Morgunblaðið - 15.06.2021, Side 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2021
Raðauglýsingar
Fundir/Mannfagnaðir
Aðalfundur
Loðnuvinnslunnar hf.
verður haldinn í Wathneshúsinu á
Fáskrúðsfirði föstudaginn
2. júlí 2021 kl. 18.30.
Dagskrá venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórn Loðnuvinnslunnar hf.
LVF
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl.9-12.30 -Tæknilæsi kl.8.30-12.30,
Android, þarf að skrá sig - Boccia kl.10-11. - Félagsvist kl.13-16-
Tæknilæsi kl.13-16. Apple, þarf að skrá sig - Kaffi kl.14.30-15.20 -
Nánari upplýsingar í síma 411-2701 / 411-2702 - Allir velkomnir
Árskógar Smíðastofa með leiðb. kl. 9-16. Opin vinnustofa kl. 9-12.
Handavinna kl. 12-16. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.30-
15.30. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. Grímuskylda og það þarf að
skrá sig í viðburði eða hópa: 411-2600.
Garðabæ Hægt er að panta hádegismat með dagsfyrirvara. Meðlæti
með síðdegiskaffinu er selt frá 13.45 -15.15. Poolhópur í Jónshúsi
kl. 9. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Stólajóga kl. 11.í Jónshúsi.
Smiðjan Kirkjuhvol opin kl. 13– 16.
Gerðuberg Opin handavinnustofa frá kl. 8.30 –16. Alltaf heitt á
könnunni. Gönguhópur (leikfimi og ganga) frá kl. 10. Núvitund kl. 11
–11:30. Myndlist/listaspírur kl. 13 –16.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8.30-10.30.
Útvarpsleikfimi kl. 9.45. Bingó kl. 13.15 - spilaðar 8 umferðir.
Korpúlfar Útvarpsleikfimi kl. 9.45 í Borgum, Boccia kl. 10. í Borgum.
Helgistund frá Grafarvogskirkju kl. 10.30 í Borgum. Hádegisverður
11.30 til 12.30. Spjallhópur góð og gleðileg samvera í Borgum kl. 13. í
listasmiðju, allir velkomnir. Sundleikfimi með Brynjólfi í Grafarvogs-
sundlaug kl. 14. Kaffihúsið opið frá 14.30 til 15.30 gaman að sjá ykkur
sem flest.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.10 og 18.30,
kaffikrókur frá kl. 9. pútt á flötinni við Skólabraut kl. 10.30. Minnum á
ferðina í Grasagarðinn/café Flóra. Breytum um umhverfi og göngum
saman, skoðum og njótum. Farið frá Skólabraut kl. 13.30 frítt er í
ferðina,
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
mbl.is
alltaf - allstaðar
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur.
Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Ýmislegt
Tískuverslunin Smart
Grímsbæ/Bústaðavegi
Skyrtur st. 12 -28
netverslun www.gina.is
Sími 588 8050.
- vertu vinur
✝
Örn Einarsson
fæddist á
Reyðarfirði 7.
september 1932.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu
Sunnuhlíð 3. júní
2021.
Foreldar hans
voru Steinunn Sig-
ríður Krist-
insdóttir Beck,
húsfreyja og
verkakona, f. 1.1. 1899, d. 19.3.
1997, og Einar Guðmundsson
timburmaður, f. 29.2. 1888, d.
24.1. 1975.
Systkini hans eru: Drengur
Einarsson, f. 28.4. 1922, d.
28.4. 1922, Kristinn Þór Ein-
arsson, f. 22.7. 1925, Már Ein-
arsson, f. 31.12. 1926, d. 26.7.
1943, og Margrét Siggerður
Einarsdóttir, f. 4.5. 1929.
Kreukels og Emil Thor Kreu-
kels. Sambýliskona Guð-
mundar er Mina Johnsen, f.
14.9. 1959.
2) Már Arnarson, f. 6.4.
1959, maki Ásta Björg Þor-
björnsdóttir, f. 17.6. 1961.
Börn þeirra eru Steinunn Anna
Radha, f. 10.7. 1998, og Grétar,
f. 14.6. 2001.
