mun safnast í útboðinu sé hvorki nauð-
synlegt fyrir félagið til þess að hefja
starfsemi, né til að fjármagna þá rekstr-
aráætlun sem fyrirtækið er búið að
setja upp.
„Það er ekki hægt eiga of mikið af
lausafé í flugrekstri. Það er nú oftast
þannig að það er sniðugra að afla pen-
inganna þegar þú getur það, heldur en
þegar höggið kemur. Þá getur verið erf-
itt að fara í svona fjármögnun þar sem
það tekur tíma,“ segir Birgir.
Hann segist vera spenntur fyrir
skráningunni og það myndi mikinn aga
fyrir rekstur fyrirtækisins að vera í
skráðu umhverfi. logis@mbl.is
Mikill áhugi á hluta-
bréfaútboði Play
Play hefur áætl-
unarflug 24. júní.
STUTT
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Samkvæmt nýbirtri útboðslýsingu
fyrir hlutafjárútboð Íslandsbanka,
sem hófst í gær, verður leitast við að
skerða ekki tilboð í útboðinu undir
einni milljón króna. Lágmarksboð er
fimmtíu þúsund krónur. Verði um-
frameftirspurn eftir hlutum gætu til-
boð yfir einni milljón króna orðið fyr-
ir skerðingu.
Áætlað markaðsvirði Íslands-
banka í kjölfar útboðsins er 150
milljarðar króna, að því gefnu að
verð á útboðshlut verði miðpunktur
leiðbeinandi verðbils í útboðinu, eins
og það er orðað í útboðslýsingunni.
Leiðbeinandi verð útboðshluta er á
bilinu 71 til 79 krónur.
Áskriftir fyrir öllum hlutum
Í gærkvöldi tilkynntu Bankasýsl-
an og Íslandsbanki að áskriftir hefðu
borist fyrir þeim hlutum sem í boði
eru í útboðinu umfram efri mörk út-
boðsstærðar, þ.m.t. valréttarhluti, á
öllu verðbilinu. Sé miðað við neðra
gildi útboðsbilsins hafa því borist til-
boð upp á yfir 50 milljarða króna í
35% hlut í bankanum. Útboðið held-
ur engu að síður áfram en því lýkur
kl. 12:00 þriðjudaginn 15. júní 2021.
Fagfjárfestar og almennir
Útboðið fer fram annars vegar
með almennu útboði á hlutabréfum
til fagfjárfesta og almennra fjárfesta
á Íslandi og lokuðu útboði til tiltek-
inna fagfjárfesta erlendis og skiptist
því í áskriftarleið A og B.
Stærð áskrifta í leið A er að fjár-
hæð 50.000 kr. til 75 milljónir króna
en í leið B er stærðin allar upphæðir
yfir 75 milljónum króna, að því er
fram kemur í lýsingunni.
Útboðið nær til allt að 636.363.630
af útgefnu og útistandandi hlutafé
bankans, en íslenska ríkið á bankann
að fullu. Til að mæta umframeftir-
spurn í útboðinu hefur seljandi veitt
söluráðgjöfum rétt til að kaupa
63.636.363 hluti, sem eru ígildi 10%
af útboðshlutunum.
Til sölu eru að lágmarki 25% af út-
gefnu og útistandandi hlutafé bank-
ans. Heimilt verður, sem hluti af út-
boðinu, að stækka útboðið í allt að
35% af útgefnu útistandandi hlutafé
bankans.
Hornsteinsfjárfestar
Í upplýsingum frá Íslandsbanka
kemur fram að sjóðir í stýringu hjá
Capital World Investors, RWC As-
set Management LLP, Gildi-lífeyr-
issjóður og Lífeyrissjóður verzlunar-
manna, sem hornsteinsfjárfestar,
hafi hver um sig skuldbundið sig til
að kaupa samtals 200 milljónir hluta
á endanlegu útboðsgengi.
Bjarni Benediktsson fjármála- og
efnahagsráðherra segir í tilkynning-
unni að það sé ánægjulegt að sjá
hlutafjárútboð Íslandsbanka hefjast
eftir mikla og vandaða vinnu síðustu
mánuði. „Það hefur lengi staðið til að
draga úr umfangsmiklu eignarhaldi
ríkisins á fjármálamarkaði og koma
hér á fyrirkomulagi í líkingu við það
sem þekkist í nágrannalöndum okk-
ar. Útboðið er fyrsta skref í þá átt.
