Morgunblaðið - 15.06.2021, Page 10

Morgunblaðið - 15.06.2021, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2021 Tunguhálsi 10 Sími 415 4000 www.kemi.is kemi@kemi.is Þóra Birna Ingvarsdóttir thorab@mbl.is Ársfundur Háskóla Íslands var haldinn í gær. Farið var yfir árs- skýrslu skólans, ný stefna kynnt sem og önnur áform. Nemendum við háskólann fjölgaði umtalsvert, úr 15.000 í 16.000, á skólaárinu sem leið. Tekjur skólans jukust milli ára en þar vógu þyngst aukin framlög rík- issjóðs. Í stjórnarsáttmála ríkis- stjórnarinnar voru fyrirheit um að ná OECD-meðaltalinu á framlögum ríkisins á hvern nemanda. Því marki var náð í ár. Næsta markmið er að fjármögnun skólans verði sambæri- leg öðrum Norðurlandaþjóðum fyrir lok árs 2025. Ný lög um skattaafslátt vegna góðgerðarfélaga munu hafa töluverð áhrif á rekstur háskólans. Fjár- magnstekjuskattur af styrktar- sjóðum verður felldur niður auk þess að gjafir til skólans verða skatt- frjálsar. Unnið er að heildarskipulagi há- skólasvæðisins og samræmingu við borgarlínuna en stoppistöðvar henn- ar verða á þremur stöðum innan há- skólasvæðisins. Viðræður standa nú yfir við Hótel Sögu. Jón Atli Bene- diktsson rektor HÍ vonar að brátt verði hægt að flytja menntavísinda- sviðið þangað. Útlit er svo fyrir að Hús íslenskunnar, sem rís nú við Arngrímsgötu í Reykjavík, verði tekið í notkun árið 2023. Lögð hafa verið drög að sérstöku fasteigna- félagi Háskóla Íslands sem mun halda utan um allar fasteignir skól- ans. Jón Atli fór yfir áhrif kórónu- veirufaraldursins á háskólastarfið. Sagði hann að frammistaða háskól- ans og fjöldi rannsóknarverkefna innan hans sýndu mikilvægi þess að fjárfesta í grunninnviðum á við há- skólann. Hann sagði að þótt mikinn lærdóm mætti draga af svona fjar- námsvetri væri staðnám mikilvægt. Matsmenn eru enn að fara yfir hve umfangsmikið vatnstjónið var þegar flæddi inn í háskólabygg- inguna Gimli. Ekki verður hægt að kenna í stofunum eða nota skrifstof- urnar þar fyrr en eftir áramót og því mun skólinn standa frammi fyrir áskorunum þegar nemendur mæta í haust. Ný stefna Háskólans, HÍ26 „Betri háskóli – betra samfélag“, var einnig kynnt. Í henni er sjónum beint að sjálfbærni, fjölbreytileika og ný- sköpun í þágu samfélagsins ásamt hvetjandi vinnuumhverfi fyrir bæði nemendur og starfsfólk skólans. Jarðvísindafólk HÍ hlaut ársfund- arverðlaun háskólans fyrir frum- kvæði og þjónustu í tengslum við eldsumbrotin á Reykjanesskaga undanfarna mánuði. Hópurinn hefur skapað nýja þekkingu á gangvirki náttúruaflanna og verið óþreytandi í upplýsingagjöf til fjölmiðla sem og stjórnvalda til þess að greiða fyrir upplýstri ákvarðanatöku. „Betri skóli – betra samfélag“ - OECD-meðaltalinu náð - Viðræður við Hótel Sögu - Ekkert starf í Gimli til áramóta - Ný stefna kynnt - Unnið að heildarskipulagi háskólasvæðisins - Jarðvísindafólk HÍ hlaut verðlaun Ljósmynd/ Kristinn Ingvarsson Ungir háskólanemar. Háskóli unga fólksins er byrjaður á ný eftir hlé vegna Covid. Um 120 krakkar á aldrinum 12-14 ára sækja skólann dagana 14.-16. júní. Ljósmynd/ Gunnar Sverrisson Ársfundur Jarðvísindafólk hlaut verðlaun fyrir frumkvæði og þjónustu í tengslum við eldsumbrot á Reykjanesskaga. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það voru minni umsvif hjá félaginu enda færri félagsmenn í vinnu á síð- asta ári en árið áður. Þetta má einkum rekja til samdráttar í ferðaþjónust- unni,“ segir Hjördís Þóra Sigurþórs- dóttir, formaður Afls starfsgreina- félags á Austurlandi. Á aðalfundi félagsins í síðustu viku kom fram að tekjutap þess á síðasta ári er metið á 70-100 milljónir króna. Tapið er rakið til samdráttar á fé- lagssvæðinu vegna áhrifa kórónu- veirunnar. Hjördís segir að minna hafi skilað sér af félagsgjöldum en einnig hafi töluvert meira verið sótt í sjúkrasjóð en árið áður. Halli var á rekstri sjúkra- sjóðs. Umsóknir um aðra styrki hafi verið svipaðar og fyrri ár. „Auðvitað er þetta heilmikil upphæð en á móti kom að umsvif félagsins voru minni. Það var lítið um félagsstarf vegna samkomutakmarkana, það var ekkert trúnaðarmannanámskeið hald- ið og formaðurinnn var lítið á ferðinni svo eitthvað sé nefnt,“ segir Hjördís í samtali við Morgunblaðið. Hún bætir við að ástandið hafi komið misjafnlega við félagsmenn Afls. Suðurhluti félagssvæðisins hafi orðið verst úti sökum mikilla umsvifa ferðaþjónustu þar. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að ólíkt sé hvernig aðildarfélög sam- bandsins komi undan kórónuveiru- faraldrinum. Félög þar sem almennt verkafólk og starfsfólk í ferðaþjón- ustu sé fjölmennt hafi komið verr út en önnur. „Það er halli hjá flestöllum félögum en sem betur fer hafa þau flest borð fyrir báru. Ég hef ekki heyrt af því að félögin þurfi að draga úr þjónustu, það er ekki áhyggju- efni,“ segir Drífa. Hún segir ennfremur að félögin verði af tekjum ef félagsmenn gæta ekki sjálfir að greiðslum til þeirra. „Það er allur gangur á því hvort fólk man eftir því að greiða áfram af at- vinnuleysisbótunum til að það haldi réttindum sínum.“ Tekjutapið nam tugum milljóna - Samdráttur hjá verkalýðsfélögum Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir Drífa Snædal

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.