3) Anna María Arnardóttir,
f. 19.3. 1961, sonur hennar og
Karls Jóhanns Rafnarssonar er
Örn, f. 29.9. 1983. Maki Önnu
Maríu er Þorvarður Krist-
ófersson, f. 28.4.1961. Börn
þeirra eru Anna Birna, f. 17.4.
1989, og Kristófer Óli, f. 17.10.
1993.
Sambýliskona Arnar er Sig-
ríður Sigurðardóttir versl-
unarkona, f. 24.9. 1933.
Örn fæddist og ólst upp á
Reyðarfirði með fjölskyldu
sinni. Stundaði hann nám við
Héraðsskólann á Laugum í
Þingeyjarsýslu þar sem hann
lauk undirbúningi fyrir iðnnám
árið 1950. Örn fluttist eftir það
til Reykjavíkur þar sem hann
lagði stund á prentiðn. Þar
kynntist hann eiginkonu sinni
Steinunni Önnu Guðmunds-
dóttur og settust þau að í
Kópavogi þar sem þau ólu upp
börnin sín þrjú. Örn starfaði
sem prentari hjá Tímanum,
Blaðaprenti og endaði starfs-
feril sinn hjá Gutenberg. Sam-
hliða prentstarfi keyrði hann
rútur, fyrst hjá Norðurleið og
síðar Guðmundi Jónassyni. Örn
naut útivistar og gekk iðulega
um Kópavog þveran og endi-
langan meðan krafta naut við.
Bjó Örn í Kópavogi alla tíð og í
seinni tíð með sambýliskonu
sinni Sigríði. Örn ferðaðist
mikið, bæði innanlands og ut-
an. Síðustu tvö ár dvaldi Örn á
hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð.
Útför Arnar fer fram frá
Digraneskirkju í dag, 15. júní
2021, klukkan 13.
Athöfninni verður streymt á:
https://youtu.be/yHk6myYdRwo.
Örn kvæntist
23.6. 1954 Stein-
unni Önnu Guð-
mundsdóttur hús-
freyju, f. 3.8. 1935,
d. 22.11. 1986.
Foreldrar hennar
voru Guðmundur
Bjarnason, bóndi í
Hlíðarhvammi í
Sogamýri í
Reykjavík, og Jó-
hanna Magn-
úsdóttir húsfreyja. Steinunn og
Örn eignuðust þrjú börn, þau
eru:
1) Guðmundur Arnarson, f.
21.8. 1955, kvæntur Maríu E.
Frímannsdóttur, f. 29.3. 1956,
slitu samvistir. Barn þeirra er
Guðrún Birna, f. 28.12. 1979,
sambýlismaður Thijs Kreukels,
f. 14.2. 1980. Börn þeirra eru
Sölvi Kreukels, Nanna Lóa
Elsku afi, margt skilur þú eft-
ir þig. Minningu um bragð af
rauðum trönuberjasafanum og
mjúkar gjafir sem voru van-
metnar í litlum barnabarnshuga
en hafa nú breyst í gull og veita
yl í formi minninga um mann
sem hafði hemil á okkur geml-
ingunum, ekki með valdi, heldur
kímnigáfu. Með því ólstu af þér
fólk sem passar upp á að minn-
ing þín lifi í kærleika.
Vegna feimni faldi ég mig
stundum þegar afi kom í heim-
sókn og mikið missti ég af góðum
félagsskap og nærandi samskipt-
um. Ég verð ævinlega þakklát
fyrir að hafa náð að kynnast afa
seinna, þegar ég hóf störf á
Sunnuhlíð í Kópavogi, þar sem
hann hafði þá búið í um hálft ár.
