Morgunblaðið - 14.06.2021, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Alþingi laukstörfum umhelgina og
mun að líkindum
ekki koma saman á
ný fyrr en að kosn-
ingum loknum.
Þingið bar vitaskuld merki kom-
andi kosninga og þess vegna er
ekki ástæða til að taka öllu sem
þar var sagt nema í því sam-
hengi.
Engu að síður var athyglis-
vert að fylgjast með umræðun-
um undir lokin, ekki síst þeim
sem Píratar buðu upp á og þá
einnig flokkarnir tveir sem í öll-
um meginatriðum mega teljast
systurflokkar þeirra, Samfylk-
ing og Viðreisn.
Hörð gagnrýni kom frá þess-
um flokkum á stjórnarflokkana
fyrir að hafa ekki afgreitt fleiri
mál og virtist þar engu skipta
hvort systurflokkarnir væru
hlynntir málunum eða ekki, þeir
vildu ólmir að þau fengju um-
ræður og afgreiðslu.
Tvö áberandi dæmi voru
stjórnarfrumvarp um hálendis-
þjóðgarð og þingmannafrum-
varp forsætisráðherra um
stjórnarskrárbreytingar. Þing-
menn systurflokkanna þriggja
ræddu mjög um hve ómögulegt
stjórnarskrárfrumvarpið væri
og virtust alls ekki geta fellt sig
við það, en hafa engu að síður
gagnrýnt harðlega að það fengi
ekki afgreiðslu!
Staðreyndin er sú að engin
sátt er um þær hugmyndir sem
fram hafa komið um breytingar
á stjórnarskránni og lítil von um
slíka sátt á meðan flokkar á borð
við Pírata eru háværastir í um-
ræðunni og líta á alla þá sem
hafa aðrar skoðanir sem óvini
sem útiloka eigi frá völdum og
reyna að valta yfir í þinginu.
Slíku ofríki vill
þessi litli flokkur
beita stærsta þing-
flokkinn, þann sem
er með langmestan
stuðning meðal
landsmanna, og það
skal allt gert í nafni lýðræðis.
Þessir þrír flokkar grétu það
líka að ekki væri afgreitt frum-
varp um hálendisþjóðgarð, en í
því tilfelli, ólíkt stjórnarskrár-
frumvarpinu, virtust þeir styðja
málið. Þeir vildu knýja málið í
gegn þrátt fyrir allan þann
fjölda athugasemda sem fram
hefur komið og þær augljósu
efasemdir sem uppi eru í þjóð-
félaginu, ekki síst hjá þeim sem
mestra hagsmuna eiga að gæta.
Afar mikilvægt er að þetta mál
skuli ekki hafa verið afgreitt og
gildir þá einu hvort það var gert
með þeim óvenjulega hætti sem
raun varð á eða hvort það hefði
fengið að sofna í nefnd.
Breytingar á stjórnarskránni
er mál sem ekkert kallar á og
farsælast væri að legðist í dvala í
drjúgan tíma svo áhugamenn um
það fengju tóm til að endurmeta
afstöðu sína og gætu losnað úr
þeim klóm þráhyggjunnar sem
þeir hafa verið fastir í um árabil.
Hálendisþjóðgarðurinn er
annars eðlis. Þar er á ferðinni
varasöm hugmynd sem full
ástæða er til að fáist rædd nú í
aðdraganda kosninga og að
flokkarnir geri skýra grein fyrir
afstöðu sinni til málsins. Inn í
það verða að fléttast umræður
um rammaáætlun og það ferli
allt, sem í ljós hefur komið að
dugar engan veginn til að taka
afstöðu til virkjanakosta eða
stuðla að eðlilegum fram-
kvæmdahraða þar sem á annað
borð þykir ástæða til að ráðast í
framkvæmdir.
Stjórnarandstaðan
grét jafnvel
frumvörp sem hún
var mótfallin}
Þinglok fyrir kosningar
Kaupmáttur ráð-stöfunartekna
á mann jókst á
fyrsta fjórðungi
ársins um 2,6% á
milli ára, sem er
gríðarlega mikil
aukning á einu ári.
Þetta er jákvætt
fyrir launþega ef ekki er horft til
annarra þátta, en í þessu sam-
bandi er óhjákvæmilegt að horfa
einnig til þróunar atvinnuleysis.
Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoð-
arframkvæmdastjóri Samtaka
atvinnulífsins, benti á það í sam-
tali við Morgunblaðið á laugar-
dag að ástæða þessarar kaup-
máttaraukningar væri fyrst og
fremst miklar samningsbundnar
launahækkanir. „Á sama tíma
hafa skattalækkanir á lægstu
laun og vaxtalækkanir aukið
ráðstöfunartekjur margra heim-
ila,“ bætti hún við.
