Morgunblaðið - 14.06.2021, Page 12

Morgunblaðið - 14.06.2021, Page 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 2021 SORE NO MORE SORE NO MORE Náttúrulegt hitagel Náttúrulegt kæligel Fyrir æfin gu Eftir æfingu 14. júní 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 121.42 Sterlingspund 171.74 Kanadadalur 100.23 Dönsk króna 19.795 Norsk króna 14.6 Sænsk króna 14.629 Svissn. franki 135.27 Japanskt jen 1.1078 SDR 174.91 Evra 147.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 178.2056 Hrávöruverð Gull 1891.95 ($/únsa) Ál 2470.0 ($/tonn) LME Hráolía 72.41 ($/fatið) Brent « Fjórir stjórnendur Toshiba voru látnir taka pokann sinn eftir neyð- arfund hjá japanska raftækjafram- leiðandanum á sunnudag. Í síðustu viku kom út svört skýrsla með niðurstöðum sjálfstæðrar rann- sóknar sem leiddi í ljós að stjórn- endur Toshiba hefðu átt í samráði við japönsk stjórnvöld um að hafa hemil á áhrifafjárfestum (e. activist in- vestor) í hluthafahópi félagsins. Að sögn FT má vænta frekari upp- sagna hjá Toshiba og ekki ósennilegt að hluthafar vilji að stjórn- arformaður félagsins segi af sér. ai@mbl.is Uppstokkun hjá Toshiba STUTT í hvert einasta skipti sem krónan hefur orðið mjög sterk hafi styrkingin gengið til baka fyrr eða síðar með tilheyrandi skakkaföllum. „Í gegnum alla hagsöguna hefur það gerst þegar gengið yfirskýtur að það lækkar skarp- lega nokkru seinna, með miklum látum. Það er alls ekki gott til lengdar að krónan farí gegnum djúpa dali og hæðir, og þegar krónan sýnir merki þess að vera að styrkjast ættum við að sýna smá fyrirhyggjusemi og „flagga“ því ef hætta getur skapast á ofrisi.“ Konráð rifjar upp að það olli erfiðleikum víða í hagkerfinu síðast þegar gengi krón- unnar var með sterkasta móti. Minnist hann þess þegar ferðaþjónustan var í örum vexti og fjölgun ferðamanna, samhliða einhliða vænt- ingum á gengismarkaði, varð til þess að krón- an styrktist jafnt og þétt frá sumrinu 2015, þegar tilkynnt var að samningar hefðu náðst við þrotabú föllnu bankanna, og náði hæstu hæðum í byrjun júní 2017 þegar bandaríkja- dalur kostaði aðeins 97 kr. (nú 121 kr.), pund- ið 126 kr. (nú 172 kr.) og evran 110 kr. (nú 147 kr.). „Á sama tíma bárust reglulega fréttir af því að útflutningsfyrirtæki ættu í mestu vandræðum og að þeim gengi erfiðlega að vera samkeppnishæf á alþjóðamarkaði,“ segir Konráð og bætir við að sem betur fer hafi út- flutningsgreinarnar náð að standa af sér styrkingu krónunnar sem tók að veikjast seinni hluta sumars 2017 og hafði gefið mikið eftir í árslok 2018, m.a. tengt rekstrarvanda WOW air. Hagkerfið á svipuðum stað og fyrir faraldur Niðurstaða greiningar Viðskiptaráðs er m.a. sú að undirliggjandi þættir í hagkerfinu bendi ekki til að innistæða sé fyrir verulegri styrkingu krónunnar umfram það sem var fyrir faraldur. Fjölgun ferðamanna, endur- nýjaður áhugi erlendra fjárfesta á Íslandi, og ágætishorfur í útflutningsgreinum, s.s. í fiskeldi, eru á meðal þeirra þátta sem gætu haft styrkjandi áhrif á gengið. Þróun vaxt- armunar og hreinnar erlendrar stöðu auk batnandi framleiðni bendir líka til að geta hagkerfisins til að standa undir sterkara gengi hafi aukist lítillega. Hins vegar eru viðskiptakjör lakari og raungengið nú þegar um 7% yfir jafnvægisraungengi samkvæmt mati Seðlabankans. Konráð segir Viðskiptaráð ekki gera neina tilraun til þess að giska á hvað væri „rétt“ gengi fyrir krónuna eða spá fyrir um það hvernig gengið kemur til með að þróast. Hann segir það ekki markmið út af fyrir sig að krónan sé veik eða sterk og að gengið verði einfaldlega að endurspegla styrk hag- kerfisins í samanburði við helstu viðskipta- lönd. Hins vegar verður, að mati Konráðs, að reyna að lágmarka sveiflur og reyna með einhverju móti að sporna við þeirri tilhneig- ingu krónunnar að ýmist styrkjast eða veikj- ast mun meira en tilefni er til. Í greiningunni er lagt til að Seðlabankinn og fjárfestar myndi sér skoðun á hvaða gengi hagkerfið ráði