Morgunblaðið - 15.06.2021, Side 11

Morgunblaðið - 15.06.2021, Side 11
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Upphaf Herferð til eflingar Ljósinu sem ber yfirskriftina Þinn stuðningur er okkar endurhæfing var hrundið af stað í síðastliðinni viku. Við athöfn sem var efnt til þá var Eliza Reid forsetafrú meðal fjölmargra góðra gesta. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Um 600 manns sækja nú í mánuði hverjum til Ljóssins, endurhæfing- arstöðvar fyrir krabbameinsgreinda við Langholtsveg í Reykjavík. „Fólk sem hingað sækir hefur aldrei verið fleira sem aftur sýnir vel þörfina á þjónustunni sem hér býðst,“ segir Sólveig Kolbrún Pálsdóttir, kynning- arstjóri Ljóssins. Hrundið var af stað í síðustu viku herferð sem miðar að því að fjölga Ljósvinum, það er fólki og fyrirtækjum sem leggja starfsem- inni lið með mánaðarlegu framlagi. Leiðin fram undan Fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum stend- ur margt til boða í Ljósinu. Þeir sem þangað koma í fyrsta sinn fara í upp- hafi í viðtal hjá iðjuþjálfa, félags- ráðgjafa sem og sjúkraþjálfara. Þar er staða viðkomandi rædd heild- stætt, sjúkdómurinn og leiðin fram undan. Samkvæmt því er sniðin áætl- un að þörfum hvers og eins; félags- legur stuðningur, iðja og líkamleg þjálfun. Komið hefur verið upp prýðilegri íþróttaaðstöðu í húsakynnum Ljóss- ins, þar sem íþróttafræðingar og sjúkraþjálfarar eru fólki til halds og trausts. Einnig býðst þeim sem til Ljóssins sækja ráðgjöf sálfræðinga, næringarráðgjafa og annara fag- stétta. Slíkt er mikilvægt, því að greinast með krabbamein gjör- breytir einu og öllu í lífi þess sem veikjast og fjölskyldu hans. Lýsa þakklæti Nánast öll þjónusta sem fólk nýtur hjá Ljósinu er án endurgjalds. Sjúkratryggingar Íslands greiða laun starfsfólks. Frekari efling starf- seminnar og þróun nýrra þjónustu- þátta, sem sífellt er í gangi, greiðist hins vegar af sjálfsafla- og styrkt- arfé. „Ljósvinir eru mikilvægir starf- semi Ljóssins og þeim viljum við fjölga,“ segir Sólveig Kolbrún. Her- ferð sem miðar að fjölgun bakhjarla hófst í síðustu viku með samkomu þar sem Eliza Reid forsetafrú hratt verkefninu úr vör. Birt eru á sam- félagsmiðlum og víðar myndbönd þar sem þjónustuþegar lýsa þakk- læti sínu – og því góða sem þeir hafa notið hjá Ljósinu. Leikstjóri herferðarinnar er Ninna Pálmadótt- ir, en hún nam leikstjórn í NYU Tisch School of the Arts, og hlaut hún Edduna fyrir myndina Paper- boy. Yfirskrift herferðarinnar er Þinn stuðningur er okkar endurhæf- ing. Sannkallað ljós Ebenezer Bárðarson hefur nýtt sér þjónustu Ljóssins frá því seint á árinu 2019. Sjálfur greindist hann með blöðuhálskrabbamein árið 2015 sem tekist hefur að halda í skefjum með lyfjum og öðrum úrræðum. „Þetta er einstakur staður og hér hef ég fengið mikilvæga aðstoð. Sjálfur er ég vel settur, á dásamlega aðstandendur sem hafa veitt mér mikinn styrk og stuðning. Ég er fé- lagslega sterkur og á mörg áhuga- mál. Að koma hingað eftir gönguferð um Langholtshverfið og gera styrkt- aræfingar í líkamsræktartækjum í salnum hefur verið mér afar mikils virði,“ segir Ebeneser og enn frem- ur: „Hér er tekið á móti öllum með brosi sem er smitandi. Vissulega koma skjólstæðingarnir hingað á erfiðum tíma í sínu lífi, en þrátt fyrir það er brosið mikilvægt í vinnunni við sjúkdóminn. Sannkallað ljós.“ Vilja fjölga Ljósvinum - Herferð af stað - Ljós við Lang- holtsveg - Endurhæfing fyrir krabba- meinsgreinda - Þakklæti og bros Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bros Ebenezer Bárðarson er einn fjölmargra sem nýta sér þjónustu Ljóssins og mætir þangað reglulega. Hér eru þau Ebenezer og Sólveig Kolbrún Pálsdóttir, sem er kynningarstjóri þessarar góðu og mikilvægu starfsemi. FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2021 „Endurnýting og -vinnsla eru hvar- vetna áherslumál,“ segir Sigurður Halldórsson framkvæmdastjóri Pure North Recycling. Í gær skrif- uðu fulltrúar þess félags og Bænda- samtaka Íslands, Skaftárhrepps og Sorpsamlags Strandasýslu undir samning um samstarf. Með því verð- ur bændum, sveitarfélögunum og fleirum gert kleift að skila rúlluplasti í endurvinnslu. Í vinnslustöð Pure North Recycl- ing hefur verið tekið á móti plasti af heyrúllum úr Skaftárhreppi og af Ströndum, gjarnan 40-50 tonn á ári. Sigurður Halldórsson segir sam- komulagið sem gert var í gær í anda hugmyndafræði hringrásarhagkerf- isins og aukinnar sjálfbærni. Með breyttum lögum sem samþykkt voru á Alþingi um helgina eru mörkuð skýrari starfsskilyrði fyrir innlenda endurvinnslu. Sigurður segir bænd- ur og sveitarfélög áfram um að gera sífellt betur í úrvinnslu úrgangs. Samningur um samstarf sem undir- ritaður var í gær muni stuðla að vit- undarvakningu hér á landi um mik- ilvægi flokkunar og þau áhrif sem betri úrgangsstjórnun hefur á land- búnað. Vinnsluaðferð Pure North er sögð einstök á heimsvísu. Nýting um- hverfisvænna orkugjafa leiðir af sér allt að 75% minni kolefnislosun til viðbótar við minni umhverfisáhrif vegna flutninga á óunnu plasti frá Ís- landi. sbs@mbl.is Ljósmynd/Aðsend Plast Frá vinstri: Sigurður Halldórsson og Áslaug Hulda Jónsdóttir frá Pure North, Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri og formaður Sambands ísl. sveitarfélaga og Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Samið um plast - Hringrásarkerfi eflt í Hveragerði SKVÍSAÐU ÞIG UPP FYRIR SUMARIÐ STÆRÐIR 1428 Sundkjóll 15.990 kr Stærðir 42-56 Bikiní haldari 8.990 kr C-H skálar Bikiní haldari 8.990 kr Stærðir 42-54 Verslunin CURVY | Fellsmúla 26 við Grensásveg, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is Þú getur skoðað úrvalið og pantað í netverslun www.curvy.is Opið í verslun Curvy alla virka daga frá kl. 11-18 & laugardaga frá kl. 11-16 ys

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.