Morgunblaðið - 15.06.2021, Side 13

Morgunblaðið - 15.06.2021, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2021 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Joe Biden Bandaríkjaforseti varaði við því í gær að Atlantshafsbanda- lagið þyrfti að aðlagast þeim nýju áskorunum sem Kínverjar og Rúss- ar hefðu sett fram. Ummæli Bidens féllu á fundi hans með Jens Stolten- berg, framkvæmdastjóra bandalags- ins, en leiðtogar bandalagsríkjanna funduðu í Brussel í gær. Biden lagði einnig sérstaka áherslu á mikilvægi Atlantshafs- bandalagsins í þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna, en þetta er fyrsti leiðtogafundur þess frá því Biden tók við embætti í janúar sl. „Ég vil taka það skýrt fram: Atl- antshafsbandalagið er gríðarlega mikilvægt fyrir hagsmuni Banda- ríkjanna eitt og sér. Ef ekkert slíkt bandalag væri til staðar, þyrftum við að setja það á fót,“ sagði Biden og ítrekaði að 5. grein stofnsáttmála bandalagsins, um að árás á eitt bandalagsríkið sé árás á þau öll, væri „heilög skylda“, sem Bandaríkja- menn tækju mjög alvarlega. Ekkert kalt stríð við Kína Stoltenberg tók undir með Biden um að nýjar áskoranir biðu banda- lagsins, en ítrekaði að ekki væri að hefjast nýtt kalt stríð, og að Kínverj- ar væru ekki fjandmenn bandalags- ins. Þá gætu bandalagsþjóðirnar átt ágætt samstarf við Kína um alþjóða- vár á borð við hlýnun jarðar. „En við þurfum að ræða saman, sem banda- lag, um hvernig við svörum þeim áskorunum við öryggi okkar sem fylgt hefur uppgangi Kínverja.“ Þá sagðist Stoltenberg fagna því að forseti Bandaríkjanna væri mjög hliðhollur bandalaginu og samvinnu Norður-Ameríku og Evrópu, en um- mælin voru túlkuð sem vísun til þess að fyrirrennari Bidens, Donald Trump, þótti ekki alltaf sá lipurleg- asti í samskiptum sínum við leiðtoga hinna bandalagsríkjanna. Samskipti bandalagsríkjanna við Rússa og Kínverja voru fyrirferðar- mikil á fundinum, en í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna, sem er 41 blaðsíða að lengd, var vikið sérstak- lega að Rússum og hegðun þeirra á alþjóðavettvangi. Sagði þar meðal annars að ágeng- ari hegðun Rússa og ögrandi aðgerð- ir væru sístækkandi ógn við öryggi Atlantshafsríkjanna, og að þær ýttu undir óstöðugleika meðfram landa- mærum bandalagsríkjanna og víðar. Bandamenn fordæmdu jafnframt „blendingsaðgerðir“ Rússa, líkt og þær sem sést hafa í Úkraínu, tölvu- árásir og afskipti af kosningum í bandalagsríkjunum. „Þar til Rússar sýna að þeir hlíti alþjóðalögum og alþjóðlegum skuld- bindingum sínum, er ekki hægt að láta samskiptin snúa aftur til fyrra horfs,“ sagði m.a. í yfirlýsingunni, og hétu leiðtogarnir því að þeir myndu áfram bregðast við frekari ógnum með því að auka fælingarmátt sinn og bæta í varnir. Biden mun funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta á morgun, miðvikudag, í Genf. Pútín ræddi við NBC-fréttastofuna í gær vegna fundarins, og hafnaði þar m.a. ásök- unum um að Rússar stæðu á bak við netárásir á vesturveldin, og bauð jafnframt að Bandaríkin og Rúss- land gætu skipst á föngum. Kerfisbundnar áskoranir Kína Í yfirlýsingunni var einnig vikið að Kínverjum, en Bandaríkjamenn hafa á undanförnum misserum þrýst nokkuð á bandamenn sína í Evrópu að sýna árvekni gagnvart þeim. Sagði þar m.a. að yfirlýst markmið og hegðun Kínverja fæli í sér „kerf- isbundnar áskoranir“ við skipan al- þjóðamála og á sviðum sem tengdust öryggi bandalagsríkjanna. Lýstu leiðtogarnir því yfir áhyggj- um sínum af stefnu Kínverja í ýms- um málum, og nefndu meðal annars mikla þróun á kjarnorkuvígbúnaði landsins, aukið hernaðarsamstarf við Rússa og skort á gagnsæi. Tóku leiðtogarnir hins vegar einn- ig fram að þeir vildu eiga „uppbyggi- legar viðræður“ við Kínverja þar sem því yrði komið við, og bentu á að bandalagsríkin og Kínverjar ættu ýmsa sameiginlega