Með skráningunni verður íslenskur
hlutabréfamarkaður stærri og fjöl-
breyttari, og það er jákvætt að fjár-
festingarkostum almennings og fag-
fjárfesta fer sífellt fjölgandi.“
Skerði ekki tilboð í Íslands-
banka undir einni milljón
Lykiltölur og virði bankanna
Milljarðar kr.
Íslandsbanki Arion banki Kvika* Landsbankinn
1. ársfj.
2021
Markaðsvirði 150 232 103
Starfsmenn 774 772 319 865
Eigið fé 186 189 70 261
Eignir 1.385 1.181 260 1.601
Árið
2020
Tekjur 43,0 51,0 8,7 38,3
Hagnaður 6,8 12,5 2,3 10,5
*Sameining Kviku og TM
gekk í gegn 30.mars sl. Útboð
» Útboðið hófst í gær og
stendur til 15. júní nk.
» Citigroup Global Markets
Europe AG, Íslandsbanki hf. og
J.P. Morgan AG hafa sameig-
inlega umsjón með útboðinu
og eru leiðandi söluráðgjafar
ásamt Barclays Bank Ireland
PLC, HSBC Continental Eur-
ope, Fossum mörkuðum hf. og
Landsbankanum hf.
» Verð er á bilinu 71 til 79 kr.
- Íslandsbanki metinn á 150 milljarða króna að loknu hlutafjárútboði
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skráning Stjórn Íslandsbanka mun óska eftir því að allt hlutafé bankans
verði tekið til viðskipta á aðalmarkaði Nasdaq Iceland.
Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar,
segir myndlykla munu verða í notk-
un næstu tíu árin. Þeir muni ekki
hverfa í einni lotu heldur muni notk-
unin minnka smátt og smátt.
Fram kom í Morgunblaðinu í gær
að Síminn hefði tilkynnt að myndlyk-
ill væri orðinn valkvæður og að app
frá Sjónvarpi Símans væri orðið not-
hæft í flestum snjalltækjum.
Af þessu tilefni var Heiðar spurð-
ur út í stöðuna hjá Vodafone.
„Við höfum boðið upp á app í mörg
ár og erum að þróa það og þannig
stöðugt að bæta afhendinguna til
viðskiptavina. Og þeir eru að horfa á
efnið okkar á sífellt fleiri vegu í
gegnum tölvu, snjallsíma og snjall-
sjónvörp og auðvitað er þetta tæki-
færi fyrir okkur til að koma efninu
enn víðar,“ segir Heiðar.
Nálgast efnið á nýjan hátt
Spurður hvort myndlykillinn sé á
útleið hjá Vodafone nefnir Heiðar út-
varpið til samanburðar.
„Meirihluti útvarpshlustunar er
ekki lengur í gegnum hefðbundin út-
vörp, heldur forrit. Auðvitað breytist
þetta eins og annað. Ég ætla ekki að
spá um það en það tekur að minnsta
kosti áratug að skipta út svona kerfi
[myndlykla]. Þetta er mjög víða og
það eru ekki allir það tæknivæddir
að þeir séu með nýjustu sjónvörpin
sem geta tekið við útsendingum
fram hjá myndlykli.“
Útsending í gegnum loftið
Heiðar bendir svo á að enn séu í
notkun um tíu þúsund myndlyklar á
Íslandi sem taka við sjónvarps-
útsendingu í gegnum loftið. Engin
gagnvirkni sé í slíkum myndlyklum
og því ekki hægt að velja dagskrár-
liði. Útsendingin sé línuleg.
Með þessu móti sé Sýn, ólíkt Sím-
anum Sport, með 100% afhendingu á
sjónvarpsefni. M.a. verði Evrópu-
mótið í knattspyrnu öllum aðgengi-
legt gegn gjaldi. baldura@mbl.is
Morgunblaðið/Hari
Sýn Höfuðstöðvarnar í Reykjavík.
Myndlyklar verði
í notkun í áratug
- Forstjóri Sýnar
segir endurnýjun
munu taka tíma