Morgunblaðið - 15.06.2021, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 15.06.2021, Qupperneq 28
Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Viðamikil samsýning, Iðavöllur, var opnuð um liðna helgi í öllum sölum Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi. Titillinn er sóttur í Völuspá því æsir hittust á Iðavelli við frumsköpun heimsins og komu síðan aftur saman að loknum ragnarökum til að skapa nýja heimsmynd, eins og segir á vef safnsins. Iðavöllur Hafnarhússins er sagður vettvangur skapandi lista- manna í hringiðu umbreytinga við upphaf nýrrar þúsaldar og þema sýn- ingarinnar skapandi og umbreytandi kraftur sem búi í vinnu listamanna og endurspegli fjölbreytt viðfangsefni á tímum tæknilegra og félagslegra um- breytinga. Í vexti og blóma Listamennirnir fjórtán sem verk eiga á sýningunni eru álitnir leiðandi afl sinnar kynslóðar meðal þeirra sem eru í hvað mestum vexti og blóma á sínum ferli. Eru þeir sagðir endur- spegla viðfangsefni og nálgun samtím- ans. Þessi tiltekna kynslóð listamanna fellur á milli hinna svokölluðu X- og Y- kynslóða og muna því tímana tvenna, þá sem við lifum nú og þá sem voru fyrir netvæðingu, snjallsíma, sam- skiptamiðla og aðrar stafrænar bylt- ingar. Þetta eru „fulltrúar kynslóðar sem tekst á við aukinn hraða, meira upplýsingaflæði, óljósari landamæri, reikult kyngervi, breytt samskipta- mynstur, nýja tækni – allt á meðan þau muna á eigin skinni það sem áður var,“ eins og segir á vef safnsins og að listafólkið upplifi endalok heimsins í vissum skilningi og leggi sitt af mörk- um við nýtt upphaf. Sýningarstjórar eru Aldís Snorra- dóttir, Markús Þór Andrésson og safn- stjórinn Ólöf Kristín Sigurðardóttir. Brotnar rúður Aldís segir sýninguna teygja sig um allt safn, meira að segja gluggana. Vegna framkvæmda í Tryggvagötu er nú gengið inn í safnið um portið við hlið Tollhússins og hefst sýningin því í raun þar. „Við erum algjörlega búin að snúa öllu á hvolf,“ segir Aldís um sýn- inguna. Í portinu megi sjá skúlptúr eftir Evu Ísleifs, skúlptúr í líki bursta- bæjar á hjólum sem hægt sé að ýta áfram og fer hann þá í hringi um rýmið. Í portinu má einnig sjá verk Arnar Alexanders Ámundasonar, „Lista- safnið er brotið“. „Hann er búinn að líma filmur í alla gluggana eins og gler- ið sé brotið og svo varúðarlímband yfir, rautt og hvítt, líkt og starfsmenn safnsins hafi komið og reynt að bjarga einhverju. Hann er dómínerandi á öllu gleri í húsinu sem er töluvert af,“ segir Aldís. Hún nefnir að Örn hafi fengið þessa hugmynd löngu áður en jarð- skjálftarnir hófust í aðdraganda eld- gossins á Reykjanesi. Aldís segir þessa blekkingu Arnar hafa virkað svo vel að einhverjir gestir hafi trúað því að rúð- urnar í safninu væru brotnar og haft orð á því að skipta þyrfti um þær. Breiddin mikilvæg Listafólkið á sýningunni er allt fætt undir lok áttunda áratugarins eða í byrjun þess níunda og Aldís segist sjálf vera af þessari kynslóð, þeirri sem falli á milli „analog“ og „digital“ tækninnar. „Við reyndum líka að velja dálítið breiðan hóp, listamenn sem væru að vinna í ólíka miðla og sýna frekar breiddina á þeim verkum sem þetta fólk er að gera. Okkur fannst líka mikilvægt að gefa öllum gott rými til að vinna þannig að þetta eru allt ný og nýleg verk, stórar innsetningar og allir að gera sitt allra besta og gera eitthvað magnað,“ segir Aldís. Hún er spurð að því hvort ekki hafi þurft að fórna mörgum listamönnum sem komnir voru á blað. „Jú, þetta var alveg erfitt val,“ svarar Aldís. Hún, Markús og Ólöf hafi hvert um sig búið til lista yfir nöfn, borið saman bækur sínar og athugað hvaða nöfn komu fyr- ir á öllum listunum. „Við reyndum að velja breiddina frekar af því maður þarf alltaf einhvern veginn að tak- marka sig. Við lögðum upp með að þetta yrðu mögulega færri listamenn en stækkuðum svo hópinn og tókum þá yfir alla salina.