hagsmuni. AFP NATO-fundur Joe Biden, Angela Merkel, Recep Tayyip Erdogan, Boris Johnson og Katrín Jakobsdóttir sjást hér meðal annarra þjóðarleiðtoga bandalagsríkjanna að stilla sér upp fyrir svonefnda „fjölskyldumynd“ fundarins. Mæti nýjum áskorunum - Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins funduðu í Brussel í gær - 5. greinin „heilög skylda“ Bandaríkjanna - Áhersla á Rússa og Kínverja í yfirlýsingu fundarins Réttarhöld yfir Aung San Suu Kyi hófust í gær. San Suu Kyi er fyrrver- andi forsætisráðherra Mjanmar, einnig þekkt sem Búrma, en henni var steypt af stóli í valdaráni hersins fyrir fjórum mánuðum. Suu Kyi er ákærð fyrir að hafa flutt ólöglega inn talstöðvar fyrir lífverði sína og að hafa brotið gegn sóttvarnaaðgerðum í kosningabaráttu sinni í fyrra. Í dag hefjast svo önnur réttarhöld vegna ásakana um uppreisnaráróð- ur. Verði hún sakfelld í því máli á hún yfir höfði sér 14 ára fangelsi. Mannréttindahópar hafa fordæmt réttarhöldin og sagt að um sé að ræða tilraunir til að koma í veg fyrir að San Suu Kyi geti boðið sig fram í framtíðarkosningum í Mjanmar. Í síðustu viku voru kynntar frek- ari ákærur vegna spillingar en San Suu Kyi er sökuð um að hafa þegið 11 kílógrömm af gulli og 600 þúsund dollara eða um 73 milljónir króna í greiðslu í andstöðu við lög. Fyrrverandi forsætisráðherrann og nóbelsverðlaunahafinn er 75 ára og hefur verið í stofufangelsi síðan valdarán hersins átti sér stað 1. febr- úar þar sem talið er að fleiri en 800 hafi látið lífið og fimm þúsund manns verið handtekin. Lítið hefur spurst til San Suu Kyi síðan, fyrir utan þau skipti sem hún hefur komið fyrir dómara. Hún hefur áður setið í 15 ár í stofufangelsi eftir misheppnaða uppreisn gegn herforingjastjórninni árið 1988. Herinn heldur því fram að hann ætli að boða til nýrra kosninga á næstu tveimur árum. Löng hefð er hins vegar fyrir því að herforingja- stjórn landsins lofi kosningum en standi ekki við þau loforð. urdur- @mbl.is Réttað yfir fyrrv. forsætisráðherra - Suu Kyi var steypt af stóli í valdaráni AFP Réttarhöld San Suu Kyi gæti átt yfir höfði sér langan fangelsisdóm. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, til- kynnti í gær að síðustu aflétt- ingum á sótt- varnaráðstöf- unum á Englandi, sem áttu að eiga sér stað hinn 21. júní næstkomandi, hefði verið frestað um fjórar vikur. Ástæðu þess má rekja til aukins fjölda tilfella kórónuveirunnar, þar sem Delta-afbrigðið svonefnda, sem á uppruna sinn á Indlandi, er í mikl- um uppgangi á Englandi. Upphaflega hafði verið gert ráð fyrir að öllum sóttvarnaráðstöf- unum á Englandi yrði vikið til hlið- ar 21. júní og höfðu sumir fjöl- miðlar kallað þann dag „Frelsisdaginn“. Johnson sagði hins vegar að ástæða væri til að reyna að hægja á faraldrinum og setja enn aukinn kraft í bólusetn- ingar. Sagðist hann að auki fullviss um að ekki myndi þurfa lengri frest en til 19. júlí næstkomandi. ENGLAND Afléttingum frestað um fjórar vikur Boris Johnson Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Protase- vich kom fram á blaðamanna- fundi í gær í fylgd embættis- manna. Þar neit- aði hann að hafa verið beittur of- beldi í haldi yfir- valda og lýsti iðr- un vegna meintra glæpa sinna. Protasevich var handtekinn um borð í flugvél sem var gert að lenda í Minsk í maí. Á blaðamannafund- inum sagði Protasevich: „Það er allt í lagi með mig. Enginn barði mig, enginn snerti mig. Ég geri mér grein fyrir þeim skaða sem ég olli, ekki aðeins ríkinu heldur land- inu.“ Fáir trúa því að hann hafi komið fram ótilneyddur. HVÍTA-RÚSSLAND Protasevich kemur fram opinberlega Roman Protasevich STOFNAÐ 1956 Glæsileg íslensk hönnun og smíði á skrifstofuna Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur Sími 510 7300 www.ag.is ag@ag.is Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.