Morgunblaðið - 14.06.2021, Síða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 2021
Sími 555 2992 og 698 7999
• Við hárlosi
• Mýkir liðina
• Betri næringar-
upptaka
Náttúruolía sem hundar elska
Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana
okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta.
Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á
þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir
en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við
mælum með Dog Nikita hundaolíu.
Páll Ingi Haraldsson
EldurÍs hundar
Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu
NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda
• Gott við exemi
• Betri og sterkari
fætur
Því fylgir eðlilega
oft mikil spenna og
gleði þegar börnin
okkar eignast sinn
fyrsta snjallsíma. Þar
opnast nýr heimur
samskipta við vini og
fjölskyldu og nægt-
arborð skemmtunar
og fróðleiks bíður
þeirra. En eins frá-
bær og öll þessi öpp
eru ásamt netinu sjálfu leynast
hætturnar víða. Það er því okkar
sem foreldra og uppalenda að leið-
beina og halda í hönd þeirra á
meðan þau stíga sín fyrstu skref í
stafrænum heimi.
Við sem foreldrar ættum að
vera meðvituð um eigin skjátíma,
skjáhegðun og notkun okkar á net-
inu. Börnin okkar eru mörg hver
vel meðvituð um skjátíma fullorð-
inna og þótt það sé oft snúið þurf-
um við að vera fyrirmyndir í notk-
un stafrænnar tækni rétt eins og
við reynum að vera það í lífinu al-
mennt.
Nútímatækni getur verið flókin,
en blessunarlega eru til gjaldfrjáls
og góð tól til að stýra skjánotkun
yngri kynslóðarinnar þannig að
hún geti notið tækninnar í örugg-
ara umhverfi. Þessi tól gefa for-
eldrum hugarró og veita þeim
möguleikann á að loka á óæskilegt
efni, stýra hvaða forrit eru sett
upp í snjalltækinu, stjórna skjá-
tímanum og sjá staðsetningu tækj-
anna. Dæmi um gjaldfrjáls og
þægileg tól eru t.d. Apple Screen
Time fyrir iPhone og iPad og
Google Family Link fyrir Android-
tæki sem vert er að mæla með.
Netið sjálft er opið en við viljum
helst ekki að það sé galopið fyrir
þau sem yngri eru. Því er sniðugt
að foreldrar setji að minnsta kosti
sjálfvirkar netsíur á, sem loka
sjálfkrafa á ákveðin vefsvæði sem
talin eru ekki henta yngri netnot-
endum. Að auki geta foreldrar
auðveldlega bætt við öðrum
heimasíðum sem þau vilja ekki að
börnin heimsæki. Þannig er hægt
að loka á heimasíður þar sem t.d.
neteinelti og óæskileg umræða fer
fram og þannig hafa foreldrar
ákvörðunarvaldið um hvaða heima-
síður virka á tæki barnanna sinna.
Að sama skapi er hægt að stýra
hvaða forrit er hægt að ná í, þann-
ig kemur tilkynning í síma skil-
greinds forráðamanns sem sam-
þykkir eða hafnar að snjalltæki
barnsins megi ná í viðkomandi for-
rit. Þótt mörg forrit í snjallsíma
virki sakleysisleg og skemmtileg
er það ekki alltaf raunveruleikinn.
Það er góð regla að
kynna sér þau forrit
sem barnið óskar eftir
að ná í þar sem t.d.
margir tölvuleikir eru
með innbyggðri spjall-
virkni, kannski viljum
við ekki að hver sem
er geti haft samskipti
við börnin okkar í
gegnum tölvuleik. Svo
er vert að taka fram
að margir tölvuleikir
og samfélagsmiðlar
eru með skilgreind aldurstakmörk
sem oft eru um 13 ára aldur.
Til eru viðmið um æskilegan
skjátíma barna og unglinga sem
gott er að miða við. Þannig er með
auðveldum hætti hægt að stýra
skjátíma tækja þannig að þau
hætti að virka þegar skjátíminn
rennur út en þó þannig að barnið
geti alltaf hringt eða sent skilaboð
í t.d. síma foreldra sinna og því
tækið ekki óvirkt sem öryggistæki
þótt skjátíminn sé uppurinn.
Sömuleiðis er sniðugt að setja upp
ákveðinn niðritíma, að tæki sé
óvirkt fyrir og eftir ákveðnar
tímasetningar en slíkar stillingar
hjálpa til við mögulega skjáfíkn og
tryggja að ekki sé verið að laum-
ast í tækin.
En þótt skjátíminn sé uppurinn
er hægt að veita undanþágur með
einföldum hætti enda er skjátími
ekki í eðli sínu neikvæður, það fer
auðvitað eftir því hvað er verið að
gera hverju sinni. Þannig er hægt
að gefa meiri tíma þegar verið er
að lesa sér til gagns, læra á hljóð-
færi, spila þroskandi tölvuleik o.fl.
Ekkert tól er fullkomið og börn
eru í mörgum tilvikum með betri
tæknikunnáttu en foreldrarnir. Því
má ekki gleyma að samtal foreldra
við börn sín um ábyrga netnotkun
og hvað beri að varast á netinu er
mikilvægasta tólið. Við eigum að
hvetja til áhorfs og notkunar á
áhugaverðri og uppbyggilegri af-
þreyingu í snjalltækjum, huga að
almennu netöryggi og njóta tækn-
innar saman með börnunum okk-
ar.
Er skjátíminn kom-
inn í hundana?
Eftir Guðmund
Jóhannsson
» Fyrsti snjallsíminn
er oft fyrsta snert-
ing barna við netið, en
þar geta leynst hættur.
Foreldrar ættu að
skoða tól til að stýra
notkuninni.
Guðmundur Jóhannsson
Höfundur er samskipta-
fulltrúi Símans.
gudmundurjoh@siminn.is
Í byrjun febrúar
2019 skrifaði ég grein
í Morgunblaðið um
fasteignaskatta og á
hvern hátt væri hægt
að slíta sundur þau
tengsl sem nú eru
milli þessa tekju-
stofns sveitarfélaga
og fasteignamats.
Nú, rúmum tveim-
ur árum síðar, kemur
enn á ný upp sami kvörtunartónn-
inn og oft áður um að hækkanir
fasteignamats séu miklar og langt
umfram aðra mælikvarða, svo sem
neysluvísitölu, vísitölu launa og
verðbólguútreikninga.
Sveitarfélögin leggja þennan
skatt á flestallar fasteignir, heimili
og atvinnuhúsnæði til að standa
undir óskilgreindri þjónustu sveit-
arfélaga. Hvergi kemur fram í
lögum um tekjustofna sveitarfé-
laga til hvers þessar skatttekjur
skuli nýta.
Allir sem þekkja til breytinga á
fasteignamati vita að slíkar breyt-
ingar endurspegla
verð fasteigna sem
ganga kaupum og
sölu. Fyrir þá sem eru
að selja eignir eða
kaupa er þetta ákveð-
in mælistika og hið
sama gildir um hækk-
un matsvirðis eigna í
atvinnurekstri. Breyt-
ingar sem verða langt
umfram almenna verð-
lagsþróun og launa-
breytingar auka á út-
gjöld húsnæðiseigenda
og endurspeglast í leiguverði.
Þessi aðferð við að reikna af-
gjald af fasteignum í sveitarsjóði
sem byggist á fasteignamati er
röng. Sveiflur í fasteignaverði eiga
ekki að ákvarða tekjustofna sveit-
arfélaga. Það er líka óréttlátt að
eignir af sömu stærð greiði mis-
munandi fasteignaskatt eftir aldri
eigna í sama sveitarfélagi.
