Morgunblaðið - 14.06.2021, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 14.06.2021, Qupperneq 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 2021 Útför í kirkju Allt um útfarir utforikirkju.is haldið svo fallega og vel utan um mig, alltaf. Það var bæði hlegið og það var grátið saman. Mamma kenndi mér svo margt, hefur alltaf styrkt mig og stutt í gegnum lífið. Ég er óendanlega þakklát fyrir okkar fallega og nána samband, allt fram á síðasta dag. Ekkert er gefið í þessu lífi, aldr- ei, en ástina og kærleikann tekur enginn frá manni. Megi sálin hennar mömmu lýsa fallega þar sem hún er nú, falleg og blíð, skær og björt, ástrík og kærleiksrík, eins og hún. Minning um góða móður sem elskaði og gaf óskilyrt lifir í hjarta mínu og er með mér ávallt. Óendanlegt þakklæti og ást til þín, elsku mamma mín. Erna. Elsku mamma verður borin til hinstu hvílu í dag. Lífið er fallegt og líka erfitt, elsku mamma þekkti það. Mamma stóð af sér mikla storma þó farangurinn hafi oft ver- ið mjög þungur og maður skildi ekki hvernig hún fór að. Hún þurrkaði tárin mín, tár hennar runnu líka en oft innra með henni, tárin sem er svo erfitt að þerra. Nú græt ég án þín í fyrsta skipti, dauði þinn er fyrsta sorg mín sem ég tekst á við án þín. Ég elska mömmu nánast án þess að vita af því. Þegar hún er farin finn ég hvað ræturnar liggja djúpt og munu aldrei hverfa. Mamma var alltaf til staðar, hvatti mig áfram, vafði mig umhyggju, kenndi mér svo margt. Mamma gaf mér fallegt háls- men og eyrnalokka í mars fyrir ári, skart sem ég met mikils, við giftum okkur báðar með það. Dag- inn sem hún sagði mér að nú skyldi ég taka það og varðveita þá hringdi síminn og hún fékk pláss á hjúkrunarheimili sem hún var bú- in að bíða eftir. Þá sagði hún: „Það borgar sig að gefa, maður fær það alltaf margfalt til baka.“ Þessi saga minnir mig á aðra sögu, þeg- ar ég var lítil stelpa á Höfn, mamma var að taka saman föt sem átti að senda til bágstaddra í Bi- afra. Hún hafði tekið rauða flauels- pilsið mitt með. Ég var ekki alveg sátt með það en henni tókst að sannfæra mig. Þegar fréttir komu í sjónvarpinu frá Biafra um send- inguna, þá horfðum við á og hún benti mér á litla káta stelpu í rauða pilsinu mínu. Ég fattaði það ekki fyrr en löngu seinna hvað hún var heppin að myndirnar hefðu verið í svarthvítu. Ég sé enn litla káta stelpu í rauða pilsinu. Börnin mín fengu líka að njóta ástar hennar og umhyggju. Það var alltaf svo gaman þegar afi og amma komu til Lyon. Svo amma ein, börnin mín nutu þess að deila sínu daglega lífi með ömmu. Amma kom og sótti þau í skólann, fór með þeim upp í „garðinn okk- ar“. Embla var svo glöð þegar amma kom á danssýningu hjá henni, þau spiluðu ólsen-ólsen saman. Amma kenndi þeim vísur sem þau kunna enn. Örn-Calvin, Sólon og Embla-Signý dáðu og dýrkuðu ömmu sína og sama var með Kam eiginmann minn. Þegar mamma hitti Kam í fyrsta sinn myndaðist strax gagnkvæm virð- ing milli þeirra og þó þau töluðu ekki sama tungumál myndaðist sterkt samband á milli þeirra. Örn-Calvin og Embla gátu því miður ekki verið með