Morgunblaðið - 08.06.2021, Blaðsíða 14
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
T
ryggja þarf enn betur ör-
yggi í jarðgöngum hér á
landi og setja strangari
reglur um öryggisþætti en
gert er í drögum að reglugerð um ör-
yggiskröfur í jarðgöngum sem sam-
gönguráðuneytið hefur kynnt í sam-
ráðsgátt. Þetta kemur fram í
umsögnum við drögin. Eins og greint
var frá nýlega í Morgunblaðinu verða
gerðar samræmdar öryggiskröfur
fyrir öll jarðgöng lengri en 500 metr-
ar samkvæmt drögunum en þau eru
þó sett í þrjá flokka eftir aldri og um-
ferðarþunga og mismunandi örygg-
iskröfur gerðar til hvers flokks. Í um-
sögnum er þetta gagnrýnt og því
haldið fram að allar öryggiskröfur
ættu að gilda um öll göng þar sem
það er tæknilega mögulegt.
Í Fjallabyggð er að finna flest
jarðgöng í einu sveitarfélagi, Stráka-
göng, Múlagöng og Héðinsfjarðar-
göng, en síðastnefndu göngin falla í
annan öryggisflokk reglugerðar-
innar. Í umsögn Fjallabyggðar er
gagnrýnt að áfram sé gert ráð fyrir
250 metra millibili á milli neyðar-
stöðva í Héðinsfjarðargöngum þótt
reglugerð frá 2007 kveði á um að það
skuli vera 150 metrar í jarðgöngum.
Einnig sé með öllu óviðunandi að
ekki er gerð skýlaus krafa um far-
símasamband í öllum veggöngum
sem eru yfir 500 metrar að lengd.
„Að mati sveitarfélagsins skiptir þar
engu aldur ganga eða fjarlægð á milli
neyðarsíma, tækni dagsins er með
þeim hætti að vel er mögulegt að
koma á góðu farsíma- og gagna-
sambandi í veggöngum.“ Þá sé ótækt
að gera svo misjafnar öryggiskröfur
til jarðganga eins og gert er í drög-
unum með vísan til lengdar þeirra.
Þannig séu í reynd öll önnur jarð-
göng en Hvalfjarðargöng undan-
skilin ýmsum öryggiskröfum s.s. um
vélrænt loftræstikerfi.
Samband íslenskra sveitar-
félaga tekur undir með Fjallabyggð
og segir að aðeins ætti að undan-
þiggja jarðgöng frá öryggisskil-
yrðum ef tæknilega sé ómögulegt að
uppfylla þau. Sérstaklega verði að
gæta þess að kröfur um fjarsíma-
samband verði að meginstefnu þær
sömu í öllum jarðgöngum, óháð lengd
þeirra, umferðarþunga og aldri.
Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar
lýsir í sérstakri umsögn stöðu örygg-
ismála í göngunum í Fjallabyggð og
kemur m.a. fram að úttekt slökkvi-
liðsstjóra hafi leitt í ljós að fjar-
skiptum í öllum göngum á svæðinu sé
ábótavant og ekki tryggt að tetra-
fjarskipti séu hnökralaus. Þá séu út-
varpssendingar ekki til staðar til að
koma skilaboðum á framfæri. „Því er
ekki til að taka að öryggi sé þegar
tryggt í jarðgöngum í Fjallabyggð.
Sveitarfélagið og slökkviliðið hafa um
langa hríð krafið Vegagerðina um úr-
bætur í Múla- og Strákagöngum án
þess að við því hafi verið brugðist á
fullnægjandi hátt, sama má segja um
Gagnrýna ólíkar ör-
yggiskröfur í göngum
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Héðinsfjarðargöng Neyðarstöðvar eru með 250 metra millibili. Að sögn
slökkviliðsstjóra er ekkert útvarpssamband og óvíst hvenær úr því verði bætt.
Héðinsfjarðargöng,“ segir í umsögn
slökkviliðsstjóra, sem vitnar einnig í
úttekt Samgöngustofu þar sem m.a.
kemur fram að engir brunahanar séu
í eða við Múlagöngin og ekki tryggt
að nægilegt vatn fáist eftir öðrum
leiðum Dalvíkurmegin. Ekkert út-
varpssamband sé í Héðinsfjarðar-
göngum og engin neyðarlýsing. Sama
eigi við í Strákagöngum, sem uppfylli
ekki kröfur og þar hafi ekki verið
unnið áhættumat svo vitað sé.
„Sveitarfélög á Tröllaskaga geta ein-
angrast vegna veðurfars og í þeim að-
stæðum er ekki tryggt að aðstoð ber-
ist úr öðrum umdæmum verði
alvarlegur atburður á svæðinu,“ segir
í umsögn slökkviliðsstjóra.
Í umsögn Samgöngufélagsins segir að eftir því sem næst verði komist sé
búnaður til útsendinga útvarps í fimm jarðgöngum af ellefu hér landi,
þ.e. í Hvalfjarðar-, Dýrafjarðar-, Bolungarvíkur-, Vaðlaheiðar- og Norð-
fjarðargöngum.