Ásdís bendir þó einnig á að þó
að jákvætt sé að tekist hafi að
verja kaupmáttinn í
gegnum faraldur-
inn þá geti þetta
ekki gengið til
lengdar. „Launa-
hækkanirnar á und-
anförnum miss-
erum eru algjörlega
úr takti við aðrar
stærðir í atvinnulífinu. Á síðasta
ári dróst landsframleiðsla sam-
an um 6,6 prósent sem er mikill
tekjusamdráttur í sögulegu
samhengi. Fyrirtæki hafa þurft
að bregðast við þessum launa-
hækkunum með því að hagræða
og segja upp starfsfólki. Í dag
eru 17 þúsund manns enn án at-
vinnu sem dæmi,“ segir Ásdís.
Allir sjá að þessi þróun getur
ekki gengið áfram. Samhengi
verður að vera á milli efnahags-
legs veruleika og þróunar launa.
Vandinn er sá að þó að allir sjái
þetta og skilji þá vantar nokkuð
upp á að allir viðurkenni þessar
augljósu staðreyndir.
Kaupmáttur hækk-
aði um 2,6% á sama
tíma og landsfram-
leiðsla dróst saman
um 6,6%}
Ekkert samhengi
Í
þinglokum nú fyrir sumarhlé Alþingis
var borin upp þingsályktunartillaga
Samfylkingar um að fela mennta- og
menningarmálaráðherra að setja á
laggirnar launasjóð fyrir afreks-
íþróttafólk í einstaklings- og hópíþróttum. Til-
gangur slíks sjóðs væri að auka fjárhagslegt
öryggi afreksíþróttafólks hér á landi og auka
möguleika þess til að helga sig íþróttastarfi
sínu, ekki síst í aðdraganda stórmóta. Árum
saman hefur verið kallað eftir viðlíka stuðn-
ingi en með því að láta þennan launasjóð
verða að veruleika og greiða með því afreks-
íþróttafólki starfslaun tímabundið, aukast
réttindi þess og öryggi.
Eftir íþróttaferilinn stendur margt íslenskt
afreksíþróttafólk uppi með skuldir og rétt-
indalaust. Afreksíþróttafólk nýtur ekki lífeyr-
isréttinda, stéttarfélagsaðildar, aðgengis að sjúkra- og
starfsmenntasjóði, né réttinda til fæðingarorlofs svo eitt-
hvað sé nefnt einfaldlega vegna þess að sá stuðningur
sem það þó getur fengið í formi styrkja frá fyrirtækjum
telst ekki sem laun heldur styrkur.
Afreksíþróttafólk á Íslandi hefur ítrekað reynt að ná
eyrum stjórnvalda en ekki átt erindi sem erfiði og þess
vegna var það einstaklega ánægjulegt að í lok þings
skyldi vera samþykkt samhljóða að fela mennta- og
menningarmálaráðherra að ráðast í undirbúning að
slíku. Í yfirlýsingu frá afreksíþróttafólki fyrr á árinu
kemur fram að þrátt fyrir ítrekaða áskorun til stjórn-
valda undanfarin ár hafi ekkert verið aðhafst í kjara- og
réttindamálum afreksíþróttafólks á Íslandi.
Mikilvægi þessa sjóðs hefur aukist í kór-
ónuverufaraldri vegna verri stöðu ýmissa
fyrri styrktaraðila sem aðstoðuðu íslenskt af-
reksfólk við að komast á stórmót erlendis en
slíkur stuðningur hefur þó nánast alfarið ein-
skorðast við stuðning við beinan kostnað við
ferðirnar, svo sem flugmiða og gistingu, en
ekki laun á undirbúningstíma. Það að íslenskt
afreksíþróttafólk mæti keppinautum á stór-
mótum, sem með stuðningi ríkja sinna hafa
atvinnu af íþróttaiðkun sinni, gerir baráttu ís-
lensks afreksfólks á slíkum mótum erfiðari
enda þarf það iðulega að æfa fyrir stórmót
meðfram sínu launaða starfi.
Fyrirmynd að launasjóði afreksíþrótta-
fólks má finna hvort tveggja í launasjóði stór-
meistara í skák sem og launasjóði listamanna.
Þar sækja þeir um sem hafa tiltekið verkefni fyrir hönd-
um og ekki önnur launuð störf samhliða. Þannig kæmi
ekki til að atvinnumanneskja á fullum launum sækti jafn-
framt í þennan starfssjóð enda tíðkast það ekki í öðrum
sambærilegum sjóðum. Þetta er langt í frá ný hugmynd
enda um þetta fyrirkomulag rætt í skýrslu vinnuhóps um
endurskoðun á reglum afrekssjóðs ÍSÍ frá árinu 2017 en
loksins mjakast þetta mál áfram eftir stuðning alls þing-
heims við þessa tillögu Samfylkingarinnar og því ber að
fagna.
helgavala@althingi.is
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Áfram Ísland á stórmótum!
Höfundur er þingman Samfylkingarinnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
þessu umfangsmikla verkefni í
Boðaþingi á laggirnar. Segir meðal
annars í minnisblaðinu að hér sé
„um nýbreytni að ræða og mörg ljón
í veginum vegna mikils flækjustigs
laga og reglugerða, auk þess sem
vinna þarf að samningagerð sveitar-
félaga þannig að hlutverk þeirra í
milli og greiðslur hvað þetta fyrir-
komulag varðar fari ekki á milli
mála.“
Hefur því verkefninu verið
frestað um ókominn tíma í ljósi þess
að óæskilegt þykir að opnun deild-
arinnar tefji fyrir uppbyggingu á
hjúkrunarheimilinu í Boðaþingi.
