Morgunblaðið - 14.06.2021, Side 32

Morgunblaðið - 14.06.2021, Side 32
Fyrir líkama og sál w w w. i t r. i s S ýnum hver t öðru tillit s semi og njótum líf sins í laugunum L augarnar í Rey k javí kMÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 165. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Glódís Edda Þuríðardóttir úr KFA gerði afar góða hluti á 95. Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum sem fram fór á Þórsvelli á Akureyri um helgina. Glódís keppti í fimm greinum, vann í þremur þeirra, tók eitt brons og setti mótsmet í 100 metra grindahlaupi er hún hljóp á 13,43 sekúndum. Hún kom einnig fyrst í mark í 400 metra hlaupi og 400 metra grindahlaupi. Þá fékk hún brons í kúluvarpi. „Ég er mjög ánægð með hvernig þetta gekk, sérstaklega í 100 metra grindinni,“ sagði Glódís í sam- tali við Morgunblaðið. »27 Glódís Edda sló í gegn á 95. Meist- aramóti Íslands í frjálsíþróttum ÍÞRÓTTIR MENNING Ljóðamála á almannafæri nefnist ný sjónvarpssería sem hefst á morgun, 15. júní, á N4. Verður ljóðskáldum og kvikmyndagerðarmönnum þar stefnt saman. Fjórtán ljóðskáld koma fram í þátt- unum og sjö leikstjórar og verður efnið einnig sýnt á smygl.is. Ljóðskáldin sem fram koma eru Arnar Már Arn- grímsson, Eyþór Gylfason, Sesselía Ólafs, Vilhjálmur B. Bragason, Ásgeir H. Ingólfsson, Bergþóra Snæbjörns- dóttir, María Ramos, Loki, Soffía Bjarnadóttir, Þórdís Helgadóttir og Ásta Fanney Sigurðardóttir. Einnig eru það hin tékkneska Tereza Riedlbauchová, Jonas Gren frá Svíþjóð og Vestur-Íslendingurinn Darrell Jónsson. Ilona Gottwaldova, Eiríkur Örn Norðdahl og Ásgeir H. Ingólfs- son þýða ljóð þeirra síðastnefndu og kvikmyndagerðar- mennirnir sem færa ljóðskáldin á sjónvarpsskjáinn eru Kári Liljendal, Magnea Björk Valdimarsdóttir, Atli Sig- urjónsson, Haukur Valdimar Pálsson, Hallur Örn Árna- son, Gunnlaugur Starri Gylfason og Darrell Jónsson. Ás- geir H. Ingólfsson hefur yfirumsjón með þáttunum. Ljóðskáld og leikstjórar í Ljóðamála Hólmfríður María Ragnhildardóttir hmr@mbl.is Barnamenningarhátíðinni í Reykja- vík lauk formlega um helgina með þéttri dagskrá á Árbæjarsafni en há- tíðin hófst 20. apríl síðastliðinn. Góð mæting þrátt fyrir veður Harpa Rut Hilmarsdóttir, verk- efnastjóri barnamenningar, kveðst ánægð með hversu vel hefur gengið og segir hún gesti hátíðarinnar ekki hafa látið veðrið á sunnudaginn á sig fá en fólk mætti vel klætt og gat dansað úti í rigningunni. Harpa segir góða mætingu hafa verið en fjölbreyttur hópur Reykvík- inga og nærsveitunga lét sjá sig báða dagana. „Fólk kemur hingað [í Ár- bæjarsafn] og er að njóta allan dag- inn. Þeir sem mættu í gær komu meira að segja aftur í dag,“ segir Harpa Rut. Hátíðin í ár var ekki með hefð- bundnu sniði vegna heimsfaraldurs- ins en dagskráin teygðist yfir tveggja mánaða tímabil en ekki sex daga eins og vaninn er. Auk þess voru ekki jafn margir stórir viðburðir og áður. Var þá lögð meiri áhersla á að hafa fleiri en færri viðburði vegna sóttvarna. Skapandi vettvangur fyrir börn Lag barnamenningarhátíðarinnar heitir Fljúgandi furðuverur og var samstarfsverkefni fjórðu bekkinga í Reykjavíkurborg ásamt tónlistarfólk- inu Bríeti Ísis Elfar og Pálmari Ragnari Ásgeirssyni. Voru krakk- arnir beðnir um að skrifa niður á blað hvað það væri sem þeim þætti raun- verulega skipta máli í lífinu og fengu Bríet og Pálmar það verkefni að semja lag og texta út frá þeim nið- urstöðum. Fjallar lagið meðal annars um mikilvægi þess að vera þú sjálfur, flokka plast og ræða heimsmálin. Einn af dagskrárliðum hátíð- arinnar var krakkakaríókí og virtust flestir krakkarnir vera með texta lagsins á hreinu en að sögn Hörpu Rutar var þetta lag afar vinsælt. „Þetta var svona fjórða hvert lag í karíókíinu. Þau kunna textann al- gjörlega.“ Segir Harpa mikilvægt að barna- menningarhátíðin sé vettvangur þar sem börn fái tækifæri til að skapa. „Það er alveg ótrúlegt þegar vett- vangurinn er til staðar, hvað það býr mikið í krökkunum og hvað þeir geta mikið.“ Ljósmynd/Harpa Rut Hilmarsdóttir Barnamenningarhátíð Lagið Fljúgandi furðuverur var vinsælt í krakkakaríókí á barnamenningarhátíðinni. Líf og fjör á Árbæjar- safni um helgina - Barnamenningarhátíðinni lauk um helgina með glæsibrag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.