Morgunblaðið - 15.06.2021, Side 24

Morgunblaðið - 15.06.2021, Side 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2021 30 ára Dagný er Borgfirðingur og ólst upp á Helgavatni í Þverárhlíð en býr núna á Gilsbakka í Hvít- ársíðu með manni sín- um og börnum. Dagný er leikskólakennari að mennt og starfar á leikskólanum Hnoðrabóli á Kleppjárnsreykjum. Hún á tvíburasysturina Guðnýju og bræðurna Diðrik, f. 1983, og Bjarka, f. 1994. Maki: Sigurður Ólafsson smiður, f. 1988. Börn: Magnús, f. 2017, og Ólöf, f. 2020. Foreldrar: Ágústa Ólöf Gunnarsdóttir, f. 1959, og Vilhjálmur Diðriksson, f. 1963. Þau eru búsett á Helgavatni. Dagný Vilhjálmsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Fólk sem hagar sér heimskulega veldur vandræðum, láttu það ekki koma þér úr jafnvægi, reyndu frekar að sjá fyndnu hliðina á því. 20. apríl - 20. maí + Naut Láttu ekki deigan síga við að fá fram þau úrslit mála sem þér eru mest að skapi. Talaðu hreint út við vinnufélaga þína og hugaðu betur að sjálfum þér. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Þótt aðrir vilji velta sér upp úr fortíðinni er ekki þar með sagt að þú þurfir að gera það líka. Með þínu skrefi fram á við ertu að breyta heiminum. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þú ert eins og heitur teketill sem er rétt við að fara að ýla af ánægju. Segðu sögur. Vertu óhræddur og hrintu lausninni bara í framkvæmd sem fyrst. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þér gefast mörg tilefni til upplyft- ingar en vertu vandlátur og veldu þér skemmtun við hæfi. Viltu kannski frekar vera heima og endurmeta líf þitt? Láttu skapið ráða för. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þú hefur tekist mikla ábyrgð á herðar og þarft á öllu þínu að halda til þess að komast af. Leitaðu samstarfs því margt smátt gerir eitt stórt. 23. sept. - 22. okt. k Vog Það getur skipt sköpum að þú gerir þér grein fyrir því hvaða kröfur aðrir gera til þín. Vandaðu vel til verka og reyndu að koma í veg fyrir ástæðulausan misskilning. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Hreinskilnar og innilegar samræður við fjölskyldumeðlim skipta sköpum til þess að halda friðinn á heim- ilinu. Vertu því sanngjarn. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þú ættir að taka meira tillit til annarra því þú græðir ekkert á því að gera hlutina upp á þitt eindæmi. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þig hefur lengi dreymt um að vinna í lottóinu, en í dag er eins og á viss- an hátt hafi þér tekist það. Reyndu að skipuleggja þig. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þér hættir til þess að hlaða of miklu á dagskrána og stendur svo uppi með svikin loforð. Gættu að hvað þú segir. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú ert að vinna að stóru og tíma- freku verkefni. Farðu og aflaðu þér félaga; margar hendur vinna létt verk. rekin af miklum metnaði og þetta var ótrúlega skemmtilegur tími.“ Eftir útskrift frá Emerson um áramót 1999 hóf Rakel störf sem fréttamaður hjá fréttastofu Sjón- varpsins í janúar 2000. Hún hefur starfað á fréttastofum Ríkisútvarps- ins óslitið síðan, sem fréttamaður, þáttastjórnandi í sjónvarpi, vakt- stjóri, varafréttastjóri, ritstjóri Kveiks 2019-2020 og fréttastjóri síð- an í apríl 2014. Það var á vinnu- á fréttastofu Útvarps. Lokaverk- efnið í meistararnáminu var heimild- arþáttur um gagnagrunn deCode á heilbrigðissviði. „Það var mjög gam- an í náminu í Boston og aðstöðumun- urinn mikill miðað við HÍ. Við vorum með fullbúið sjónvarpsstúdíó og há- skólinn rak útvarpsstöð sem hafði mikla hlustun. Svo vorum við líka með toppkennara, t.d. kennara sem hafði pródúserað fyrir CNN- fréttastöðina. Fjölmiðladeildin var R akel Þorbergsdóttir fæddist 15. júní 1971 á Sjúkrahúsinu á Akur- eyri