Herbergi afa varð að griðastað
sem óréttlæti heimsins náði ekki
til. Þar mátti fussa yfir and-
styggðum lífsins en jafnframt
hlæja og segja brandara eftir
vinnudaginn. Þannig tjáðum við
hvort öðru að við færum hönd í
hönd gegnum súrt og sætt. Í eitt
af þessum skiptum spurði ég
hvernig honum liði og hann sagð-
ist vera hræddur við að deyja,
sem ég samþykkti með þögn sem
hann rauf með gríni, slík var ein-
lægnin. Afi þorði að sýna hversu
stoltur hann væri af afkomend-
um sínum. Það lá við að hann
stæði á göngum heimilisins og
öskraði að ég væri barnabarnið
hans og svo rigndi yfir mig gull-
hömrunum í kjölfarið. Trú hans
á mér veitti mér trú á sjálfa mig.
Þegar afi veiktist urðu orðaskipt-
in færri og tjáningin breyttist en
þó skildum við alltaf hvort ann-
að.
Sama hvað dundi á var kímni-
gáfa hans sterkasta vopn, hann
gat nefnilega alltaf blikkað
mann.
Steinunn Anna.
Kannski var þetta 1961 eða
var það 62? Sest var upp í gljá-
fægðan svartan Wolselay 1947
og ekið úr Kópavogi niður í
Skuggahverfi. Ilmur af leðri,
tréverki og bóni, mjúk sæti.
Okkur síðan boðið inn í furðu-
verk veraldarinnar, Prentsmiðj-
una Eddu. Hávaðinn tsjiggu,
tsjiggu, tsjiggu og kannski svo-
lítið fíli bomm bomm bomm líka,
ys og þys, lykt af farva, blýi, at-
hafnasemi og já bara ilmur dag-
anna. Við vorum, litlir guttarn-
ir, Mummi og ég staddir í miðju
alheimsins þar sem allt var að
gerast.
Þarna var Örn Einarsson á
heimavelli og sýndi okkur
hvernig hlutirnir virkuðu.
Hérna var setjaraborðið, þar
vann hann mikið, vélasalurinn
og pappírinn. Við fengum oftar
að fara með en þetta sinn var
einhvern veginn svo eftirminni-
legt. Var þetta sunnudagur eða
voru allir dagar þá sunnudagar
og enginn skóli?
Örn var Prentari með stórum
staf, þetta voru menn sem báru
virðingu fyrir sínu fagi. Hvít
skyrta og bindi var vinnuklæðn-
aður. Menn voru fagmenn, enda
elsta fagfélag landsins Prent-
arafélagið.
Margar fleiri góðar minning-
ar koma í hugann frá liðnum
dögum, setið við eld á sævar-
strönd, gengið um firnindi og
tjaldað á Krísuvíkurbjargi. En
ríkust er minningin um góðan
dreng, alltaf í jafnvægi, glaður
og indæll og fastur fyrir ef þess
þurfti. Fjölhæfur mjög, spilaði
á harmóniku sem ungur maður
á böllum um allt, mikill boxari á
boxárunum, bílamaður og auð-
vitað bóka. Kunni frá bókum að
segja og prentverki og þá ekki
hvað síst er varðaði Austfirðina.
Rætt um pólitík og þá gjarnan
broslegu hliðina. Örn vann allt-
af mikið og yfir sumarið var
hann mikið í akstri fyrir Guð-
mund Jónasson á háfjallatrukk-
um. Margar góðar sögur voru
af þeim túrum sagðar.
Faðir minn og Örn voru ná-
grannar. Þau Steinunn bjuggu í
næsta húsi og við Mummi urð-
um aldavinir, alltaf að leika.
Þannig var um þá vinina, Örn
og Hörð, í upphafi sjöunda ára-
tugarins er þeir kynntust,
menn á besta aldri, manndóms-
áranna, tengdust sterkum
böndum sem héldu til æviloka.
Töluðu saman oft í viku, oftast
á hverjum degi meiripart full-
orðinsáranna. Einungis nú sein-
ustu misserin er heilsa Arnar
tók að gefa sig minnkaði sam-
bandið, en skemmdist ekki.
Þegar menn kveðja kemur
söknuður í hugann, maður hef-
ur ekki lengur aðgang að hluta
af manns eigin lífi. Ekki er
lengur hægt að spyrja og grafa
upp, maður saknar hlutanna
sem eru tapaðir, þekking, vizka
og staðreyndir og spyr sig af
hverju maður spurði ekki.
