Morgunblaðið - 15.06.2021, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2021
malbikstodin.is | 864 1220 | Flugumýri 26 | Mosfellsbær
VIÐ ERUMSÉRFRÆÐINGAR Í
MALBIKUN
Malbikunarframkvæmdir eru okkar sérsvið. Við tökum að
okkur malbikun á bílastæðum, stígum, götum, vegum og hvar
sem þarf að malbika. Við tryggjum fyrirtaks þjónustu sem
svarar ýtrustu gæða- og öryggiskröfum. Hafðu samband.
Elías Elíasson verkfræðingurbenti á ýmsar áhugaverðar
staðreyndir um borgarlínuna í
grein hér í blaðinu í
gær. Hann ræddi þá
stefnu borgaryf-
irvalda að breyta
hverfum borg-
arinnar þannig að
næg þjónusta væri
innan hvers hverfis
til að fólk þyrfti síð-
ur á bílum að halda, nokkurs kon-
ar afturhvarf til fortíðar.
- - -
Elías benti á að til að ná þessufram þyrfti að þétta hverfin
og fjölga íbúum. Svo sagði hann:
„Vandinn er sá að framkvæmdir
eru verulega dýrari þar sem byggð
er þétt og þrengsli á byggingastað.
Treg umferð hækkar kostnaðinn
einnig. Sveitarfélög verða þá að
takmarka framboð lóða svo fast-
eignaverð hækki, ella geta fjár-
festar sem taka framkvæmdirnar
að sér ekki selt og þá er sjálfhætt
að byggja. Þetta hefur óheppileg
áhrif á húsnæðismarkað og hækk-
ar fasteignagjöld.“
- - -
Annað sem Elías benti á er aðgert er ráð fyrir að borg-
arlínan fái sérstaka akrein „í miðju
vegar þar sem hún tefur aðra um-
ferð meir en á sérakreinum í út-
kanti vega“. Þessar aðgerðir og
aðrar til að tefja almenna umferð
verði til að auka ferðatíma og
kosta tugi milljarða á ári og koma
niður á velferð íbúa landsins.
- - -
Þetta eru sláandi lýsingar eneiga því miður við rök að
styðjast. Með miklum ólíkindum er
að svo öfgakennd og skaðleg
áform skuli hafa náð í gegn og eigi
jafnvel stuðning í flestum flokkum.
Ekki síst þegar haft er í huga að
almenningur vill frekar láta lag-
færa stofnbrautir en sóa fé með
borgarlínu.
Elías Elíasson
Borgarlínustefnan
hækkar íbúðaverð
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
„Við finnum að áhuginn á því að
koma til Íslands er að aukast. Fyr-
irspurnum fjölgar og bókunum
sömuleiðis,“ segir Linda Gunnlaugs-
dóttir, framkvæmdastjóri Smyril
line á Íslandi.
Júní er rólegur mánuður í saman-
burði við fyrri ár að sögn Lindu.
Hins vegar er útlit fyrir að staðan
breytist talsvert um næstu mánaða-
mót. „Já, 1. júlí eigum við von á 6-700
manns með ferjunni. Okkur sýnist að
ferðatímabilið muni lengjast inn á
haustið í ár. Það er bara flott, við
fögnum því.“
Ef hvert einasta rúm er nýtt í
Norrænu komast 1.580 manns með
ferjunni. Linda segir aðspurð að fólk
vilji hafa rúmt um sig og því teljist
mjög góð nýting nú vera um 1.100
manns. 6-700 manns í einni ferð sýn-
ir að allt mjakist nú í rétta átt að
hennar mati.
Linda segir að bókunarstaðan nú
sé mun betri en útlit var fyrir í vor.
„Þetta er allt að koma. Um 80-90%
farþeganna eru bólusett núna. Fólk
vill koma til Íslands því við höfum
staðið okkur vel og það hefur hjálpað
mikið að nú fær fólk að nota siglinga-
tímann hingað sem sóttkví. Það
græðir því tvo daga og þarf aðeins að
vera í þrjá daga í sóttkví við komuna
til landsins.“ hdm@mbl.is
80-90% farþeganna eru bólusett
- Farþegum með Norrænu er að fjölga
- Ferðatímabilið lengist inn í haustið
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Norræna Bókunum til landsins
fjölgar nú með hverri vikunni.
Þjóðhátíðardagur Íslendinga verður
haldinn hátíðlegur á fimmtudaginn
víðsvegar um landið.
Í Reykjavík verða hátíðahöld með
svipuðu sniði og á síðasta ári vegna
samkomutakmarkana. Er fólk hvatt
til að halda upp á daginn með vinum
og fjölskyldu og skreyta heimili og
garða með fánum og fánalitum. Það
verður þó einhver dagskrá á Klambra-
túni og í Hljómskálagarði sem og
óvæntar uppákomur í miðborginni.
Morgunathöfnin á Austurvelli verð-
ur sýnd í beinni útsendingu á RÚV.
Verður hún að öðru leyti með hefð-
bundnum hætti og samanstendur af
ávarpi forsætisráðherra og frumflutn-
ingi fjallkonunnar á sérsömdu ljóði í
tilefni dagsins. Að því loknu munu ný-
stúdentar leggja blómsveig að leiði
Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar í
Hólavallakirkjugarði. Forseti borg-
arstjórnar, Alexandra Briem, flytur
ávarp og skátar munu standa heið-
ursvakt.
Rýmkanir á samkomutakmörk-
unum tóku gildi á miðnætti í nótt svo
nú mega allt að 300 manns koma sam-
an og fjarlægðartakmörk eru aðeins
einn metri. Ef ekki er unnt að uppfylla
eins metra regluna gildir grímu-
skylda.
Mörg fjölmennustu bæjarfélögin
hafa þurft að grípa til annarrar út-
færslu á þjóðhátíðinni en þau eru vön
vegna sóttvarnareglna. Í fyrra voru þó
í gildi samkomutakmarkanir á þessum
sama tíma svo mörg þeirra styðjast
við svipað fyrirkomulag og var þá. Í
Kópavogi og á Reykjanesi verða
hverfishátíðir, í Hafnafirði verða
fjöldatakmörk á viðburði og á Sel-
tjarnarnesi eru íbúar hvattir til að
halda daginn hátíðlegan með vinum og
fjölskyldu. thorab@mbl.is
Takmarkanir setja
svip sinn á 17. júní
- Ekki nægar til-
slakanir fyrir hefð-
bundin hátíðahöld
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
17. júní Þjóðhátíðardagurinn í
Reykjavík í venjulegu árferði.