Morgunblaðið - 14.06.2021, Side 13

Morgunblaðið - 14.06.2021, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 2021 Karlmaður skaut tvö börn og einn eldri borgara til bana í bænum Ar- dea, sem er skammt utan Rómar, í gær. Læsti maðurinn sig svo af í íbúð í nokkrar klukkustundir, þar sem lögreglan reyndi að semja við hann um að gefa sig fram, áður en maðurinn framdi sjálfsvíg. Mario Savarese, bæjarstjóri Ar- dea, sagði að árásarmaðurinn og fórnarlömbin hefðu öll búið í sömu húsaþyrpingu í bænum, en talið er að maðurinn hafi átt við geðtrufl- anir að stríða. Samkvæmt sjón- arvottum hóf maðurinn skothríð við nálægan lystigarð, og hæfði drengina tvo og manninn, sem var á hjóli þar hjá. Ríkir mikil sorg á Ítal- íu vegna málsins. ÍTALÍA AFP Morð Lögreglumenn brutu sér leið inn til mannsins, sem var þá þegar látinn. Eldri maður og tvö börn skotin til bana Keiko Fujimori, forsetaframbjóð- andi í Perú, stendur við ásak- anir sínar um kosningasvindl á hendur mótfram- bjóðanda sínum, Pedro Castillo, í forsetakosning- unum í Perú. Rúm vika er frá því kosið var en landsmenn bíða óþreyjufullir eftir niðurstöðum. Mjótt er á munum milli frambjóð- enda þegar búið er að telja tæp 99% atkvæða en Castillo leiðir með 50,14% fylgi. Munar nú 49 þúsund atkvæðum, en Fujimori hefur farið fram á að 200 þúsund atkvæði verði gerð ógild. Myndi sú ákvörðun snúa kosningunum henni í hag. PERÚ Sakar mótframboð um kosningasvik Keiko Fujimori Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Leiðtogar sjö helstu iðnríkja heims hétu því að þeir myndu gefa einn milljarð skammta af bóluefnum gegn kórónuveirunni til fátækari ríkja heims, en leiðtogafundi þeirra, sem haldinn var í Cornwall, lauk í gær. Samþykktu leiðtogarnir einnig að herða á baráttunni gegn hlýnun jarð- ar, en þeir beindu spjótum sínum einnig gegn Rússum og Kínverjum. „Við munum beisla kraft lýðræðis- ins, frelsis, jafnréttis, réttarríkisins og virðingu fyrir mannréttindum til þess að svara stærstu spurningunum og mæta mestu áskorununum,“ sagði í sameiginlegri yfirlýsingu fundarins, sem jafnframt var fyrsti fundur Joes Bidens Bandaríkjafor- seta með helstu bandamönnum Bandaríkjanna. Sagði Biden á fréttamannafundi við lok leiðtogafundarins að hann og kollegar hans væru sammála um að „Bandaríkin væru aftur komin að borðinu“, en Biden mun næst halda til Brussel og sækja þar leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins. Sagði Biden að sameiginlegar varnir bandalagsríkjanna væru „heilög skylda“ Bandaríkjamanna. Á miðvikudaginn mun Biden svo funda með Vladimír Pútín Rúss- landsforseta í Genf, en Biden sagði að hann leitaðist ekki eftir „ágrein- ingi“ við Rússland eða Kína. Engu að síður myndi hann setja fram skýr skilyrði sem þyrfti að uppfylla áður en samskipti stórveldanna tveggja gætu batnað. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta og gestgjafi fundarins, hrósaði Biden í hástert og sagði að iðnríkin sjö stæðu nú sameinuð á ný vörð um hin „lýðræðislegu gildi“. Gagnrýnendur sögðu hins vegar að loforð leiðtoganna hrykkju skammt til þess að mæta þörf fátæk- ari ríkja á bóluefnum, en áætlað er að 11 milljarða skammta sé þar þörf. Heita milljarði skammta - Leiðtogar sjö helstu iðnríkja heims heita því að beisla „kraft lýðræðisins“ til að svara áskorunum okkar tíma - Biden segir Bandaríkin komin „aftur að borðinu“ AFP G7 Leiðtogarnir sjö ásamt fulltrú- um Evrópusambandsins. Joe Biden Bandaríkjaforseti og forsetafrúin Jill Biden hittu Elísabetu 2. Englandsdrottningu í Windsor-höllinni í gær. Biden-hjónin ferðuðust frá Cornwall með Air Force-þotu forsetans til London og tóku síðan þyrlu frá Heathrow- flugvellinum til Windsor. Heimsóknin stóð yfir í um klukkustund og greinir BBC frá því að for- setinn hafi drukkið te með drottningunni. Heim- sóknin var í kjölfar leiðtogafundar G7-ríkjanna. AFP Biden fékk sér te með Englandsdrottningu Benjamin Netanyahu tapaði í gær völdum í Ísrael eftir 12 ára sam- fellda setu sem forsætisráðherra. Þjóðernissinninn Naftali Bennett er nýr forsætisráðherra Ísraels og leið- ir hann nýja ríkisstjórn sem sam- anstendur af fordæmalausu banda- lagi þjóðernissinna og jafnaðarmanna með meirihuta upp á aðeins 60 sæti gegn 59. Skömmu fyrir ósigur sinn sagði Netanyahu að ef það væri hlutskipti hans að vera í stjórnarandstöðu myndi hann gera það með höfuðið hátt, „þar til við tökum niður þessa slæmu ríkisstjórn og snúum aftur að því að leiða landið á okkar vegum“. Netanyahu hefur lengi verið ráðandi í ísraelskum stjórnmálum og dáður af hægrimönnum sem táknmynd þjóðaröryggis. Á sama tíma hafa andstæðingar hans kallað hann „glæpamálaráðherra“. Bennet verður forsætisráðherra fram í september 2023 en þá tekur Yair Lapid, formaður jafn- aðarmannaflokksins Yesh Atid, við keflinu seinni tvö ár kjörtímabilsins. Mikið var um fagnaðarlæti á götum Ísraels í kjölfar tíðindanna. AFP Ísrael Andstæðingar Netanyahu tóku tíðindunum fagnandi. Tólf ára valdatíð Netanyahu lokið - Naftali Bennett forsætisráðherra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.