Kæru Mummi, Már og Anna
María og fólkið ykkar og Sig-
ríður, innilegar samúðarkveðj-
ur.
Valdimar og Hörður.
Örn Einarsson
Það er með
söknuði og þakk-
læti sem ég kveð
hana Rúnu móður mína. Síðustu
8 ár ævi sinnar var hún á hjúkr-
unarheimilinu Sóltúni þar sem
hún naut hlýju og einstakrar
umönnunar. Þangað kom hún til
dvalar í kjölfar þess að heilaslag
svipti henni skyndilega úr lífs-
ins meginstraumi. Eftir þetta
hamlaði líkaminn för, en lífsvilj-
inn hélst lengst af óheftur. Þeir,
sem lítt þekktu til, voru undr-
andi þegar hún sagðist um helg-
ar ætla akandi á Volvonum
austur að Gjábakka til gisting-
ar. Já, sannfærandi reyndi hún
að snúa þeim um fingur sér. Það
var helst pabbi sem varðist
þessum hugarórum í skjóli
heyrnarleysis. Þótt skamm-
tímaminnið væri stundum hnök-
rótt var hægt að fletta upp í
minni hennar um hagi forfeðr-
anna, hver átti hvern, bústaði
þeirra og störf.
Ég hef án efa reynst mömmu
erfiðastur okkar bræðra, enda
Þóra Guðrún
Óskarsdóttir
✝
Þóra Guðrún
Óskarsdóttir
fæddist 5. ágúst
1933. Hún lést 31.
maí 2021.
Útför Þóru Guð-
rúnar fór fram í
kyrrþey að hennar
ósk.
frumburður henn-
ar. Fyrstu skýru
minningar mínar
eru þegar hún kom
með Baldvin bróð-
ur heim af fæðing-
ardeildinni. Þá
hékk ég uppi í tré
við heimkeyrsluna
og lét illa, kvartaði
undan því að hún
kæmi þarna með
lítinn apa inn á
heimilið. Stuttu seinna strukum
við vinirnir, 5 ára óvitar, að
heiman úr Þingholtinu niður á
höfn. Þar vorum við fljótt hand-
samaðir af sjómönnum í klof-
stígvélum og færðir á lögreglu-
stöðina. En hvað gerði mamma
með þann óstýrláta þegar
hringt var í hana þaðan? Jú,
hún smalaði saman krökkum í
hverfinu og lét síðan færa okkur
heim í lögreglubíl! Ég man enn
hvað ég skammaðist mín skelfi-
lega.
Það markaði snemma lundar-
far mömmu að alast upp sem
einbirni. Síðar þroskaðist hún
við að ala upp þrjá drengi vest-
ur í BNA, með pabba oft fjarri
vegna vinnu, en dauðþreyttan
þess á milli. Ég tel að hin fyrri
hlutskipti hafi styrkt hana til að
nálgast okkur karlpeninginn
með nauðsynlegri röggsemi,
nokkuð sem einkenndi hana alla
tíð. Þegar barnabörnin komu til
sögunnar þá gat hún loks slakað
á og notið sín í nýju hlutverki.
Hún gerði ekki upp á milli
kynja en fannst þó notaleg til-
breyting að kaupa kjóla fyrir
stúlkurnar. Barnabörnin minn-
ast öll með hlýju þeirra stunda
sem hún fór ásamt pabba með
þau í sumarkofann vatns- og
rafmagnslausa að Gjábakka.
Þar var eldað með gasi og lesið
við kertaljós. Þegar langömmu-
börnin tóku að birtast gladdist
hún með vaxandi fjölda þeirra,
það áttunda nýfætt þegar skyn
hennar dofnaði og tilvera
slökknaði. Ég veit að móðir mín
hélt fast í barnstrú sína og eru
orð Hallgríms Péturssonar því
nú við hæfi:
Dauðinn því orkar enn til sanns,
útslokkna hlýtur lífið manns,
holdið leggst í sinn hvíldarstað.
Hans makt nær ekki lengra en það.
Sálin, af öllu fári frí,
flutt verður himnasælu í.
Óskar Einarsson.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í
öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að
hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar
eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinar