Morgunblaðið - 15.06.2021, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2021
15. júní 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 121.42
Sterlingspund 171.74
Kanadadalur 100.23
Dönsk króna 19.795
Norsk króna 14.6
Sænsk króna 14.629
Svissn. franki 135.27
Japanskt jen 1.1078
SDR 174.91
Evra 147.2
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 178.2056
Hrávöruverð
Gull 1891.95 ($/únsa)
Ál 2490.0 ($/tonn) LME
Hráolía 72.41 ($/fatið) Brent
« Í dag klukkan 12
lýkur hlutafjár-
útboði Íslands-
banka sem hófst á
mánudaginn í síð-
ustu viku.
Í gær kom fram í
tilkynningu á vef
bankans að líkur
væru á því að lægri
tilboð en 79 krónur
á hvern hlut í út-
boðinu yrðu ekki
samþykkt, en leiðbeinandi verð útboðs-
hluta er á bilinu 71 til 79 krónur.
Miðað við 79 króna söluverð er mark-
aðsverðmæti Íslandsbanka að loknu út-
boðinu 158 milljarðar króna.
Til sölu eru að lágmarki 25% af út-
gefnu og útistandandi hlutafé bankans
en heimilt verður, sem hluti af útboð-
inu, að stækka útboðið í allt að 35% af
útgefnu útistandandi hlutafé bankans.
Það myndi skila ríkinu rúmlega 55 millj-
örðum króna. Að kvöldi fyrsta dags út-
boðsins tilkynnti bankinn að þá þegar
hefðu borist áskriftir fyrir meira en
35% hlut í bankanum.
Stefnt er að því að taka hlutabréf í Ís-
landsbanka til viðskipta í kauphöllinni
eftir að útboðinu lýkur. Bankinn mun þá
verða þriðja stærsta félagið í Kauphöll-
inni á eftir Marel og Arion banka.
Hlutafjárútboði Íslands-
banka lýkur í dag
Markaður Íslands-
banki er á leið í
kauphöllina.
STUTT
Viðskipti með hlutabréf lággjaldaflug-
félagsins Play á First North-markaðn-
um í Kauphöll Íslands hefjast í júlí nk.
Þetta kemur fram í fjárfestakynningu
félagsins sem birt var í gær. Hlutafjár-
útboð félagsins mun fara fram 24. og
25. júní nk. þar sem safna á allt að 4,3
milljörðum króna. Boðnar verða til
sölu tæplega 222 milljónir hluta, eða
31,7% af bréfum félagsins, bæði til al-
mennings og fagfjárfesta. Leitast
verður við að skerða ekki tilboð undir
500 þ.kr. Lágmarksfjárhæð sem al-
menningur getur skrifað sig fyrir er
100 þ.kr. en 20 milljónir hjá fagfjár-
festum. Verð á hlut til almennings er
18 krónur en 18-20 krónur til fagfjár-
festa. Nú þegar hefur félagið safnað
jafnvirði tæpra sex ma.kr. frá 60 fjár-
festum.
Í kynningunni segir að félagið hygg-
ist fljúga milli Íslands og Evrópulanda,
en árið 2022 bætist Bandaríkin við sem
áfangastaður.
Fyrsta flug 24. júní
Fyrsta flug félagsins verður farið
24. júní nk. og hefur miðasala farið
fram úr væntingum, samkvæmt kynn-
ingunni. Flogið verður á Airbus A
321neo flugvélum sem félagið hefur
leigt til næstu tíu ára á hagstæðum
kjörum.
Áfangastaðir eru Alicante, Barse-
lóna, Berlín, Kaupmannahöfn, Lond-
on, París og Tenerife.
Í kynningunni segir að Play verði
rekið með tapi á þessu ári en á næsta
ári verði hagnaður upp á hálfan millj-
arð króna. Árið 2025 stefnir félagið á
5,2 milljarða hagnað og 62 milljarða í
tekjur. Árið 2024 mun Play verða með
545 manns í fullu starfi og flytja 440
þúsund farþega til Íslands. Stærsti
hluthafi í dag er lífeyrissjóðurinn Birta
með 12,55%, Fiskisund með 11,86% og
Stoðir með 8,37%. tobj@mbl.is
Flug Búningar starfsmanna Play
voru kynntir á dögunum.
Viðskipti með
Play hefjast í júlí
- Safna 4,3 millj-
örðum í hlutafjár-
útboði í næstu viku
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Skuggi 4. ehf., félag í eigu þriggja
fjárfesta, hefur selt þakíbúð á Vatns-
stíg 20-22 til félagsins Punds ehf. á
365 milljónir.