“ Ósjálfrátt þema Mörg verka sýningarinnar eru unn- in beint í rýmið eða með það í huga og má sem dæmi nefna Elínu Hansdóttur sem vinnur beint með arkitektúr húss- ins, súlurnar í sýningarsölum. „Hún hefur unnið með þær sem efnivið, skapað fleiri súlur, tekið ljósmyndir sem sýna þær frá ýmsum sjónar- hornum í mismunandi skala,“ útskýrir Aldís og er í framhaldi spurð að því hvort listamennirnir hafi unnið út frá þema eða haft algjörlega frjálsar hendur. „Við leyfðum þeim að hafa frjálsar hendur en vissulega er heiti sýningarinnar Iðavöllur,“ svarar Aldís og því hafi verið tenging fyrir við Völu- spá, endalok heimsins og nýtt upphaf. „Það var áhugavert hvað listamenn- irnir tóku ósjálfrátt inn eitthvert þema þannig að margir fóru að vinna með eitthvað á iði. Það er margt sem hring- snýst eða er á iði í rýminu. Hringurinn og að fara í hringi varð óvænt stef og svo byrjuðu verkin bara að tala sam- an,“ segir hún. Náttúran áberandi Aldís segir listamennina vinna í ólíka miðla, m.a. gamalgróna á borð við textíl og að umfjöllunarefnin séu af ýmsu tagi. Náttúran sé til að mynda áberandi sem og loftslagsmál. „Anna Rún Tryggvadóttir kemur með náttúr- una inn, bókstaflega, með sex tré sem hún fann í Heiðmörk og kom fyrir á stórum mótorum sem snúast. Öll trén snúast og stýra því dálítið hvernig maður fer um rýmið. Það var alltaf ákveðið hjá henni að finna tré í Heið- mörk og svo kviknuðu þar gróðureldar og fannst henni áhugavert að tækla það líka og því eru nokkur trjánna sviðin. Þegar maður kemur þarna inn tekur á móti manni sterk gróðurlykt og við munum sjá laufin falla og þessa hringrás náttúrunnar,“ segir Aldís. En var ekkert mál að fylla öll þessi rými í þessu stóra safni, Hafnarhús- inu? „Það hefði alveg verið ágætt að hafa meira pláss,“ segir Aldís kímin. Hugmyndirnar og innsetningarnar hafi orðið það stórar að vandræðalaust hafi verið að fylla rýmið. „Það var bara æðislegt að geta gefið öllum svona gott rými og það er næstum því eins og þarna séu fjórtán einkasýningar í einni samsýningu sem tala allar saman.“ Sýningunni lýkur 17. október. Endir og upphaf, sköpun og umbreyting - Allir salir Hafnarhússins hafa verið lagðir undir samsýninguna Iðavöllur - Fjórtán listamenn sem falla á milli X- og Y-kynslóðanna sýna ný verk - Það er margt sem hringsnýst eða er á iði í rýminu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hringrás Hluti af verki Önnu Rúnar Tryggvadóttur sem sótti í það tré í Heiðmörk. Þau eru á mótorum sem snúast. Umfangsmikil „Við erum algjörlega búin að snúa öllu á hvolf,“ segir Aldís Snorradóttir um sýninguna í Hafnarhúsinu. Þau Markús Þór Andrésson og safnstjórinn Ólöf Kristín Sigurðardóttir eru sýningarstjórar. Fjölbreytileg Hluti verks Elínar Hansdóttur sem vinnur beint með arkitekt- úr hússins, súlurnar í sýningarsölum, og hefur meðal annars bætt við súlum. 28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2021 - heimili, hönnun, tíska og samkvæmislífið Lífstílsvefurinn okkar - fylgt landsmönnum í 10 ár SMARTLAND MÖRTUMARÍU Vertu með á nótunum Þessir listamenn eiga verk á Iðavöllum: Anna Júlía Friðbjörnsdóttir Anna Rún Tryggvadóttir Arna Óttarsdóttir Arnar Ásgeirsson Bjarki Bragason Dodda Maggý Elín Hansdóttir Eva Ísleifs Guðmundur Thoroddsen Hildigunnur Birgisdóttir Páll Haukur Björnsson Rebecca Erin Moran Styrmir Örn Guðmundsson Örn Alexander Ámundason 14 sýna á Iðavöllum LISTAMENNIRNIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.