okkur í dag, hugur þeirra er hjá okkur. Við vor- um orðin vön því að margir kíló- metra skildu á milli en samt vorum við öll saman. Ég vissi þegar mamma kom fyrir áttræðisafmæl- ið sitt til Frakklands með systrum mínum að það væri síðasta ferðin til Frakklands. En ég vonaði að við ættum eftir að koma oftar til Ís- lands til að sjá mömmu. Næsta ferð var plönuð í ágúst, ég trúði því að við myndum sjást einu sinni enn þó ég hafi á seinni árum oft haldið að þetta væri í síðasta sinn sem við hittumst. Þetta einstaka orð mun ég aldr- ei segja framar við neinn: Mamma! Elsku mamma, ég elska þig. Hvíldu í friði. Anna Signý. Ég er búinn að þekkja Eyfa því sem næst frá því hann fæddist fyrir réttum 49 árum. Foreldrar hans bjuggu á Lambavatni sem er ysti bærinn á Rauðasandi. Pabbi og Tryggvi voru jafnaldrar og miklir vinir. Þeir stunduðu bú- skap skammt frá hvor öðrum all- an sinn starfsaldur. Mikill sam- gangur var milli bæjanna. Oft var farið í heimsóknir án þess að eiga annað erindi en að hittast, spjalla saman og drekka úr kaffibolla. Einnig var hjálpast að eftir þörf- um. Eitt sinn fyrir margt löngu skrapp ég út eftir með hey- hleðsluvagninn að hjálpa Tryggva við að koma þurru heyi í hlöðu. Hann hafði síðar gaman af því að segja frá hvað ungir bræður hefðu orðið uppnumdir yfir því hvað drifskaftið á vagninum hefði verið langt. Síðar eignuðust þeir sjálfir margar stórar vélar með löngum drifsköftum þegar bú- skapurinn efldist og vélvæddist. Eyfi fór í bændaskólann á Hvanneyri og síðar í rafvirkja- nám sem varð hans fagsvið. Hann var engu að síður alltaf viðloðandi búskapinn á Lambavatni sam- hliða svo mörgu öðru sem hann lagði gjörva hönd á. Eyfi var mik- ið náttúrubarn. Hann var bros- mildur og glaðsinna, afar léttur á fæti, þekkti sínar heimaslóðir flestum betur, klettamaður með afbrigðum, félagslyndur og vin- sæll leiðsögumaður og fræðari um sitt nánasta umhverfi. Marga þekki ég sem hafa komið úr gönguferðum um Rauðasand eða nánasta nágrenni, uppnumdir yfir hinum frábæra leiðsögumanni sem hafði leitt þá um ýmis torleiði sem þar er að finna ásamt því að miðla miklum fróðleik um sína heimahaga. Ég var svo heppinn fyrir um 10 árum síðan að vera með í gönguhóp sem gekk um Sigluness- og Skorarhlíðar undir leiðsögn Eyfa. Þar upplifði ég þessa hlið hans af eigin raun. Hann var eftirminnilegur öllum sem voru svo heppnir að njóta leiðsagnar hans og aðstoðar í brattlendi og tæpum slóðum þar vestra. Á seinni árum hitti ég Eyfa oft- ar en ekki á frjálsíþróttamótum hvort sem var að sumri eða vetri. Hann og Magga voru óþreytandi við að mæta með börnin til að taka þátt í íþróttastarfi og -mótum um land allt. Þau voru mjög samstíga í að gefa börnum sínum kost á að þroska hæfileika sína í þeim efn- um ekki síður en aðrir sem áttu um styttri vegalengdir að fara. Það er mikill harmur sleginn þegar svo góður drengur, sem Eyfi var, fellur frá í blóma lífsins frá stórri fjölskyldu. Eftir sitja minningar um brosmildan, vin- margan, hjálpsaman og góðan dreng sem var hvers manns hug- ljúfi. Fyrir hönd fjölskyldunnar frá