Morgunblaðið - 14.06.2021, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 14.06.2021, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 2021 Endanleg mynd er að komast á framboðslista- mál hinna ýmsu stjórnmálaflokka víðs vegar um landið, en um helgina voru samþykktir fram- boðslistar sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi og vinstri-grænna í Norðvesturkjördæmi. D-listi Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi var samþykkur samhljóða á laugardaginn í Grindavík á fjölmennum fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Á annað hundrað manns tóku þátt í fundinum og sagði í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum að góð stemning og baráttuandi hefði verið í fólki fyrir komandi þingkosningar. Guðrún Hafsteinsdóttir, sem sigraði í próf- kjöri flokksins 29. maí sl., skipar efsta sæti listans, en þingmennirnir Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Friðriksson eru í næstu sætum. Flokkurinn er nú með þrjá þingmenn í kjör- dæminu. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráð- herra, skipar heiðurssæti listans. Tækifæri á sveitarstjórnarstiginu Bjarni Jónsson, fiskifræðingur og sveitar- stjórnarmaður, leiðir lista Vinstri hreyfingar- innar – græns framboðs í Norðvesturkjördæmi, en listinn var samþykktur á fjölsóttum fundi á Hótel Laugabakka í Miðfirði í gær. Bjarni sagði í ræðu sinni á fundinum að til framtíðar lægju miklir möguleikar í sterkara VG á sveitarstjórn- arstiginu og samvinnu landsmálanna og sveit- arstjórnamálanna. Bjarni þakkaði einnig ráð- herrum flokksins fyrir mikla vinnu og framsækni sem hefði leitt til vitundarvakningar í samfélaginu þótt ekki hefðu öll mál náðst í höfn á kjörtímabilinu. Bjarni er nýr oddviti listans, en flokkurinn hefur nú einn þingmann í kjör- dæminu. Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður skipar annað sætið. Í ræðu sinni sagði hún að með gleði og samvinnu væri allt hægt, og hún myndi láta til sín taka í málefnum launafólks, sjómanna og byggðanna og fyrir réttlátara samfélagi með umhverfismál að leiðarljósi. Hún sagðist fyllast andagift yfir fjölbreytileikanum á listanum og þeirri góðu stemningu sem ríkti. sgs@mbl.is Framboðslistar staðfestir í Suður og Norðvestur - Björn Bjarnason í heiðurssæti Sjálfstæðisflokks í Suður - Framboðslisti VG í Norðvestur klár Ljósmynd/Sjálfstæðisflokkurinn Þingkosningar Frambjóðendur sjálfstæðis- manna í Suðurkjördæmi stilla sér hér upp. Reykjavíkurborg stefnir að því að loka neyðarskýli fyrir heimilis- lausar konur í lok júlí. Úrræðinu var komið á vegna faraldursins á síðasta ári og hefur það verið fram- lengt nokkrum sinnum síðan. Úrræðið er á vegum borgarinnar og félagsmálaráðuneytisins og átti að miða að því að koma til móts við þarfir heimilislausra kvenna og var þeim komið fyrir í Konukoti og nýja úrræðinu, svo hægt væri að tryggja tveggja metra reglu. Til stóð að loka úrræðinu síðasta sumar. Í yfirlýsingu sem tíu heimilis- lausar konur sendu frá sér í ágúst á síðasta ári kom meðal annars fram að heimsfaraldur hafi þurft til að aðeins færri yrðu heimilislausir hér á landi. Loka neyðarskýli heimilislausra kvenna Hildur Árnadóttir, formaður Jafn- vægisvogarráðs Félags kvenna í at- vinnulífinu, FKA, og formaður Ís- landsstofu, var í síðustu viku kjörin formaður LeiðtogaAuðar FKA, en það er sérstök deild innan samtak- anna sem er fyrir konur sem hafa yfirgripsmikla stjórnunarreynslu úr atvinnulífinu, bæði einkageir- anum og hinum opinbera. Auk Hildar voru þær Auður Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Sjóvá, Elfa Björk Aradóttir hjá Ístaki, Erna Eiríksdóttir hjá Borg- arplasti og Guðlaug Sigurðardóttir hjá Landsneti kjörnar í stjórn sam- takanna, en aðalfundur þeirra fór fram á þriðjudaginn var. Tilgangur LeiðtogaAuðar er að efla tengslanet kvenna í stjórnunar- og áhrifastöðum og auka þátttöku og áhrif kvenna í atvinnulífinu. „LeiðtogaAuðir vilja vera þeim konum sem á eftir koma hvatning, fyrirmynd og stuðningur,“ segir Hildur Árnadóttir formaður. „Markmið LeiðtogaAuðar er að konur í forystusveit íslensks við- skiptalífs kynnist hver annarri og nýti sér tengsl, stuðning, aðstoð og önnur tækifæri sem félagsskapur- inn býður upp á,“ segir Hildur jafnframt í tilkynningunni. Hildur for- maður Leið- togaAuðar Stjórnin Frá vinstri: Elfa Björk Aradóttir, Guðlaug Sigurðardóttir, Hildur Árnadóttir, formaður Leið- togaAuðar, Erna Eiríksdóttir og Auður Daníelsdóttir skipa stjórn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.