Morgunblaðið - 14.06.2021, Page 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 2021
„HVERS VEGNA GETUR ÞÚ EKKI BARA
GARGAÐ Á MIG EINS OG EÐLILEG
MÓÐIR?“
„GEORGE … EIGUM VIÐ NÍUHUNDRUÐ
RÚLLUR AF VEGGFÓÐRINU MEÐ
STEINHLEÐSLUMUNSTRINU?“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... slakandi bað og
mjúkt handklæði.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÉG ER FYLGJANDI
HAMINGJU
MINNI, EKKI
ÞINNI
MIKIÐ ER GAMAN AÐ HEYRA ÞIG
FLAUTA VIÐ VINNUNA!
ÉG VAR AÐ FLAUTA Á ÞIG AÐ KOMA ÚT AÐ
HJÁLPA MÉR!
Viðbrögðin sem ég hef fengið við
þessu eru alveg ótrúleg.“
Það er víst að tiltækið er góð
auglýsing fyrir Svein og leiðsögu-
mennskuna og alveg í takt við lífs-
speki hans að grípa tækifærin og
njóta augnabliksins. Sveinn lét
húðflúra á handlegginn á sér: „Allir
dagar eru góðir dagar“ til þess að
hafa afstöðu sína skjalfesta á eigin
skinni og hann sýnir það í verki
hvað það getur verið skemmtilegt
að njóta augnabliksins og vera
frjáls eins og fuglinn.
Fjölskylda
Lífsförunautur Sveins er Holly
Elizabeth Spice, f. 13.8. 1990, leið-
sögumaður og doktor í jarðfræði.
Fyrri maki Sveins er Sigríður
Linda Kristjánsdóttir, f. 17.12.
1968, skristofustjóri. Barn
Sveins og Sigríðar er Arnar
Helgi Linduson, f. 5.8. 2005,
nemi. Fóstursynir Sveins eru
Daníel Freyr Sævarsson, f. 11.2.
1993, nemi og Dagur Snær Sæv-
arsson, f. 17.12. 1986, nemi.
Systkini Sveins eru Anna Þor-
björg Thoher, f. 14.3. 1960, list-
fræðingur og Andrés Birkir Sig-
hvatsson, f. 21.6. 1974, forritari.
Foreldrar Sveins eru hjónin
Arna Borg Snorradóttir, f. 6.4.
1944, skrifstofukona og Sig-
hvatur Sveinsson, f. 27.1. 1941,
rafvélameistari. Þau búa í
Garðabæ.
Sveinn Snorri
Sighvatsson
Sigríður Björg
Þorsteinsdóttir
húsfreyja á Hóli,
Presthólasókn, N-Þing.
Steingrímur Guðnason
bóndi á Hóli, Presthólasókn,
N-Þing.
Þorbjörg Steingrímsdóttir
húsfr. og starfsm. Landspítala í Rvík
Guðmundur Snorri Guðmundsson
var í Sveinagarði í Eyjafj.sókn,
síðast bús. á Akureyri
Arna Borg Snorradóttir
skrifstofukona í Reykjavík
Svanborg Guðmundsdóttir
húsfreyja í Sveinagarði í
Eyjafj.sókn
Guðmundur Snorrason
eldsmiður og bátsform. í
Grímsey, síðar b. í Sveinagarði
í Eyjafj.sókn
Diljá Tómasdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Jochum Þórðarson
skipstjóri í Reykjavík
Ásta Fjeldsted Jochumsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Sveinn Erlendur Ingvarsson
lögfræðingur og forstjóri í Reykjavík
Margrét Guðmundína
Finnsdóttir
húsfreyja á Norðfirði
Ingvar Pálmason
alþ.maður og útvegsbóndi á
Ekru í Norðfirði, S-Múl.
Úr frændgarði Sveins Snorra Sighvatssonar
Sighvatur Sveinsson
rafvélameistari í Reykjavík
Í Vísnahorni á fimmtudag fór égrangt með nafn Stefáns Berg-
manns Heiðarssonar, sem ég bið
hann afsökunar á. Ég sagði hann
Hreiðarsson en ekki Heiðarsson og
er auðvitað athyglisbresti hjá mér
um að kenna. En staka hans er
svona:
Innihaldið ekki neitt
enda vondur penni.
Vísnahornið þunnt og þreytt,
þumbast gamalmenni.
Ingólfur Ómar laumaði að mér
hestavísu og voru tildrögin þau, að
hann átti einu sinni jarpan klár sem
var afskaplega frár á fæti og vilj-
ugur eftir því. Þegar hann leit til
baka varð þessi vísa til.
Sporagreiður spænir rót
sperrtur reiðargarpur.
Yfir heiðar, urð og grjót
ólmur skeiðar Jarpur.
Á Boðnarmiði yrkir Guðmundur
Arnfinnsson og kallar „Vinslit“:
Við Eyvi hér áður vorum
einlægt í svipuðum sporum,
milli vina vík
varð í pólitík,
sitt þegar sýndist hvorum.
Hér yrkir Guðmundur um ten-
órana þrjá:
Fuglinn í fjörunni syngur,
flautar hann spóalingur,
háfleygur tjaldur
og heldur við aldur
á hæstu tónunum springur.
Halldór Halldórsson skrifar:
„Þegar ég lít út um gluggann hér á
Holtinu og sé kappklætt fólk í
göngutúr á vori fer ég að skilja
hrísluna mína sem yrkir“:
Vorið um mig næðir napurt,
nákalt finn ég on’í rót;
laufskjól greina lítt og dapurt;
langar bað í sólu mót!
Anna Dóra Gunnarsdóttir segir
svo frá: „Jón Jónsson ætlaði á veið-
ar á heiðum uppi. Þetta varð al-
gjörlega misheppnuð ferð, því að
hann náði aldrei að munda fret-
hólkinn“:
Hann lífinu týndi í leiðinni,
er lagð’ ann í ferð á heiðinni.
Í holu hann hrundi
og hrelldur þá stundi,
- verst að ég missti af veiðinni –.
Ágúst H. Bjarnason segir svo frá,
að skólabróðir og gamall vinur
hnauð (hnjóðaði) í hann fyrir að
skrifa z. – Ágúst svaraði: „Heilræði
til KL“:
Ætíð vanda áttu helzt
eftir beztu getu
allt, sem jafnan tildur telst,
til að mynda z.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Vinslit og tenórarnir þrír