Sambærilegar deildir
í Reykjavík
Theódóra kveðst hissa á þeirri
niðurstöðu að samningagerð, reglur
og lagaflækjur komi í veg fyrir að
hægt sé að fara af stað í verkefnið
enda séu nú þegar til staðar tvær
deildir á hjúkrunarheimilum í
Reykjavík fyrir yngra fólk. Segist
hún ekki meðvituð um hvaða laga-
flækjur það eru sem um ræðir enda
fylgdu því engar nánari útskýringar
á minnisblaðinu.
Furðar hún sig einnig á að ekki
sé búið að leysa úr þessum fyrir-
stöðum í ljósi þess hve verkefnið
hefur verið lengi í vinnslu en skrifað
var undir samninga um opnun
hjúkrunardeildarinnar á síðasta
kjörtímabili árið 2016.
„Það hefur verið mikill vand-
ræðagangur í kringum þetta og eig-
inlega alveg óskiljanlegt hvað þetta
hefur tafist og svo segja þeir núna
að það sé ekki tími til,“ segir Theó-
dóra.
Brýn þörf á fjölþættari
þjónustu við eldri borgara
Bætir Theódóra við að mikil
þörf sé á að endurhugsa hug-
myndafræði hjúkrunarheimila, ekki
bara með tilliti til unga fólksins. Vill
hún að fjölþættari þjónusta við eldri
borgara standi til boða, ekki sé nóg
að bjóða eingöngu upp á heimaþjón-
ustu eða hjúkrunarheimili, einhvers
konar millistig þarf að vera til stað-
ar. Bendir Theódóra á að til að þetta
gangi upp þurfi mikið samstarf að
vera til staðar milli ólíkra hlutaðeig-
enda. „Þetta gerist ekki nema í
miklu samstarfi og samráði milli rík-
is og sveitarfélaga.“
Ekki náðist í heilbrigðisráðu-
neytið við gerð þessarar fréttaskýr-
ingar.
Morgunblaðið/RAX
Boðaþing Fyrsta skóflustungan að nýjum þjónustukjarna við aldraða í
Kópavogi var tekin árið 2006 og tók Jóhanna Arnórsdóttir hana.
Deildin ekki fyrir fólk
undir 67 ára aldri
SVIÐSLJÓS
Hólmfríður M. Ragnhildard.
hmr@mbl.is
E
kki verður af hjúkrunar-
deild fyrir einstaklinga
yngri en 67 ára í Boða-
þingi, en sú hugmynd
hefur verið í vinnslu í nokkur ár. Á
minnisblaði sem Aðalsteinn Sigfús-
son, sviðsstjóri velferðarsviðs Kópa-
vogs, lagði fram 20. maí kemur fram
að ákveðnar fyrirstöður komi í veg
fyrir að hægt verði að ráðast í þetta
verkefni.
Vill deild fyrir yngra fólk
Theódóra S. Þorsteinsdóttir,
oddviti Viðreisnar í Kópavogi, hefur
barist fyrir opnun deildarinnar í
Boðaþingi og er því afar vonsvikin
með þessa niðurstöðu.
„Við þyrftum að vera með
hjúkrunarheimili fyrir alla aldurs-
hópa,“ segir Theódóra en hún vill að
hjúkrunarheimili bjóði upp á úrræði
fyrir einstaklinga yngri en 67 ára
sem þurfa á langtíma fjölþættri
þjónustu að halda.
Theódóra bendir á að ekki sé
viðunandi að ungir einstaklingar
þurfi að dvelja til lengri tíma á
hjúkrunarheimilum þar sem fólk
stoppar að meðaltali í tvö ár enda
skapi mikil endurnýjun einstaklinga
ekki gott félagslegt umhverfi.
Í upplýsingum frá Sjúkratrygg-
ingum Íslands kemur fram að á
árinu 2018 hafi um það bil 139 ein-
staklingar yngri en 67 ára búið á
hjúkrunarheimilum en af þeim voru
einungis 20 sem dvöldu á sérhæfð-
um hjúkrunardeildum fyrir yngra
fólk.
Leggur Theódóra áherslu á að
ekki sé lagt til að þetta verði eina úr-
ræðið fyrir einstaklinga sem þurfi á
fjölþættri þjónustu að halda heldur
sé frekar verið að fjölga þeim mögu-
leikum sem þessu fólki bjóðast.
Öll af vilja gerð en
mörg ljón í veginum
Í minnisblaðinu frá Aðalsteini
Sigfússyni kemur fram að bæði
Kópavogsbær og heilbrigðisráðu-
neytið séu öll af vilja gerð þegar
komi að opnun hjúkrunardeildar
fyrir einstaklinga yngri en 67 ára.
Hins vegar séu ákveðin atriði sem
komi í veg fyrir að hægt sé að koma