Móbergi sendi ég innilegar sam- úðarkveðjur til Möggu og barnanna, Erlu mömmu Eyfa, systkina hans og fjölskyldu. Gunnlaugur A. Júlíusson. Fátt er sorglegra en þegar fólk á besta aldri deyr af slysförum. Fregnin af fráfalli Sveins Eyjólfs Tryggvasonar, Eyfa, fékk mjög á okkur. Eyfi var þrekmikill og fíl- hraustur, fimur bjargsigmaður og mikill útivistarmaður. Öllu þessu kynntumst við þegar hann var með okkur. Hann var leiðsögu- maður í mörgum ferðum Ferða- Sveinn Eyjólfur Tryggvason ✝ Sveinn Eyjólf- ur Tryggvason, fæddist 26. maí 1972. Hann lést 30. maí 2021. Útförin fór fram 12. júní 2021. félags Íslands inn í surtarbrandsnámur í Stálfjalli, þar sem hann leiddi hópa um snarbrattar Sjöund- árskriður, stýrði bátum undir Látra- bjarg fyrir Ferða- félagið og gekk með hópum um Látra- bjarg. Eyfi var einstak- ur maður, eljusam- ur, úrræðagóður, bóngóður og alltaf glaðvær. Eyfi var léttur í spori og hljóp yfirleitt við fót. Hann var íþróttamaður og stund- aði hlaup og var einnig í sjósund- shópi vaskra Patreksfirðinga sem fara í sjóinn allan ársins hring. Þar var hann einstakur félagi. Honum var margt annað til lista lagt, t.d. fær rafvirki og reyndist okkur vel við breytingar á raf- magni heima fyrir og einnig lag- færingar í Franska kaffihúsinu á Rauðasandi. Íbúar Vesturbyggðar hafa misst rafvirkja sem vann við fagið í húsum, bátum og vélbúnaði sveitabýla í hreppnum. Fyrir okk- ur er missirinn mikill og munum við sakna hans sárt, en miklu meiri er missir Margrétar og barna þeirra, og annarra ná- kominna ættingja og vina. Við sendum þeim okkar innilegustu samúðarkveðjur. Gísli Már Gíslason og Dröfn Árnadóttir. Af þér er ég kominn undursamlega jörð: eins og ljós skína augu mín á blóm þín eins og snjór lykja hendur mínar um grjót þitt eins og blær leikur andardráttur minn um gras þitt eins og fiskur syndi ég í vatni þínu eins og fugl syng ég í skógi þínum eins og lamb sef ég í þínum mó. Að þér mun ég verða undursamlega jörð: eins og sveipur mun ég hverfast í stormi þínum eins og dropi mun ég falla í regni þínu eins og næfur mun ég loga í eldi þínum eins og duft mun ég sáldrast í þína mold. Og við munum upp rísa undursamlega jörð. (Jóhannes úr Kötlum) Það er sárt að hugsa til þess að hitta ekki Eyfa aftur. Eyfi var okkar allra. Hann mætti alltaf á svæðið brosandi, kurteis og eitt- hvað svo einstaklega ljúfur. Eyfi var hógvær leiðtogi hvort heldur sem horft er til námsáranna á Hvanneyri eða kynna okkar af honum síðar. Hann var mikill húmoristi, alltaf með í öllu og frá- bær vinur sem gott var að leita til. Mörg okkar hittu Eyfa árlega á Unglingalandsmótum þar sem hann, ásamt yngri börnunum, elti Möggu og keppendur milli keppn- issvæða. En þrátt fyrir annríki hafði hann alltaf tíma til að spjalla við gamla skólafélaga, spyrja frétta og rifja upp gamlar minn- ingar. Þá litu þau Magga líka gjarnan við hjá skólafélögum á ferðum þeirra um landið og á ferðum okkar vestur tóku þau okkur alltaf opnum örmum. Gleði og kærleikur einkenndi þær sam- verustundir. Sumarið 2016 buðu þeir bræð- ur, Steini og