Í annarri umsögn bendir Höskuldur Haukur Einarsson hjá fyrirtækinu
Bráðalausnum, fyrrverandi deildarstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæð-
isins, á að enginn sértækur búnaður til björgunar úr jarðgöngum sé til hjá
slökkviliðum sem koma að björgun úr fjölförnustu göngum landsins,
Hvalfjarðargöngum. Hann telur flest eða öll slökkvilið vera vanbúin og
vanþjálfuð til að fást við alvörueld í jarðgöngum og ekki sé stafur um eld
í jarðgöngum eða hvernig á að standa þar að björgun í kennsluefni
Brunamálaskólans. Leggur hann einnig til að komið verði á fót stjórnstöð
sem vakti öll jarðgöng á landinu.
Útvarp í 5 af 11 göngum
BÆTA ÞARF ÖRYGGIÐ
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það er þekktað ýmsaryfirlýsingar
sem gefnar eru í
prófkjörsbaráttu
eða í kosningaslag
falla hratt í verði. Stundum eru
þær úr sögunni á sama andar-
taki og þær voru gefnar. Og
það er ekkert ósiðlegt við það,
því að þær bera það með sér.
Muna mætti er fámennur
sértrúarsöfnuður í Sjálfstæðis-
flokki nuddaði út úr forystu-
mönnum flokksins það sem
hann taldi fyrirheit til sín á
fundi á reykvísku hóteli. Þar
virtist um algera kúvendingu
að ræða á yfirvegaðri stefnu
flokksins varðandi afstöðuna til
hugsanlegrar aðildar að ESB.
Yfirlýsingar forystunnar sýnd-
ust vissulega yfirgengilega
glannalegar, og handan við allt
umboð sem samþykktir á veg-
um flokksins sýndu. Og má full-
yrða að sjaldan hafa forystu-
menn keypt sig jafndýru verði
að komast sem fyrst af leiðin-
legum fundi með fáeinum sér-
vitringum.
En það sem lakara var var að
um hríð virtust þeir sem
gleymt höfðu ábyrgð sinni fyrir
lítið láta í framhaldinu ýta sér
nokkrum sinnum út í horn, er
hópurinn þveri krafðist þess að
flokksforystan stæði við útaf-
akstur sinn gagnvart sér þótt
hann gengi gegn vilja alls
flokksfólksins að öðru leyti, og
öllum opinberum samþykktum
hans og staðfastri og marg-
ítrekaðri stefnu.
En það má minna á að yfir-
lýsingar af slíku tagi með fá-
mennum hópi sérvitringa í
flokki eru með allra billegustu
útsölum sem þekkjast. Og þeir
sem vafasama vöru kaupa á bil-
legustu útsölum geta gefið sér
að hún stæðist ekki gæða-
skoðun. Báðir aðilar sem körp-
uðu á þessum fámenna fundi
vissu vel að ekki stæðu neinar
forsendur til þess að slík kú-
vending fengist staðfest og
hlyti brautargengi innan
flokksins. Staðfastari hópur en
þarna var mættur var í marg-
földum meirihluta á við útsölu-
hópinn sem gerði forystunni
kröfur sem hún var ófær um að
efna.
Það varð réttilega ákveðið án
formlegrar ákvörðunar að gera
ekki meira með þetta mál en
gert er almennt með, til að
mynda, slys í ölæði eða í öðru
dómgreindarbasli, sem menn
jafna sig eftir síðar. Í gleði
sinni yfir falli Sovétríkjanna
var þannig eitt og annað sam-
þykkt. Til að mynda ACP,
gagnkvæmur réttur til vopna-
eftirlits úr lofti, frá árinu 1992,
við Rússland. Það blasti við, að
fljótlega eftir að „múrinn“ féll,
þá var hið víðfeðma
Rússland komið að
fótum fram bæði
efnahagslega og
hernaðarlega.
Vesturlönd skynj-
uðu að þau áttu nú alls kostar
við það á hinu alþjóðlega sviði
og Kína hafði ekki enn stigið
inn á það, svo að eftir því væri
tekið.
Því var hægt að láta undan
Rússlandi og skapa því ró með
því að fallast á samninga sem
fólu þá í sér fáar hættur fyrir
„sigurvegara kalda stríðsins“.
En síðar fór að bera á því að
Rússland áskildi sér rétt til að
hafa á því sitt einhliða mat
hvernig slíkir samningar
skyldu virtir. Trump forseti
ákvað því að endunýja ekki
fyrrnefndan samning við þá.
Rússar andmæltu þeirri
ákvörðun ákaft.
Mótframbjóðandi Trumps í
forsetakjöri, Joe Biden, for-
dæmdi forseta Bandaríkjanna
af þessu tilefni „fyrir alvarleg
mistök“.
Nú, þegar Biden er kominn
endanlega upp úr kjallaranum,
eins og fyrrnefndur hópur af
leynifundi í hótelsalnum úr
Sjálfstæðisflokknum, gerir
Biden ekkert með sín eigin
mótmæli í kosningabaráttunni.