við og sendi markaðinum þannig skýr skilaboð sem gætu ýmist slegið á óhóflega bjartsýni eða dempað of mikla svartsýni. Þá geti fjársterkir aðilar eins og lífeyrissjóðirnir leikið stærra sveiflujöfnun- arhlutverk með því að vakta vandlega hvern- ig krónan þróast með tilliti til undirliggjandi þátta og aukið við gjaldeyriskaup sín þegar gengið er hagstætt sem um leið spornar gegn of mikilli styrkingu krónunnar. „Annað sem gæti hjálpað til að halda öfg- um í gengisþróun í skefjum væri að endur- skoða þær séríslensku reglur sem gilda um afleiðuviðskipti á gjaldeyrismarkaði,“ segir Konráð. „Grunar mig að það væri mjög gott að leyfa slík viðskipti upp að einhverju marki, í takt við þær hugmyndir sem vara- seðlabankastjóri fjármálastöðugleika viðraði á peningamálafundi Viðskiptaráðs í nóvem- ber á síðasta ári.“ Gæti þess að krónan ofrísi ekki Morgunblaðið/Eggert Innspýting Kampakátir ferðamenn á leið í hvalaskoðun. Ferðamannaiðnaðurinn gæti verið kominn á fulla ferð síðar í sumar með tilheyrandi innstreymi gjaldeyris. - Krónan á það til að ýmist styrkjast eða veikjast mun meira en tilefni er til - Viðskiptaráð leggur til að leiðandi aðilar sendi markaðinum skýr skilaboð til að slá ýmist á of mikla bjartsýni eða bölsýni VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Langur kórónuveiruvetur er að baki og víða hægt að greina batamerki í atvinnulífinu. Er ekki síst beðið með óþreyju eftir erlendu ferðamönnunum sem fjölgar jafnt og þétt og margir sem spá að um mitt sumar verið ferðamannastraumurinn hér um bil kominn í eðlilegt horf. Samhliða batamerkjunum hefur krónan tekið að styrkjast og bara frá byrjun maí hef- ur hún styrkst um 2,5 til 2,9% gagnvart evru og bandaríkjadal. Nemur styrkingin um 4% undan- farna þrjá mánuði og 10% frá því krónan var veikust í september síðastliðnum og er gengi krónunnar í dag á svipðu reiki og í upphafi heimsfaraldurs. Gengisþróunin vekur upp ýmsar spurningar og fer það eftir því hvar fólk stendur hvort það ókyrrist eða gleðst yfir þeirri stefnu sem krónan hefur tekið: útflutn- ingsgreinarnar myndu síður vilja að gjald- miðillinn styrktist mikið meira á meðan neyt- endur láta sig dreyma um lægra verð á innfluttum varningi og ódýrari ferðalög út í heim. Of mikil styrking gengur alltaf til baka með látum Viðskiptaráð gaf fyrir skemmstu út áhuga- verða greiningu á horfum í gengismálum þar sem varað er við þeim hættum sem gætu skapast ef krónan styrkist mjög mikið og eins mælst til þess að Seðlabankinn og aðrir stórir aðilar á gjaldeyrismarkaði myndi sér skoðun á því hvaða gengi samræmist þeim aðstæðum sem eru í hagkerfinu, s.s. með tilliti til fram- leiðni, vaxtamunar og viðskiptakjara. Konráð Guðjónsson er hagfræðingur og að- stoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Ís- lands og segir hann að reynslan hafi kennt að Konráð Guðjónsson « Á fundi efnahags- og viðskipta- nefndar Alþingis á laugardag var ákveðið að vísa nýju frumvarpi um líf- eyrismál aftur til ríkisstjórnarinnar. Fyrr í mánuðinum birti Morgunblaðið viðtal við Ólaf Pál Gunnarsson, fram- kvæmdastjóra Íslenska lífeyrissjóðsins, og kom þar fram óánægja með vöntun á samráði við samningu frumvarpsins. Lagði Ólafur til að fyrst yrði lokið við grænbókarvinnu, í góðu samráði við alla hagsmunaaðila, áður en ráðist yrði í svo umfangsmiklar breytingar á lagaramma lífeyrismála. Í ákvörðun efnahags- og viðskipta- nefndar er tekið í sama streng. Hvetur nefndin til að frumvarpið verið rýnt með tilliti til þeirra ábendinga sem fram hafa komið í umsögnum, og að samráð verði haft við hagsmunaaðila um fyr- irhugaðar breytingar. Leggur nefndin til að málið njóti forgangs hjá viðkomandi ráðuneyti og að stefnt verði að því að leggja frumvarpið fram að nýju á næsta löggjafarþingi. ai@mbl.is Morgunblaðið/Golli Umdeilt Frumvarpið felur í sér umfangs- miklar breytingar á lífeyrismálum. Frumvarpi um lífeyrismál vísað til baka

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.