Eyfi, ásamt Möggu okkur bekkjarfélögunum vestur á Rauðasand. Eyfi þekkir vel sögu svæðisins, hverja þúfu og hverja klettaskoru betur en flestir aðrir og því ekki ónýtt að hafa hann sem leiðsögumann. Þeir bræður fóru meðal annars með hópinn út í Sjöundaá, Skor og Stálvík sem gaman var að sjá og fræðast um. Þá voru ófáar sögur sagðar um smalamennsku sem ekki getur talist auðveld í þessum snarbröttu fjöllum. Með þeim hjónum og Steina áttum við yndislega helgi í dásamlegum félagsskap bæði á Rauðasandi og á heimili þeirra á Patreksfirði. Rauðisandur og sú stórbrotna náttúra sem Eyfi ólst upp í hefur eflaust mótað hann að einhverju leyti, traustur, harður af sér en samt svo ljúfur og góður. Virðing hans fyrir náttúrunni og sam- ferðafólki sínu var eftirtektarverð og umhyggja hans fyrir fjölskyldu og vinum var aðdáunarverð. Betri félaga er vart hægt að hugsa sér. Magga, Edda Sól, Saga, Hall- dór Jökull, Vilborg Líf, Tryggvi Sveinn, Hekla Margrét, Dalrós Ása Erla og Steini og fjölskylda, við vottum ykkur öllum okkar dýpstu samúð. Öllum ættingjum Eyfa, samstarfsfólki og vinum vottum við einnig innilega samúð. Eyfi lifir áfram í minningum okk- ar. F.h. vina og bekkjarfélaga á Hvanneyri 1991 Birna Davíðsdóttir. Hinar björtustu stjörnur virð- ast lýsa allt of stutt. Hvernig er hægt að skrifa minningarorð um einstaka mann- veru, sem ekki var hægt að lýsa. Þegar Eyfi frá Lambavatni barst í tal og viðkomandi virtist ekki kannast við nafnið reyndi ég að lýsa Eyfa, en gafst þó alltaf upp og sagði: „Þú verður að kynnast honum Eyfa. Eyfi er einstakur. Eyfi er snillingur. Eyfi er upplif- un.“ Eyfi var ekki mikið fyrir að vera í sviðsljósinu þótt hann væri magnaður rafvirki, en úti í nátt- úrunni var hann algjörlega á heimavelli. Einstakur dýravinur og náttúrubarn, smaladrengur og sigmaður við Látrabjarg. Alltaf einu skrefi lengra en hinir, hlaup- andi á milli kletta, kátur, bros- andi, léttur á fótum. Enda var hann alltaf að, alltaf á hlaupum, að gera allt fyrir alla, vinnandi daga og nætur. Ég man oft eftir honum borðandi stand- andi eða að laga eitthvað talandi í síma. Aðspurður af hverju hann væri oft að blikka öðru auganu, hvort það væri eitthvað að sjón- inni hjá honum, svaraði hann að hann notaði bara eina linsu og hana til skiptis í hvort auga til að hvíla hitt augað á meðan. Þannig náði hann að gera meira yfir dag- inn, meira en við öll hin. En Eyfi gaf sér alltaf tíma fyrir spjall. Hann elskaði mannfólkið og sögur þess. Þegar hann hlust- aði hallaði hann sér pínu fram með höfuðið aðeins til hliðar, full- komlega einbeittur og með svo mikilli einlægni að andlitið endur- speglaði allar tilfinningar. Hann virtist faðma mann í samræðun- um. Á þessum örfáu augnablikum sem hann hafði ekkert fyrir stafni lagði hann hendurnar saman, enda vissi hann ekkert hvað átti að gera við þær á meðan. Eyfi var hin ljúfasta sál og hjartagóður drengur og brosið hans bræddi ætíð alla í kringum hann. Eyfi sýndi skilyrðislausa umhyggju fyrir öllu í sínu um- hverfi, mönnun, dýrum og nátt- úru og hafði fordómalausan áhuga á öllu milli himins og jarðar. Hann hafði svo sterka, einlæga áru sem lýsti allt andrúmsloftið. Þess vegna elskuðu allir Eyfa. Það að setjast niður og lýsa Eyfa með örfáum orðum nær aldrei að fanga hver hann var og er jafn óraunverulegt og óraun- sætt eins og hans skyndilega frá- fall var. Hvað með allar samræð- urnar sem við áttum eftir að eiga, sögurnar sem við áttum eftir að heyra og öll ævintýrin sem við átt- um eftir að upplifa saman? Allt sem hann átti eftir að gera? Þótt það sé ólýsanlegur missir fyrir hans yndislegu fjölskyldu, vini og allt samfélagið á sunnan- verðum Vestfjörðum er það ennþá meiri missir fyrir þá sem fengu ekki að kynnast honum yndislega Eyfa okkar. Katharina (Rína), Jakob og börn. Unglega, strákslega, náttúru- barnið Eyfi. Sagan segir að á dán- ardegi Eyfa hafi náttúran þagnað í Patreksfirðinum. Ég hugsa að allir náttúruvættir svæðisins hafi í sameiningu lotið höfði og vottað náttúrubarninu sínu virðingu sína. Er hægt að hugsa sér mann eins og Eyfa, eins og saklaust og einlægt barn í fullorðinslíkama en á sama tíma svo þroskaður og stór og mikil persóna? Aldrei að traðka né að ráðast yfir nokkra manneskju. Fyrir Eyfa voru allir jafnir, aldrei heyrði maður Eyfa tala illa um nokkra manneskju. Hann var síður en svo skoðana- laus, ó nei, það var sko hægt að tala við hann um nánast hvað sem er. Ekki að hann þættist vita allt, hann hafði hreinlega alltaf svo mikinn áhuga á öllu sem maður var að tala um. Já, þetta hljómar eins og lofsöngur og lygi en í al- vöru, við sem þekkjum Eyfa, já þið vitið hvað ég er að tala um. Eyfi hafði þann hæfileika að láta manni líða eins og maður væri einstakur. Álfakóngur af Rauða- sandi. Ég mun ætíð varðveita minn- ingarnar um Eyfa og samveru- stundirnar með fjölskyldunni. Gúmmíbátaferð undir Látra- bjarginu, við með lítil börn og ég sjóhrædd en í þeirri ferð var ég aldrei hrædd; treysti Eyfa 100%. Hann þekkti sjóinn, öldurnar, sel- ina og náttúruna. Hlaupatúrarnir okkar út að stapanum. Ítölsku fjölskyldumatarboðin okkar á Þjórsárgötunni. Sérstaklega er mér minnisstætt eftir fæðingu Dalrósar þegar öll fjölskyldan dvaldist hjá okkur og það var gist í hverjum krók og kima. Ein dýr- mætasta minningin er þegar ég fékk að vera til staðar við fæðingu Vilborgar og Dalrósar. Ég ætla að lokum að minnast á hlaupatúrinn okkar á Höfn í brjáluðu veðri. Við létum Jón keyra okkur 30 km frá Höfn. Stundum var meðvindurinn svo mikill að við fukum áfram eða mótvindurinn þannig að við nán- ast skriðum í götunni. Eftir á við- urkenndi Eyfi að hann væri nú eiginlega ekki í formi en þetta hefði verið hressandi. Aldrei hefði hann gefist upp drengurinn. Eyfi elskaði fjölskylduna sína takmarkalaust. Hann var alltaf svo hrikalega skotinn í Möggu sinni; það sást langar leiðir hvern- ig hann horfði á hana. Þó svo Eyfi hafi alltaf unnið of mikið þá fannst mér Magga og Eyfi eins og jin og jang. Bættu hvort annað upp, allt- af lifandi og stöðugt að taka breytingum og nutu hvort annars og fjölskyldunnar. Hjartað hans var eins og risastór blómagarður, honum þótti vænt um alla og