„Það var þá,“ segir hann nú.
Pútín forseti hefur reynst
miklu öflugri forseti en Jeltsín
fyrirrennari hans og þótt efna-
hagur Rússlands sé enn fremur
veikur hafa áhrif landsins auk-
ist mun hraðar en efnahag-
urinn einn stendur undir. Pútín
hefur nú fyrir sitt leyti staðfest
með lögum sem hann undirrit-
aði, að samningurinn um „Open
skies“ sé úr gildi fallinn aðeins
tveimur vikum fyrir væntan-
legan fund þeirra Bidens í
Sviss. En því fylgdi kunnugleg
yfirlýsing frá Kreml um að Joe
Biden hefðu orðið á „pólitísk
mistök“ með yfirlýsingum sín-
um um að endurnýja ekki fyrr-
nefnda samningsgerð.
Trump forseti og utanríkis-
ráðherra hans sögðu hins vegar
á sínum tíma að Rússland hefði
efnt þessa samninga algjörlega
eftir því sem þeim hentaði
hverju sinni. Leiðarahöfundar
The Wall Street Journal fögn-
uðu ákvörðun Bidens nú, þótt
hún gengi þvert á yfirlýsingar
hans í kosningabaráttunni
enda batnandi mönnum best að
lifa. Sagði blaðið á þá leið að
fyrrnefnd sáttargjörð hefði
fallið í almennu bjartsýniskasti
sem eðlilega hefði fylgt falli
Sovétríkjanna.
En blaðið bætti því við að
slíkir samningar hefðu því að-
eins raunverulegt gildi að allir
aðilar fylgdu þeim og umgengj-
ust í „góðri trú“.
Ómerk sáttargjörð
getur falið í sér
sjálfkræfa ógildingu}
Sumir „samningar“
ónýtir frá öndverðu
S
varið er einfalt þótt hægt sé að
setja það fram á ýmsa vegu:
Við kjósum milli framþróunar
og stöðnunar.
Við kjósum milli frjálslyndis og
afturhalds.
Við kjósum milli hagkvæmni og sóunar.
Við kjósum milli sanngirni og vinargreiða.
Við kjósum milli alþjóðahyggju og ein-
angrunarstefnu.
Við kjósum milli lýðræðis og stjórnlyndis.
Við kjósum um hvort allir eru jafnir eða
sumir jafnari en aðrir.
Við kjósum um hvort er mikilvægara, fólk-
ið eða kerfið.
Við kjósum milli vitrænnar umræðu og
lýðskrums.
Við kjósum milli opins og gagnsæs stjórn-
kerfis og leyndarhyggju.
Við kjósum milli hagræðingar og skattahækkana.
Við kjósum milli hófsemi og óráðsíu.
Við kjósum milli frjálsrar samkeppni og fákeppni út-
valinna.
Við kjósum milli alvörugjaldmiðils og krónunnar.
Við kjósum milli góðs viðskiptasiðferðis og spillingar.
Við kjósum milli hugsjóna og metorðagirndar.
Við kjósum milli heiðarlegra vinnubragða og klækja-
stjórnmála.
Við kjósum milli almannahagsmuna og sérhagsmuna.
Allir eiga að hafa sama rétt.
Sjávarútvegur borgi markaðstengt auðlindagjald með
því að árlega fari ákveðinn hluti kvótans á markað.
Hættum að vernda bankana gegn alþjóð-
legri samkeppni með því að nota mynt sem
enginn alþjóðlegur banki þorir að vinna í.
Landbúnaður á að lúta lögmálum al-
mennrar samkeppni og bændur að taka
ákvarðanir á viðskiptalegum forsendum.
Hætt verði að skilyrða styrki til landbún-
aðar og dregið úr þeim í áföngum jafnframt
því sem innflutningshöft og tollar á land-
búnaðarvörur verða afnumin.
Ríkið hætti að sinna verkefnum sem
einkaaðilar geta vel annast.
Sýnum þann metnað að námsárangur í
grunn- og framhaldsskólum nái að minnsta
kosti meðaltali innan OECD.
Réttindi einstaklinga og fyrirtækja gagn-
vart ríkinu verði tryggð þannig að ríkið
uppfylli sjálft kröfur um eðlilega stjórn-
sýslu.
Kosningaréttur á að vera jafn, óháð búsetu.
Ríkið á að búa til umgjörð stöðugleika sem dregur
úr hættu á því að pólitíkusar, auðjöfrar eða
sérhagsmunahópar geti ráðskast með þjóðina og eignir
hennar. Hluti af þessari umgjörð er breytt stjórn-
arskrá sem tryggir að almenningur geti komið að mál-
um ef ákveðinn fjöldi kjósenda krefst þess.
Um allt þetta ættum við að kjósa. Við vitum að
óbreytt ástand er í boði, en spurningin er: Verður ein-
hver trúverðugur kostur í framboði til þess að hrinda
breytingum í framkvæmd?
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Um hvað verður kosið í haust?
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen