Morgunblaðið - 15.06.2021, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 5. J Ú N Í 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 138. tölublað . 109. árgangur .
STÓRAFMÆLI
REYKJAVÍKUR-
FLUGVALLAR
ALLIR AÐ GERA
EITTHVAÐ
MAGNAÐ
GLÆSIKERRUR
OG UMHVERFIS-
VÆNIR JEPPAR
IÐAVÖLLUR Í HAFNARHÚSI 28 BÍLABLAÐIÐ 16 SÍÐURSÉRBLAÐ 8 SÍÐUR
Lappað var upp á andlit styttunnar af Kristjáni
níunda Danakonungi, sem stendur við Stjórn-
arráðið, í gær. Viðgerðir standa nú yfir á þeirri
styttu sem og styttunni af Hannesi Hafstein, ráð-
herra og skáldi, sem einnig stendur við Stjórn-
arráðið. Þá eru viðgerðir á styttu af Jóni Sig-
urðssyni, helsta leiðtoga Íslendinga í
sjálfstæðisbaráttunni á nítjándu öld, einnig á
áætlun en sú stytta stendur á Austurvelli.
Lappað upp á Kristján níunda
Morgunblaðið/Eggert
Gert við frægar styttur í miðborg Reykjavíkur
_ „Auðvitað er
þetta heilmikil
upphæð en á
móti kom að um-
svif félagsins
voru minni,“ seg-
ir Hjördís Þóra
Sigurþórsdóttir,
formaður Afls
starfsgreina-
félags á Austur-
landi. Á aðal-
fundi félagsins í síðustu viku kom
fram að tekjutap þess á síðasta ári
er metið á 70-100 milljónir króna.
Tapið er rakið til samdráttar á fé-
lagssvæðinu vegna áhrifa kórónu-
veirunnar. »10
Tekjutapið allt að
100 milljónir króna
Hjördís Þóra
Sigurþórsdóttir
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Við erum staðráðin í að vísa áfram
leiðina á sviði endurnýjanlegra orku-
gjafa. Það er leiðin til betri framtíðar
fyrir okkur öll. Við hlökkum til að
finna bestu leiðina til þess að koma
okkar hreinu orku á erlenda mark-
aði,“ segir Hörður Arnarson, for-
stjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun og hafnaryfirvöld í
Rotterdam hafa lokið við forskoðun
varðandi möguleika á að flytja grænt
vetni frá Íslandi til Rotterdam. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Landsvirkj-
un sýna niðurstöðurnar að tæknin er
fyrir hendi auk þess að verkefnið er
talið fjárhagslega ábatasamt. Eins
telur Landsvirkjum að verkefnið
yrði mikilvægt framlag í baráttunni
gegn loftslagshlýnun, þegar hag-
kerfi heimsins skipta út jarðefna-
eldsneyti fyrir endurnýjanlega orku
á komandi áratugum.
Stefnt er að því að á seinni hluta
næsta árs liggi fyrir útlistun á ætl-
unum Landsvirkjunar og hafnar-
yfirvalda í Rotterdam en þau telja
raunhæft að grænt vetni verði sent
héðan til Rotterdam fyrir 2030.
Síðustu mánuði hafa fyrirtækin
unnið saman að því að tilgreina
helstu þætti virðiskeðjunnar, frá
framleiðslu á endurnýjanlegri orku
og vetnisframleiðslu á Íslandi til
flutninga til Rotterdamhafnar. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Landsvirkj-
un sýnir forskoðunin að verkefnið
getur hafist á síðari hluta þessa ára-
tugar og yrði af stærðargráðunni 2
til 4 TWh (eða 200 til 500 MW). Telur
fyrirtækið að þessi fyrstu skref geti
dregið úr kolefnislosun sem nemur
einni milljón tonna á ári, en síðar sé
möguleiki á að minnkunin geti
hlaupið á milljónum tonna. Orkan
sem notuð væri gæti verið blanda af
endurnýjanlegri orku; vatnsorku,
jarðhita og vindorku.