Fram kemur í kaupsamningi sem
var móttekinn til þinglýsingar 25.
maí að eignin sé 314,4 fermetrar.
Söluverðið er því um 1.160 þúsund á
fermetra, sem er
ekki langt frá
ásettu verði í
mörgum dýrari
lúxusíbúðum í
miðborginni
undanfarið.
Með íbúðinni
fylgja fjögur
stæði í bíla-
geymslu. Hún er
á tveimur hæðum,
á 16. og 17. hæð
og með 11,7 fermetra svölum til suð-
urs á 16. hæð og 39,6 fermetra þak-
garði til suðurs á 17. hæð. Birt flat-
armál íbúðar er 299,8 fermetrar og
geymsla í kjallara er 14,6 fermetrar.
Kaupandi eignarinnar er sem áður
segir félagið Pund ehf. en samkvæmt
Creditinfo er það í eigu Hannesar
Hilmarssonar fjárfestis. Samkvæmt
afsali frá september 2017 seldi félag-
ið Fiskitangi ehf. íbúðina félaginu
Hrjáf ehf. Hið fyrrnefnda í eigu Guð-
mundar Kristjánssonar, sem gjarnan
er tengdur við Brim, en hið síðar-
nefnda í eigu Róberts Wessman fjár-
festis.
Hluti af fasteignaviðskiptum
Fram kom í fjölmiðlum á sínum
tíma að Róbert hefði látið íbúðina í
skiptum fyrir íbúðir norðan við Út-
varpshúsið í Efstaleiti.
Virðist nú þessum kapli lokið með
því að eignin er komin úr höndum
Skugga 4. ehf. og til Hannesar. Ólaf-
ur H. Guðgeirsson, fasteignasali hjá
Eignamiðlun, hafði milligöngu um
söluna á íbúðinni sem afhendist fok-
held. Skv. Creditinfo er Skuggi 4 ehf.
í eigu Kristjáns Gunnars Ríkharðs-
sonar, Hilmars Ágústssonar og Pét-
urs Stefánssonar.
Fáar í þessum gæðaflokki
Spurður hvort söluverðið sé ekki
með fádæmum á íslenskum fast-
eignamarkaði bendir Ólafur á að
íbúðin sé í háum gæðaflokki.
„Þetta er fágæt íbúð. Íbúðir á efstu
hæðum í þessum húsum eru einstak-
ar og ekki margar íbúðir á Íslandi í
þessum gæðaflokki. Útsýnið úr íbúð-
inni er stórkostlegt en íbúðin er
hönnuð með tilliti til útsýnis. Í henni
eru gólfsíðir gluggar, rúmgóðar sval-
ir og þakgarður. Þá er mikil lofthæð í
íbúðinni,“ segir Ólafur.
Fram kom í umfjöllun um Austur-
höfn í ViðskiptaMogganum 28. apríl
að dýrasta íbúðin í Austurhöfn kost-
aði um hálfan milljarð fokheld. Ólaf-
ur segir takmarkað framboð af slík-
um íbúðum, sem og af bestu sjávar-
lóðum, hafa áhrif á verðið.
Framboð hefur áhrif á verð
„Við erum að verða það efnuð þjóð
að það er markaður fyrir svona eign-
ir. Það er hæpið að byggðar verði
íbúðir eins og í Austurhöfn með slíku
útsýni yfir höfnina. Sömuleiðis er
ólíklegt að byggðar verði íbúðir með
öðru eins útsýni og á Vatnsstígnum.
Síðan má nefna sjávarlóðir á Sel-
tjarnarnesi og á Arnarnesi en fram-
boð slíkra lóða gæti aukist eftir því
sem höfuðborgarsvæðið stækkar.
Sjávarlóðir eru því kannski ekki jafn
takmörkuð gæði og útsýnisíbúðir í
miðborginni,“ segir Ólafur.
Þakíbúð seld á 365 milljónir
- Pund ehf., félag Hannesar Hilmarssonar, keypti fokhelda íbúð í Skuggahverfinu
- Fasteignasali segir að eftir því sem þjóðin efnist verði fágætar eignir dýrari
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Við Sæbraut Umrædd þakíbúð á Vatnsstíg 20-22 er í turninum sem er lengst til vinstri á myndinni hér fyrir ofan.
Gæði Íbúðin er á tveimur hæðum.
Ólafur Helgi
Guðgeirsson