og bjó fyrstu árin í Glerárþorpi en flutti svo í Brekkuhverfi með foreldrum árið 1975. Frá hausti 1980 dvaldi Rakel fjóra mánuði ársins á Akur- eyri hjá föðurforeldrum og föður en 8 mánuði hjá móður í Reykjavík. Þessi tvískipta búseta milli Akureyr- ar og Reykjavíkur varði allt til ársins 1994 en síðustu sumrin bjó hún hjá föðurömmu sinni, sem þá var orðin ekkja. „Fyrst vildi ég ekkert fara suður, því ég var Akureyringur í húð og hár og öll stórfjölskyldan var þar. En eftir á að hyggja sé ég bara kosti við það að hafa fengið að búa á báð- um stöðum. Maður hefur víðari sýn á lífið og tilveruna.“ Eftir grunnskólanám í Lundar- skóla, Glerárskóla og Austurbæjar- skóla hóf Rakel nám í Mennta- skólanum í Reykjavík 1987 og útskrifaðist þaðan af fornmálabraut vorið 1991. Um haustið lá leiðin til Grenoble í Frakklandi í frönskunám í útlendingadeild háskólans í Gre- noble. „Það var frábær reynsla og þótt ég sé kannski ekki talandi eins og innfædd, þá get ég bjargað mér á frönskunni, sem hefur stundum nýst í fréttunum.“ Snemma árs 1992 sneri Rakel svo aftur til Akureyrar þar sem hún vann í fiskvinnslu hjá Útgerðarfélagi Akureyringa eða þar til hún hóf nám í stjórnmálafræði við Háskóla Ís- lands haustið 1992. Hún vissi strax á þessum tíma að hún vildi fara í fjöl- miðlun og fannst stjórnmálafræðin góður grunnur fyrir þann vettvang. Hún útskrifaðist þaðan vorið 1996 en hafði þá unnið í gestamóttöku Hótels Sögu í eitt ár áður en BA-ritgerð um embætti forseta Íslands var skilað. Eftir útskrift úr diploma-námi í hag- nýtri fjölmiðlun 1997 hóf Rakel í kjölfarið störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu það sumar. Á Morg- unblaðinu starfaði hún í rúmt ár eða þar til hún hélt til Boston og hóf meistararanám í ljósvakafjölmiðlun í Emerson College haustið 1998. Sumarið 1999 var Rakel svo ráðin sem fréttamaður í sumarafleysingar staðnum sem Rakel kynntist eig- inmanni sínum, Ragnari Santos. „Við kynntumst í vinnunni en fórum nú leynt með þetta í byrjun þótt við værum bæði einhleyp, því svona vinnustaðarómans gengur ekkert alltaf upp. Við vorum búin að þekkj- ast í eitt ár þegar við ákváðum að rugla saman reytum og núna eru tuttugu ár liðin.“ Rakel segir að útivist, ferðalög og fótbolti séu helstu áhugamálin. „Ég Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri RÚV – 50 ára Fjölskyldan Hér er fjölskyldan saman komin. Frá vinstri: Ragnar, Elsa fremst, Rakel, Sölvi og Alex Viðar. Fréttir og rauðir djöflar Fréttastofan Hér var fréttadeildin loksins kominn í nýtt fréttastúdíó 2018. Old Trafford Hérna er Rakel með fjölskyldunni hjá uppáhaldsliðinu, en eiginmaðurinn tók myndina. 30 ára Guðný ólst upp á Helgavatni í Borgarfirði þar sem hún býr núna, en hún flakkar mikið á milli Reykjavíkur og Borg- arfjarðar. „Ég vinn sem smiður á sumrin í sveitinni og rek Me Time Iceland á vet- urna þar sem við höldum jógahelgar uppi í Borgarfirði þar sem gott er fyrir fólk að komast í kyrrðina og út í náttúr- una. Síðan er ég mikill ferðalangur og bíð spennt eftir að kófinu ljúki til að fara utan.“ Foreldrar: Ágústa Ólöf Gunnarsdóttir, f. 1959, og Vilhjálmur Diðriksson, f. 1963. Þau eru bændur á Helgavatni. Guðný Vilhjálmsdóttir Til hamingju með daginn Garðabær Guðni Thor Guðnason fæddist 27. janúar 2021 kl. 5:20. Hann vó 3.334 g og var 52 cm langur. For- eldrar hans eru Guðni Rúnar Skúla- son og Guðný Lára Bragadóttir. Nýr borgari SÉRBLAÐ Ferðalög Sérblöð um ferðalögkoma vikulega út í júní Hvert blað beinir sjónum sínum að einum landsfjórðung • Hvert skal halda í sumarleyfinu? • Viðtöl við fólk sem elskar að ferðast um Ísland • Leynistaðir úti í náttúrunni • Hvar er best að gista? • Ferðaráð • Bestu sumarfrí Íslendinga Pöntun auglýsinga og nánari upplýsingar augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.