Í nútímaupplýsingakerfum er
einfalt að halda utan um stærð
fasteigna, breytingar á stærð og
skráða eigendur. Þar er líka auð-
velt að ákvarða álagningu fast-
eignaskatts og innheimtu.
Það er síðan ákvörðun stjórn-
valda að ákvarða verðmiða skatts-
ins. Mörg sveitarfélög hafa beitt
slíkri aðferð gagnvart öðrum fast-
eignagjöldum, s.s. holræsagjaldi
og vatnsgjaldi, sem sýnir hversu
einfalt þetta er í framkvæmd og
röksemdinni fyrir slíkri breytingu
hefur almennt verið vel tekið.
Ég hvet sveitarstjórnarmenn og
stjórnvöld til að ígrunda breyt-
ingar frá núverandi fyrirkomulagi
og auka með því jöfnuð meðal
fasteignaeigenda og koma í veg
fyrir óhóflegar breytingar tekju-
stofns milli ára.
Breytingar á fasteignaskatti
Eftir Sigurð J.
Sigurðsson
Sigurður J. Sigurðsson
» Þessi aðferð við að
reikna afgjald af
fasteignum í sveitar-
sjóði sem byggist á
fasteignamati er röng.
Höfundur er fv. bæjarfulltrúi
og er áhugamaður um fjármál
sveitarfélaga.
sigjohsig@internet.is
Nei ég var ekki að horfa á útsend-
ingu frá þinginu áðan, en varð hugs-
að til kristnitökunnar árið 1000. Þá
var komið í óefni en bestu menn
fengu miðlað málum og seldu Þor-
geiri Ljósvetningagoða sjálfdæmi
um sáttaflöt. Hann lagðist undir feld
sem frægt er.
Þorgeir kvað upp úr með að allir
skyldu vera kristnir en blóta mátti á
laun og borða hrossakjöt ef ekki færi
hátt.
Það var ekki verið að bíða með
framkvæmdir og ekkert umhverf-
ismat. Þingmenn voru skírðir strax
áður en kirkjur voru byggðar og
prestar ráðnir og goðarnir héldu sín-
um völdum.
Þórgunna, suðureyska húskonan
á Fróðá, var kristin og fór í kirkju
hvern morgun. Hún tók sótt og dó
en hafði lagt fyrir að vera flutt í
Skálholt til greftrunar. Þar voru
komnir kennimenn og kirkja á auga-
bragði eftir samþykkt þingsins.
En hvað hefði verið gert á þingi
núna? Málið hefði farið í fyrstu um-
ræðu og nefnd og kallað á fræðinga.
Ráðherra hefði aðspurður sagt hróð-
ugur að hann hefði stofnað starfs-
hóp. Svo hefðu liðið ár.
Sunnlendingur.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Snaggaralegt Alþingi
Starfshópur Er betra að láta starfshópa fara yfir málin?
Móttaka að-
sendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lif-
andi umræðu í landinu og birt-
ir aðsendar greinar alla út-
gáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Kerfið er
auðvelt í notkun og tryggir ör-
yggi í samskiptum milli starfs-
fólks Morgunblaðsins og höf-
unda. Morgunblaðið birtir ekki
greinar sem einnig eru sendar
á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir
Morgunblaðslógóinu efst í
hægra horni forsíðu mbl.is.
Þegar smellt er á lógóið birtist
felligluggi þar sem liðurinn
„Senda inn grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem inn-
sendikerfið er notað þarf not-
andinn að nýskrá sig inn í
kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar
fylgja hverju þrepi í skráning-
arferlinu. Eftir að viðkomandi
hefur skráð sig sem notanda í
kerfið er nóg að slá inn kenni-
tölu notanda og lykilorð til að
opna svæðið. Hægt er að
senda greinar allan sólarhring-
inn.
Nánari upplýsingar veitir
starfsfólk Morgunblaðsins alla
virka daga í síma 569-1100 frá
kl. 8-18.