Morgunblaðið - 14.06.2021, Qupperneq 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
THE WASHINGTON POST
ROGEREBERT.COM
TOTAL FILM
USA TODAY
THE SEATTLE TIMES
THE GUARDIAN
GEGGJAÐ FRAMHALD AF EINUM ÓVÆNTASTA
SPENNUÞRILLER SÍÐUSTU ÁRA
HROLLVEKJANDI SPENNUMYND
THE WRAP FILM
SÝNDMEÐ ÍSLENSKUTALI
97%
SAN FRANCISCO
CHRONICLE
INDIE WIRE
» Dans- og söngvamyndinIn The Heights í leik-
stjórn Jons M. Chu var
frumsýnd á Tribeca-hátíð-
inni í New York í liðinni viku
og sama dag tekin til sýn-
ingar hér á landi. Handrit
myndarinnar skrifaði Quiara
Alegría Hudes og byggir á
samnefndnum söngleik
þeirra Lin-Manuel Miranda,
sem sjálfur leikur í mynd-
inni. Aðrir leikarar eru Ant-
hony Ramos, Melissa Bar-
rera, Leslie Grace, Corey
Hawkins, Olga Merediz og
Jimmy Smits auk þess sem
Marc Anthony bregður fyrir.
In The Heights frumsýnd á Tribeca-hátíðinni í New York
AFP
Gleði Dascha Polanco faðmar Jasmine Cephas Jone og Marc Anthony faðmar Anthony Ramos á rauða dreglinum.
Geislandi Lin-Manuel Miranda og Leslie Grace á frumsýningunni.
Bókin Tvísaga eftir Ásdísi Höllu
Bragadóttur vakti gríðarlega at-
hygli þegar hún kom út, en í bókinni
sagði Ásdís átakanlega fjöl-
skyldusögu sína. Hún tók þráðinn
upp í bókinni Hornauga sem kom út
tveimur árum síðar og vinnur nú að
þriðju bókinni um ættmenni sín eins
og hún rekur í viðtali við Árna Matt-
híasson í Dagmálum dagsins, sem
eru aðgengileg áskrifendum Morg-
unblaðsins. Hún ræðir einnig um
skáldsöguna Ein sem kom út á síð-
asta ári
Ásdís segir að þegar hún hafi ver-
ið búin að fá upplýsingar um það
hver föðurætt hennar væri hafi hún
farið að grafast nánar fyrir um
hverra manna hún væri. Hún segir
að blóðfaðir hennar hafi sagt henni
sögur af alls konar fólki og svo hafi
hún grúskað í Íslendingabók. Þar
rakst hún ættmenni sem fór til Am-
eríku og fór að velta því fyrir sér
hver það hafi verið. „Ég fór að
spyrjast fyrir um hann en fékk bara
svör eins og „þetta er bara einhver
frændi okkar“, „það var eitthvað
vesen á honum“, „það var eitthvað
sem gerðist“, sem mér fannst
áhugavert; það sem fólk vill ekki
tala um er alltaf áhugavert.
Ég fór smám saman að finna ein-
hverjar upplýsingar og fannst það
meira og meira spennandi og svo
endar það með því að ég fór í miðju
Covid til Kaupmannahafnar. Ég var
búin að panta fullt af gögnum á bæði
Konunglega bókasafninu og á Þjóð-
skjalasafninu og fór í „Svarta dem-
antinn“ í Kaupmannahöfn, rosalega
flottan og virðulegan lestrarsal þar
sem verðir standa yfir manni meðan
maður er að fletta í gegnum gömul
gögn.
Þar sem ég var að skoða þessi
gögn fann svo ég hreinlega fjársjóð.
Á svona söfnum sitja yfirleitt eldri
menn sem eru hættir að vinna og
hafa allan tíma í heimi til að blaða í
gömlum gögnum, og mig langaði
eiginlega að standa upp og kalla upp
yfir mig: Vitiði hvað ég fann!? En ég
gerði það ekki. Og ég ætla heldur
ekki að segja þér það,“ segir Ásdís
og hlær.
Morgunblaðið/Hallur Már
Uppruni Ásdís Halla Bragadóttir vinnur að þriðju bókinni í ættarsögu sinni.
Fjársjóður í
svörtum demanti
- Framhald ættarsögu Ásdísar