Útflutningur hefjist fyrir 2030
- Landsvirkjun og hafnaryfirvöld í Rotterdam áforma útflutning á grænu vetni
MGrænt ljós á útflutning »4
Mikill snjór er enn á sunnanverðu há-
lendinu, svo sem í Hrafntinnuskeri,
sem er við Laugaveginn svonefnda.
Fannir vetrarins ná upp á miðja veggi
skálans og bætt hefur á þær með snjó-
komu síðustu daga. Aðstæður sem
þessar eru ekki einsdæmi, hvort held-
ur litið er til staðar eða stundar nú um
miðjan júní, að sögn Páls Guðmunds-
sonar framkvæmdastjóra Ferðafélags
Íslands.
Í Hrafntinnuskeri er Höskuldar-
skáli, eitt fjögurra sæluhúsa FÍ á
Laugaveginum. Þangað og í skálana í
Landmannalaugum og Þórsmörk eru
skálaverðir nú að mæta til sumar-
starfa, en áður er búið að gera húsin
klár í sumarnot. „Göngufólk lætur ekki
snjóinn stoppa sig og þau fyrstu leggja
á Laugaveginn 16. júní,“ segir Páll.
Víða á Norður- og Austurlandi er nú
snjór í fjöllum, þótt hvergi hafi hlotist
búsifjar af. Bændur telja þetta þó allt
meinlaust, þótt eitthvað kunni að
hægja á sprettu. Þetta skaði ekki held-
ur búpening, svo sem sauðfé, sem sé
nánast allt enn á gjöf þótt sett hafi ver-
ið út í girðingarhólf. Sumarsnjó muni
fljótt taka upp, rétt eins og á Jökuldal í
gær. »6
Hrafntinnusker Snjór er upp á miðja veggi á skálanum í Hrafntinnuskeri,
sem nú er verið að opna aftur eftir veturinn. Kuldakastið nú er óvænt.
Sumarsnjór og sæluhúsið enn í fönn
- Göngufólk af stað á Laugavegi - Hægt gæti á sprettu á kuldasvæðum nyrðra
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Hannes Hilmarsson fjárfestir hefur
keypt þakíbúð í Skuggahverfinu á
365 milljónir króna. Íbúðin er á
tveimur hæðum og með henni fylgja
rúmgóðar svalir og þakgarður.
Seljandi íbúðarinnar er félagið
Skuggi 4 ehf., sem er í eigu þriggja
félaga í eigu jafn margra fjárfesta.
Íbúðin var áður í eigu Róberts
Wessman, forstjóra Alvogen, sem
seldi hana við kaup á íbúðum á
RÚV-reitnum. Þar áður var íbúðin í
eigu Guðmundar Kristjánssonar,
sem gjarnan er kenndur við Brim,
en athygli vekur að íbúðin er enn
fokheld, fimm árum eftir að íbúðat-
urninn var tilbúinn.
Stefnan þrýstir upp verðinu
Ólafur H. Guðgeirsson, fast-
eignasali hjá Eignamiðlun, hafði
milligöngu um söluna á umræddri
þakíbúð við Vatnsstíg.
Ólafur segir takmarkað framboð
af íbúðum í svo háum gæðaflokki
hafa áhrif á verðið, líkt og á bestu
sjávarlóðum á til dæmis Seltjarnar-
nesi og Arnarnesi.
„Við erum að verða það efnuð þjóð
að það er markaður fyrir svona eign-
ir,“ segir Ólafur og bendir á að sér-
býli séu að verða takmörkuð gæði á
höfuðborgarsvæðinu vegna skipu-
lagsstefnu borgarinnar. »12
Seld á 365
milljónir
- Metverð fyrir
þakíbúð í borginni
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Þakíbúð Gott útsýni er úr íbúðinni.