birt- an frá honum endalaus. Eyfi var ein af þeim mannver- um sem gaf allt skilyrðislaust; aldrei að ætlast til að fá eitthvað tilbaka. Það sem þú sendir frá þér kemur til baka og það kemur svo sannarlega í ljós núna í þessum harmi sem fjölskylda Eyfa er að ganga í gegnum; frá samfélaginu og í raun landinu öllu berst sam- kennd, kærleikur og manngæska. Eyfi og Magga hafa alltaf gefið ótrúlega mikið af sér. Elsku Magga, Edda Sól, Saga, Halldór Jökull, Vilborg Líf, Tryggvi Sveinn, Hekla Margrét, Dalrós Ása Erla og aðrir fjöl- skyldumeðlimir. Hugur og hjarta okkar Jóns liggur hjá ykkur nú og ætíð. Við munum vera til staðar fyrir ykkur og styðja gullin hans Eyfa. Martha og Jón. Gátum ekki og vildum ekki trúa fregninni sem okkur hjónum barst sunnudaginn 30. maí. Sorg- in er ólýsanleg sem á þessum degi yfirtók líf fjölskyldunnar að Sig- túni 4. Samhentu stóru fjölskyld- unnar þar sem allir fá að blómstra og alltaf er einstakt að heim- sækja. Vináttan við Möggu nær yfir langan tíma en kynni okkar af Eyfa sannfærðu okkur við fyrsta fund um að þarna hafði Magga tengst einstökum manni. Lífs- gleðin og ást Eyfa á Möggu og börnunum var svo áberandi og tær. Í fimmtugsafmæli Möggu síðasta sumar upplifðum við vel hve sterkan og náin vinahóp fjöl- skyldan á á Patreksfirði, það er ómetanlegt á stundum sem þess- um. Með þessum fátæklegu orð- um viljum við þakka fyrir að hafa fengið að kynnast Eyfa og geym- um allar fallegu minningarnar um einstakan mann. Hugurinn er hjá ykkur alla daga, Magga, Edda Sól, Saga, Halldór Jökull, Vilborg Líf, Tryggvi Sveinn, Hekla Mar- grét, Dalrós Ása Erla, og fjöl- skyldunni allri. Gunnar Páll og Oddný. Í dag er borinn til grafar vinur okkar, Sveinn Eyjólfur Tryggva- son frá Lambavatni á Rauða- sandi. Það hvarflaði ekki að okkur fyrir tveimur vikum síðan, þegar Eyfi var að leggja lokahönd á lýs- ingu nýrrar sýningar á safninu að við yrðum í dag að rita þessi minningarorð um hann. Eyfi, ásamt Kára samstarfsmanni sín- um, hefur verið reglulegur gestur á safninu, yfirleitt til að redda ein- hverju rafmagnstengdu, en stundum líka til að skoða og spjalla. Oft kemur Eyfi fyrir sem söguhetja í leiðsögn okkar um safnið. Fólk er áhugasamt um bjargið, bjargnytjarnar og lífið á svæðinu fyrr á tímum og vill vita hvort enn sé sigið eftir eggjum. Þá hefur verið gott að geta sagt sögur af Eyfa. Gjarnan er honum þá líkt við íslenska útgáfu af köngulóarmanninum og látið fylgja að heima biðu hans ástkær eiginkona og sjö börn. Stundum, á eggjatíma, var jafnvel hægt að bæta við að ef fólk gengi aðeins lengra en að Ritugjá, gæti það séð Eyfa og félaga í björgunarsveit- inni Bræðrabandinu að síga eftir eggjum. Við erum fyrst og fremst þakk- lát fyrir tækifærið til að kynnast þessum merka manni, en harm- urinn og missirinn er stór. Við sendum Margréti, börnun- um og fjölskyldunni allri, vinum og samstarfsmönnum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Inga Hlín Valdimarsdóttir Óskar Leifur Arnarsson Minjasafni Egils Ólafssonar að Hnjóti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.